Þjóðólfur - 22.12.1899, Síða 1
Þ JOÐOLFU R.
5 1 . árg.
Reykjavík, föstudaginn 22. desember 1899.
Nr. 60.
Nýjar bækur.
Islendingasögur 25.-27. hepti. Kostnaðar-
maður: Sigurður Kristjánsson. I þessum hept-
um eru: Gísla saga Súrssonar, hin styttri og
hin lengri, Fóstbræðrasaga og Víga-Styrssaga óg
Heiðarvíga. Sögur þessar eru með hinum beztu
Islendingasögum, einkum Gísla saga, er notið
hefur mikillar hylli hjá alþýðu manna hér á landi
og engu síður meðal þeirra útlendinga, er kynnst
hafa sögum vorum. Gísli Súrsson og saga hans
hefur verið hið mesta uppáhald þeirra. — Víga-
Styrssaga og Heiðarvíga er nú brot eitt, eins og
kunnugt er, þvl að meiri hluti sögunnar brann í
Kaupm.höfn 1728, og engin afskript til af þeim
hluta, og var það skaði mikill, því að saga þessi
hefur verið hin merkasta og einkennileg að frá-
sögn allri og orðaskipun.
Eru nú flestar Islendingasögur komnar út 1
þessari ódýru alþýðuútgáfu hr. Sig. Kristjánssonar.
Þó vantar enn Grettissögu og fáeinar smærri, þar
á meðal ýmsa smáþætti. Safn þetta ætti að vera
á hverju heimili. Það verður enginn verri mað-
ur fyrir það, þótt hann lesi það vandlega ofan í
kjölinn. Og það er fæstum ofraun að eignast
það.
Fornsóguþœttir nefnist safn nokkurt, er þeir
Pálmi Pálsson adj. og Þórhallur Bjarnarson
lektor hafa búið til prentunar, og eru þegar kom-
inútafþví tvö bindi eðahepti. Eru í fyrra bind-
inu valdir kaflar úr nokkrum goðasögum og forn-
eskjusögum (Eddu og Fornaldarsögunum) en í
hinu síðara langir kaflar úr Njálssögu m. fl. Gera
veljendurnir í formálanum ítarlega grein fyrir til-
gangi söguvals þessa, er þeir segja ætlað æskulýðn-
um. Gera þeir ráð fyrir að taka svona lagað á-
grip af öllum Islendingasögum, Biskupasögunum
ogSturlunguogeftil villúrNoregskonungasögum, og
verður þetta því allstórt safn, áður en lýkur, líkl.
7—8 bindi á stærð við þessi, eða 14—15 arkir
hvert. í fyrstu munu ýmsir hafa litið safn þetta
óhýru auga, og ekki talið þess mikla þörf, auk
þess sem það mundi spilla fyrir lestri á íslend-
ingasögum Sig. Kristjánssonar og gæti því skoð-
azt sem miður heppileg samkeppni við hann, en
veljendur hafa lýst því yfir í formálanum, að þetta
sem í sögukverunum (úrvali þeirra) stendur sé
ekki nema bragðið, sem eigi að vtkja löngun til
nð lesa allar sögur vorar og vera þeim gagnkunn-
ugur. Og vér erum samdóma þeim um, að svo verði í
raun og veru, og söguval þetta æri upp í mönn-
um sult til að fá að vita eitthvað meira um
menn og atburði, en þar er skýrt frá. Að því
leyti mun því engin hætta stafa at útgáfu þessari,
heldur mun hún þvert á móti geta gert gagn.
Um hitt geta verið skiptar skoðanir, hvernigval-
ið hafi tekizt. Það er ávallt mikill vandi að
velja heppilega úr svo miklu efni og margbrotnu.
Mun hr. Pálmi Pálsson hafa haft mestan veg og
vanda af valinu og undirbúningnum undir prent-
un, enda er hann þeim starfa vanari og eflaust
vaxnari en starfsbróðir hans. Vér ætlum að safn
þetta geti komið að góðum notum til þess, sem
það er ætlað.
Ttdindi þrestafélagsins í hinu forna Hóhjstiþti.
