Þjóðólfur - 01.12.1899, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 01.12.1899, Blaðsíða 3
227 svo að hann geti fengið lán í útlöndum, en svo eiga þeir að fá í staðinn seðlaútgáfuréttinn hjá landssjóði »til þess að halda í viðskipt- um í Danmörku þeirri seðlafúlgu, sem afgangs verður viðskiptaþörfinni (s- 1 e n z k u « segir Isafold. Þarna sprakk blaðran Þarna hefur »ísaf.« þó neyðst til að viður- kenna það, sem vér tókum áður svo skýrt fram í greinum vorum: að aðalstarfsvið bank- ans verði í Danmörku, þar verði allt seðlamagn- ið í veltu, en örlltill hluti þess hér. Vér eigum með öðrum orðurn að gerast leppar erlends auðmannafélags í peningamálum, ljá því Islenzk- an stimpil til afnota, og hafa þá ánægju, að bankinn verði kallaður »Islands banki«(!!). Litlu verður Vöggur feginn. Vér höfum líka ánægj- una af því, að þessi nýju botnvörpuveiðafélög, sem nú eru að myndast eru kölluð »íslenzk«(!), þótt IsUndingar eigi ekki eyrisvirði í þeim, heldur séu að eins leppar hinna útlendu eig- enda. Nokkuð svipað verður með þennan fyrir- hugaða »íslands banka«, en í miklu stærri stýl, því að þar gengur allur landssjóður svo að segja á mála hjá dönsku Gyðingunum. Það virðist vera eitur í beinum Isafoldar, ef hún heyrir einhversstaðar minnnst á, að vér sjálf- ir, þ. e. landið sjálft eða landsjóður eigi að setja á stofn banka, er samsvari þörfum vorum — banka, sem vér höfum öll umráð yfir. Þetta má ekki heyrast nefnt. Það á að vera alveg óframkvæm- anlegt. Og hvers vegna? Af því að landsjóður- inn íslenzki geti ekki fengið lán í útlöndum, heldur hljóti að hafa dönsku Gyðingana að bak- hjalli til þess að fá lánið með þeirra aðstoð. Og þessi fáránlega staðhæfing er aðallega rökstudd með svari frá þjóðbankanum skozka upp á fyrir- spurn, er »merkur maður« hér (hr. I. E. ?) hafi sent honum um það« hvort hugsandi væri að fá lán í Skotlandi gegn veði í íslenzkum fasteign- um(!!)« Svona var fyrirspurnin orðuð, segir Isa- fold, og það var því engin furða, þótt svar skozka bankans yrði neitandi. Aðalgallinn á þessu öllu er sá, að fyrirspurn þessi og svarið kemur ekkert málinu við, af því að fyrirspurnin er ramöfug, já meira að segja frámunalega heimskuleg, því að getur nokkur óvitlaus maður ím}mdað sér, að banki í Skotlandi fari að lána einstökum mönn- um hér út á fasteignir þeirra, svona hreint og beint? Það þarf meira en meðal einfeldni til að senda frá sér svona lagaða fyrirspurn til erlendra banka. En hefði þessi »merki maður« spurt sig fyrir um hjá einhverjum öflugum banka t. d. á Englandi eða Skotlandi um það, hvort hann mundi sjálfur vilja veita eða geta útvegað lán gegn því, að landsjóður Islands gengi í ábyrgð fyrir endur- borgim þess, og setti t. d. að veði vissar árstekj- ur landsins t. d. tolltekjur (tekjur af ölföngum, tó- baki, kafR eða sykri o. s. frv.), þá hefði verið eitthvert vit í fyrirspurninni, og líklega eitthvað á svarinu að græða. En nú byggir Isafold alla rökleiðslu sína á svarinu upp á þessa fáránlegu fyrirspurn, að eins til að villa fólki sjónir; þess- vegna falla um koll allar bollaleggingar hennar um, að ótækt sé að byggja von sína á banka, er vér komum sjálfir á fót, banka, sem ekki geti kcmizt í sam- band við aðra banka, eins og reynsla landsbank- ans hafi sýnt áþreifanlega, banka, sem vér höf- um ekki menn til að stjórna o. s. frv. Það