Þjóðólfur - 24.11.1899, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 24.11.1899, Blaðsíða 3
223 menn, enda hef eg eigi hingað til haft af þeim skriflum og baugabrotum að segja, sem höfundurinn svo mjög kvartar imdan, þótt sóknarmenn mínir að vonum hafi átt mismunandi nerfitt eptir árferði, að leysa gjöld sín af hendi. Þar sem eg þekki bezt til er ekki um auðugri menn að gera en almennt á sér stað á meðal þjóðar vorrar, og eg hlýt því, • samkvaemt eigin revnslu —þó lítil kunni að vera — að álíta, að ef prestur fær laun sín mjög goldin í skriflum og baugabrotum, þá sé einhvers konar ólagi eða óreglu um að kenna, svo framarlega sem fá- tækt og vandræði sverfa eigi því meira að. Og þó að eigi gangi allt sem greiðlegast, þá á illa við að vér prestarnir göngum á undan með barlóms- og volæðisraddirnar. Með slíkum orðum, sem greinar- höf. klikkir út grein sína með, aukum vér sízt álit og virðing á prestastétt vorri. Hvað þá fínu og smágervu aðdróttun áhrærir, að eg hafi átt tengdaföður mínum sýslum. Hermanni sál. Jónsson það að þakka, að eg náði hér kosn- ingu, þá er hún sízt svaraverð, því til þess að beita þar til nokkurri nauðung eða óleyfilegum meðulum, var samvizkusemi hans, grandvarleiki og réttlætis- ! tilfinning of mikil, eins og sóknarmenn mínir geta og rnundu fúslega vilja vítna, ef á þyrfti að halda. Þeirri aðdróttun, sem greinarhöf. beinir að Rang- árvallasýslubúum, að þeir séu prestahatarar, geri eg ráð fyrir, að þcir kunni eigi sem allra bezt, enda virðist hún ástæðulaus, þegar kirkju- og safnaðarlíf sýslubúa er borið saman við það, sem annarstaðar á sér stað á landi hér. En þótt þeir á kjörfundin- um hafi gert góðan róm að orðum mínum, þá hef- ur það án efa komið til, ekki af prestahatri, heldur af því, að þeir hafa fundið, hvað svo sem greinar- höf. álítur, að orð mín væru byggð á reynslu og rökum. Að endingu vildi eg óska þess, ef hinn ónefndi höfundur svarar mér eðahnjátar i mig á einum eða öðrum stað, að hann þá vildi gera svo vel, að láta nafns síns getið, því það er jafnan eitthvað óvið- feldið við það, að fást við skuggann. Öfriðui’inn milli Breta og Búa. Með skipinu >Ingu« bárust fréttir ílf ófriði þessum. Að vísu hafði það ekki með sér nema eitt einasta númer af ensku blaði frá 13. þ. m. en i því er einmitt einskonar stutt dagbók (diary) yfir ófriðinn frá upphafi, svo að tnenn geta ndkvæmlega fylgt gangi hans til 10. þ. m. Hér verðuraðeins getið um höfuðatriðin ( vopna- viðskiptunum. — Ófriðurinn hófst 12. f. m. með því að Búar réðust inn í Natal, rifu upp járn- brautirnar, sem lið Knglendinga átti að fara um ■og skutu á það. Hinn 14. tóku þeir bæinn New- •castle ogbörðust hjá Mafeking, en mannfall varð lítið af Bretum. Hinn 18. var beöið um 180 mil- jónir króna til liðsauka í enska parlament- inu. Hinn 20. varð snörp orusta við Dundee; þar börðust 4000 Búar, en biðu ósigur og 500 manas féllu eða særðust. Af Bretum féllu 36 en 200 særðust, þar á meðal Symons hershöfð- i n g i, er d ó a f s á r u m d a g i n n e p t i r. Þann dag var barizt hjá Elands Laagte, og hörfuðu Búar undan, en Bretar tóku 2 fallbyssur og marga fanga, féllu þar af þeim 42 menn en 200 særð- ust. Hinn 23. náðu Búar víginu Dundee, því Yule hershöfðingi fór þaðan til liðs við annan hershöfðingja White. Daginn eptir var