Þjóðólfur - 15.12.1899, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 15.12.1899, Blaðsíða 2
234 2. Þú kveðst vona, »að fá . . . girt fyrir það, að efagjarnir menn, sem ekki lesa Tímaritið geri sér í hugarlund, að . . . um nokkurn útúr- snúning eða aflögun sé að ræða« frá þinni hálfu, þá er þú segir mig skilja málstað andmælenda minna svo, »að f raun og veru sé það ekki ann- að en dönskunám, sem þeir vilja setja í stað forn- tungnanámsins*. Það var svo sem auðvitað, að þessi áskorun til þeirra, sem ekki hafa lesiðTíma- ritið, að trúa þér til þess, að þú farir ekkf með »útúrsnúning eða aflögun« mundi ekki af engu rísa. Hún rís af því, að þú vissir, að þú fórst með hvorttveggja. Þínir menn hafa haldið því fram bæði á þingi og í Isafold, eins og eg tek fram í ritgerð minni, bls. 28., að mönnum væri allt eins holit að lesa frægustu fornhöfunda í þýðingu eins og í frummálinu. Segist eg muni »hverfa að þvi síðar, hvað þetta, þ. e. þessi sann- færing andmælenda minna, eiginlega þýðir«. Svo rék eg það á enda, á hvaða máli íslendingar helzt mundu lesa slíkar þýðingar, og kemst að þeirri niðurstöðu, sem blasir beint við, að þýð- ingarnar, sem andmælendur mínir mæla fram með sjálfir að menn lesi heldur en frumritin hljóti að verða á dönsku. Þegar menn stinga upp á einhverju fyrirkomulagi, þá er það sjálf- sagt, að þeir sjálfir, eða þá aðrir fyrir þá, reki það á enda, hver gangur þess hlýtur að verða, þegar til framkvæmdarinnar kemur. I skýrslu þinni lætur þú þess ógetið, að það er þinna manna eigin áform, sem eg er að rekja, og lætur þú svo niðurstöðuna koma fratn hjá mér eins og undirstöðulausar getsakir. Er slíkt rit- legur og ritstjóralegur drengskapur? 3. Þú hermir það upp á mig, að íslenzk- tim stúdentum ríði ekkert á, að kunna dönsku þolanlega. Hefði eg sagt eða hugsað þetta, væri nokkuð hæft í því að kalla það »vaðal og vitleysu«, eins og þú gerir. En eg hef aldrei sagt það, aldrei hugsað það, eins og hver maður, sem grein mína les og satt vill segja, getur sagt sér sjálfur. Að það hafi verið vanþekking á dönsku, sem staðið hefur Islendingum sumum hverjum fyrir þrifum við háskólann, er mér að minnsta kosti ný fregn. Eg hef aldrei heyrt henni, en allt af allt öðru, þar um kennt. Nú, en allt sem þú ritar í grein þinni um þetta mál er rökstuðning að því, að auka og bæta verði kennsluna í dönsku við Reykjavíkurskóla. En það verður ekki gert, svo að neinu muni, nema fornmálunum sé bolað frá.—Það kemur þó hálf hjáleitlega við að þykjast í einu orðinu vera að varna dönskum áhrifum á ísRnzkt þjóðlíf, en kvarta í hinu, að stúdentar komist ekki inn í lífið í Höfn. 4. Eg hef hvergi haldið því fram, »að bráð- nauðsynlegt sé, að halda öllum æskulýðnum í... vanþekkingunni á tungum nútíðarþjóðanna, til þess að — kennararnir við lærða skólann skuli geta gefið út fornrit vor á latínu«. Slíkt er hel- ber<ósannindi. — Að sá einn sé álitinn á vest- urlöndum að hafa almenna menntun, sem les og skilur fomtungurhar, grísku og latínu er á allra manna vitund, sem menntaða menn umgangast meðal hinna stóru menntaþjóða. Hvað menn þeir, er þú spyr um það mál segja, o: lesendur ísafoldargreinarinnar, hróflar ekki við sögulegu »facto«; enda er skírskotun þessa máls til þeirra ærið hlægileg. 