Þjóðólfur - 08.05.1900, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 08.05.1900, Blaðsíða 3
83 yrða má, að vegagerð hér austanlands er 20 árum á eptir hinum öðrum fjórðungum landsins, en þetta má ekki líðast lengur, og það má ekki hafa Austurland að olnbogabarni; óánægjan með þetta verður æ ríkari„og elur þann kalatilþings og stjórnar, sem er sjaldgæfur hjá okkar áhuga- litlu þjóð. Ritað í marz 1900. 6, Póstskipið ,Ceres‘ kom hingað frá útlöndum aðfaranóttina 6. þ. m. Með því komu allmargir fárþegar, þar á meðal Sighvatur Bjarna- son bankabókari, Eyjólfur Þorkelsson úrsmiður, Árni Riis verzlunarstj. úr Stykkishómi, Richard Riis kaupm. frá Borðeyri, Lárus Snorrason kaupm. frá Isaf., Eggert Eirlksson Briem frá landbúnað- arháskólanum í Khöfn með heitmey sinni frk. Katrínu Thorsteinsson (frá Bíldudal). Ennfremur frú Rittershaus-Bjarnason (kona Þorl. Bjamason’s adj.) frk. Petrea Halldórsdóttir, Pétur Zófonías- son verzlunarm, MatthíasEinarsson stúdent, Salóme Bjarnadóttir (systir Markúsar Bjarnasonar skóla- stjóra), Copeland frá Leith, hjón frá Ameriku o. fl. ____________ ,Mjölnir‘ skip frá Thor E. Tulinius stórkaupmanni kom hingað 5. þ. m. frá Leith, Og hafði verið 8 daga þaðan. Með því kom Ás- geir Sigurðsson kaupmaður. Það fór héðan í gser til Akraness og þaðan til Vestfjarða. ,Reykjavikin‘ kom frá Noregi í gær- morgun, og hefur þegar byrjað ferðir sínar hér um flóann. Pröf í landbúnaði við landbúnaðarhá- skólann í Höfn hefur tekið Guðjón Guð- m u n d s s o n frá í'innbogastöðum í Strandasýslu með 1. einkunn, og er hann fyrsti íslendingur, er tekið hefur próf við þennan skóla. Samskot. Fiskiskipaeigendur í Grimsby hafa sent umboðsmanni brezka konsúlsins hér (kand. Jóni Þorvaldssyni) 20 pd. sterl. (360 krón- ur) til útbýtingar meðal ekkna og barna þeirra manna, er drukknuðu á Dýrafirði næstliðið haust af völdum Nilssons á »Royalist«. Láta gefend- urnir jafnframt í Ijósi gremju sína yfir aðförum Nilssons, og vona, að slíkt komi ékki optar fyr- ir. I Hull, þar sem skipið »Royalist« átti heima hafa einnig samskot verið hafin í sama skyni, og er það fallega gert og allrar virðingar vert. Kennaraembœttlð í náttúrufræði við lærða skólann er veitt af konungi, cand. mag. Bjarna Sæmundssyni, er settur hefur ver- ið áður til að gegna því embætti. Dáinn er 29. f. m., Ólafur Þormóðs- son, óðalsbóndi í Hjálmholti, um sjötugt, faðir Sigurðar sýslumanns í Kaldaðarnesi, einn meðal fremstu bænda-í Árnessýslu, elju- og dugnaðar- maður mikill og vel látinn; bjó jafnan rausnarbúi. Blaðamannastafsetríingin og reynslan. I bréfi (dags. 9. marz þ. á.) til rektors Björns M. Ólsens hefur einn af hinum efnilegustu ungu málfræðingum vorum, cand. mag. Sigfús Blöndal, gefið svo látandi yfirlýsing alveg ótilkvaddur og að fyrra bragði: „Þú munt ef til vill taka eftir því, að rjettrit- un á brjefi þessu er ekki Blaðamannarjettritunin, sem jeg hef haft að undanförnu, heldur skóla- rjettritunin gamla. Jeg tók fegins hendi við Blaða- mannarjettritunnni, þegar hún kom, því að jeg vonaði, að menn nú gætu orðið nokkurn veginn