barizt og lögðu Búar a flótta. Næstu daga bjuggu Búar sig undir að taka kastalann Ladysmith, og skutu á hann 30. f. m. Þann dag varð höfuðorustan í ófriði þessum, og féllu 60 manna af Bretumen 240 særðust, en Búar tóku til fanga tvær heilarhersveitireða 1000 manns af Bretaliði; biðu þar Bretar ósigur og White bers- höfðingi kallaði daginn óhamingjudag fyrir Breta. Eptir þetta er svo að sjá, sem engin alrarleg vopnaviðskipti hafi orðið til 10. þ. m. eða svo 'angt, sem frétt var, en Búar voru við og v'ð að skjóta á Ladysmith, sem er aðalstöð Breta þar syðra með tæpum 12,000 hermanna. Er þvi mikilsvert fyrir Búa að ná kastala þessum, •en Bretar þykjast sannfærðir um, að þeir geti varizt, þangað til þeir fái liðsauka. Búar eru og hinir hreyknustu og treysta því, að þeir beri hærra hlut, af því að þeir hafi rétt mál að verja. En auðvitað geta þeir trauðla til lengdar staðizt gegn ofurefli því, er Bretar geta sent á hendur þeim, ef illa gengur. En sigurinn verður Bretum dýr að minnsta kosti. Vigurklerkurinn, önnur „fsfirzka kempan", er „ísafold" nefndi svo hér á árunum, er nú orðinn svo merkur í orðum og mikill rit- snillingur í hennar augum, að hún er farin að lepja eptir honum flest það, er hann leggur af sér í „Þjóðviljanum", endurprentar það sem „leið- ara“ og barmar sér sáran yfir því, að bún geti ekki tekið það allt (!!) Mikil vandræði! Það lít- ur út fyrir, að það sé farið fremur að sneiðast um birgðirnar í skamma-forðabúrinu heima fyrir hjá „ísaf.“, þá er hún geiist svo andlega voluð og af- styrmisleg, að bera á borð fyrir fólkið sama sull- ið, sem áður hefur gengið í gegnum greiparnar á „Þjóðviljanum". Hversvegna gerir hún þá ekki Vigurklerkinn hreint og beint að meðritstjóra, í stað Einars litla. úr því að hún er orðin svona bálskotin í guðsmanninum? Það er mjög senni- legt, að hann fengist til að fara úr hempunni fyr- ir „góð orð og betaling" og flytja hingað suður í hreiðrið til Bjarnar. Það væri miklu skemmti- legra fyrir „Isaf.“ en að tína nú speki-spörðin frá Vigri upp úr Þjóðviljanum, ef til vill margra mán- aða gömul, því að hún verður bara almennt til athlægis fyrir þann naglaskap og vesaldarhátt. Og það er þó nóg annað, sem menn gera gysað hjá henni, þótt hún fari ekki að endurprenta „Þjóðviljann", sem Björn vinur þóttist hvorki vilja sjá né heyra f sínum húsum fyrir 2—3 árum (!!). Það er því engin furða, þótt fólk skopist nú að | þessum herrum og hinum brennandi kærleika og blíðuhótum milli „Þjóðv. og ísafoldar". Manni dettur þá í hug gömul staka, er séra Jón heitinn brúnklukka eða brauplausi öðru nafni (•1-1744) las yfir brúðhjónum rtokkrum: „Margt er orðið með þeim lfkt“ o. s. frv. Það kunna sjálf- sagt margir að botna, því að stakan er alþekkt. Skipströnd. Hinn 19. þ. m. kom hing- að sendimaður norðari af Sauðárkrók tif C. Zimsen konúls meö þær fregnir frá kapt. Ryder, að gufuskipið »rl’ejo«, er hann stýrði, hefði strand- að snemma morguns 7. þ. m., á nesinu millum Siglutjarðar og Eljóta í dimmviðri. Hefur farið ofnærri landi oglentþar á skeri. skipverjar björg- uðust með naumindum á báti og náðu landi í Haganesvík í Fljótum s. d.. Vita menn ekki enn, hvort nokkru hefur orðið bjargað úr skipinu, og er jalnvel hætt við, að allar póstsendingar, sem sendar voru héðan með þvf 31. f. in. í