Þjóðólfur - 25.08.1899, Page 1

Þjóðólfur - 25.08.1899, Page 1
w ÞJOÐOLFUR 51. árg. Reykjavík, föstudaginn 25. ágúst 1899. Nr. 42. Útlendar fréttir. thule -Tm er útbreiddasta lífsábyrgðarfélag á Norðurlöndum, Lág iðgjöld, hár bonus, enginn aukakostnaður, þýðingarmikil hlunnindi fyrir sjúklinga. THULE •er stjómað undir yfirumsjón sænsku ríkisstjórnar- innar. Upplýsingar um THULE fást ókeypis hjá umboðsmönnum félagsins og aðalumboðs- manninum. BERNHARÐ LAXDAL, PatreksfirðL Benedikt Sveinsson. Vöknar auga Islending, autt er skarð á þingi, kvaddur er á æðra þing aldinn þinghöfðingi. Hjartað varma er hætt að slá, hljóðnuð röddin mæra hans, sem trúði heitast á heiður landsins kæra. Fyrir ættjörð hrærðist heitt hjartablóðið rauða, orð og hugur hans var eitt hann var trúr til dauða. Öndverður með hjör í hönd liann í val er fallinn. Meðan blakti í brjósti önd bugaðist ekki kallinn. Hug hans beygja hvorki vann hatur, sótt né elli. Fram í bana barðist hann: Brjánn fill, en hélt velli. Þar má Island minnast manns, munið hann fljóð og sveinar. Standa munu á haugi hans háir bautasteinar Ei var lífið ættð bjart, ýmsir harmar sviðu; hverfult lán og margt og margt niseddi í llfsins iðu, Hvíldu þig nú ljúft og létt lands þíns réttar vörður. Faðnti þig nú fast og þétt Fósturlandsins svörður. Hafðu þökk fyrir hjartans mál, hug og þrek og vi'ja. Gleðji nú drottinn góða sál gefi oss rétt að skilja. Hetju, sem er hnigin þar hylji bautasteinar. Hinnsta orð hans eggjan var: Enn er vígljóst, sveinar! H. H. Kaupmannahöfn 12. ágúst. Dreyfus-bardaginn stendur nú sem hæst, 7. þ. m. hófst réttarhaldið, eins og til stóð. Dreyfus kapteinn mætti í einkennisbúningi, og var þegar ítarlega yfirheyrður af forseta réttarins Jouaust ofursta. Hann mótmælir öllum sökum. Réttarhaldið fer fram í latínuskólanum í Renn- es í stórum sal, sem þó ekki rúmar tíunda hluta þeirra, sem vilja vera viðstaddir. Forseti þótti taka nokkuð hart á Dreyfus; sumir halda að hann hafi ýmugust á ákærða, aðrir segja, að hann með strangleik slnum aðeins vilji sýna óhlut- drægni. Um framgöngu Dreyfus fer tvennum sögunum; öllum ber saman um, að hann líti langtum eldri út en hann er (39 ára), en vinir hans segja, að framkoma hans öll og frammistaða hafi verið hin virðulegasta, óvinir hans þar á móti að hann hafi verið dauðans volaður og þvættu- legur; sannleikurinn liggur þá llklega mittámilli. Undir eins og prófinu yfir Dreyfus var lok- ið, byrjaði rannsóknin á hinu svo kallaða leyni- lega skjalasafni fyrir luktum dyrum og var ekki á enda tyr en í gær. Enginn veit með vissu, hvað gerst hefur í réttarsalnum þessa 4 daga, en það er sagt, að meiri hlutinn af hinu umtalað skjalasafni eigi ekkert skylt við Dreyfusmálið. I dag byrjuðu svo vitnaleiðslurnar. Af vitnum, sem leiða á, kveður mest að þeim Casimir P e r i e r, fyrrum forseta á Frakklandi, og Mer ci e r, hers- höfðingja, sem, var hermálaráðgjafi þegarDreyfus var dæmdur 1894. Af kvöldblöðunum sést, að Perier þegar hefir mætt, en ekkert nýtt sagt, að eins bent á framburð sinn fyrir hæstarétti. Fróð- legra verður að heyra, bvað Mercier segir; hann þykist nú ætla að taka blaðið frá munninum og færa óyggjandi rök fyrir sök Dreyfus. Enginn trúir honum þó fyrir alvöru, því síður sem menn vita, að honum sjálfum er hætta búin, ef Drey- fus verður sýlýnaður, eins og áður mun ávikið. Af öðrum vitnurn má nefna du Paty de Clam sem nú er sloppinn úr varðhaldi; rannsóknin gegn honum þykir ekki hafa fært neinar veru- legar sannanir fyrir sökum þeim, er á hann voru bornar. Paty, sem þykir kænn og slægvitur, er talinn að hafa unnið Dreyfus jafnmikið ógagn sem Picquart hefur unnið honum gagn. í herréttinum sitja 7 herforingar; til þess að dæma Dreyfus sekan, þarf 5 atkvæði; fái hann að hans eins 