Þjóðólfur - 22.09.1899, Page 1
Þ> JOÐOLFUR.
51. árg.
Reykjavík, föstudaginn 22. september 1899.
Nr. 46.
THULE
erútbreiddasta lifsábyrgðarfélag á Norðurlöndum.
Lág lðgjöld, hár bonus, enginn aukakostnaður,
þýðingarmikil hlunnindi fyrir sjúklinga. THULE
er stjórnað undir yfirumsjón sænsku ríkisstjórnar-
innar. Upplýsingar um THULE fást ókeypis
hjá umboðsmönnum félagsins og aðalumboðs-
manninum.
BERNHARÐ LAXDAL.
Patreksfirði.
Alþýðuskólinn.
Alþýðuskólinn byrjar i. október og
stendur til 31. marz. Kennslugreinar eru þess-
ar: íslenzka, danska, enska, reikningur og
bókfærsla; saga Islands og stjórnarfar, ís-
landslýsing og ágrip af almennri landafræði;
hugsunarreglur og náttúrufræði og teikning.
Auk þess fræðandi fyrirlestrar hvern sunnu-
dag. Kennslugjald er 40 kr. á hvern nem-
anda.
Þeir sem ganga vilja á skólann eru
beðnir að snúa sér sem fyrst til einhvers
okkar, sem hér setjum nöfn okkar undir:
Rvík >9/7 1899.
Hjálmar Sigurðsson. Einar Gunnarsson
Bjarni Jónsson.
Útlendar fréttir.
Ráðaneytisbreyting í Danmórku. Rump
ýarinn frá.
Nú höfum vér misst Rump úr ráðherrasæt-
inu. Staða hans í ráðaneytinu hafði lengi verið
á völtum fæti, og loksins veltist hann hljóða-
laust úr sætinu um næstl. mánaðamót, ásamt 2
öðrum ráðherrum: Bardenfleth innanríkisráðgjafa
og Tuxen hermálaráðgjafa. Hefur Hörring
ráðaneytisforseti tekið að sér um sinn embætti
Rumps, sem dómsmálaráðgjafi og íslandsráðgjafi,
því að sagt var, að honum hefði gengið erfitt
að fá nokkurn til að takast það á hendur, og
að jafnvel Goos hafi neitað því. í stað Barden-
fleths er L. Bramsen brunabótafélagstjóri, lítt
nafnkunnur maður, orðinn innanríkisráðgjafi, en
Schnack ofursti orðinn aptur hermálaráðgjafi
í stað Tuxen’s. Eru nýju ráðgjafarnir báðir auð-
vitað hægri menn, svo að hér er ekki um neina
stefnubreytingu í ráðaneytinu að ræða. Munu
þvf mannaskipti þessi ekki hafa nein áhrif á ís-
lenzka pólitik, nema ef til vill að því leyti, að
nýi Islandsráðgjafinn, hver sem hann verður í
reyndinni, vilji ekkert hafa með makk Valtýs að
sýsla, og mun bættur skaðinn að þvi leyti. Að
minnsta kosti er lítil ástæða fyrir oss að gráta
Rump vorn genginn. Fari hann í friði!
Vinnustöðvuninni í Danmörku er lokið.
Komust loks samningar á millum vinnuveitenda
og verkamannanna, og eru þeir taldirmiklu hag-
kvæmari hinum fyrnefndu, en þó svo, að hinir
megi allvel við una. Hefur vinnulokun þessi
bakað landinu stórtjón, og kreppt allmjög að
hinum smærri vinnuveitendum, er eigi höfðu
fjármagn nóg til að standast verkfallið. En
vinnulýðurinn hefur þó orðið enn harðar úti við
þetta langa uppihald.
Dreyfusmálið.
Þegar síðast fréttist af máli þessu (eptir
enskum blöðum frá 10. þ. m.) var enn ekki kveðinn
upp dómur í því, en vitnaleiðslurnar þá í full-
um krapti. Var Labori þá orðinn nokkurn
veginn heill heilsu og tekinn aptur til málsvarnar.
