Þjóðólfur - 19.01.1900, Blaðsíða 1
m
ÞJOÐOLFUR
52. árg.
Reykjavík, föstudaginn 19. janúar 1900.
Nr.3.
Héraðslæknirinn oghneykslið.
Það var ágætt, að höfundur verðlaunahneyksl-
is Goodtemplaranna var svo ófeiminn að gangast
jafn einarðlega við faðerninu, eins og hann hef-
ur gert í Isafold sfðast. Hann er meira að segja
verulega hreykinn af króanum. »ísafold, blessun-
in sú arna, er saklaus, Sigurður barnakennari
Jónsson er saklaus. Þetta er undan eins manns
rifjum runnið. Og þessi eini blygðast sín ekki
fyrir það, því að það er eg sjálfur, eg Guð-
mundur Björnsson, héraðslæknir í Reykjavík m. m.
Hér er því mér að mæta«. Þetta var andinn í
yfirlýsingunni, þótt eg hafi dálítið vikið við orða-
laginu, til þess að gera hana gleggri og í fullu
samræmi við hina alþekktu einurð læknisins. Ja,
hver þremillinn, hugsaði eg, þegar eg sá þetta.
Hefði eg verið hjartveikur að eðlisfari, þá hefði
eg orðið alveg að sméri, fyrir þessari dæmalausu
einurð'. Nú varð veslings barnakennaranum ekki
kennt um þetta lengur. Hann varð að skrifa
undir hneykslið samkvæmt embættisskyldu sinni,
segir læknirinn. Og það er sjálfsagt satt. En
svo er héraðslæknirinn sjálfur kominn á hólm-
inn til að verja þetta afkvæmi sitt, og eru það
ójöfn skipti, því að hann er bæði lærður maður
og stórfrægur orðinn, síðan hann varð sverð og
skjöldur Goodtemplara, er hafa látið prenta á skraut-
blaði spakmæli um skaðsemi áfengisins eptirhann við
hliðina á spakmælutu eptir Virchov og aðra fræg-
ustulæknaogvísindamenn heimsins. Ogegmundi
eptir þvi, að eg hafði fengið þetta dýrindisblað
í nýjársgjöf, líklega af því, að templarar hafa
talið mig heyra til öðrum flokki mannkynsins,
brennivínsmönnunum, samkvæmt skiptingu lækn-
isins. Að vísu mun þessi tvískipting á mann-
kyninu, í brennivínsmenn og bindindismenn, ekki
hávísindaleg, en hún er nýstárleg, já, furðu ein-
kennifeg,|og mun eg því víkja dálítið að henni síðar.
En nú er að athuga aðalefni læknisgreinar-
innar, það sem hjá honum á að vera aðalmerg-
urinn málsins til að réttlæta þetta verðlaunatil-
boð hans, sem eg leyfi mér að kalla »hneyksl-
anlegt«, þangað til hann færir styrkari og stað-
betri röksemdir fyrir sínu máli, en hann hefur
gert í þessari Isafoldargrein sinni, því að mér
finnast þær svo undur fáar og smáar, og að sumu
leyti alls ekki koma málinu við.
