Þjóðólfur - 08.08.1899, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 08.08.1899, Blaðsíða 1
Þ JÓÐÓLFUR. 51. árg Reykjavík, þriðjudaginn 8. ágúst 1899. Nr. 39. I Benedikt Sveinsson. Við fráfall hans er orðið stórt skarð fyrir skildi, eigi að eins á þingmannabekkjunmn, held- ur í framsóknarfiokki þjóðar vorrar yfirleitt, því að hinn framliðni var öndvegishöldur stjórnarbar- áttu vorrar við Dani, síðan Jón Sigurðsson leið og arftaki hans í baráttunni fyrir landsréttindum Islands. Benedikt Sveinsson var af góðu bergi brot- inn. Föðurfaðir hans Benedikt prestur Sveinsson, í Hraungerði 1839) var systurson hins mikla gáfumanns og föðurlandsvinar Jóns Eiríkssonar konferenzráðs (-j- 1787). Virðist kapp og áhugi þessa merkismanns hafa gengið í erfðir til Benedikts og sumra annara skyldmenna hans. I móðurætt var Benedikt kominn af dug- legu bændafólki á Kjalarnesi og er sú grein ætt- arinnar upprunnin úr Árnessýslu, en karlleggur föðurættarinnar úr Strandasýslu. Var Sveinn pró- fastur Halldórsson í Hraungerði (•}• 1805) langafi hans, bóndason úr Trékyllisvík, og þótti hann einhver merkasti prestur í Árnesþingi á sinni tíð, og mikils metinn af biskupunum Finni og Hannesi. Benedikt var fæddur á Sandfelli í Öræfum 20. janúar 1827, að því er talið er, en nokkur vafi leikur samt á um fæðingarár hans, og má vera, að 1826 sé réttara. En áreiðanlega vissu um það mætti sjálfsagt tá úr prestsþjónustubókum Sandfellsprestakalls. Benedikt fluttist kornungurmeð foreldrum sfnum, séra Sveini Benediktssyni (J- 1849) og Kristfnu Jónsdóttur, að Mýrum í Álptaveri og ólst þar upp hjá þeim. Fremur þröngur efna- hagur foreldra hans mun hafa valdið því, að hann fór nokkuð seint að læra undir skóla. Lærði hann að nokkru leyt.i hjá föður sínum, en að mestu leyti hjá séra Þorkeli Eyjólfssyni, er þá var prestur í Ásum og ungmennafræðari þótti góður. Kom Benedikt í Reykjavíkurskóla haustið 1846, þá er skólinn var fluttur frá Bessastöðum. Var hann í skólanum 4 vetur, en út af uppþoti því, or varð í skólanum veturinn 1850, og nafnkennt er orðið, veik hann burtu, og kom ekki aptur í skólann, en gekk undir burtfararpróf vorið 1852 ásamt 2 öðrum utanskólasveinum. Er það í minnum haft, hve strangar kröfur hafi gerð- ar verið við það próf, því tllgangurinn hafi ver- ið að gera þessa alla ræka Jrá prófi, en svo fór, að Benedikt stóðst það, að vísu með 2. einkunn, en hinir 2 urðu rækir. Skólastjórnin þá leitekki hýru auga til þeirra pilta, er verið höíðu nokk- uð framarla í »pereatinu« 1850, og eigi haft skap til að ganga síðar undir aga skólans að nýju. Að afloknu stúdentsprófi sigldi Benedikt til há- skólans, og tók þar embættispróf í lögfræði vor- ið 1858 með óvenjulega hárri 1. einkunn (fékk að eins 2. einkunn í einni námsgrein, en 1. í hinum 12). Hann fékk og 1. einkunn í hinu praktiska prófi. Má það og til marks hafa í hve miklu áliti B. var á stúdentsárum sínum í Höfn, að hann var skipaður annar meðdómandi og dómsmálaritari í landsyfirréttinum sem nýbak- aður kandídat vorið 1859, að eins 32 ára gam- all, og 2 árum síðar (1861) sat hann fyrsta skipti á alþingi, sem konungkjörinn varaþingmaður og aptur 1863, en var þá eigi endurkosinn, þvf að snemma bryddi á því, að hann væri eigi svo fylgispakur við skoðanir stjórnarinnar, sem vera ætii, og náðarsól hennar skein líka sjaldan á hann upp frá því. Sem þjóðkjörinn þingmaður (þingmaður Árnesinga) á þingunum 1865, 67 og 69, fylgdi hann einarðlega Jóni Sigurðssyni að málum í sjálfstjórnarbaráttu vorri, og bæði sakir þessarar mótspyrnu og annara atvika var hann sviptur embætti sínu án dóms og laga sumarið 1870, og þótt stjórnin hafi ef til vill haft ástæðu til þess, þá var það ei að síður hið mesta ger- ræði. Spunnust út af þessu harðar deilur og lang- ar með málasóknum, og verður eigi skýrt gerfrá því hér. En sumarið 1874 var liann þó settur sýslumaður í Þingeyjarsýslu og fékk veitingu fyr- ir henni 1876; þjónaði hann því embætti, unz hann fékk lausn frá því vorið 1897, og flutti þá hingað suður. Þetta er í stuttu máli embættisferill B. Sv., en stjórnmálaferill hans er að öllu þýðingarmeiri og víðtækari, og verður sá aðalþáttur í æfistarfi hins framliðna að bíða þess, j er ítarleg æfisaga hans verður samin, sem eigi mun langt að bíða. En fáein atriði viljum vér þó leyfa oss að benda á. Benedikt Sveinsson var lengurþingmaður, en nokkur annar, er hingað til hefur átt sæti á al- þingi Islendinga, eða 38 ár samfleytt (1861—99). Sat hann alls á 22 þingum, á hinum 2 tyrstu sem konungkjörinn, eins og fyr var getið og á 20 þingum sem þjóðkjörinn fyrir Árnes- inga (1865—79), fyrir Norðmýlinga (1881—85), Eyfirðinga (1886—91) og síðast fyrir Norður-Þing- eyinga (1893—99). Hann var forseti hins sam- einaða alþingis 1886, 1887, 1893 og 1894, en íorseti neðri deildar álþingis 1889, 1893 og 1895. Eins og fyr var getið, átti Benedikt góðan hátt í sjálfstjórnarbaráttu vorri fyrir 1874 með Jóni Sigurðssyni, þvf að þótt þeir væru eigi á- vallt sammála, börðust þeir jafnan báðir tyrir einni og sömu hugsjón: frelsi og sjálfstæði ís- lands. Sumar ræður Benedikts í sjálfstjórnarmáli voru á síðustu ráðgjafaþingunum eru fyrirmynd að skarpleika og mælsku, enda var Benedikt þá á bezta skeiði, og mun hafa þótt áhrifamikið að heyra hann flytja þær þá með öllu sínu mikla mælskufjöri. En það var þó einkum eptir fráfall Jóns Sigurðssonar, að afskipti Benedikts af ís- lenzkri pólitfk urðu alvarlegri og áhritameiri en tyr. Samkvæmt skilyrði þingsins 1873 bar B. Sv. fyrst upp trumvarp til breytinga á stjórnarskránni á þinginu 1881, íjórða þinginu eptir að stjórnarskráin gekk í gildi. Það er þetta frumvarp — hin endurskoðaða stjórnarskrá, — sem nafn Benedikts er nánast tengt við og lengst mun halda nafni hans uppi. Það var fyllilega rétt, að taka málið fyrir einmitt á því þingi, og hefði líklega dregizt lengi, ef B. hefði eigi gert það þá. Stjórnarskrárbarátta sú, er háð hefur verið síðan 1881 er svo kunn, að eigi þarf að lýsa henni hér. En hvernig sem um hana verður dæmt, þá mun enginn réttsýnn maður geta neit- að því, að þar hefur Benedikt reist sér minnis- varða, er lengi mun uppi vera, því að þótt mál þetta, sem B. helgaði alla krapta sína síðari æfi- árin nteð óþreytandi áhuga og dæmafárri ósér- plægni, hafi eigi enn fengið æskileg úrslit, og þeirra sé ef til vill langt að bíða, þá er enginn vafi á, að á þessunt grundvelli verður sjálfstjórn- arbarátta vor háð eptirleiðis, hvort sent henni verður haldið stöðugt áfram, eða hún liggur niðri lengri eða skemmri tíma. Hringlandi sáogupp- gjafarstefna, er komið hefur fram í málinu á sfð- ust árum hjá nokkrum hluta þjóðarinnar ognokkr- unt fulltrúum hennar getur ekki til lengdarhindr- að frantgang þess. En öll þessi sundrung í mesta velferðarntáli þjóðarinnar féll B. 'rnjög þungt. Hann tók það mjög sárt, er hann sá, hversuýms- ir flokksmenn hans skárust úr leik og gerðu það er þeir máttu til að eyða því naáli, er þeir áður fylgdu sem fastast. Og hann tók þetta því sár- ar, er hann sjálfur var tekinn að eldast og lýj- ast. Sagan ntun á sínum tíntuni dænta unt, hvor- um þar hafi betur farizt við góðan málstað. Önnur áhugamál, er B. Sv. bar fyrir brjósti og barðist fyrir voru einkunt: lagaskólamálið og háskólantálið, búseta fastakaupmannna og stofn- un ullarverksntiðju, allt stórmerk framtíðarmál, er fyr eða síðar hljóta að koniast til framkvæmda. Og það er enginn vafi á þvf, að á næstu öld veiTlur nafn Benedikts nefnt nteð virðingu og þakklátssemi í sambandivið þessi ntál. Og það mun þá koma í ljós, að Benedikt hugsaði hærra, hugsaði lengra fram í tíntann, en meiri hluti samverkantanna hans á síðasta aldarfjórðungi þess- arar aldar. Hann var því að ýmsu leyti á und- an sínunt tíma, en af því íeiddi aptur að ýms áhugamál hans iengu eigi svo almenna áheym, svo almennt fylgi, sent þau áttu skilið. Hann var einskonar vekjari, frömuður nýrra og stórra hugmynda, er enn eiga eptir að festa rætur hjá þjóð vorri sumar hverjar, en þær gera það síðar, og það sæði, er hann hefur sáð í akur hins ís- lenzka þjóðlífs ntun bera ávöxt hjá komandi kyn- slóðum. Hin fölskvalausa ættjarðarást hans, ó- þreytandi elja og órjúfanlega tryggð við allt, er hann hugði þjóð vorri til heilla og framfara, ætti að vera öðrum til fyrirmyndar og eptirbreytni.— Jafnvel þótt B. Sv. væri alla æfi fremur heilsu- tæpur var fjörið og lífsþrótturinn óvenjulega mikið frant á síðustu ár, þvf að sálin var jafnan ung, tilfinningarnar sterkar og áhuginn trábær, að hverju sent hann gekk. Gáfur hans voru miklar og skjótar, og skilningurinn hvass. Hann var ör í lund og gat opt verið nokkuð ósveigj- anlegur í skoðununt, þegar því var að skipta. En hjartað var gott og viðkvæntt. Hann var mælskumaður meiri en flestir aðrir þingmenn, er honum voru sanrtíða, þá er bann var í fullu fjöri. Sóttust menn jafnan eptir að hlýða áræð-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.