Þjóðólfur - 19.05.1899, Síða 3

Þjóðólfur - 19.05.1899, Síða 3
96 ekki, enda held eg, að ekki hafi nokkur grein í nokkru íslenzku blaði verið fjær því að sam- svara yfirskript sinni en þessi. Hún er eiginlega ein lokleysa frá upphafi til enda, þar sem öllu ægir saman: próföstum, draugum, prestum, hund- tm, riddurum, reiðhryssum, skáldum og skætingi I til vinstakra manna og opinberra stofnana. Stund- um er hann allt í einu kominn út í hárfínar mál- fræðislegar rannsóknir, annað veifið er hann í anda með allra mestu nákvæmni og samvizku- semi að bisa við stóra vigt og er stórgripur öðrum megin en Halldór á Klaustri hinummeg- in og allt þar fram eptir götunum, en jarðabæt- ur eru varla nefndar á nafn. — Af sunnlenzku blöðunum held eg að þú Þjóðólfur minn sért mest keyptur og það að verðleikum, en Isafold — sömuleiðis að verðleikum minnst. Það held- ur yfir höfuð að tala enginn það blað, nemaþeir, sem eru knúðir til þess, eins og t. d. alþ.menn- irnir, læknirinn — hann þarf nefnil. sterkanum- búðapappir utan um meðulin sín og það er dá- góður pappír í Isaf. — fátt er svo með öllu illt o. s. frv.—nú, og svo presturinn í Vallanesi, — hann er mestur lagamaður í klerkastétt landsins uæst séra Birni á Dvergasteini og þarf því að fylgja með í öllum »Leiðarvísum« og opinberum auglýsingum. Annars virðist það vera almennt álit hér, sem víðar, að sá sé að meiri maður, sem er skammaður í Isaf., og brúki ritstjóri álnar- löng fúkyrði um einhvern mann, er það talið hér víst, að sá hinn sami sé framúrskarandi sóma- maður. Mikla unun höfðum við af að lesabréf- ið hans rektors hjá þér um daginn. Þar kom vel á »vondan«; bara »vinurinn« láti sér núsegj- ast. Það var sannarlega fögur hugvekja, sem bar vott um ritsnilld rektors og kennimannlega hæfileika hans; og ekki vantar það, að af inni- legum kærleika og umhyggju fyrir velferð Isa- foldar-Björns er sú grein rituð. Hana nú! Þarna brosti eg og hef eg ekki gert það síðan á pálma- sunnudag, og er þá tilgangi mínum náð að reka úr mér ólundina og því hætti eg og kveð þig. En blessaður karlinn, ef þú sér »fangaskipið« »dampa« inn á höfnina, þá settu fljótt upp ket- ilinn, þvf ekki mun okkur veita af hressingu. Héradsbúi. Útlendip ferðamenn. Hinn 2. ágúst i sumar er von á skemmtiskipi feikistóru með xoo farþegum hingað til Reykjavíkur. Það heit- ir »Ophir« og er nál 7000 lestir að stærð, en hið heimsfræga Cooks-ferðafélag í Lundúnum stendur fyrir förinni, og er það fyrsta skipti, sem félag þetta beinir ferðamannastraum hingað. Hef- ur hr. Asgeir kaupmaður Sigurðsson hér í bæn um mest og bezt stuðláð að því, að vekja eptir- tekt Cooks á Islandi sem ferðamannalandi, og er þessi sendiför byrjunin, en þar munu fleirf áept- ir fara, að því er vænta má. Eigi verður viðstaða þeirra, er með »Ophir« koma lengri hér en 3 sólarhringar, og geta þeir á þeirn tíma farið til Þingvalla, og víðar hér nærlendis. Gistihúsið »Valhöll« verður opnað um miðjan júní, og er Þorsteinn J. Davíðs- son, fyrv. kapteinn í Hjálpræðishernum skip- aður umsjónar- og forstöðumaður þess þetta sum- ar af stjórn »Skálafélagsins«. Hann hefur áður ferðazt hér urn land með Howell Öræfajökuls- fara, er kemur enn sem fyr með flokk manna hingað í sumar. Einnig er von á hóp frá danska ferðamannafélaginu. Er eigi ósennilegt, að út- lendingar staðnæmist nú lengur á Þingvelli, en áður, því að meðal annars hefur verið keyptur lítill norskur róðrarbátur til veiða í vatninu, fyr- ir þá er þess óska m fl. þægindum, er »Val- höll« veitir ferðamönnum. Skiptapi varð í Ólafsvík seint í f. m. Drukknuðu þar 5 menn: formaðurinn Þorsteinn Kristjánsson