Eyjafjarð- ar- Þingeyjar- og Norðurtnúlasýslur hafi farizt, og yrði það mörgum bagalegt. I skipinu voru um 4000 skpd. af saltfisíri, er fara átti til Spán- ar. Hefur hið sameinaða gufuskipafélag orðið fyrir miklu tjóni við strand þetta, en hefur annars ávallt verið mjög heppið f förum hér við land, slðan 1881, að »Fönix« fórst. Skiþ félagsins eru ekki vátryggð í sérstöku ábyrgðarfélagi, aí þvf að það hefur svo mörg skip í förum, að ekki þykir borga sig að vátrygga jafn stóran flota. En félagið sjálft hefur eins konar vátryggingar- eða varasjóð til að standast ófyrirsjáanleg ó- höpp. Er hætt við, að þessi mörgu strönd gufu- skipa hér við land í haust hafi ill áhrif á sigl- ingar og skipleigu hingað frá útlöndtim haust og vetur, enda þótt sum strönd þessi séu athuga- leysi skipstjóranna að kenna. .4 Patreksfirði rak 2 fiskiskútur á land 16. þ. m. í ofviðri. Gufuskipiö ,Inga‘ kom hingað 21. þ. m. frá Middlesbrough á Englandi með salt til Fischersverzlunar. Væntu margir, að þetta mundi vera kolaskip, því að þeirra þarfnast bærinn nú, þar sem heita má algerlega kolalaust, og þvf almenn vandræði fyrir höndum. Stranciferðaijóturinn ,Hólar‘ kom vestan af Breiðafuði 20. þ. m. eptir hálfsmánað- ar útivist, komst lengst vestur á Patreksfjörð, en hafði orðið veðurtepptur f Búðardal og Skarðsstöð. Með brftnum kom að vestan Björn Sigurðsson kaupmaður og fór með honurn héðan til útlanda (Christianssand) aðíaranóttina 22. þ. m. ásamt mági sínum Hjálmari Jónssyni verzlunarfræðing. Maður varð bráðkvaddur aöfaranótt- ina 17. þ. m. á Hafnarfjarðarveginmn í Fossvogi. Hann hét Eyvindur Ólafsson, bróðir Sigríðar konu Jóns bónda Olafssonar rf Bústöðum. Fann dreng- ur héðan úr bænum líkið morguninn eptir. Mað- urinn hafði verið heilsluítill. Barnaveikí hefur stungið sér niður í Skagafirði utanverðum nú í haust,' einkutn í Hjajta- dal. Dóu þar 3 börn á einum bæ (F.fra-Ási). Veikin hafði borizt þangað utan úr Fljótum, hafði legið þar niðri sfðan f fyrra, er hún geisaði þar, og á Höfðarströndinni. Veðurátta er nú hin hagstæðasta, hæg úr- koma og hlýindi í veðri, jörð alauð og marþíö. Afli hefur verið hér dágóður undanfarna daga, allt að 60 í hlut hjá sumuta, en mest ýsa. Því miður stunda fáir nú róðra ; fleyturnar orðnar svo fáar. Eptirmœli. Þorvarður hreppstjóri Gudmundsson í Litlu- Sandvfk varð bráðkvaddur 18. þ. m. f ferð á Stokks- eyri. — Hann lagði frá heimili sínu, heill og hraust- ur, um nónbil, ásamt dóttur sinni, er ætlaði í kynn- isför til systur sinnar á Stokkseyri. — Skömmu ept- ir að hann var þangað kominn gekk hann út ! búð Ólafs kaupmanns Árnasonar og beið þar afgreiðslu. Fékk hann þá aðsvif og hneig' niður við búðarborð- ið. Kvartaði hann uni sársauka í höfði og beiddist þess, að hann væri fluttur á heimili dóttur sinnar. En á leiðinni þangað aðeins fáa faðma frá búðardyrun- um, hné hann örendur. Læknir var þegar sóttur og kvað dauðamein hans heilablóðfall. — Þorvarður sál. var í röð beztu bænda hér um slóðir. Rúmlega tvítugur reisti hann bú á föðurleifð sinni, Litlu-Sandvík, og tók um það leyti við hrepp stjórastörfum í Sandvfkurhreypi. Þótti mjög mikið að honum kveða, bæði sem hreppstjóra, oddvita og sýslunefndarmanni, enda var bann maður rnjög vel greindur. Heimili hans var hið rnesta rausnarheim- ili, énda átti hann þar ágæta stoð, þar