Hafði ungverskur (?) flóttamaður nokkur, Cernuschi
að nafni, boðizt til að vitna í málinu og var hon-
um leyft það, enda þótt enginn erlendur maður
hafi hingað til verið leiddur sem vitni í málinu.
I .agði hann fram skrifað skjal fyrir réttinn, all-
mjög bjagað og ógreinilegt, og átti það að vera
Dreyfus til áfellis, en mjög var framburður sá
rengdur af Labori, og heimtaði hann nánari
upplýsingar um þennan Cernuschi, sem virðist
vera nokkuð einkennilegur náungi. Einnig krafð-
ist hann þess, að hann mætti leiða þýzkan mann
(Schwartzkoppen) og ítalskan mann (Panizzardi)
sem vitni, með leyfi hlutaðeigandi þjóðhöfðinga,
úr því að Cernuschi hefði verið hleypt að, en
rétturinn neitaði honum um það. Mesta eptir-
tekt vakti vitnisburður Lebrun-Renault’s kapteins,
er fylgdi Dreyfus til Chercthe-Midi dýflissunnnar
fyrrum, þá er tignsvipting hans (degradation)
hafði farið fram. Var það jafnan sagt, að þá
hefði Dreyfus játað sekt stna. Lebrun bar nú
fyrir réttinum, að Dreyfus hefði sagt við sig á
leiðinni »Eg er saklaus. Hermálaráðgjafinn (þ.
e. Mercier) veit það, áð enda þótt eg hefði sent
skjöl til Þýzkalands, þá væru þau þýðingarlaus,
og (að eins) til þess að fá mikilvægari upplýsingar
í staðinn». Vitnið gat þess jafnframt, að \Mercier
hefði látið veita sér ofanígjöf fyrir að hafa end-
urtekið orð fangans. Þykist Lebrun liafa ritað
orð þessi í minnisbók sína, en segist hafa ónýtt
blaðið síðar eptir 4 ár, þá er Cavaignac hafði
tekið afskript af því, og þykir það dálítið und-
arlegt. Dreyfus heldur því fram nú sem fyrri,
að þessi orð, er eigi að' fela í sér játn-
ingu glæpsins séu orð du Paty de Clam,
þá er hann hafi verið að toga játningu
út úr sér í dýflissuklefanum. — Lenti Labori opt
í orðahnippingum við dómsforsetann út úr hinu
og þessu í vitnaleiðslunum, þá er honum þótti
hlutdrægni beitt gegn Dreyfus, en forseti var
jafnan hinn þverasti, og virtist allmjög draga
taum hershöfðingjanna, er vitnuðu gegn Dreyfus.
Þykir það illsviti fyrir dómsúrslitin. —
Aths. Síðar hefur frétzt (með »Ceres» frá
Skotlandi) en þó óglöggt nokkuð, að Dreyfus
hafi verið dæmdur í 10 ára varðhald, en þó ekki
á Djöflaey, og dreginn frá varðhaldstími hans
þar (5 ár). Nánari fregnir um það síðar.
EnglencHngar og Búar.
Eptir síðustu fréttum er talið víst, að ófrið-
ur verði með Englendingum og Búum í Trans-
waal. Hafa Búar eigi viljað ganga óskorað að
skilmálum þeim, er Bretastjórn setti þeim, áhrær-
andi atkvæðisrétt enskra manna í Transwaal
gagngart Búum m. fl., er á milli ber. Þykir
Búum Bretar gerast nærgöngulir og afskiptasam-
ir um stjórn lýðveldisins. Vilja og Bretar sölsa
undir sig gullnámana í Transwaal, og ná full-
komnum yfirráðum í Suður-Afriku. Mælist her-
búnaður þeirra gegn Búum miður vel fyrir
heima á Englandi, og telja margir svo voldugri
þjóð lítt sæma að kúga frelsi smáríkis þar syðra
með hervaldi. Hélt Morleyþingmaður nýlega ræðu
mikla um, hve ótilhlýð ilegt það væri að fara með her
á hendur Búum, ogvar víðasthvar gerður að henni
góður rómur. A afartjölmennri samkomu í Dublin
lýstu írskir jafnaðarmenn gremju sinni yfir »árás-
ar- og ránspólitík Bretastjórnar« er þeir svo köll-
uðu, gagnvart Búum, um leið og þeir vottuðu
Búum hluttekningu sína í tilraunum þeirra ti!