tómthúsmaður í Ólafsvík, og Þorleifur bróðir hans tómthúsm. fra Búðum, dóttursynir Þorleifs læknis í Bjarnarhöfn, Krist- ján Magnússon, ættaður af Kjalarnesi, Ben- , ó n í frá Kirkjuhóli, tómthúsm. í Ólafssvík, á sext- ugsaldri óg Guðleifur Erasmusson frá Kaldalæk 1 Ólafsvík, 77 ára gamall, faðir Sigur- bjarnar snikkara á Gimli í Ólafsvfk. Veitt prestakall. Hinn 3. þ. m. var Lundarbrekkuprestakall í Suður-Þingeyjarsýslu veitt cand. theol. Jóni Stefánssyni (frá Asólfsstöð- urn) samkvæmt kosningu safnaðarins. Auk. hans sótti cand. Vigfús Þórðarson. Aðstoðarprestur á Sauðanesi hjá séra Arnljóti Ólafssyni er orðinn séra Jón Þorsteins- s o n , er vikið var frá embætti á Lundarbrekku. En biskup hefur nú samþykkt hann sem aðstoðar- prest. Aflabrögð á þilskipum hafa orðið frem- ur rýr hér við flóann næstliðna vetrarvertíð. Hæstur afli rúm 20,000 (»Kristofer« skipstjóri Jó- hannes Hjartarson). Sum skipin eigi fengið nema 6—7000, og þaðan af minna, eittt. d. ekkinema 3000 að sögn. — Afli á opnum bátum varð og sáralítill hér við flóann, en austanfjalls góður, einkum á Stokkseyri og Eyrarbakka (7—800 hlutir hæst). Hér á Sviði hefur aflazt vel á opna báta síðustu dagana, 40—50 í hlut og hæst 60 af allvænum fiski, en mjög fáir sem stunda það, þvf að bátaútvegur hér í bænum og grenndinni er svo að kalla enginn orðinn. Og þó er það sannreynd, að fiskur er hér optast allmikill fyrir á innmiðum vor og sumar. En þeir eru svo fá- ir, sem hafa framtakssemi til að ná honurn, vilja heldur vera á þilskipum eða fara til Austfjarða upp á von og óvon, og koma svo þaðan að mestu leyti slyppir að haustinu. Veðurátta hefur verið fremur köld þessa dagana og nær enginn gróður kominn enn til sveita, því að frost er á hverri nóttu. Heiðurssamsæti var Corfitzon skipstjóra á »Vestu« haldið í fyrra kveld í Iðnaðarmanna- húsinu af nokkrum kunningjum hans og öðrum bæjarbúum, milli 20—30 manns, því að þetta er síðasta skipti, sem hann verður í förum hér við land sem skipstjóri á skipum sameinaða gufu- skipafélagsins. Mælti Júlíus Havsteen amtmaður fyrir minni heiðursgestsins og tókst mjög lag- lega, en Corfitzon þakkaði fyrir og mælti um leið fyrir minni íslands. — Hefur hann reynzt mjög ötull og samvizkusamur skipstjóri, og mun því mörgum eptirsjá að honum. »Vesta« fer héð- an kl. 6 í dag til Seyðisfjarðar og Eskifjarðar og þaðan til útlanda. Þingmannskosningin í Rangárvalla- sýslu á að fara fram 17. júní næstk. Verða þar í kjöri: séra Eggert Pálsson á Breiðabólstað og Magnús sýslumaður Torfason, en líklega ekki aðr- ir. Samkvæmt því sem skrifað er þaðan að austan, þykja mestar líkur til, að séra Eggert verði hlut- skarpari, enda er hann ótrauður fylgismaður stjórnarskrárendurskoðunarinnar og drengur hinn bezti, en sýslumaður sagður Valtýssinni. Dalasýslu (vestanverðri) 9. maí. „Við dalbúarnir erum búnir að gefa fé í inni- stöðu rúmar 26 vikur og skulu heybirgðir til að standast það, þar sem nokkur peningur er. Batinn hefur verið ágætur og hagstæður, siðan hann kom og nógur hagi kominn alstaðar. En menn kvíða fyrir sauðburðinum, óttast, að lambahöld verði slæm, ef gróður kemur ekki því fyr. — Hér hefur verið nxjög hart manna á rnilli í vetur, með því að litlar vörur vóru til í Skarðstöð, meðfram af því, að vöruskip, sem þangað átti að koma í haust, strandaði. En þeim litlu matvörum, sem til voru skipti verzlun- arstjórinn Bogi Sigurðsson svo notalega milli skiptavina sinna, jafnt ríkra sem fátækra, að það er nálega dæmalaúst og þess vegna vert að geta þess honum til maklegs heiðurs. Lítið hefur verið rætt hér um stjórnmál, en þó dálítið stöku sinnum. Almennt cru