Þjóðólfur


Þjóðólfur - 25.08.1899, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 25.08.1899, Qupperneq 2
i66 — Eins og kunnugt er á málið vissan, greiðan veg gegnum efri deild og í neðri deild þykjast |>eir ekki þurfa annað en kjósa annan forseta til J>ess að hafa tögl og hagldir, þegar til atkvæða kemur. Valtýsliðar hafa fallið frá því að nota fjár- lögin til þessa bragðs, en yfirlýsing landshöfð- ingja um aukafund út af bankamálinu var grip- in á lopti, fyrst af Isafold, og síðan af flokks- mönnurn hennar í þinginu, sem mjög kærkomin bending um, hvernig knýja skyldi fram eina val- týsku samkonuina enná þessu kjörtímabili. Það ræður nú að líkindum, að Isafold muni þetta ekki óljúft, þegar fyrir þá sök eina, að rit- stjóri hennar býst við allmikilli »fúlgu« fyrir prentstörf við þingið, eins og vant er, og mun hann einnig hafa gert ráðstafanir í tíma til þess að tryggja sig gegn öllum keppinautum, með því að fá loforð um samninga fyrir fram, án tillits til þess, þótt tilboð kynnu að koma fram frá öðr- um um ódýrari prentun alþingistíðindanna. —En auk þessa veit nú Isafold, vel að þ e s s i von er hin síðasta um endurreisn þess máls, er ísaf. hefur tengt forlög sín svo fast við, að hún stendur og fellur með úrslitum þess. Það er líf- róður, sem Isafold rær að því að koma á auka- fundi, áður en Vestmanneyingar verða spurðir, hvort þeir vilji endursenda Valtý til alþingis. Þetta er frítt spil, og fallega leikið. En ó- víst er nú það, að stjórnin reynist eins þæg við- ureignar, eins og látið er f veðri vaka. Vera má, að þetta verði ekki svo happasælt bragð, sem ætlazt er til, og að alþingi verði leyst upp, áð- tir en kjörtímábilið er úti til þess að hreinsa úr þinginu þá menn, sem bafa þannig lagt fjarhags- mál íslands undir Valtýskuna. — Það er senni- legt, að aukafundur verði haldinn í sumar, en að unrlangengnum nýjum kosningum, og að kosn- ingar þessar verði látnar snúast um annað mál helduren Valtýskuna,nefnilega»fínansmál«landsins. Og þá hefur Valtýskan fallið á eiginbragði, svo að hún rís aldrei upp aptur. — K. Bólusetningarlögin Og hr. Þórður héraðslæknir Thoroddsen. Kynlega kom mér það, að bólusetningar- ögin ættu f læknastéttinnni jafn öruggan fylgis- mann eins og þau eiga. Eg mundi eigi eptir því, að einn af lækn- um landsins, hr. héraðslæknir Thoroddsen sat þá á þingi, og, eins og eg sé nú, var formaður og framsögumaður nefndarinnar í neðri deild alþingis, sem átti að fjalla um frv. stjórnarinnar um bólusetningar. Þar sem hann var þá eini læknir á þingi, má auðvitað telja hann föður þessara laga, elns og þau eru. Nefndarálitið var samþykkt alveg eða að mestu leyti óbreytt. í nefndinni má gera ráð fyrir að atkvæði lækn- isins hafi verið þyngst á metunum, þar sem um þesskonar mál var að ræða. Svo rniklu ástfóstri hefur hr. Thoroddsen tekið við lög þessi, að það er auðskilið á öllu, að honum þykir það hréinasta óhæfa af okkur Guðm. héraðslækni Bjömssyni að hafa minnst á þau sem miður góð lög. Fyrst telur hann upp kostina, og eg skal játa það, að ef vel er leitað, er hægt að finna nokkra yfirburði fram yfir tilskipanir gömlu konungsbréfanna. Enda hefur enginn borið á móti því. En því aðeins kyrja menn upp lofsöng yfir nýjum lögum, að þau hafi svo mikla kosti að gallanna gæti varla, að þeir vaði eigi svo upp, að menn glóri varla í kostina. Því síður er ástæða til þess að þakka þing- inu fyrir þessi lög, þar sem það hefur sett lok- leysur inn í frv. stjórnarinnar og breytt eigi ýmsu því í frumvarpinu, sem breyta þurfti. Þannig sé eg nú, að þingið á aðra máls- grein í i. gr. Hún stóð ékki í frv. stjómarinn- ar. Það eruákvæðin um, að öll börn og allir á aldrinum 20—25 ára skuli bólusetja þetta ár (1899). Það átti að ákveða lægsta aldur, vegna þess að komung börn þola illa bólusetn- ingar. Astæða hefði og verið að taka fram, að þá, sem fyrir skömmu hefðu verið bólusettir þyrfti eigi aptur að bólusetja í ár, þvf það er óþarfi. -— Það er skakkt hjá hr. Th. að aðeins »nokkrar hræður« í Reykjavík hafi verið endur- bólusettar í fyrra. Bæði í Skagafi- og Eyjafj.