Þjóðólfur - 27.10.1899, Side 3
207
menn heyið með hálm eða mosa og sumir alls
ekki með neinu, láta moldina, sem höfð er til
að pressa heyið, ofan í heyið án nokkurs milli-
lags. En það gefur að skilja, að slíkt er ekki
gott og ræð eg engum að hafa það svo. Torf-
ið er langbezt milli heysins og moldarlagsins,
og mundu aðrar þjóðir hafa það, ef þær ættu
kost á brúkanlegu torfi; en því er ekki þannig
varið. Torf í útlendri jörð, er grautarlegt og fú-
ið, þar sem það annars er nokkuð, en ekki seigt
og rætið, eins og hjá oss.
Þegar svo búið er að þekja heyið, er látið
ofan á x álnar þykkt moldarlag, sem svarar að
þyngd 388 pd. á hverri ferh. alin. Til þess að
moldarlagið haldist alstaðar jafn þykkt á heyinu,
eins yzt á brúnum þess, sem í miðjunni, eru
2 álna borðbútar hafðir állt í kring um mold-
ina og efstu brún heysins. Er borðbútum þess-
um fest með 2 vírgjörðum, sem strengdar eru
um efsta hluta heysins, með hér um bil 8 þl.
millibili, og efri gjörðin 8 þl. fyrir neðan brún
heysins. Borðbútunum er svo stungið niður á
milii vtrsins og heysins, og heldur þá heyið við
að innan, en vírgjarðirnar að utan. Verður þetta
þá eins og einskonar girðing í kring um heyið
28—30 þuml. á hæð fyrir ofan heybrún og er
moidinni þjappað lftið eitt út við borðin: ná-
kvæmlega er svo moldarlagið látið vera jafn
þykkt alstaðar á heyinu. I staðinn fyrir vír, utan
um borðin, má hafa snæri; er öllu hægara að
strengja það fast.
Hvernig farið er að með að lcoma moldinni
upp á heyið, finnst mér engin þörf sé að minn-
ast á. Það hefur það auðvitað hver eins og
honnm þykir hægast. En það skal tekið fram,
að ekki má hrúga moidinni á einn stað í hey-
kollinum; það getur orðið til þess að heyið
skekkist. Það þarf að dreifa því jafnóðum um
kollinn, nokkurnveginn jafn þykku alstaðar,
Heyið þarf helzt að vera albúið, komið
undir fullþunga pressu að 2 dögum liðnum frá
því byrjað var á að setja það saman eða hlaða
það. Pess fyr sem heyið kemst undir pressu,
þess meiri trygging er fyrir því, að það verkist
vel, að öllu öðru jöfnu.
Fyrstu dagana, sem heyið hefur staðið, þarf
að hafa nákvæmt eptirlit á því, athuga daglega
hitann í því. Má svo kalla, að aðalkunnáttan
í sætheysgerð, sé sú, að tempra vel hitann. Á
hitinn að vera frá 75—77°C., helzt hvorki meiri
.eða minni, ella er hætt við að heyið verði ekki
sæthey, heldur annaðhvort súrhey eða þá brún-
hey. Hitann í heyinu má tempra með því að
auka eða minnka pressuna, eptir því hvort hitinn
er of lítill eða ofmikill. Sé hitinn £ heyinu yfir
77°C, þá er pressan höfð þyngri, bætt við mold.
Sé aptur á móti hitinn minni en 75°C. er létt á
heyinu. Þess meiri sem pressan er, þess
minni hiti. Þess minni sem hún er, þess
meiri. — Þetta verða menn að hafa hugfast sem
gera viJja gott sæthey.