Aðalröksemdin eða hin eina röksemd, — ef
Töksemd skyldi kalla — til varnar þessu verð-
launahneyksli læknisins er sú, að af því að í sum-
um lagaboðum sé ákveðið, að hálfar sektir eða
2/3 hlutar falli til uppljóstursmanns, þá sé ekkert
Oviðurkvæmilegt í því, að eitthvert félag manna
heiti verðlaunum til að ljóstra upp brotum gegn
lögunum. Og til að færa sönnur á sitt mál telur
'hann upp nokkur íslenzlc lög frá síðari árum, er þessi
ákvæði séu tekin upp í því. Og er svo að sjá,
sem hann haldi, að eg hafi ekkert um þetta vit-
að. En þar skjátlast honum. Eg mundi ofurvel
eptir þessum lagaákvæðum, En þau gera ekki
málstað hans hóti betri, tyrst og fremst sakir þess,
að sumum þessara lagaboða er hann nefnir, er
allt öðruvísi háttað en vínsölulögunum t. d. fiski-
veiðasamþykktum, eitrun rjúpna o. fl. Brotum
gegn fiskiveiðasamþykktum er svo háttað, að þar
er gengið út frá því, að spillt sé atvinnu og 11 fs-
uppeldi þess, er brotinu ljóstrar upp, og þóknun
hans fyrir tilvikið er því að skoða sem skaðabæt-
ur fyrir spell hins seka gagnvart honum og oðr
um. Og um eitrun rjúpna er því svo háttað, að
bárður dauði manna getu hlotizt af þvl, ef þau
lög eru brotin. I því efni er því eðlilegt, að lög-
gjafarvaldið taki til óvenjulegra meðala. Um vín-
sölulögin getur ekki verið um neitt þvílíkt að
ræða. Nú mun læknirinn segja, að nóg sé eptir
til samanburðar samt, þótt nokkur lög séu stryk-
uð út sem annars eðlis og spurningunni óvið-
komandi, en þá vil eg biðja hann að gæta þess,
að þessi regla um sektir til uppljóstursmanns er
tiltölulega mjög ný í íslenzkum lögum og í öðr-
um löndum er löggjöfin einmitt að færast í þá
átt, að fella samkynja ákvæði burtu af því, að
þau þykja neyðarúrræði, ósiðferðileg og ekki í
samræmi við mannúðlega, frjálsa löggjöf. Eða
getur héraðslæknirinn bent mér á mörg stjórnarfrum-
vörp frá síðustu árum, þar sem þessi ákvæðieru
tekin upp í? Ekki eru þau 1 vínsölulögunum nýju.
Og þessvegna hefur læknirinn rokið upp til
handa og fóta til að fylla þetta leiðinlega, auða
gat í þeim. Það var leiðinlegt, að hann var ekki
á þingi til að smella þessu inn, þá er löginvoru
samþykkt. En svo er enn hið þriðja, sem er
þyngst á metunum ( þessu sambandi, og læknir-
inn má ekki ganga alveg þegjandi fram hjá því,
en það er hin siðferðilega hlið málsins, hverjar
afleiðingar slíkt mundi hafa fyrir félagslífið í
heild sinni, ef enginn mætti svo um þvert hús
ganga, að nann hetði ekki einskonar leynilög-
reglu, eða leigða verðlaunasnápa á hælum sér,
hvar sem hann væri staddur. Lögin eru til þess
að þeim sé hlýtt, og það á að hlýða þeirn. Við
erum víst báðir sammála um það. En vill hann
leiða hugsunina út í ítrustu afleiðingar (conse-
kvensa)? Skyldi þá ekki ranghverfan koma 1 Ijós?
Vill læknirinn t. d. ekki gangast fyrir því, að
heitið sé verðlaunum hverjum þeim manni, er
einhversstaðar verður var við, að lögreglusam-
þykktar Reykjavíkurbæjar sé ekki gætt sem
skyldi t. d. ef riðið er hart á götunum, drengir
bllstra, eða maður sést reika o. s. trv. Mundi
ekki bæjarlífið verða dálítið skemmtilegra og við-
kunnanlegra, ef menn á þann hátt gætu unnið
sérinnádag t. d. io—20 kr., fyrir að dragahina
brotlegu upp á bæjarfógetaskrifstofu ! Þetta væri
náttúrlega eins og það ætti að vera eptir
skoðun læknisins. En eg held, að margir
verði ekki á hans máli um, að þetta væri æski-
legur bæjarbragur [eða fyrirmyndar-fyrirkomulag.
Nei, látum þá, sem eiga að sjá um, að
lögunum se hlýtt, gætaskyldu sinnar,
en gerum ekki alla að launuðum spor-
hundum, til að þefa uppi feril hvers
einasta manns. En það vill læknirinnauðsjá-
anlega. Hann vill meira að segja ganga lengra,
taka fram fyrir hendurnar á Iöggjöfinni, þar sem
honum finnst hún ekki nógu hörð, nógu rætin.
Og svo þykist. hann maður að meiri. Það er
hraparlegur misskilningur af svo skynsömum
manni.