að varðveita frelsi sitt. Á fundinum var hvað
eptir annað hrópað með miklum eldmóði:
»Lengi lifi Búar« og »Niður með brezka rík-
ið«. Lá nærri að lögreglan skærist í leikinn.
Að lokum var samþykkt 1 einu hljóði mjög
svæsin ályktun í garð Bretastjórnar, þar semtal-
ið var upp syndaregistur hennar og otbeldis at-
ferli gagnvart þjóðum, er hennar valdi lytu.
Jafnaðarmenn á Englandi hafa og tekið í sama
strenginn, og kallað það saknæmt og svívirði-
, legt af Bretum að breyta svo víð litla þjóð, sem
þeir hreint og beint þyrðu ekki að gera, ef
stórþjóð ætti í hlut. Páfinn hefur sent Kriiger
forseta hraðskeyti um að sneiða hjá ófriði með
því að fallast á kröfur Englendinga, og jafn-
framt bent honum á, hve ómögulegt Búum væri
að reisa rönd við Bretum í vopnaviðskiptum.
En svo er að sjá, sem Kruger sitji við sinn keip,
enda vilja Búar annaðtvegga vera óháðir eða
falla með sæmd. Hafa þeir herbúnað allmikinn
og láta ófriðlega. Þykjast þeir hafa slakað svo
mikið til gagnvart kröfum Englendinga, að
lengra geti þeir ekki gengið með fullri virðingu,
eða án þess að fórna öllu sjálfstæði sínu. Ensk-
ir menn, sem búsettir eru 1 Johannisburg hafa
flúið hópum saman úr bænum. Ritstjóri heízta
enska blaðsins þar hefur verið tekinn höndum,
sakaður um landráð og æsingar, og tréttaritari
»Times« þar í borginni slapp með naumindum
burtu í dularbúningi. Lögreglan hafði fengið
skipun um að taka hann höndum. Talið er, að
Transvaalríkið geti á 3 dögum haft vfgbúnar 20,
000 manna og Orangeríkið 10,000 á sama tíma.
Ensk blöð segja, að meiri hluti ensku þjóðarmn-
ar hafi ekki hugmynd um, hverjar afleiðingar ó-
friður í Transwaal hafi, því að hann verði ekki
háður aðeins við þessi 2 lýðveldi, heldur verði
þá öll Suður-Afrika að austanverðu norður að
Zambesífljóti í einu ófriðarbáli. Eptir því sem
nú horfist virðist ófriðurinn óhjákvæmilegur,
nepra Bretar slaki eiíthvað til í kröfum sínum,
en til þess eru iffíar líkur. Það er Cecil Rhod-
es og Suður-Afríkufélag hans, sem blásið hefur
að kolunum og ert Búa á allar lundir til þess
að geta fengið átyllu til að taka land þeirra her-
námi, undiroka þá og ná á vald sitt auðæfum
landsins. Það er ekkert annað en kúgun auð-
valdsins gagnvart hinum minni máttar, sem er
og verður takmark þessa ófriðar, hvenær sem
hann hefst. ____________
,Ceres‘ kom hingað í dag frá útlöndum
og Austfjörðum að afllðandi hádegi. Hafði taf-
izt við að fara á Vopnafjörð. Með henni kom
séra Jón Helgason prestaskólakennari af guð-
fræðingafundi í Noregi. Er þess getið í blöðum,
að fundarmenn hafi skotið saman 500 kr. handa
íslenzkum stúdentum, er fara á næsta fund, sem
væntanlega verður haldinn í Finnlandi eða Sví-
þjóð að 2 árum liðnum.