menn mjögámóti Valtýsstefnunni í stjórnarskrármálinu. Þeir sem í fyrstu fylgdu eda voru með henni eru nú óðum að ganga af trúnni, eþtir fvi sem mdlið skýrist meir og meir." Kattarþvotturinn á bæjarfógetanum í Isafold 13. þ. m. er hreinasti ómyndarþvottur, og mun heldur spilla en bæta málstað yfirvalds- ins, þá er um það verður að ræða, hver eigi að borga þessar 1000 kr. sektir, er Nilson skipstjóra á »Thompson« voru stílaðar. Urskurður Isafold- ar um, að bœjarfógeti eigi ekki að borga þær, heldur konsúllinn brezki eða konsúlsumboðsmað- urinn, er sjálfsagt felldur í anda bæjarfógetans og samkvæmt hans skoðun, því að hann langar víst ekki neitt sérlega mikið tii að borga þetta úr eigin vasa. En landssjóður sleppir ekki rétti sínum, svo að það hlýtur að verða þingið, sem úr þessu sker, en hvorki Isatold né bæjarfóget- inn. Er þá eptir að vita, hvort þingið tekur þá kenningu gilda, að bæjarfógeti sem innheimtu- rnaður landsjóðs eigi ekkert að skipta sér af því, að lögfullum skilyrðum fyrir greiðslu sekt- anna sé fullnægt, og að hann hafi fulla heimild til að afhenda skipsskjölin, þótt honum sé kunnugt, að þessum skilyrðum sé ófullnægt. Enda þótt hin núverandi konsúll hafi tekið að sér ábyrgð á greiðslu »tröllarasekta«, sem alls ekki er skylda hans, og hefur heldur ekki hing- að til verið venja, þá losar það bæjarfógetann ekki við þá skyldu, að sjá um að allt sé í reglu og skipsskjölin eigi afhent, fyr en næg trygging er fengin fyrir greiðslunni frá réttum hlutaðeig- anda, eða hyggur hann, að hann geti þvegið hendur sínar með því, að honum komi ekkert annað við, en að srnella þessurn sektum á lög- brjótana, og lofa þeim svo að fara. Það geri ekkert til, þótt sá borgi féð úr sínum vasa, sem tekið hefur af honum (bæjarfógetanum) ómakið að innheimta það. Það væri skrítinn hugsunar- háttur hjá lögreglustjóra. Hann sér það nú lík- lega á næsta þingi, hvort hann smeygir sér úr klípunni á þann hátt, svo framarlega sem sekt- unum verður ekki náð góðfúslega. Auðvitað hef- ur það verið í athugaleysi gert að athenda skip- stjóra skjölin, áður en þau voru fullbúin. En konunglegir embættismenn með embættisábyrgð verða jafnan að taka afleiðingarnar af slfku at- hugaleysi, hvort sem það er bæjarfógetinn í Reykjavlk eða aðrir, oghvað sem níu ára laganemi og próflaus þó þvoglar um það í Isafold. Vottorð Isafoldar um það, hversu mætur maður og mikilsvirtur bæjarfógetinn sé og hversu vinsæll hann sé hjá bæjarbúum, er einskisvirði, sakir þess að öll vottorð blaðsins um rnann- gildi manna, hvort heldur það er last eða lof eru einskisvirði, af því að það er jafnaðarlegast ekkert annað en tómt bull og hlutdrægni, enda dettur engum manni í hug að meta dóma Isa- foldarlögspekingsins öðruvísi en markleysu eina. Hann ætti að vita, hvað almenningur 1 sveitinni metur þá mikils. Vill hann ekki gera svo vel að líta snöggvast í »pistilinn úr Fljótsdalshéraði«, sem birtist hér annarstaðar í blaðinu? Þar get- ur hann séð sýnishorn af því, hversu gott álit blaðið hans hefur áunnið sér út um landið. Hann hefur sannarlega gott af því að sjá það endrum og sinnum, að þjóðin er farin að þekkja hann og blað hans réttilega. Og það rná hann að nokkru leyti þakka Þjóðólfi, er eigi hefur lát- ið honum haldast allt uppi óátalið og agað hann stundum fyrir hitt og þetta, og það mun hann gera við og við eptirleiðis, því að Þjóð- ólfur er lltt smeikur við sveinstaula þann, jafn- vel þótt tveir séu þar um einn, og stjórnin ali þá vel með einkaréttindum og alls konar bitling- um til launa fyrir dygga þjónustu í hennar þarfir.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.