5. Eg vissi það ekki, að Lundúnaháskóli »heimtar ekki grtsku né latínu kunnáttu«. En það kemur af því, að eg hef fyrir mér árs-»Ca- lender« háskólans á hverjum degi í bókhlöðunni með nákvæmum skýrslum um öll próf, sem á hverju ári verða í grísku og latínu í honum. En viltu ekki gera svo vel, að segja mér, hvað þú vilt láta orðið »heimtar« merkja hér. • Mér er torvitni að vita það. 6. Það eru alger ósannindi, »að langflestir rit- höfundar hins siðaða heims, mennirnir, sem bera nútíðar-menntun veraldarinnar«... Ijúki ekkiuþp* latneskri eða grískri bók eptir að þeir eru komnir til vits og ára«. Getur þú nefnt mér einn slíkan? — Það eru alger ósannindi, að »sumir vitrustu og lærðustu Englendingar hafi af alefli barizt íyrir afnámi forntungna-áþjánar- innar, sem gagnslausri og skaðlegri«. Enginn Englendingur hefur heimtað kunnáttu í þessum málum rekna úr Englandi eða hinu brezka ríki, eins og þú og þínir menn heimta það gert land- rækt á Islandi, Að menn hafi fundið að, og viljað fá breytt fyrirkomulagi á forntungnanámi 1 skólum og háskólum hér er dagsanna. Fáir hafa þeir þó verið, en ekki þarf það að spilla málstað þeirra, að þeir hafi verið hinir »vitrustu og lærðustu Englendingar«, þar um getur þú ekkert borið, er sig megi á reiða, né eg að heldur. En hitt er á allra manna viti, að í andflokki þessara manna eru vitrir og lærðir menn svo tugum þúsunda skiptir. En með þann flokkinn farið þið, »afnáms«-sinnar, eins og hann sé ekki til. Þið standið, hinir íslenzku »afnáms«-menn alveg einir í málinu. Þið viljið reka nám forn- tungnanna úr landi. Enginn útlendingur, sem þið nefnið til svo sem fylgis-vitni hefur farið fram á, að nám þetta yrði rekið úr sínu landi. Þvert á móti. Þeir telja að slíkt komi alls ekki til mála. Þið falsið því vitnisburð þeirra, er þér eignið yður svo sem fylgismenn. Þegar eg sýni fram á þetta, er svar þitt: »enginn maður hef- ur sagt nokkurt orð í þá átt, að hann vildi reka nám forntungnanna héðan úr landi. Enginn maður hefur hefur við því amast, að þe ím m,önn- um sé gerður kostur á að nema forntungurnar sem þess æskja«. Nú á þetta að vera auka- tlma kennsla, og henni bætt við undirbúnings- tíma námið á úthallandi degi eða kveldi, einar 12—13 stundir á viku? Hver á að kenna þeg- ar fram í líður? Eiga piltar að borga kennsl- una (einar 12—13 stundir á viku)?! Eða, fyrst slíkt er ómögulegt sökum fátæktar, á að kenna þeim íyrir ekki neitt? Eða á landið að borga kennslu í námsgreinum, sem þið haldið fram, að »vitrustu og lærðustu menn« telji gagnslausar og skaðlegar«, og námið í sé hreint kák með 12—13 stundum á viku? Slíkt eiginfýsi-nám (voluntary study) sem þú víkur hér að, er alsendis ómögulegt de facto, og alsendis óhæfilegt, eptir þinni eigin rökleiðslu, að land styðji á nokkurn hátt. Rekur því enn 1 sömu vörðuna sem fyrri: Þú og þínir liðar heimtið þetta nám rekið úr landi algerlega. I þvl efni standið þér, þú og þínir liðar, aleinir uppi á eigin eyri með vofur falsaðra vottorða fyrir skjaldborg. Með skólaárinu 1895 hefst öld forntungna- afnáms æsinganna á Islandi. Getur þú nokkuð sagt mér, hvað þvl veldur, frændi? i Þinn í vináttu með frændsemi Cambridge 11. nóv. 1899. Eiríkur Magnússon. Hvað er að Guðm. mínum Friðjónssyni? -f---- »Haettu að berja uiig Helgi minn sæll«. Gandreidin. Tíðar gerast nú veikindastunur Guðmundar míns Friðjónssonar. I V. árg. Eimreiðarinnar eru fjórar, og þar er þess getið, að lengi hafi hrykkt í hurðarlokunum í hjarta Guðmundar. Nú kemur fimmta veikindastunan f »Þjóðólfi« 9. okt- óber, en ekki nafngreinir skáldið þar meinsemd sína. Verður því að leita eptir, hverjum veik- indum stunan lýsir. Það lýsir skilningsleysi hjá Guðmundi mín- um, er hann sér ekki á þakkarávarpi mínu, að mér hefur þar ekki komið til hugar að verja kvæði mfn. Eg sýndi þar, að allar ástæður rit- dómarans voru einskis verðar ög aðaldómurinn því sleggjudómur. Hitt minntist eg ekkieinuorði á, hvort þann dóm mætti styðja með réttum rök- um eða ekki. Eg vildi einungis vekja athygli manna á því, að hollara rnundi að hugsa sjálfur en að láta Guðmund minn gera það fyrir sig. En trúa má eg honum fyrir því, að