er undarlegt, hvað menn blína sig staurblinda á landsbankann, eins og hann hefur verið og er að sumu leyti enn. En þessir góðu herrarverða að gæta þess, áð það mundi enginn hafa neitt á móti því, að erlendur fjármálafræðingur væri fenginn í stjórn landsjóðsbankans. Það gæti sjálf- sagt verið að mörgu leyti æskilegt, og það þyrtti engin hætta af því að stafa. Og það mundi ekki verða nein vandræði fyrir þann banka að kom- ast í viðskiptasamband við erlenda banka, á miklu víðtækari hátt, en landsbankinn hefur hing- að til getað gert. Það er ekkert annað en tómur hugarburður, tómt bull, sem Isafold heldur fram, að danski Gyðingabankinn mundi veita lán með mikluvæg- ari kjörum, en landsjóðsbanki. Hún getur auð- vitað ekki rökstutt það einu orði. Vér höfum áður í Þjóðólfi einmitt sýnt fram á hið gagnstæða og því hefur »ísafold« ekki getað hnekkt. Vér verðum að láta þessar athugasemdir nægja að sinni, og biðja menn að athuga mál þetta vandlega og hleypidómalaust, og munu menn þá brátt sjá, hver betri, hver hollari mál- stað hefur að flytja. Það mætti og teljast hrap- legt, ef einstöku mönnum tækist með ýmiskonar sjónhverfingabrögðum og villandi, öfugum dæmum eða táldrægum fortölum að leiða almenning á glapstigu í þessu þýðingarmikla máli. Menn verða að gæta þess, að þetta er stórpólitiskt mál, er getur haft svo alvarlegar afleiðingar í för með sér, að öll sjálfstjórnarbarátta vor eptirleiðis verði al- gerlega þýðingarlaus, falli um koll af sjálfu sér, og að vér Islendingar verðum að eins undirtyll- ur eða leppar Dana í fjármálum, eins og vér er- um að nokkru leyti þegar orðnir í fiskimálum vorum, gagnvart Bretúm og Dönum, eins og fyr er á vikið. En hin leppmennskan er svo marg- falt víðtækari og hættulegri fyrir allt sjálfstæði vort og Sérstöðu gagnvart Danmörku og öðrum löndum. Það er miklu auðveldara að ofurselja sig og sitt land útlendu peningavaldi, en að losa sig úr þeim læðingi aptur. Friklrkjusöfnuðurinn hér í bænum var stofnaður til fulls 19. f. m. Nefnist hann „hinn evangeliski lúterski fríkirkjusöfnuður í Reykja- vík“ og er séra Lárus Halldórsson ráðinn prest- ur hans. En 1 stjórninni eru auk hans Ólafur Runólfsson bókhaldari og Jón G. Sigurðsson bæj- arfógetaskrifari, og mynda þeir þrír safnaðarráð- ið, en safnaðarfulltrúar eru kosnir: Arinbjörn Svein- bjarnarson bókbindari, Gísli Finnsson járnsmiður, Jón Brynjólfsson skósmiður, Sigurður Einarsson bóndi á Seli og Þórður Narfason trésmiður. I söfnuðinn eru komin eitthvað á 2. þúsund manns. Óþarfi virðist enn að spá nokkru um framtíð þessa nýja safnaðar, en llkur eru til, að fríkirkja þrífist alls ekki hér á landi, ef hún gerir það ekki hér í Reykjavík. Póstskipiö „Laura“ kom loks frá út- löndum f nótt, 4 dögum á eptir áætlun. Með því kom ungfrú Kristrún Tómasdóttir (læknis Hall- grímssonar), er dvalið hefur lengi á Borgitndar- hólmi hjá föðursystur sinni frú Þorgerði Olivarius. — „Laura hafði orðið að skilja eptir allmikið af vörum, og verður strandbáturinn „Skálholt" 36 hafði notið svo opt síðar í ljúfum, ástsælum draumum — um hana. — Elskaði hann h»na? Hann gat ekki annað en hugsað urn hana, þegar hann var einn. ■— Hann mundi eptir deginum, er móðir hans var grafin. — Sórgin og ekkinn þröngdu svo að honnm, að systir hans fór með hann yfir í kaupmannshúsið ept- ir húskveðjuna; hún vildi