Þjóðólfur - 11.04.1900, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 11.04.1900, Blaðsíða 3
67 öðruvísi. Þá tekst henni ekki betur með farþegana á „Vestu“ í síðasta blaði. Hún átti nokkra þeirra vantalda, er skipið kotn og ætlaði nú að bæta úr skák, þá er það fór, enda gat hún það með því að hafa Þjóðólf fyrir sér, því að hann hafði talið flesta farþegana upp. En nú gat hún ekki haft rétt ept- ir, því að Eyjólfur Jóhannsson kaupm. varð Jóhann- esson, og Guðmundur hreppstjóri Jónsson í Haga á Barðaströnd, snerist alveg við og varð Jón hrepp- stjóri Guðmundssonýi) (t. d. eins og Jón Björnsson ritstj. ísafoldar!). Þetta var nú í allra síðasta blaðinu, þar sem ritstj. er mest að hrósa sjálfum sér fyrir áreiðanleik í fréttaburði. Þá er orðalagið ávallt jafnambögulegt, eins og t. d. í þessu síðasta blaði, þá er Hjalti Jónsson skipstjóri er látinn vera eign(!) Bjcrns Guðmundssonar og þeirra félaga(!). Það er beinlínis svona orðað í blaðinu, þótt ótrúlegt sé. Það þarf ekki annað en fletta því upp til að sjá það. Og svona mætti halda áfram endalaust, ef nokkur nennti að vera að lepja það upp. Og það er ekki viðlit, að blaðið leiðrétti nokkurn tíma það sem það fer rangt með. Það er víst öllum í minni saga Isafoldar um Scheel-Vandel og mannæturnar. Þar flutti hún skjótar fréttír, en miður áreiðanlegar(l) Hún hefur aldrei reist Scheel-Vandelfrá dauðum enn þann dag í dag. Hún hafði sagt, að hann hefði verið étinn upp til agna af mannætunum, og við það sat. Hún skammaðist sín nfl. svo fyrir glópskuna, •að hún vissi ekkert, hvað til bragðs skyldi taka. Annars vill Þjóðólfur ráða ísafold í mestu ein- lægni, að fara ekki í neinn samjöfnuð við hann, að því er snertir áreiðanleik í fréttum (innlendum og útlendum), Hún hefur svo opt hlaupið með ó- sannan fréttaburð og órökstutt þvaður, að þar kemst Þjóðólfur ekki í hálfkvisti við hana. Það viðurkennist hér með allra auðmjúklegast. Og svo kveðjum vér Isaf. og mælumst til þess, að hún kunni að hafa rétt eptir, þá er hún leitar frétta hjá Þjóðólfi. Hún má reiða sig á, að hún verður sér ekki til skamrn- ar, ef hún getur lesið hann rétt. Útlendar fréttir. Kaupmannahöfn, 3. apríl. Eptir nokkrar smáorustur við Búa hér og þar, náðu Bretar Bloemfontein, höfuðstaðnum í Oraníu- ríki, 13. f. m. Bærinn er ekki víggirtur og Bret- ar mættu því engri mótspyrnu frá bæjarbúum. Steijn forseti var áður fluttur til bæjar þess. er Kroonstad heitir. — Af orustum þeim, sem Bret- ar áttu á leiðinni við Bloemfontein, var sú við Ðriefontein xo. marz einna skæðust; Búar höfðu misst þar yfir 100 manns. Þegar Roberts var kominn til Bloemfontein, þóttist hann hafa himin höndum tekið. Hann skoraði á Oraníubua að láta af hendi vopn sín og hætta hernaði, kallaði í skeytum þeim, er hann sendi til Englands, Steijn fyrverandi forseta o. s. frv. Englendingar sögðu og svo frá, að Oraníu- menn hefðu látið sér segjast og beygt kné fyrir Roberts, og má vera, að þeir hafi orðið hikandi gagnvart yfirgangi Breta. En hlýðni þeirra og auðsveipni fór brátt út um þúfur. Vopn þau, er þeir höfðu látið af hendi, reyndust alveg ónýt, og þeir sjálfir næsta óáreiðanlegir. Það leið ekki á löngu áður en Búar fóru að ybba sig á ýmsum stöðum í Oraníurlki og ógna Bretum. Þeir gerðu þeim ýmsa grikki, ónýttu fréttaþræði o. s. frv. — Og French hershöfðingi, sem hafði fengið það hlutverk, að taka höndum Olivier herforingja Búa, sem kom að sunnnan frá Norvalsport og Storm- berg með fjölmenna hersveit, varð að snúa við svx) búið, en Olivier náði alla leið áhlaupalaust. Það kvað vera einkum Steijn að þakka, að Oraníubúar fórtt að sækja sig; hann stappaði í þá stálinu og hótaði hverjum þeim, er beygði sig fyr- ir Bretum með lífláti, sem fósturlandssvikara. Það hefur og tafið fyrir Bretum, að það hefur hvað eptir annað bólað á uppreisn í vesturhluta Kap- wýlendunnar. Sókn þeirra norður á bóginn til i t'ansva.al dregst