Þjóðólfur - 22.09.1899, Blaðsíða 2
182
Vesturheimsferðir.
Vesturfarahugur allmikill kvað nú vera í
í sumum héruðum hér á landi. Einkum er tal-
að um, að allmargt fóllc úr Mýra- og Borgarfjarð-
arsýslum vilji komast til Vesturheims að ári, og
eins úr suðurhreppum Gullbringusýslu, því að á-
standið þar er hið ískyggilegasta, sakir langvar-
andi aflaleysis, og er botnverplunum mest um
það kennt, eins og sjálfsagt má að mestu leyti;
fólki blöskrar og að horfa á þessa yfirgangs-
seggi vera stöðugt á veiðum í landhelgi að ó-
sekju, en hvergi vernd að fá, því að síðan enska
herskipið kom hingað, hefur »Heimdallur« ekk-
ert látið til sín taka, og er nú farinn burt fyrir
nokkru. Og þótt innlendir menn kæri botn-
verplana fyrir ólöglega veiði, er því ekki sinnt,
nema mælingar tveggja lærðra skipstjóra sanni
brotið, en sllkar sannanir eru ekki auðfengnar,
einkum þá er sumir Islendingar eru svo skapi
farnir að hafa vináttumök og verzlunarskipti við
þessa óaldarseggi, og jafnvel hjálpa þeim til að,
fótumtroða landslög og rétt. Það er því engin
furða, þótt menn uni illa slíkum búsifjum og
vilji leita af landi. burt. En menn verða líka
vel að gæta þess, að menn hafa ekki himin
höndum tekið, þótt menn komist til Vesturheims,
og að víðar er erfitt að framfleyta lífinu en hér
á landi. Það tjáir ekki að »missa móðinn«
þótt erfiðlega gangi um stund, og skrum vestur-
fara-agentanna og vestanblaðanna, hefur mörgum
reynst létt til frambúðar. Kanadastjóm sparar
ekki fé til að krækja í innflytjendur. Þeir eru
ekki svo fáir sendisveinarnir, sem hún hefur sent
hingað til að flytja fólkinu fréttir um sæluna
vestanhafs. Og í sama skyni er kirkjublaðið
»Lögberg« sent í haugum á kostnað hennar út
um allar sveitir hér á landi, allt til að »reyna að
veiða, veiða«, enda er blaðið vel til þess ætlun-
arverks fallið, með öllum öfgum sínum og of-
stækl, þar sem öllu er á lopt haldið, sem Is-
landi getur verið til rýrðar, en lofið um vel-
gengni manna þar vestra á hinn bóginn óþrotlegt,
og þeir menn persónulega níddir niður, er rita
hlutdrægnislaust um lesti og kosti, eða dirfast
að halda fram annari stefnu, en blaðinu hefur
verið skipað (af stjórninni?) að haida fram í
þaula, hvernig sem allt veltist, enda má með
sanni segja, að Sigtryggur sé tryggur dyravörður
hennar. Og það verður ekki annað séð, en að
hinir andlegu höfuðleiðtogar kirkjufélagsins séu
honum alveg samdauna, þótt undarlegt megi
virðast. Þeir hafa nú verið að ferðast hér um
land í sumar — kynnisför hefur það verið köll-
uð — og það hefur náttúrlega verið gert heil-
mikið stáss af þeim með veizluhöldum o. fl.,
sjálfsagt til þakklætis fyrir hinn agandi, heimtu-
freka kærleika (!) þeirra, er komið hefur svd
skýrt fram í ritum þeirra gagnvart landi voru og
landsmönnnum hér hpima. Hins viíjum vér eigi
til geta, þótt sumir hafi ímyndað sér það, ' að
þeir hafi komið hingað meðfram til að reka
erindi Kanadastjómar, séu með öðrum orðum
einskonar dularklæddir agentar. En sem betur
fer mun sú tilgata eigi rétt, og að því er oss
snertir leggjum vér eigi trúnað á hana. En séu
þeir svo miklir Islandsvinir, sem þeir segjast
vera, ættu þeir að sjá um að málgagn þeirra,
»Lögberg«, verði þeim ekki til áfellis með
rithætti slnum í garð ættjarðar vorrar og landa
hér heima, eins og það hefur opí verið hingað
tii. Það ætti að vera þeim innan handar.
Pistill úr Skagafirdi 5- sept.
[Hitt og þetta — Skagfirðingar og Valtýskan —
Enginn áhugi — Virðingu þingsins að hnigna.—Of-
lof hjá Guðm. Bjornssyni — Læknar á hverju strái
— Fjárbaðanir — Vesturheimsferðir og norðanhríð-
ar — Embættismennimir eimr eptir — Lögberg í
hrönnum. Hver borgar ?]