ekki er mér gefið svo mikið sjálfsálit, að eg geri mér í hug- arlund, að eigi megi finna að »Baldursbrá» með réttum ástæðum. En það gerði hann ekki, og var mér að vísu skylt, að senda honum þakkar- ávarp fyrir. Ranghermi er það hjá Guðmundi, að eg setji »blíðu« veðráttunnar f samband við «grimma dropa«. Eg jafnaði saman blíðu veðráttunnar og blíðu grasanna (sjá Þjóðólf 51. árg. bls. 125), en grimmu frosti og grimmum dropum. Skal nú viðbætt frostgrimmd, og grimmdarbilur og grimmasta él í kvæðinu »Fýkur yfir hæðir« eptirjónas Hallgrímsson, ennfremur vísað til dæm- is þess, er Benedikt Gröndal nefndi í Fjallkon- unni, er hann bað guð að forða Islandi við rit- dómum Guðmundar míns. Skilningsleysi lýsir það hjá ritdómara þessum, er hann getur ekki httgsað sér, að vel megi kalla norðurljós ljós á leiðinni frá jörðinni upp til himins. Ég benti honttm á, að kirkjuveg- ur væri sá vegur, sem til kirkjunnar lægi. Þó skilur hann ekki, að xleiðir himinssala« geti ver- ið sama sem leiðin upp í himininn. Það var ekki nema eðlilegt, að Guðmundur vissi ekki, hvað orðið mær(?) þýddi og héldi að það þýddi »elskulegur, ljúfur, inndæll«. En hitt lýsir einhverri veiklun í skilningi mannsins, er hann heldur, að enginn málfræðingur geti haft þetta til að bera. Má hann þó vita, að eg er málfræðingur og það hlýtur hann að finna, hve Ijúfur og elskulegur eg er við hann í þessuorða- kasti. Isa getur ekki lagt á gnípur segir Guðmund- ur, en annað má sjá á kvæði eptir Guðmund skáld Friðjónsson, er Fjallkonan flutti í vetur. Þar stendur »allt er snjóhvftt gnípa og gjá«. Það festir með öðrum orðum snjó á gnfpunni. Komi nú bloti á þennan snjó og frysti þar á eptir, hvað heldur ritdómarinn, að þá verði eftir á gnípunni? Annaðhvort er hér eitt dæmið um skilningssýki Guðmundar, eða Guðmundur skáld Friðjónsson virðir það að vettugi, sem Guðmundur ritdóm- ari Friðjónsson segir. Einstöku sinnum bregður þó fyrir skarpskygni Guðmundar í þessari grein hans. Svo er t. d er hann sér, að örvæntingin bftur, ber og slær' Ætti hann helzt að komast á bak þessari ótemju og ríða henni þangað, sem hann fær hvorki penna né blek ril að skrifa ritdóma. Misskilningur er það, er Guðmundur heldur, að ástin sé »opinská og framhleypin«, ef hún hlæji úr augunum. Þegar skáld segja, að sólin hlæji, sjórinn, klifin, hlíðarnar hlæji, þá kemur þeim ekki til hugar að bregða þessum hlutum um sllka skaplesti. Sá er hýr sem hlær. En þar sem skilningssýki Guðmundar gerir það upp- skátt, að hann vill meina unnöndurn að líta hvor til annars hýrum ástaraugum, þá gerist hún helzti opinská og framhleypin. Ills merki sýnist mér það, er ritdómarinn man ekki, að til er bæði daufur kvöldroði og skír, bjartur og dimmur, ljós og dökkur, bleikur, gull- bjartur, fölur og rauður o. m. íl. Er það mein- semi að banna mönnum að tiltaka, hvaða blær sé á þeim roða, er þeir tala um. Svipað er hitt er hann segir um nátthrafninn. Þótt hann hefði aldrei séð hrafn í hlaðvarpa eptir dagsetur, þá átti hann að skilja þetta; því sjaldnar sem það ber við, að hrafnar séu á ferð um nóttu, því geigvænlegra er það, ef þeir korna og setjast á húsmæni að nóttu til og spá feigð. Barnsleg gleði er það, sem lýsir sér hjáGuð- mundi yfir því, að einhver biti af »sjóskrímsli« hans hefur komizt í útlenda munna. Er það að vísu saklaust, en »litlu verður Vöggur feginn*. Skiiningsleysi lýsir sér í því, er Guðmundur segir um Gretti sterka. Því meiri sál9.rsjúkdóm- ur sem myrkfælni hans var, því meira sálarþrek hafði Grettir. Þetta hefur ritdómarinn ekki skil- / ið. Hér fer hann að tala um eyfirzka meri. Heldur hann, að merin hafi ekkert sálarþrek þurft

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.