ásáttir um fasta rjettritun. En er jeg hafði lesið ritling þinn um málið, fóru að renna á mig tvær grímur. Samt afrjeð jeg að halda henni áfram vegna þess, að jeg fyrst með því að nota hana langan tíma gæti dæmt út frá ólyginni reynslu um það, hvort hún væri handhæg eða ekki. En þrátt fyrir það að jeg margoft hef lesið reglurnar fyrir henni og reynt að fylgja þeim til hins ítrasta, varð mjer það smámsaman ljóst, að af öllum þeim rjetcritunum, sem stungið hefur verið upp á, er hún sú lang-glundroðalegasta, vitlausasta og ó- hentugasta til alls hagtæks". Þess skal getið, að rektor hefur aldrei skipt sér af, hvaða stafsetning Sigfús Blöndal hefði, né reynt að draga hann frá Blaðamannastafsetn- ingunni. Yfirlýsingin er birt með leyfi höfundarins. EptirmsBli. Hinn 30. júlí f. á. andaðist að Skógarkoti í Þing- vallasveit merkiskonan Margrét Eyjólfsdóttir. Hún var fædd á Torfastöðum í Grafningi árið 1826. Þar dvaldi hún hjá foreldrum sínum Eyjólfi Asgrímssyni, og Valgerði Eyjólfsdóttur, sem bjuggu þar til dauða- dags. 12 ára gömul missti hún fyrst föður sinn og svo missiri síðar móður sína; þá mun hún hafa farið f dvöl, og unnið fyrir sér í vinnukonustétt lengst af f Þingvallasveit, og þótti allstaðar mikið til hennar koma fyrir dugnað og trúmennsku. Arið 1864 byrj- aði hún búskap með optirlifandi manni sínum merk- ■ isbóndanum Hannesi Guðmundssyni, fyrst á Heiðar bæ Þingvallasveit, og bjuggu þau þar í 11 ár, síð- an á Miðfelli í sömu sveit í 9 ár, og síðast á Skóg- arkoti, hvar þau hafa búið rausnarbúi í 15 ár.— Mar- grét sáluga var fyrir margra hluta sakir merk kona og sómi stéttar sinnar. Hún var manni sínum ást- ríkur maki, árvökur og skyldurækin húsmóðir. í hjónabandinu eignaðist hún að eins 1 barn, sem fæddist liðið, en hún gekk mörgum börnum f móðurstað, en varð að reyna það þunga mótlæti, að verða að sjá á bak þeim flestum, alls 8, og sum- um svo sviplega. Hún var mjög hjálpsöm og góð- gerðasöm við alla, sem bágt áttu og hennar hjálpar leituðu, og mun margur ferðamaður minnast hennar með þakklætistilfinningum. Hinn 21. febr. þ. á. andaðist Helgi Bergsson, bóndi á Fossi á Síðu, einn meðal fremstu bænda hér um sveitir. Hannvar ástríkur eiginmaður, umhyggju- samur faðir og húsbóndi, jafnan stilltur, friðsamur og glaðlyndur, atorkumaður og áhugasamur. Hann unni öllum fróðleik og menntun, og veitti börnum sínum gott uppeldi; eptirlætur hann 8 rnannvænleg börn á Iífi, en alls eignaðist hann 13 i hjónabandi sínu. Hans er því ei að eins saknað af eptirlifandi ekkju og börnurn, heldur af sveitungum sínum og öllum þeim mörgu, sem þekktu hann, og það ekki nema að góðu einu. (M. B.). Hinn 3. nóv. f. á. andaðist á Oddeyri Magnús Bergmann Jónsson, prests að Barði í Fljótum (J- 1849), Jónssonar. Móðir hans var Guðrún, dóttirBjörns umboðsmanns Ólsens á Þingeyrum. Magnús var fæddur 2. febrúar 1840, ólst upp hjá móðurbróður sínum, Magnúsi Ólsen á Þingeyrum, bjó um tíma 52 „Nei, nei“, stamaði eg. „Enginn nema eg hefur stigið . hér fæti inn. Það er einungis barnaskapur af mér. —“ „Það er gott“, sagði hann með