Sé hitinn í heyinu undir 75°C. verður heyið
súrt, súrhey. Aptur á móti, ef hitinn er yfir
77°C., verður heyið að hinu svo nefnda brún-
heyi, sem er að vísu bragðgott og meltanlegt,
en hefur tapað milclu af næringargildi sínu, mik-
ið meira en súrhey og sæthey. Það heíur nefni-
iega lírið vantað á þann hita í heyinu, sem or-
sakar bruna. Af þessu, sem þegar er sagt, er
það vel skiljanlegt, að einna me'ta þýðingu hefir
það í sætheysgerðinni, að tempra vel hitann og
er til þess hafður venjulegur hitamælir. Honum
er stungið inní hliðar heysins um þar til gerð-
ur smáholur. Þegar svo hitinn hefur verið at-
hugaður á mælirnum, eru holurnar fylltar aptur
með smáu heyi, svo hitinn fari ekki út úr hey-
inu né lopt inn í það. Hvorttveggja getur gert
illt eitt, þótt ( litlum mæli sé. Er það einkum
fyrstu vikuna, sem heyið hefur staðið, sem þart
að athuga hitann, og að heyið ekki skekkist eða
missigi. Kemur það stundum fyrir, að heyhlið-
in önnur sígur meira en hin og stafar það af
því, að þegar heyið hefur verið hlaðið, þá hefur
rignt og blásið á þá hlið heysins, sem minnasíg-
ur. Hitinn hefur þar ekki orðið eins mikill og
í þeirri hlið heysins, sem var í skjóli. Má auð-
veldlega laga þetta með því að þyngja þeim
megin pressuna, sem heyið hefir minna sigið eða
hitinn er minni og jafnast þá heyið eptir 1 eða
2 daga. Er það alls ekkert vandaverk að sjá
um heyið og tempra hitann í því. Það verður
einungis að fara nákvæmlega eptir þeim reglum,
sem gefnar eru; stöðugt eptirlit og nákvæmni, er
í þessu efni öldungis ómissandi, eins og við svo
mörg önnur störf í búskapnum.
Frá útlondum.
hafa borizt fréttir í enskum blöðum til 14. þ.m.
Það stóð þá enn í sama þófinu miiium Breta og
Búa, að því leyti, að hvorugir höfðu þá ráðið á
aðra, en mjög lítil eða alls engin von um frið-
samleg úrsiit. Búar eru ávallt að senda Bretum
ný tilboð, en slaka þó hvergi til, og láta all-
borginmannlega. Svaraði Bretastjórn þeim síð-
ast 10. þ. m. að uppástungur þeirra væru svo
lagaðar, að stjórn hennar hátignar gæti alls elcki
tekið þær til íhugunar. Kriiger forseti hefur þakk-
að Ameríkumönnum fyrir hlýjan hug þeirra til
Búa, og sagt, að Búar væru fastráðnir að selja
Englendingum frelsið dýru verði, ef þeir yrðu á
annað borð að lúta yfirráðum þeirra, en sagði
að Búar væru samt sem áður fulltrúa um, að sól
frelsisins mundi renna upp ( Suður-Afriku, eins
og fyrrum í Norður-Ameríku.
Kolavandræðí eru r.ú í höfuðstaðnum
og fá kolakaupmennirnir þungar ávítur hjá fólki
fyrir óframsýnina, eins og má. Einkum eru
menn gramir við Christensens verzlun, er létsvo
drýgindalega í vor, að hún mundi sjá um næg-
ar kolabirgðir handa bænum, en þar hefur orðið
önnur reyndin á. Þar sem kol er nú að fá í
bænum er ekki úr að aka 5 krónur fyrir skip-
pundið gegn peningaborgun og líklega 6 kr. í
reikning. Og þessi kol, sem seld eru svona ó-
hæfilega dýrt eru ímeðallagi góð. Við þetta fyr-
irkomulag er alls ekki unandi til lengdar, ogþað
er bæjarbúum til minnkunar að þola það lengur.
Hér er því ekki um annað að gera en aðganga
í öflugt pöntunarfélag til kolakaupa og sjá hvern-
ig þá fer. Nú í haust er það auðvitað orðið
um seinan fyrir menn að fá kolafarm á þennan
hátt, en menn ættu að búa nú þegar svo um
hnútana, að þetta yrði síðasti veturinn, er menn
yrðu að sæta afarkostum hjá kaupmönnum í
kolakaupum. Og nokkuð svipað er um steinolí-
una að segja. Kola- og steinolíu-verzlunin hér
í bænum hrfðversnar ár frá ári, í stað þess, að
batna við auknar samgöngur og aukna eptirspurn,
og sjá allir, að þar er eitthvað bogið, eitt-
hvað öðruvísi en á að vera. Höfuðstaðurinn
fær óorð á sig fyrir óhagfellda verzlun og skort
á helztu nauðsynjavörum, svo að hann verður
eins og versta einokunarhola á afskekktum út-
kjálka, þar sem verzlunin er ávalltbirg afbrenni-
víni og allskonar óþarfa, en nauðsynjavörur ann-
aðhvort ófáanlegar, eða þá ekki nema með afar-
kostum. Það er því vonandi, að bæjarbúar láti
sér nú loks reynsluna að kenningu verða, og
reyni að spila upp á eigin spítur. Þeir virðast
hafa nógu opt rekið sig á til þess að hefjast nú
handa. Gæti þá farið svo, að kolaverzlunin hér
í bænum batnaði ofurlítið. Fátæklingunum veitti
að minnsta kosti ekki af því. Það er hart fyrir
þá að búa við þetta kolaverð til lengdar. Og
það er stórkostlegt fjártjón fyrir allan þorrabæj-
arfélagsins, að kolakaupmönnunum auðvitað und-
anskildum.
