Þjóðólfur - 09.03.1900, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 09.03.1900, Blaðsíða 3
43 Þó eg geti þannig eigi verið Þjóðólfi sara- dóma, nema að nokkru leyti, þá er eg honum samt mjög þakklátur fyrir athugasemdir hans. Br. J. * Oss er eins farið, eins og hinum heiðraða höf. þessarar greinar, að vér ætlum ekki að gera það að neinu kappsmáli eða deiluefni, hvar Stein- rauður hafi numið land og búið, því að það mun verða erfitt að s a n n a. En eigi getur oss dulizt, að.öllu sterkari líkur virðast oss. fyrir því, að Steinrauður hafi búið norðanmeginn Þingvalla- vatns, austan Öxarár, en ekki Grafningsmeginn. Að Þverá í Ldn. sé sama áin, sem nú er kölluð Tunguá, getur verið rétt athugað hjá tiöf. og vér höllumst heldur að þeirri skoðun. En eptir orðunum í Ldn. gæti verið átt við Sogið, því að þar sem talað er um, að Þorgrímur bíld- ur hafi numið land fyrir ofan Þverá, þá gæti það verið réttnefni, miðað við landið fyrir neðan Sogið þ. e, Grímsnesið, sem liggur miklu lægra en efri hluti Grafningsins eða landnám Þorgríms, er vel mátti kalla fyrir ofan Sog. Og það var einmitt þessi hæðarmunur á landinu fyrir ofan og neðan Sogið eða vestan það og austan, er fyrir oss vakti, er vér minntumst á þetta, enda var oss ekki kunnugt um neina »Þverá«, er nú héti svo í Grafningi. En þá er litið er á land- námstakmörk Orms hins gamla, þá er auðvitað eins eðlilegt að skilja þetta um Tunguá, svo að þessu leyti getur skýring höf. verið rétt. En að því er landnám Steinrauðar snertir, þykir oss mikiu eðlilegra að skilja orð Ldn. »öll Vatnslönd« einmitt um landið norðan og austan vatnsins upp til fjalla, heldur en um landið sunnan vatnsins, Grafnings- meginn. Það er að minnsta kosti harla ólíklegt, að allt svæðið austan Öxarár, suður að landnámi Ketilbjarnar eða HalJkels, hafi verið ónurmð, og að þar sé því glompa í Ldn., einmitt á þvl svæði, er hinn forni þingstaður stóð á. Nafnið Stein- rauðarstaðir mun hafa verið fullkunnugt, þá er Landnáma var skrásett. En sterkustu líkurnar fyrir því, að Steinrauður hafi einmitt átt löftd austan Öxarár og búið í nánd við Þingvöll sjálfan er það, að afkomendur hans í beinan karllegg voru einmitt á Þingvelli, t. d. Brandur prestnr Þórisson á síðari hluta 12. aldar. Fróður maður (Jósafat Jónasson frá Lundi) hefur getið þess til, að Halldóra Skeggbrandsdóttir kona Jóns Lopts- sonar hafi verið föðursystir Brands prests Þóris- sonar og mun það rétt tilgáta, þvf að Solveig dóttir hennar og Jóns átti Guðmund Amundason grís, er bjó á Þingvöllum og er þvf sennilegt, að hann hafi fengið þann bústað með konu sinni, systkinabarni við Brand prest Þórisson. Geta má og þess, að ekki er ólíklegt, að Þórir kropp- inskeggur, er land átti í Bláskógum og sekur varð um þrælsmorð (sbr. Isl. bók) hafi einmitt verið af ætt Steinrauðar, því að þar kemur ein- mitt Þórisnafnið fyrir, en land Þóris kroppin- skeggs varð almenningseign og alþingisland, bæði til beitar og skógarhöggs, og hefurþað verið austan Öxarár. — Gerum vér svo mál þetta ekki lengra, og vonum, að hinn heiðraði höf. sjái, að líkur þær, er vér höfum fært fyrir þvínú ogáður, að Stein- rauðarstaðir hafi verið einhversstaðar austan Öx- arár, séu fullt eins sennilegar eða öllu sennilegri, «nhans, þótt gildar sannanir skorti. Ritst. Nielsson dæmdur. Með gufuskipi, er k°m til ísafjarðar snemma í f. m. fréttist að C. A. Nielsson (réttara en Nilsson) skipstjórinn á »Royalist« hefði 20 jan. síðastl. verið dæmdur í eins árs betrunarhússvinnu við undirréttinn í íriðrikshöfn á Jótlandi, fyrir