því alltaf; sumir segja að Ro- ^erts bíði eptir fleira liði, seinustu fréttir segja þar ^ móti, að í næstu viku ætli hann af stað. I byrjun f. m. sendu þeir Kriiger og Steijn yrirspurn til ensku stjórnarinnar um friðarskil- mála, Salisbury svaraði með miklu dramblæti, að um frið væri að eins að tala, svo framarlega sem bæði lýðveldin afsöluðu sér sjálfstæði. En Búar þykjast heldur vilja berjast til þrautar en gerast ósjálfstæðir. Svo sendu forsetar áskorun til Ev- rópuþjóða um, að stofna til friðar, en allar hafa svarað eins og vænta mátti, að sáttaleit væri ó- möguleg, svo lengi, sem Englendingar væru því mótfallnir. Dauði Jouberts yfirhershöfðingja Búa, fær að fróðra manna sögn að líkindum engin áhrif á endalok ófriðarinS. Búar hafa nú marga duglega herforingja, sem hafa látið til sln taka, t. d. Lou- is Botha, Lúkas Meyer, Schalk Burgker, Délarey og Olivier. Botha eryngstur af þeim, að eins 36 ára, en gamli Kruger hefur fyrir löngu.séð, hvað í honum bjó, og nú skipað hann yfirhershöfðingja í stað Jouberts. Það var Botha, sem í forföllum Jouberts vann sigurinn við Colenso (eða Tugela- fljót) og seinna við Spionkop. Það er sagt, að völd gamla Kriigers muni aukast við fráfall Jouberts; J. hefur fyr meir keppt við hann um forsetatignina og var yfir höfuð að tala sá einasti, sem þorði að bjóða K. byrgin. — J. var varaforseti f Transvaal, og á nú að kjósa nýjan mann 1 hans stað. Roberts hershöfðingi vottaði Kriiger hluttekn- ingu sina við lát J. og lofaði J. fyrir drenglyndi hans og hreysti,— Þegar Roberts var kominn til Bloemfontein, var haldið, að hann mundi haga sókn sinni þann- ig, að hann sjálfur með meginherinn mundi halda norðureptir yfir Vaalfljót (milli Transvaal og Or- aníu) áleiðis til Pretóriu, að Buller jafnframt mundi að austan trá Natal halda inn í Transvaal með sína sveit, og a§ loks hersveit sú, sem Roberts ætlaði að senda Mafeking til hjálpar, mundi að því afloknu halda austur eptir til Pretóríu. En nú lít- ur út fyrir, að Búar muni kollvarpa þessum bolla- leggingum og gera sóknina örðugri en búizt var við. Sveit sú, sem átti a.ð hjálpa Mafeking, hefur orðið að snúa aptur, og Bretar virðast hata nóg að gera með að verja sig fyrir Búum í Oraníuríki. Nýkomnar fréttir segja frá óförum Breta. Þeir hafa átt orustu við Búa í lok f. mán. nálægt Brand- fort og misst þar yfir 100 manns. Rétt á eptir 31. f. m. börðust þeir undir forustu Broadvood ofursta, þar sem heitir Tabanchu og biðu algerðan ósigur. Búar tóku frá þeim 6 eða 7 fallbyssur og 200 flutningsvagna, og Bretar misstu auk þess 350 manns, þar af vorti 200 teknir höndum. Bret- ar hrukku fyrir Búum, en á heimleiðinni mættu þeir nýrri sveit af Búáliði, er sat 'fyrir þeim í djúpum dal; urðu þeir þá að sleppa fallbyssunum og flýja. Loks er komin laus fregn um, að Plu- mer ofursti, sem var áleiðis til Mafeking norðan- að, hafi lent í orustu við Búa og beðið ósigur og mikið manntjón. Kriiger hefur nýlega látið í veðri vaka, að Búar mundu bráðurn ná Bloemfontein aptur á sitt vald. Fyrst skoðuðu rnenn þennan spádóm sem gort, en hver veit. — — — Cecil Rhodes er ákaflega reiður yfir slóðaskap Breta; hann sat 1 Kimberley, meðan Búar sátu um bæinn. Kikewichs ofursta, sem hafði þar æztu völd, þótti hann svo óþjáll, að hann var kominn á fremsta hlunn með að taka hann fastan. Viktoría drottning ætlar um þessar mundir að heimsækja Irlendinga; það eru 39 ár sfðan hún hefur verið á Irlandi. Hún vill með heimsókn sinni láta 1 ljósi viðurkenningu sína fyrir það, hve vasklega írar hafa barizt í Afríku. Meðal írskra garpa í stríðinu má nefna Roberts yfirhers- höfðingja og Kelly-Kenny herforingja, er sýnt hafði nhkla hreysti í orustunai við Driefontein. Irar, sem annars eru ekki sérlega vinveittir Englend- ingum, virðast leggja mikla áherzlu á kurteisi drottningar. 