Póstskipið >Laura< fór héðan til út-
landa í gær. Með henni sigldu r Tryggvi Gunn-
arsson bankastjóri, Jón Vídalín konsúll og frú
hans, Þórður Edilonsson læknaskólakandídat, Þor-
kell Þorkelsson kaupmaður, Magnús Magnússon
skipsfj., Hjörleifur og Þorgeir Þórðarsynir (frá
Neðra-Hálsi í Kjós) o. fl.
Missögn er það í síðasta bl., að hr. Ólafur
Amundason verzlunarstj. hafi verið einn þeirra, er
átti að víkja úr niðurjöfnunarnefnd bæjarins við síð
ustu kosningar. Það var séra 'Jóhann Þorkelsson
dómkirkjuprestur, er frá fór, og eigi var getið um
í síðasta blaði.
Aljíýðufyrirlestur um landid helga
heldur lektor Þórhallur Bjarnason á sunnudag-
inn kemur kl. 5. Skuggamyndir sýndar^
Umboðsmenn á íslandi
fyrir lifsábyrgðarféJ.agið
Thule:
Hr. Einar Gunnarsson, cand. phil., Reykjavík
» Otto Tulinius, kaupm., Hornafirði
» Gustav Iversen, verzlunarm., Djúpavog
» Guðni Jónsson hreppstjóri, Eskifirði
» Stefan Stetánsson, kaupm, Seyðisfirði
» Ólafur Metúsalemsson, verzlunarm.,
Vopnafirði
Séra Páll Jónsson, Svalbarði í Þistilfirði
Hr. Jón Einarsson, kaupm., Raufarhöfn
» Bjarni Benediktsson, verzlunarm., Húsavík.
Séra Arni Jóhannesson Grenivík.
Hr. Baldvin Jónsson, verzlunarm., Akureyri
» Guðmundur S. Th. Guðmundsson kaupm.
Siglufirði
» Jóhannes St. Stefánsson kaupm.
Sauðárkrók
» Halldór Arnason, sýsluskrifari Blönduósi.
» Búi Asgeirsson, póstafgr.m. Stað í
Hrútafirði
» Jón Finnsson, verzlunarstjóri Stein-
grímsfirði
» Björn Pálsson, myndasm. ísafirði
» Jóhannes Ólafison, póstafgr.m. Dýrafirði
Séra Jósep Hjörleifsson Breiðabólstað, Skóg-
arströnd.
Hr. Oddgeir Ottesen, kaupm. Akranesi.
Aðalumboðsinaður fyrir ,,THULE“.
Bernharð Laxdal.
Patreksfirði.
Reiðhestur tapaðist fráLaugarnesi fyr-
ir rúmum mánuði sfðan, 9 vetra gamall, mósokkótt-
ur með hvíta rönd á hregri bóg, en holdvana í
vinstri eptir meiðsli, marklaus, slægur og framstygg-
. Hver, sem hittir nefndan hest, er beðinn að koma
honum til póstmeistara Sigurðar Briem eða láta
hann vita, hvar hesturinn er niður kominn.
Kristján Þorgrímsson
selur:
ELDAVÉLAR og OFNA frá beztu
verksmiðju í Danmörku fyrir innkaups-
verð, að viðbættri fragt. Þeir, sem
vilja panta þessar vörur, þurfa ekki
að borga þær fyrirfram; aðeins lítinn
hluta til tryggingar því, að þær verði
keyptar, þegar þær koma.
Hafsins börn
nýorta ljóðsögu í 15 kvæðum les Guðm.
Guðmundsson Stud. med. upp í Iðnaðar-
mannahúsinu laugardaginn 28. þ. m. k!.
8V2 síðd. Aðgöngumiðar seldir í Fischers
verzlun og verzlun Ben. S. Þórarinssonar og
við innganginn. Verð 50 aurar.
GÍSLI ÞORBJ ARN ARSON
selur hús fyrir 1400 kr. og þar yfir.
Bæi ... — 250 — — — •—
Sðluskilmálar ágætir*