Utg. Frb. Steinsson. Akureyri 1899 66 bls. 8™
I kveri þessu er fundargerð prestafundarins,
«r haldinnvar á Akureyri 26.—27. júní þ. á., fyr-
irlestur eptir séra Zóphonías prófast Halldórsson í
Viðvík (»Kröfur nútimans til prestanna«) og ann-
ar fyrirlestur eptir séra Jónas prófast Jónasson á
Hrafnagili (»Hvernig eigum vér að prédika«r)
hvorttveggja flutt á þessum sama fundi. Fyrir-
lestrar þessir era báðir skipulega samdir og margt
ágætt í þeim. Einkum er fyrirlestur séra Jónasar
allskáldlegur og sýnir, að höf. er víða heima og
hefur lesið fleira en guðfræðisvísindin ein í þrengra
skilningi, enda mun séra Jónasvera einhver hinn
bezt menntaði prestur og víðlesnasti hér á landi.
Síðast í kverinu eru »Söngljóð (Cantate) um
Hólastipti eptir séra Matthías-, er það allmikill
bálkur og felst í honum yfirlit sögu Hólastiptis.
Bera þau ljóð engin ellimörk á sér, þótt höf. sé
nú hartnær hálfsjötugur að aldri. Jafnast margt
í þeim á við hið bezta eptir skáldið, er hann
var á léttasta skeiði, bæði að skáldlegri anda-
gipt og búning hugsunarinnar. Það er furða, hve
séra Matthías eldist seint, hversu hann er ávallt
»samur og jafn«. Honum er ekki enn farið að
hmgna. Um það bera þessi síðustu ljóð hans
ljósastan vott. — Þéssi tíðindi prestafélagsins kosta
aðeins 50 aura, og má búast við, að þau seljist
vel, enda eiga þau það skilið.
y>Sverd og bagalk. Leikrit eptir Indriða Eiri-
ursson er komið út í þýzkri þýðingu (nSchvért
und Krummstab*) eptir dr. Karl Ktichler í Varel
á Þýzkalandi, og virðist hún vera vel af hendi
leyst.
»Ein Sommer auf Islandt. nefnist ferðasaga á
þýzku, er dr. Bernh. Kahle í Heidelberg hefur
ritað um ferðir sínar hér á landi 1897 og látið
prenta í Berlín. Verður þessarar bókar síðar
getið nánar.
Gufubátur, er J. P. T. Bryde stórkaup-
maður hefur nýlega keypt og nefnist Isafold
kom hingað frá útlöndum 16. þ. m. með kola-
farm, og er það góð hjálp fyrir bæinn í bráð.
Bátur þessi er um 160 smál. að stærð. Á hann
að verða stöðugt í förum milli íslands og út-
landa 1 þarfir verzlunarimmr. Fer líklega héð-
an undir nýárið og kemur aptur í febrúar með
kol.
Ofurlítið hrafl af útlendum blöðum barst með
skipi þessu ognáþautil mánaðarmótanna. Fátt nýtt
af ófriðnum milli Breta og Búa að frétta, nema
lausafregn um, að kastalinn Ladysmith hafi gef-
izt upp fyrir Búum, og eru það allmikil tíðindi,
ef áreiðanleg væru, því að þá er hætt við, að
Bretum verði allerfið sóknin. Talað var um, að
stórveldin mundu ætla að leita um sættir, en
Bretar sagðir ófúsir til málamiðlunar að sinni.
Broslegar mjög eru sumar varnir »ísafoldar«
fyrir »stóra bankann. Nú síðast eru það orðin
meðmæli (!!) með honum, að hann láni út fé
gegn 6—7 vöxtum, eins og dönsku bankarnir.
Hingað til höfum vér þó fengið lán í bankanum
og í sjóðum gegn 4—4^% vöxtum, hæst 5°/0
og hefur þótt fullhátt. En nú er tilvinnandi orð-
ið að borga 2—3°/0 hærra til að fá stóra bank-
ann eptir kenningu ísafoldar. Mikil er vizkan
mannanna!!
Húsbruni varð á Búlandsnesi við Djúpa-
vog x8. f. m. Brann þar íbúðarhús læknisins Ól-
afs Thorlaciusar. Varð litlu bjargað. Bæði hús
og innanstokksmunir voru í eldsvoðaábyrgð.