Sú mun optast verða reyndin á, að góðum
lögum og gagnlegum er hlýtt, þá er fram í sæk-
ir, án þess að löggjöfin sjálf þurfi að gera óvenju-
legar ráðstafanir til þess. Séu vínsölulögin nýju
góð og holl í sjálfu sér, sem þau líklega eru, þá
verðurþað ekki verðlaunatilboð héraðslæknisins,
sem skapar hlýðni við þau, það er eg viss um,
því að ef það verkar nokkuð, mun það heldur
verka í þá átt að spilla áhrifum laganna, auka
enn meiri misklíð og sundurþykkju'millum bindind-
ismannanna og allra hinna, sem læknirinn kallar
brennivínsmenn, þannig að síðari villan verði
argari hinni fyrri, og vegur bindindismálsins farí
hnignandi í áliti almennings, því að bindindis-
menn mega ekki ætla, að at því að málefnið,
sem þeir berjast fyrir er viðurkennt gott, þá sé
þeim leyfilegt, að neyta allra eða flestra meðala,
er þeir ímynda sér, að knýi mál þeirra áfram,
hversu athugaverð og óviðkunnanleg sem þau eru,
frá almennu siðgæðis- og mannúðar sjónarmiði.
Eg þarf ekki að taka það upp aptur, sem eg
sagði í fyrri grein minni um þetta efni, því að
lækmrinn hefur ekkert á það minnzt, enda verður
það ekki hrakið: það er óþarft, óskynsam-
legt og óviðurkvæmilegt að stofnsetja
hér nokkra verðlaunaða njósnara-
klíku, frekar en Goodtemplarar sjálfir
geta haldið uppi.
Að því er snertir tvískiptingu héraðslæknis-
ins á mannkyninu í brennivínsmenn og bindind-
ismenn, þá held eg að hann verði aldrei frægur
fyrir hana, nema ef til vill hér í bænum. Það hef-
ur líklega vakað fyrir honum önnur tvískipting,
tviskipting biblíunnar, þá er drottinn á dómsdegi
skipar sauðunum sér til hægri, en höfrunum til
vinstri hliðar. Og menn geta þá ímyndað sér,
hvora læknirinn telur til hafranna og hvora til
sauðanna. Svo orðhagur rnaður, sem orðsnilling-
urinn(!), ritstj. Isafoldar (B. J.)hefur vottað, að héraðs-
læknirinn væri, mundi honum hafa verið innan-
handar að finna annað orð en »brennivínsmenn«
um þá, sem ekki eru templarar. Mundi t. d.
»bindindismenn« og »bindindisleysingjar« ekki
vera smekklegra og kurteislegra (sbr. »trúmaður
og trúleysingi«)? Mótsetningin var nógu skörp á
þann hátt. En hann hefur auðvitað valið orðið
»brennivínsmaður« til að lagða bindindisleysingj-
ana, til að gefa í skyn, að allir sem ekki væru
í bindindi væru allt annað »fólk«, hálfgerðir eða
algerðir vlnsvelgir, væru haframir en hinir — bind-
indismennirnir — sauðirnir, og mega þeir gjarn-
an vera það fyrir mér. Eg er alls ekkert gram-
ur yfir því, að læknirinn þykist fulltrúa um, að
eg sé »brennivínsmaður«. Eg fylli þá þennan fjöl-
menna flokk, sem sjálfur héraðslæknirinn var í
til skamms tíma, en nú er orðinn óalandi í hans
augum. Að vísu hefur það aldrei þótt viðkunn-
anlegt, að snúast mjög öndverður gegn þeim
flokki, er maður hefur lengi fyllt, undir eins og
maður er genginn úr honum, en héraðslæknirinn
er nú nýr af nálinni sem templari, og margur er
fjörugur á fyrsta sprettinum, og svo mun hann
vera. Það gæti líka rokið til höfuðsins fleirum
en honum að vera svona allt í einu, sem nývígð-
ur templari, settur á tignartrón í stóru félagi. En
það vil eg segja honum í einlægni, af því að
mér er persónulega meinlítið við manninn, að eg er
smeikur við, að þetta fyrsta meistarastykki hans '
í félaginu, hneykslisverðlaunatilboðið, verði Good-
templarareglunni fremur til álitshnekkis og ó-
gagns en virðmgar og gagns, en sjálfum honum alls
ekki til ffægðar eða gildis talið, heldur þvert á
móti, þótt hann sjálfur sé á öðru máli um það.
Og eg þykist llka geta spáð því með nokkurn-
veginn vissu, að hann komist síðar á aðra skoðun
og sjái, að hann hafi hlaupið á sig af ofstæki,
þá er mesta bindindisvíman er rokin af honum,
höfuðið mátulega kólnað, og fæturnir farnir að
þyngjast í bindindiserlinum. Og svo kveð eg
hann með þeirri sannfæringu, að við von bráðar