Þjóðólfur góðurl Eg hef lengi verið að hugsa
um að skrifa þér bréf, langt bréf með miklum frétt-
um og dálitlum hugleiðingum frá sjálfs míns brjósti,
en það er ekkert spaug að skrifa fréttir, þegar
ekkert markvert ber við og allir hlutir fara sömu
leið og þeir eru vanir. Menn eru að slá og raka,
róa til fiskjar og hirða um fisk með sömu aðferð-
um og svipuðum árangri og vanter. Sveitamenn
kvarta við og við um óþurk og sjómenn um beitu-
leysi, en menn eru líka æfinlega að kvarta yfir
einhverju, og hvorugt er svo alvarlegt í þetta sinn,
að ástæða sé til að kvarta um það í blöðunum.
Sjórinn hefur auðgað nágranna sína venju frem-
ur í sumar, en aptur hefur það valdið ýmsum
sveitabónda óþæginda, sem ætlaði að fá sér
kaupamann í sjávarsveitunum.
Ekki héldu Skagfirðingar neina þjóðminningu
í sumar, og hefur Bakkusi gamla sjálfsagt þótt
það leiðinlegt, því að rækilega var minnzt við
hann 1 fyrra á þjóðminningunni í Hegranesi.
Omurinn af orrahríðinni á alþingi og dauða-
stunur „Valtýskunnar" hafa borizt hingað með
blöðunum, en fáir minnast nokkuð á það hér
nema lítið eitt á sunnudögum; eg hef ekki heyrt
neinn Skagfirðing lýsa gremju eða hryggð yfir af-
drifum „Valtýskunnar" og raunar ekki nema ör-
fáa menn gleði heldur, flestum virðist standa hér
um bil á sama, enda er pólitískur áhugi æði lítill
hér í sýslu, ogfáum munkunnugtum, að þingmenn
vorir geri sér mikið far Um að efla hánnýáhuga-
leysið kom greinilega í ljós á þingmálafundinum
á Sauðarkrók í vor, hve vel hann var sóttur eða
hitt heldur þó og þessari undarlegu yfirlýsingu
fundarins um „Valtýskuna". Eg lái raunar ekki
alþýðunni, sem vinnur baki brotnu ftá morgni til
kvölds til að afla sér daglegs brauðs, og má þó
aldrei um frjálst höfuð strjúka fyrir fjárhagsvand-
ræðum, þótt hún sé ekki öll komin að fastri nið-
urstöðu um, hverjum hún eigi að trúa og hverju
hún eigi að fylgja 1 stórpólitíkinni, þegar leiðtog-
ar hennar kalla hvorir aðra ósannindamenn í þvl
máli, og þeir þin^menn, sem tram að '97 voru
taldir einhuga samherjar fyrir pólitisku frelsi voru,
berjast nú sem ákafast innbyrðis og væna nær
því hvorir aðra um landráð. Það væri synd að
segja, að virðing þjóðfulltrúanna hafi aukizt, síð-
an Valtý tókst að kljúfa þingið í stjórnarskrár-
málinu, enda hefur prentsvertan ekki verið spör-
uð á hvoruga hliðina til að bera á þá síðan.
Meir en lítið ranghermi eða oflof er hjá Guðm.
Bjprnssyni lækni, þegar hann segir, að „engum
komi til hugar að kenna þinginu að neinu leyti
um óstandið f landinu", (sbr. 39. tölubl. Þjóðólfs
þ. á.), því að flestir, sem á „óstandið" minnast,
hér að minnsta kosti, kenna einmitt þinginu að
einhverju leyti um flest eða allt illt að illviðrum
einum undanteknum, og „í hug kemur þá mælir".
Það eru ekki mín orð, að þettá sé rétt skoð-
un á þinginu, en það er satt, að margir tala og
líklega þá hugsa illa um það.
Almenn áhugamál sýslubúa niunu vera frem-
ur fá. Austurhluti sýslunnar er raunar nokkurn-
veginn samhuga í því, að biðja um aukalækni;
skyldi ekki bráðum verða farið að biðja um þá
í hvern hrepp; þá verður ekki hætt við að lands-
menn deyi úr þorsta úrþví? Dálítill hópur erhér af
bindindismönnum, sem hafa milcinn áhuga á bind-
indi,' allur þorri manna er og „ógn hlynntur" því
máli og fáeinir eru vitanlegir andstæðingar þess.
Þá er enn ótalið það málið, sem helzt hléypir hita
í umræður manna á raeðal, þegar það ber á
góma, og er það fjárböðunarmálið. Það er ekki
of djúpt í árinni tekið, þótt sagt sé, að í sumítm
hreppum sýslunnar, að minnsta kosti, sé mjög
megn og alrnenn óánægja yfir því, að þurfa að
baða sauðféfiað, og er ómjúkt kroppað í alla þá,
sem stuðla að þessari valdboðuri; margir álfta
böðunina til ills eins, kostnaðarsama og ónýta og
telja- það beinan gróða að borga sekt fyrir ó-
hlýðni hjá því að baða. Menn vilja hafa leyfi til
að ráða sjálfir, hvernig þeir verji fé sitt og lækni
af kláðanum.