- sýslum voru margir endurbólusettir. — Hr. Th. þarf ekki að furða sig á þvf, að reglugerðin breytir eigi þessum ákvæðum laganna. Eg hygg að reglugerðir geti eigi breytt lögum. A- kvæðin, sem eg nefndi eru skýr og gera engar undantekningar Ekki telur hr. Th. ástæðu til að fyrirskipa kálfabóluefni vegna sóttnæmishættu, þótt ólæknis- fróðum mönnum sé ætlað að bólusetja. Lögin gera þó ráð fyrir því, að sjúkdómar geti borizt við bólusetningu, enda var ástæða til þess, því það vita allir. Auðsjáanlega er honum meinlega við það, að eg nefni berklaveiki og holdsveiki, tvo illræmda sjúkdóma hér á landi, og gef í skyn að þeir kynnu að geta borizt þannig. Eg nefndi þessa sjúkdóma vegna þess, að þeir eru svo illir og allir þekkja nöfnin, og af pví, að ýmsir læknar fram á þennan dag, og þar á meðal ýmsir duglegir vísindamenn, hafa haldið því fram, að þeir gætu útbreiðst með bólusetningu. Þannig hafa menn séð eina teg' und af húðberklaveiki koma upp í bóluörum, í öri eptir stungu í eyrnasnepil 0. s. frv. Sannanir hafa .menn elcki getað fengið. Enda er það erv- itt, sérstaklega með holdsveiki, þar sem sjúkdóm- urinn svo árum skiptir er áð búa um sig og þvf eru skoðanir manna um holdsveikina svo mjög í lausu lopti að ýmsu leyti. En það hefur held- ur ekki verið hægt að sanna það mótsetta, að þessir sjúkdómar gætu eigi breiðst þannig út. Þetta er því óútkljáð mál enn þá. Víst er það: Engum lækni, hvar sem væri mundi láta sér detta það í hug að taka bóluefni úr berkla- veikum eða holdsveikum manni, vegna þess, að það er ekki trygging fyrir því, að bólu- efnið sé saklaust. — Þar sem ólæknisfróð- i r menn eiga að velja fólk til þess að taka bólu- efni úr, hlýtur það, að koma fyrir, að bóluefni sé tekið úr fólki með ýmsa óljósa sjúkdóma, þar á meðal úr berklaveikum og holdsveikum. Al- menningur getur ekki þekkt veikina, þegar hún er í byrjun, eða vitað að nein veikindi séu fyrir hendi. Eg álit það — að minnsta kosti sam- vizkusök að leyfa ólæknisffóðum mönnum að taka. bóluefni úr mönnum. Hr. Th. skrifar heillangan vísindalegan kafla til þess að sanna, að berklaveiki geti ekki borizt með bólusetningu. Er þar svo krökkt af »gerlum« og »gerlakerfum«, að ekki er hægt að sjá orðaskil fyr en búið er að sópa heilmiklu ar þessum óþverra í burtu með báðum höndum. Að fara að gefa mig í vísindalega deilu við hr. Th. i alihennu dagblaði álít eg ógerlegt. Það sem í sérstöku læknariti má segja í 4—6 Knum, verður að taka eina eða fleiri blaðsíður undir, ef verið er að ræða um mál, sem almenningur alls ekkert þekkir til áður, eins og hér stendur á. Meðal annars furða eg mig á einu: Hr. Th. segir: »(Sæm.) segir það enda1) sannað um berklaveikina, að hægt sé að koma henni með innstungu frá einum til annars.* Það er eins og maðurinn vildi telja fólki trú um, að þetta væri ramvitlaust. Enginn læknir er víst svo ófróður, að hann eigi viti, að á síðari áratugum hefur berklaVeiki svo þúsundum sinnum skiptir verið komið frá einni skepnu á aðra með innstungu (inoculatio). I þessum kafla stendur og önnur setning mjög merkileg: »Nú vitamenn, að berklaveikin ávallt byrjar þannig, að gerillinn kemst með andardrættinum inn í líkamann, vanalega með ryki eptir þornaða hráka eða þesskonar. 