hlífa hinu viðkvæma hjarta unglings- ins við þessum þunga og sára gangi á eptir líkkistu elskaðrar móður, sem siðvenjan neyðir svo margan til, fyrst í kirkju og svo til garðsins; — hvert spor er hjartastingur, særir sinnið, eykur söknuðinn, þangað til moldin dynur á kistulokinu og slít- ur síðasta strenginn .... Sorgarsvimi grúfði yfir Páli, þar sem hann sat í stofu kaupmannsins með hönd undir kinn og hann vaknaði við klukknahljóminn þungan og dimman og nákaldan — og heyrði, að nú var verið að bera móður sína til grafar, og tárperlur hrundu ótt niður eptir kinnum hans . . . mjúk hönd kom við vanga hans og þerraði tárin burt og hann horfði inn í bláu augun hennar Jóhönnu leiksystur sirnar, og það var eins og hann sæi þar eitthvað, sem sefaði ekkann og gerði hann rólegri, því að eitthvað af móðurblíðunni lá í meðaumkvun og augnaráði hennar — já, hún var góð eins og móðir hans, hún grét með honum grátandi og lék með honum leikandi . . . . Elskaði hann hana ekki? Var hún ekki sú eina, sem hann kærði sig nokkuð verulega um nú, hafði hann ekki lesið ást hennar í bláu augunum hennar blíðu og fundið sælu-unað við að mega strjúka Ijósulokkana hennar og taka í mjúku, drif- hvítu höndina hennar og hot*fa í bláu hreinu augun hennar. — Hvað það hafði verið sárt að kveðja hana, er hann fór frá Fróni; hann sá varla, að hún var í stofunni; hann sá hana eins og í þoku grannvaxna og háa með ljósa hárið um herðarnar og vangana standa við vegginn bak við stólinn hennar mömmu 33 blað í hendinni, svo prúðir og íbyggnir. Það voru „stofnarnir", máttarstoðir veitingamannsins, sem voru tjóðraðir við þessajötu, þúuðu veitingamanninn og spiluðu „sjás“ við hann á kveldin og ólu hyski hans allt árið; en í kveld átti að opna veitingamann- inum æð, og láta hann ala þá og vísa þeim vota veginn inn f nýja árið. Þeir voru svo þögulir og íbyggnir, af því að þeir, aldrei þessu vant, voru ekkert votir; það var sjálfsagt að vera vel undir það búinn, að geta almennilega kvatt gainla árið ó- keypis og svamlað inn á nýja ársins brautir með fullri rænu, og svo var ræðustúfurinn, sem ekki mátti gleyma, í höfðinu á þeiin. — Páll var ekki „stofn“ á neinu ölhúsi, „svo langt var liann ekki leiddur", hugsaði hann, en hann var þó að hinu leytinu hálfleiður yfir því í kveld, því að honum var hvergi viðvært lengur en yfir einum bjór fyrir augnaskotum, sem hann áður hafði eigi vanizt. Það var farið að líða á kveldið og honum varð dálítið léttara í huga, er honum hugkvæmdist að ganga niður á „Drifið“I)og fá sér þar góðan kveldverð. Hann hafði átt þar margar góðar stundir með vinum sínum og hann kunni vel við sig í hliðarlegubekknum í horninu undir hvelfda loptinu og þar var heldur ekki neina „stofna" að óttast. Það var annað en hann bjóst við, er hann kom niður. Það var steinhljótt og grafkyrrð í þessum livelfingum, sem annars glumdi í af hlátri og gleðilátum, og þjónninn kom letilega og eins og hálf- hissa til hans, en áður höfðu þeir flogið tveir og þrír á móti honum. Aldrei hafði hann orðið að bíða eins lengi eptir mat sínum, og a!drei hafði hann séð þjón eins seinan á sér og jafn-fýlulegan á svipinn. Það var auðséð á þjóninum, að honum þótti ekk- ert sældarbrauð að vera með hvítu svuntuna það kveld. 1) Ölkjallari og átstaður við Amagertorg.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.