brot gegn íslenzkum og dönskum lögum. Jafnframt var Hoimgreen *týrimaður dæmdur í 2X5 daga fangelsi upp á v'atn og brauð og matsveinninn Bugaardí5X6 ^aga. Auk þess var Nielsson skipstjóri dæmdur * 3°oo kr. sekt til landsjóðs íslands og *oo lcr. *ekt til danska ríkissjóðsins fyrir ólöglegar veiðar landhelgi). Norðurljósin. Þeir Adam Paulsen og félagar hans, er verið hafa á Akureyri í vetur að rannsaka norðurljósin, eru drjúgir yfir því að þeim hafi tekizt að skýra til fulls eðli og ásigkomulag norðurljósanna. Láta þeir þó enn lítið uppskátt, nema það, að norðurljósin séu »katóðu« geislar, eins og A. Paulsen hefur haldið fram í bók sinni »Naturkræfterne«. En hvað er »katóða« og »katóðugeislar« ? Þá er efni eru aðskilin með rafmagni, þannig að sam- setning þeirra komiíljóser það gert á þann hátt, að frá báðum pólum rafmagnskastala (sGalvansbatt- eri«) eru leiddirþræðirniðurí vökva þann eða efni, er greina skal. Er þá sá endi þráðarins, er liggur að hinum svo nefnda negativa rafmagnspól, nefnd- ur »katóða« (»kathode«) hinn endinn við pósitiva pólinn »anóða«. Katóðugeislar norðurljósanna eru ekki annað en rafmagnsgeislar, framleiddir af einhverjum efnum með negatlvu rafmagni, utarlega 1 andrúmsloptinu. Aðalatriðið verður því, eins og menn fyr (mynduðu sér, að norðurljósin væru einskonar rafmagnstraumar, en hin nánari vís- indalega útlistun er sjálfsagt væntanleg innan skamms frá A. Paulsen ög þeim félögum. Veðurátta hefur verið hin bezta hér á Suðurlandi yfirleitt síðan um nýár, og sama er að frétta að 'æstan og austan. Ur Suður-Þing- eyjarsýslu (Aðaldal) er ritað 19. f. m., að þá hafi sífelldar norðanhríðar gengið næstl. hálfan mán- uð, svo að ómögulegt hafi verið að beita fénaði sakir illviðurs. I Eyjafjarðar- Skagafjarðar- og Húnavatnssýsl- um er vel látið af tíðarfarinu. Taugaveiki hefur stungið sér niður sum- staðar nyrðra, þar á meðal á 2 bæjum í Bárðar- dal, Stórutungu og Mýri. I Stórutungu hefur hún verið síðan næstl. sumar og þar dáið tveir bræður á bezta aldri, en á Mýri ein stúlka. —I Stafholti hjá séra Jóhanni er veikin nú sögð 1 rénun, en missthefur hann dóttur sína. — I Arn- essýslu kveður og lítið að veikinni nú orðið, og hefur ekki breiðzt þar út. Brii á Norðurá í Skagafirði, smíðuð næstl. sumar, hefur fokið og brotnað í spón. Heybruni varð í Úthllð 1 Biskupstungum 9. f. m. Hafði vinnukona farið um kveldvöku með eld út 1 fjós, og er ætlað að hún hafi brugð- ið sér upp 1 heygarð til að taka þar hey handa nýbæru, er hún var að vitja um, og þá farið eitt- hvað óvarlega með eldinn, en borið hafði hún það stöðugt fram, að gneistar hefðu flogið úr glóðinni í heyin á leiðinni út í fjósið. Brunnu þar öll hey annars bóndans og mestur hluti af heyjum hins, en mesta furða, að kirkjan og bær- inn brann ekki, því að veður var allhvasst. En heygarðurinn var ekki áfastur við bæjarhúsin. Nágrannarnir hafa hlaupið drengilega undir bagga með þeim, er fyrir tjóninu urðu og tekið t. d. allan fénað þess bóndans, er öll heyin missti. Hrakning óvenjulega miklum sætti skip- stjóri Ólafur B. Waage á jskipi sínu »Ingólfi« 1 f. m. Lagði hann af stað úr Hafnarfirði með salt og aðrar vörur til Stokkseyrar 11. f. m., en um nóttina brast á veður mikið af austri, og rak skipið til hafs um 180 mílur suður af Reyk janesi. Var það um 20 dægur á hrakningi, en komst loks apturí landsýn við Hjörleifshöfða og til Stokks- eyrar 28. f. m. eptir 17 daga útivist. Voru skip- verjar 4 alls og orðnir nær matar- og vatnslaus- ir, þótt mjög spart væri á haldið, Vartalið