sem var hin góða og merka kona hans, Svanhildur Þórðardóttir (frá Sviðugörðum Guðmundssonar í Hlíð í Eystri- hreppBergsteinssonarí Bræðratifngu Guðmundssonar) sem hann kvæntist árið 1864. Börn á hann mörg á lífi, öll uppkomin: Guðmund bónda í Litlu-Sandvík, Þórð bóncla í Votmúla, Vigdísi konu Boga bónda Þórðarsonar í Vannadal á Rangárvöllum, Þórlaugu konu Sigurgeirs verzlunarmanns Jónssonar á Stokks- eyri, Andreu Elísabet, konu séra Þorvarðar Þorvarðar- sonar í Fjallaþingum, og Þóru, ógipta heima. (O. H). Þorvarðut heit. var 61 árs, er hann lézt (f. 17. febr. 1838). Faðir hans Guðmundur bóndi í Litlu- Sandvfk var Brynjólfsson Björnssonar frá Ölfusvatni í Grafningi Sæmundssonar lögréttumanns á Ölfus- vatni Gissurarsonar lögréttumanns á Valdastöðum í Kjós Guðmundssonar. Móðir Þorvarðar var Vigdís Bjarnadóttir frá Sviðugörðum Ormssonar á Hamri Arnþórssonar Björnssonar. Var kona Orms Guðrún Pétursdóttir frá Nesi í Selvogi Sigurðssonar á Hjalla Loptssonar, föðursystir Bjarna riddara Sigurðssonar kaupmanns í Hafnarfirði, en síðari kona Bjarna og írióðir Vigdísar var Þórá Sverrisdóttir, systir séra Odds á Stóranúpi. (H). Hinn 1. dag júlímán. þ. á. andaðist á Isafirði ekkjan Guðrún Einarsdóttir. Hún fæddist í Kefla- vík í Gullbringusýslu 17. jan. 1832, en giptist árið 1S52 hinum alkunna dugnaðarmanni og sjósóknara Þorsteini Guðbrandssyni og bjuggu þau hjón í Kothúsum í Garði. Þau eignuðust sarnan 11 börn, en af þeim eru nú að eins 2 dætur á lífi: Sigríður, kona séra Hallgrfrns Thorlacius á Glaumbæ, og Kristín, kona Kristinns Gunnarssonar á ísafirði. Guðrún sáhiga var mesta merkiskona, er stjórn- aði hinu umsvifamikla fjölskylduheimili sínu með dugnaði og sóma. En það, sem fremur öðru er vert að minnast á.við frAfa.ll hennar, er hin frábæra þolinmæði og stilling, er hún sýndi í andstreymi lífsins, og það var ekki lítið, sem hún fékk að reyna, 4 börn þeirra hjóna dóu í æsku, síðan niissti hún mann sinn ásamt efnilegum syni ný fenndum í sjó- inn og seinna 3 efnilega syni á sama hátt hvem eptir annan. Eina efnilega dóttur nýlega gipta missti hún og á sorglegan hátt. Þetta og annað mótlæti bar hún án þess nokkni sinni að æðrast, enda var allt framferði hennar hið vandaðasta og traust lienn- ar á guði óbifanlegt. Það var hvorttveggja, að Guðrún sáluga var umhyggjusöm og ástrík móðir, enda leituðust hinar eptirlifandi dætur hennar á allan hátt við að gleðja hana og styrkja. Hún andaðist á heimili dóttur sinnar á Isafirði. m. Þjóðólfur hefur getið um fráfall Halldórs bónda Halldórssonar á Vatnsleysu í Biskupstungum, en æfi hans var einnig þess verð, að hennar sé getið að nokkru, að minnsta kosti finnst oss svo sveitungum hans. Hann var fæddur á Vatnsleysu 13. sept. 1831; þar bjuggu foreldrar hans: Halldór Einarsson, bónda á Vatnsleysu Halldórssonar, Einarssonar í Efstadal Narfasonar, og Guðrún Halldórsdóttir, prests á Torfa- stöðum, Þórðarsonar, merk hjón og vel látin. Hann tók við búi eptir þau á Vatnsleysu og bjó þar til dauðadags. Hann kvæntist 5. júní 1858 Gróu Guð- mundsdóttur, bónda Einarssonar á Vatnsleysu, frænd- konu sinni, en missti hana 12. nóv. 1883. Þau áttu einn son, sem upp kornst og nú tekur við búi eptir föður sinn. Halldór var búmaður mikill, atorkan og ráð-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.