LandskjalasafnsvörOur er dr. Jón
Þorkelsson yngrinú skipaðnr af landshöfðingja
8. þ. m. með 1200 kr. árslaunum frá 1. jan. 1900,
samkvæmt fjárlögunum nýju. Undir veldi nýja
skjalavarðarins verða lögð öll handritasöfn, er til
landskjalasafnsins eiga að teljast, t.%d. öll sýslu-
skjalasöfnin, safn biskups, landsyfirréttarins, land-
fógeta og endurskoðanda m. fl. Handritasafn bók-
menntafélagsins ætti og að fylgja með. Var full
þörf á að sameina söfn þessi, og opna aðgang að
þeim fyrir almenning, því að hingað til hafa þau
mátt heita lokuð til allra afnota. Þetta nýja safn
færhúsrúmþaðuppiá loptiíalþingishúsinu, er forn-
gripasafnið áður hafði, en það safn er nú flutt
upp á efra lopt í bankahúsinu nýja, og hefur því
fengið viðunanlegra húsnæði en áður. Það væri
ekki vanþörf á stórhýsi, er gæti rúmað öll helztu
söfn landsins, því að það er hálfkotungslegt að
verða að hola þ^im niður hingað og þangað.
Séra Matthías Jochumsson hefur
nú sótt um lausn frá prestsskap til þess að verða
aðnjótandi þeirra hlunninda eða heiðurslauna, sem
honum eru ákveðin í síðustu fjárlögum, en það
eru 2000 kr. á ári. Mun enn óráðið, hvort hann
flytur búferlum hingað til Reykjavíkur eða verður
kyr þar nyrðra. _______
Um Ríp, í Skagafirði sækir sérajón Magn-
ússon á Mælifelli, og er talið víst, að hann muni
fá það brauð. __________________
Mannalát Nýdáinn er Eyjólfur Gísla-
son í Nesi í Selvogi, fyr bóndi á Vötnum í Ölf-
usi, bróðir Sigurðar heit. á Kröggólfsstöðum, á
78. aldursári (f. 27. marz 1822). Faðir hans Gísli
bóndi Eyjólfsson á Kröggólfsstöðujn (f 1851) var
bróðurson séra Engilberts Jónssonar, er síðast
hélt Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, en kona Gísla
og móðir Eyjólfs á Vötnum var Solveig Snorra-
dóttir merkisbónda í Engey Sigurðssonar sama
staðar Guðmundssonar.
I haust hafa látizt þessir merkisbændur : Sig-
urður Ketilsson í Miklagarði f Eyjafirði (12.
okt). Ari Guðmundsson á Uppsölum f Seyðis-
firði vestra (16. okt.). og Jón Pálssson á Mið-
húsum á Reykjanesi (3. nóv,) bróðir Gests heit.
Pálssonar skálds.
Hinn 10. þ. m. varð bráðkvaddur Jón Sam-
sonsson dyravörður við latínuskólann, röskur
maður og knár á bezta aldri. Hann var af hinni
alkunnu Samsonaætt 1 Húnaþingi. Faðir hans
Samson Ingimundarson, nú í Reykjavík, er dótt-
urson Halldóru Samsonsdóttur sterka á Fjósum í
Svartárdal, Bjarnasonar, en hún var föðursystir Jóns
Samsonssonar alþingismanns í Keldudal.
Svar frá rektor B. Ólsen til Einars Hjörleifs-
sonar út af „einurðargreininni" hans í Isafold 13.
þ. m. komst ekki að í þessu blaði sakir rúmleysis, en
kemur næst.
Hentagar Jólagjafir!
Ljóðmæli P. Ólafss. í skrautbandi.
Nýjasta barnagullið með fjöldamörgum
myndum.
Bókasafn alþýðu.
Bj. Jónsson: Baldursbrá.
G. Magnússon: Heima og erlendis.
Þessar bækur fást hjá:
Arinb. Sveinbjarnarsyni.
Þingholtsstræti 3.
Alþýðufyrirlestur annan dagjóla kl. 5.
Lektor Þórhallur Bjarnrason heldur fyrirlestur um
kirknaféd, staðamdl og StaJa-Arna.