víst hér syðra, að skipið hefði farizt í veðri þessu. Mestöllu saltinu hafði orðið að moka útbyrðis, svo að af 150 tunnum voru ekki eptir nema um 20, er skipið náði lendingu á Stokkseyri, allmjög laskað, sem vonlegt var. Bráðkvaddur varð hér í bænum aðfara- nóttina 5. þ.m. Sveinn Dalhoffsson gullsmið- ur, sonarson Halldórs Þórðarsonar, kopar- og silf- ursmiðs, er almennt var kallaður Halldór »gjörtl- ari«. Sveinn heit. var ungur maður oghinnefni- legasti, smiður góður; hafði gengið alheill til rekkju um kveldið, en fannst látinn í rúminu morguninn eptir. Kveldskemmtun sú, er Stúdentafélagið gengst fyrir á sunnudaginn kemur til ágóða fyrir minnisvarða yfir Jónas Hallgrímsson, verður vænt- anlega vel sótt af bæjarbúum. »Listaskáldið góða«, Jónas Hallgrímsson, er einn meðal hinna fáu mætra manna, einn hinna fáu sannkölluðu and- ans manna, er þjóð vor hefur alið, svo að hver góður, sannur Islendingur ætti að telja helga skyldu sína, að leggja sinn skerf til þess, að sómasam- legur minnisvarði yrði reistur yfir slíkan mann. Uppástungunni um þetta mál var fyrst hreyft í Þjóðólfi haustið 1897 afhinum núverandi forrmanm Stúdentafélagsins, hr. Vilhjálmi Jónssyni, og var þá þegar vel tekið, svo að nefnd var skipuð með- al ísl. stúdenta hér heima og í Höfn til að hrinda máli þessu áleiðis, og hefur hún unnið að þessu marki síðan. Hugmyndin er, að minnis- varðinn geti orðið fullger árið 1907, því að þá eru liðin 100 ár frá fæðingu Jónasar. Um Reynivelli eru í kjöri: séra Hall- dór Jónsson aðstoðarprestur í brauðinu og séra Ólafur Fnnnsson í Káltholti. Aðrir sóttu eigi. Séra Jónas á Hrafnagili varð ofseinn meðum- sókn sína um Akureyrarbrauðið, hún kom nú með síðasta pósti 6. þ. m. — Austanblöðin hafa tyrir löngu frætt lesendur sína á, að hann hafi verið á kjörskrá um brauðið, ásamt séra Davíð próf. Guðmundssyni og séra Zophonías próf. Halldórs- syni, en hvorugur þeirra sótti um brauðið(!) Athugasemd. I fundargerðinni af prestafundinum á Akureyri 26.—-27. júní f. á. á bls. 14, er sagt, að mér hafi fundizt nokkuð lítið heimtað í tillögum nefndarinnar um kjör þresta, og á næstu blaðsíðu, að eg vilji eigi hafa launin lægri en 1500 kr. — Fyrra atriðið er að því leyti rétt, að mér þótti hún setja launin of lágt. En hvað hún setti þau, sést eigi af fundargerðinni. En síðara atriðið er al- gerlega villandi. — Sannleikurinn var sá, að nefndin kom fyrst með þá tillögu, að laun presta væri framvegis frá 800-- 1200 kr. Þetta var það, sem mér þótti of lágt. Gerði eg því þá breytingartillögu, að þau yrðu fram- vegis frá 1000—1300 kr., eins og fundurinn sam- þykkti síðar. Af þessu sést því: í fyrsta lagi, að mér þótti það of lúgf ’að laun presta væru eigi nerna frá 800—1200 kf. í öðru lagi, að mér þykir sann- gjarnt, að þau séu frá 1000 — 1500., og í þriðja lagi að fundargerðin gefur alveg ranga hugmynd um tillögur mínar 1 þessu máli, er hún segir það lág- mark hjá mér, sem var hámark, og kom það mér til að gera þessa athugasemd. — Helgastöðum '9/2 1900. Helgi Hjdlmarsson. Sunnudag 1 1. marz kl 8V2 síðd. gengst Stúdentafélagið fyrir Kveldskemmtun í Iðnaðarmannahúsinu til ágóða fyrir minn- isvarða yfir Jónas Hallgrímsson. — Þar verða sungin kvæði eptir Jónas. Jón Ó- lafsson talar nokkur orð um Jónas. Einar Hjörleifsson les upp kvæði eða óbundið mál eptir Jónas. — Frú Stefania Gudmundsdóttir, herrar Á. Thorsteinsson Brynj. Þorláksson, Stgr. Johnsen, Þ. Pálsson o. fl., aðstoða við skemmtunina. m~ Nánara á götuhornum.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.