1) breytt af mér. Nei, allir læknar telja hitt víst, að berkla- veiki stundum byrji íhúð, þvagfærum ogþörm- um. Gerlarnir komi þá 1 gegnum rispur eða smá sár. Það er talin góð og gild kenning, að berklaveiki ekki svo mjög sjaldan komist inn f líkamann um sár á yfirborði hans. Setningin hefði verið rétt, ef staðið hefðí optast,1) en ekki ávallt. Eg nenni ekki að fara frekar út í þennan kafla. Mér finnst svo margt athugavert við hann, að eg get eigi skilið annað, en að einhver ósýni- legur andi »Sætternissen« kalla Danir þá veru — hafi umturnað öllum kaflanum þegar prófarka- lestrinum var lokið. í handritinu hafi staðið allt annað. Þannig sé þessi kafli ein stór — prent- villa. Hr. Tþ. telur horgunina næga, 25 aur. fyr- ir hvem, sem bólan kemur út á. Tölur þær, sem hann tilfærir þar má óhætt telja ofháar. Auk þess reiknar hann bólusetjara ferðakostnað, sem lögin gera ekki ráð fyrir. Sennilegt lítur útfyr- ir að honum þyki, að bólusetjari fái aðeins borg- un, ef bólan kemur út. Læknirinn ætti þá held- ur ekki að fá neina borgun, ef sjúklingurinn deyr. Jafneðlilegt þykir honum líklega, að ólækn- isfróðum bólusetjara sé hegnt fyrir það, að næmur sjúkdómur berst á annan við bólusetn- ingar vegna óvarkárni. Hvernig á maður, sem ekki getur haftneitt vit á, hvað varast þarf að að bera ábyrgð á þessu? Að illt sé að framkvæma lögin trúir hr. Th. ekki. Dæmið, sem eg tók reyndi hann eigi að hrekjn. Enda segir hann það, að lögin séu »að minnsta kosti á pappfrnum* stór umbót og von- ar að þau verði það í reyndinni. Eg ber kvíð- boga fyrir því, að vonir hr. Th. rætist ekki, nema ef very kynni »á pappírnum«, ef það væri þá mögulegt. I.augarnesi 17. ág. 1899. Sœm. Bjarnhcdinsson. Lög samþykkt af alþingi (20 áðurtalin) 21. Uni fidrtnál hjóna (lagabálkur mikill í & þáttum) 22. Útflutningsgjald af hvalafurdum (50 a. af hvaliýsistunnu, en af hverjum 100 pd. afhvalkjöts- mjöli 25. a. af hvalgúano 10 aura og af hvalbeina- mjöli 10 a. 23. Brcytingd lögum um stofnun landsbanka 18. scft. 1885. 1. gr. Heimiltskal landstjórninni vera að gefa út seðla fyrir landssjóð fyrir allt að fjórðung milj- ónar króna (250,000 kr.) f viðbót við seðla-upp- hæð þá, sem þegar hefur verið gefin út, samkvæmt lögum urn stofnun landsbanka 18. seþt. 1885, og eptir þeim reglum, sem þar eru settar um seðla landssjóðs. 2. gr. Landsbankinn fær að láni úr landssjóði jafna upphæð fjár, og landssjóður gefur út. af seðlum eptir 1. gr. — Féþetta greiðist bankanum smámsaman, eptir því sem þörf hans krefur. Aí þessari skuld sinni greiðir landsbankinn lands- sjóði f vöxtu árlega 1%, og leggur 2% af henni árlega í varasjóð. 3. gr. Tveir skulu vera endurskoðtinarmenn við landsbankann og kýs hið sameinaða alþingi annan þeirra til tveggja ára í senn, í fyrstaskipti fyrir árin 1900 og 1901, en hinn endurskoðunar- manninn nefnir landshöfðingi til. Skulu menn þessir rannsaka reikninga landsbankans í hveiju einstöku atriði, og bera þá saman við bækur bankans og heimafé. Endurskoðunarmenn skulu að minnsta kosti tvisvar á ári hveiju sannreyna, hvort heimafé bankans og eignir séu íyrir hendi. Þóknun til endurskoðunarmannanna skal vera 500 kr. til hvors'þeirra á ári og greiðist sú þóknun af fé bankans. Landshöfðingi úrskurðar og kvittar hina endurskoðuðu reikninga bankans. 4. gr. 29. gr. laga 18. sept. 1885 er úr gildi felld. 24. Stofnun landspítala i Reykjavik. 1. gr. í Reykjavíkskalstofnalandsspítala, sem 1) breytt af mér.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.