Loks ætlaði eg að minnast ofurlítið á Vest-
urheimsferðir og htig manna á þeim.
Það eru ekki margir, sem fara héðan til Vest-
urheims á ári hverju, og um annatímann er held-
ur ekki skrafað mikið um ferðir þangað, en þeg-
ar norðanhríðarnar loka menn og skepnur inni
dögum og vikum saman á veturna og ekkert er
hendi nær að líta í en gamalt og nýtt Lögberg,
sem flytur góðar fréttir um hag landa í Vestur-
heimi, þá er annað uppi á teningnum, þá má
heyra hér um bil á öðrumhvorum manni, að hann
sárlangar til Vesturheims, ef hann bara gæti
fengið „aura" fyrir þessar skepnur, semkynnu að
vera skuldlausar; og að sama skapi sem búskap-
urinn verður erfiðari að sama skapi þróast þessi
löngun. „Það væri óskandi, að vér gætum fengið
fríflutning til Ameríku, þá skyldnm vér glaðir
ganga slyppir frá öllu saman og lofa kaupmönn-
um og embættismönnum að rífast um reiturnar,
þeir gætu lifað hvorir á öðrum úr því". Það eru
æði margir, sem hugsa og tala eitthvað á þessa
leið, og það er full alvara í því hjá sumum að
minnsta kosti. Eg sagði áðan, að Lögberg væri
opt nendi næst, þegar almenningur fer að lesa
sér til dægrastyttingar, og er sú orxök til þess, að
Lögbergi er dreift hér út yfir sveitir l(kt og
Brama og kláðabæklingum, að því fráskildu, að
hreppstjórum er þar ekki gert hærra undir höfði
en öðrum mönnum; ýmsir, sem aldrei hefur kom-
ið 1 hug að kaupa nokkurt blað, fá Lögberg
béina leið frá Vesturheimi, og auk þess er blaðið
sent til manna, sem enginn veit til, að enn séu
fæddir, en bæjarnöfnin munu optast vera ein-
hversstaðar til, og þá líta heimilismenn svo á, að
blaðið sé eitt af hlunnindum jarðarinnar. Lög-
berg er því eðlilega lang-útbreiddasta blaðið hér
um slóðir, En hver borgar brúsann?, kann ein-
hver að spyrja, og leiði eg minn hest frá að
svara því, en svo mikið er víst, að ekki munu les-
endur þess allflestir ætla sér að gera það.
a?
Skringilegur safnaðarfundur
mjög óformlegur en þó allskemmtilegur varhald-
inn hér í bænnm síðasta sunnudagskvöld. Átti
þar að ræða um girðing á kirkjugarðinum, sem
nú er, að vestanverðu, þareð girðingin væri úr
sér gengin, svo að fé og skepnur eyðilegðu
blóm og grafreiti þar. Spurningin, hvort söfn-
uður ætti að gera að þessu, eða kirkjustjórnin
fyrir hönd landssjóðs. En sóknarnefndin hafði
farið bónarveg til einstakra manna að fyrra
bragði, af þvl að kirkjustjórnin hafði talið henni
trú um, að söfnuðurinn ætti að sjá um girðing-
una og fengið saman um 300 krónur. Það var
auðséð á öllu, að kirkjustjórnin hafði hér haft
sóknarnefndina alveg í vasa sínum, svo að segja
sigað henni til þess að fara þennan bónarveg til
að koma af sér því, sem hún sjálf var skyldug
til að gera. Sóknarnefndin ætlaðist svo til að
allur söfnuðurinn færi að ráðstafa fé þessara
greiðviknu og veglyndu gefenda, sem tóku þar
fram fyrir hendur á kirkjustjórninni og vildu fara
að gera það, sem hún átti að gera. Jón Jens-
son tók það líka alveg réttilega fram, að íraun-
inni hefði þetta átt að verða gefendafundur en
ekki safnaðarfundur, eins og málið lægi fyrir frá
hendi sóknarnefndar. Ef það væri skylda safn-
aðarins að sjá um girðinguna, þá ætti það að
koma auðvitað jafnt niður, þannig að einn borg-
aði ekki fyrir annan, en það hefði áður sýnt
sig, að kirkjustjórnin , treysti sér ekki til að
krefja þess löglega af söfnuðinum, því að þegar
um viðgerð á girðingunni hefði verið að ræð,a
fyrir nokkrum árum, hefði kirkjustjórnin jáfnað
kostnaðinum niður á menn, en ekki gengið að
mönnum til hins ’ ýtrásta með að fá tillögin
greidd; meinlaUsií Og samvizkusamir borgarar,
sem hefðu haldið, að kirkjustjórnin gerði ekki