óþreyju. „Hlustið nú á hvað eg segi, og svarið mér stuttlega og greinilega nokkrum spurningum". Síðan spurði hann mig um, hvað eg vissi um húsin og þorpin í grendinni og hvort nokkur líkindi væru til þess, að nokkrir nábúar vorir kæmu oss til hjálpar, er þeir vissu í hvaða hættu vér værum stödd. Eg kvaðst hafa litla von um það, því það var alkunnugt, að flestir, sem bjuggu umhverfis oss, voru annaðhvort leynilega eða opinberlega áhangendur konungsliða °g þeir, sem hölluðust að þjóðveldinu voru of fáir og oflangt í hurtu, til þess að þeir gætu orðið að nokkru liði. „Jæja, eg þarf ekki að vita meira" sagði hann loksins. Þeim hefur nú loks tekizt að veiða mig, og ef guð tekur ekki 'fluglega í taumana, þá veit eg hvernig mögulegt er að komast nndan“. „En það vita engir af leynidyrunum, nema faðir minn og Luke“, sagði eg. „Enginn ókunnugur getur fundið þær“. Hann leit á mig og brosti hálf illmannlega. „Andinn er að sönnu reiðubúinn, en holdið er veikt“, svar- aði hann, „og eg efast ekki um, að þessi Sexby getur veitt það leyndarmál upp úr þeim, sem heldur vildu deyja en svíkja Uúg“ "Eg skildi ekki almennilega, hvað hann meinti, en settist á rúmstokkinn og huldi andlitið 1 höndum mér. í fyrsta S'nni tók eg að hugsa um, hvað að höndum gæti borið, og átti með að leyna ekka niínum. Allt var í uppnámi í húsinu, Þnð heyrðist þungt fótatak fyrir utan, það hrikkti í hurðunum blctsyrðin og óhljóðin bergmáluðu um allt húsið. í hræðslu 49 að því, hvort þér hafið heyrt talað um hinn alþekkta endurskír- anda, Sexby ofursta? „Já, eg hefi víst heyrt getið um hann“, sagði Cromwell kuldalega. Luke tók síðan pappírsströngul upp úr vasa sínum og sagði: „Hérna cru sannanirnar fyrir því, að nýlega hefur verið myndað samsæri gegn yður hérna í grenndinni og skrá yfir þá, sem hann hefur tælt í þessi samtök með sér og þar á meðal er einnig nafn Lacy, svo sem þér sjáið sjálfur. Eg hef enn- ig talað við marga, sem optar en einu sinni hafa komið Lacy á óvart, er hann talaði einslega við Sexby". „Hvað heyri eg?“ sagði Cromwell um leið og hann rétti út hendina eptir skjölunum og eg grét nærri af hryggð yfir breytingu þeirri, er varð á andliti hans og einkum af hinu kulda- lega og grimmdarlega augnaráði. Eg held, að eg hafi hatað Luke langt um meira þá, en eg hafði gert áður. Eg vissi vel, hvers vegna þessi smjaðrari sagði þetta við Cromwell í návist föður míns. Hann hafði ásett sér statt og stöðugt, að ef eg ekki vildi giptast sér, eins og faðir minn óskaði, þá skyldi eg heldur aldrei giptast Guy. „Það verður að rannsaka þetta nákvæmlega", sagði Crom- well, um leið og hann leit lauslega yfir skjölin. „Jómfrú Dorothy", sagði hann. „Þér megiðekki framar minn- ast á þennan mann, því guð veit að eg mun sannarlega afmá alla þessa launmorðingja, sem vilja steypa föðurlandinu í glötun með því að koma aptur á borgarastríði, einungis af umhyggju fyrir syni hins látna konungs". Hann ritaði nokknr orð á blaðsnepil og fékk Luke það. »Fáðu þessa skipun foringa fylgdarliðs míns við Farmwood",

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.