3. atkv. með sér, er hann sýkn- aður. Það er næstum ótrúlegt, hve miklum gaura- gangi þetta eilífa Dreyfusmál veldur. í Rennes, sem þó er töluvert stór bær með eitthvað 70 þús. íbúa, er varla hægt að snúa sér við fyrir aðkomumönnum; húsnæði er varla að fá fyrir glóandi gull; meðal annara eru eitthvað 600 blaðamenn úr öllum áttum komnir til bæjarins; það má nærri geta, hvílíkum ósköpum þessar 600 pennahetjur geta rubbað upp. Eptir seinustu fréttum var þingmaðurinn og ó- róaseggurinr. alkunni Paul Derouléde tekinn fastur 1 morgun (12. ág.) ásamt 15 öðrum í þorpi einu í nánd við París; þeir félagar eru grunaðir um að hafa ætlað að stofna til stjómarbyltingar. Stórkostlegt járnbrautarslys (líkt og við Gjen- tofte hér 1897) varð fyrir nokkrum dögum á stað þeim, sem Juvisy heitir á Frakklandi; um 20 biðu bana og um 70 fengu sár eða sködd- uðust. Utanríkisráðgjafi Frakka, Delcassé, brá sér til Pétursborgar hér á dögunum. Það voru leidd- ar að því ýmsar getgátur, hvert erindi hans væri; sumir héldu að það stæði í sambandi við Dreyf- usmálið og leynilega skjalasafnið. Sjálfur sagði hann þar á móti, að hann ætlaði einungis í kurteisisskyni að endurgjalda heimsókn rússneska utanríkisráðherrans — allt til þess að tryggja sambandið við Rússa, sem Frökkum þykir svo mikill mergur í, þótt þeir að flestra dómi ekkert gagn hafi af því. Þegar ófriðnum milli Spánverja og Banda- manna var lokið, var meðal annars höfðað mál gegn Toral hershöfðingja, er hafði yfirráð í Santiago á Kúbu, þegar bærinn gafst upp, og fieiri herforingjum í liði hans. Nú er fallinn dómur í málinu: allir himr .ákærðu sýknaðir. Þjóðveldisforseti á San Domingo í Vest- urindium, Heureaux, var myrtur nm seinustu mánaðarmót. Hann stóð á strætinu og spjallaðí við 2 kunningja sína, kom þá að betlari og beiddist ölmusu, og meðan forseti var að leita að skildingi í vasa sínum, skaut hinn hann f hjartastað. Síðan er róstusamt á San Domingo út af forsetakosningunni. H. hafði verið mesti harðstjóri. Akaflegur fellibylur hefur gert mesta óskunda í Vesturindíum, þar ámeðal á St. Croix, sem er eign Dana: fjöldi fólks látið lífið og skemmdir á húsum og eignum gríðarlegar. I seinasta bréfi mtnu var gert ráð fyrir, að útkljáð væri um deilurnar milli Englendinga og Transwalsbúa; svo var og haldið, þar sem T. höfðu gert hér um bil þær tilslakanir, sem E. kröfðust. En reyndin varð þó önnur. Chamb- erlain var ekki ánægður, vildi láta setja nefnd til þess að athuga, hvort ekki væri ástæða til að rýmka betur um réttindi útlendinga þar syðra, en orðið var við seinustu ákvarðanir þingsins. Trantswalingum þótti nú gengið nærri sér, en hafa þó enn sem komið er hvorki sagt af eða á. En Bretar láta ófriðlega og draga að sér lið f Suður-Afríku. Allt sýnist þannig að vera undir svari Transwalinga komið, Ráðaneytið Vandenpeereboom í Belgíu hef- ur nú orðið að víkja úr völdum; forseti nýja ráðaneytisins heitir Srnet de Nayer. V altýskubrögð. Það er nú opinber leyndardómur, sem að skaðlausu má segja hátt, að síðasta von og traust Valtýskunnar er það að knýja fram aukafund al- þingis, áður en þingmennskutími núverandi full- trúa er liðinn. Isafold er um þessar mundir mjög kampa- kát yfir því, að landshöfðingi hafi í neðri deild alþingis minnst á þau úrræði til þess að fá sam- vinnu stjórnar og þings um bankamálið, og meira að segja, það hefur verið ofarlega í sumum Val- týsliðum, að fullgera ekki fjárlögin frá þessu þingi — til þess að tryggja sér aukafundinn. A þessum aukafundi, sem búizt er við að verði kaliaður saman fyrir næsta surnar á svo að reka Valtýskuna í gegnum báðar deildir í snatri og með atkvæðaafli, sgm meðhaldsmenn hinnar nafntoguðu stjórnarbótar þykjast nú vissir að hafa.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.