18. f. m. var þess getið í blöðunum, að mann- tjón Búa í stríðinu til þess tíma hefði verið 8,700 manns (að meðtaldri hersveit Cronje’s, sem var hertekin). Bretar höfðu þá að öllu samtöldu mist rúml. 16,000 manna. 66 miljónir pd. sterling er gizkað á, að Bret- ar þurfi til herkostnaðar á tímabilinu frá okt. '99 til sept. 1900, að öllum þeim kostnaði undanskild- um, sem óbeiniínis leiðir af stríðinu. Ráðaneytisforseti Hörring lýsti því yfir í lands- þinginu 22. f. m., að ráðaneytið ætlaði að segja af sér, undir eins og þingi sliti. Það er búizt við því, að nýja ráðaneytið muni verða valið lir flokki hægrimanna, en mörgum mundi þó þykja það heppilegra, að vinstiimenn fengju nú að reyna krapta sína. Við bæjarstjórnarkosningar hér 27. f. m. unnu vinstrimenn og sósialistar sigur; hægrimenn eru nú engu ráðandi í bæjarstjórninni; fyrir 7 ár- um voru þeir einvaldir. Við yfirréttinn í Vébjörgum var Nilsson skip- stjóri á Royalist dæmdur tíl 18 mánaða betrun- arhúsvinnu (við undirréttinn fékk hann 12 mán.) auk áðurnefndra sekta. Það var sérstaklega tek- ið tillit til, að hann hefði verið sök 1, að bát sýslumanns hvolfdi og3 Isl. drukknuðu. Hohngreen fékk 3x5 daga fangelsi uppá vatn og brauð (vi3 undirrétt 2x5 d.) og matgerðarm. Rugaard 4X5 d. (v. u. 6x5). „Halmstads Handels- og Söfartskammer" hefur sótt um 5000 kr. styrk til þess að koma á beinuin skipaferðum milli Halmstads (í Svíþjóð) og Is- lands. Sendiherra Breta 1 K.höfn Edmund Fane er dáinn. Ferdafélagid danskaætlar að stofna til skemmti- ferðar til Islands í sumar. Ferðamenn eiga að fara til Húsavíkur og Akureyrar meðal annars til þess að sjá lágnættissólina. Það hefur líka verið talað um studentaferð héðan til suðurlands; hvort nokkuð verður úr þvf er þó óvíst. Borckgrevinck, suðurheimskautafarinn norski, hefur sent skeyti heim, segist hafa komist 50 mín- útursuður fyrir 78. breiddarstig, áðurhöfðu menn komist lengst 4 mín. yfir 78. breiddarstig. Tilgangi ferðarinnar þykist hann hafa náð, þar honum hef- ur tekizt að finna afstöðu hins »magnetiska suð- urpóls« jarðarinnar (þ. e. þann stað, er segulnálin stendur þráðbein upp og ofan á suðurpólnum; hinn magnetiski norðurpóll er áður fastákveðinn á 70° 5’ n. br. og 263° austl. lengdar frá Green- vi ch). Loubet forseti hefur náðað Christiani greifa, er barði á honum við kappreiðarnar í Auteuil í fyrra, og fleiri af þeim kumpánum. Parísarsýningin mikla hefst 14. þ. m. Strandferðabáturinn Skáihoit' kom hingað í gær beina leið frá Höfn eptir 6 daga ferð. Farþegar með honum: Magnús Benja- mínsson úrsmiður, Holg. Clausen kaupm., Jón Gunn- arsson verzlunarstj., V- Ottesen verzlunarm. Sig- urður Hjaltested og einn Svíi, en til Isafjarðar Skúli Thoroddsen. Veitt læknaembætti. Kjósarhérað er veitt af landshöfðingja læknaskólakandídat Þórði Edílonssyni, Hofsóshérað læknaskóla- kandídat Magnúsi Jóhannssyni, Skipaskaga- hérað Ólafi Finsen aukalækni, Ólafsvík- urhérað Halldóri Steinssyni kand, Þingeyr- arhérað Magnúsi Asgeirssyni aukalækni, Höfða- hverfishérað Sigurði Hjörleifssyni aukalækni, Grímsneshérað Skúla Arnasyni aukalækni, Fáskrúðsfjarðarhérað, Georg Georgs- syni kand., Berufjarðarhérað Ólafi Thor- lacius aukalækni. Gufuskipið ,Askur‘ (norsktskip) kom hingað frá Skotlandi 6. þ. m. með kol til Björns Guðmundssonar kaupmanns. Fór héðan aptur til útlanda í fyrra kveld. Skipstrand hefur enn orðið í Meðallaudi. Strandaði þar á Steinsmýrarfjörum aðfaranóttina 29. f. m. þýzkt botnvörpuskip »Friederich« frá Geestemiinde í Hannóver, skipstj. V. Putz, sami maður, er var skipstjóri á »President Hervig«, er það strandaði á þessum sama stað í Meðalland- inusama mánaðardag, einmitt fyrir 2 árum (1898), Bæði skip þessi voru eign sama útgerðarfélagsins í Geestemiinde, svo að þetta er dálítið einkenni- legt óhapp, er sama manninum ber að höndum. Skipverjar 13 að tölu komu hingað til bæjarins 1 fyrra kveld, og fóru samdægurs til útlanda með »Aski«.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.