Þjóðólfur - 15.06.1900, Síða 2

Þjóðólfur - 15.06.1900, Síða 2
IIO þeim fyrir gull eða fyrir póstávípanir, gerir hann ekkert annað en það, sem erbláttáfram skylda hans. Að hér sé verið »að láta landsjóð víxla seðlum, sem annar óviðkomandi sjóður gefur út á hann fyrirvaralaust og takmarkalaust(!)« er jiví ekkert annað en argasta bull, sem eg til hins ítrasta hefði efast um, að aðalritstjóri Isa- foldar mundiljárúm í blaði sínu,1) hversu blind- aður, sem hann kann að vera orðinn af ástfóstri til hlutafélagsbankans. 13. Það er auðséð, að »gamli vinurinns hins víðfræga er ekki óglöggskyggn á fjárhags- málum, og sér það rétt, að ef vér höfum næg- ar vörur er oss í lófa lagið, að fá oss nægilega peninga — jafnvel með þeim litla banka, sem vér höfum nú. Landsbankinn hefur, hvað ept- ir annað, lánað kaupmönnum marga tugi þús- unda, einmitt á líkan hátt og dæmi þess víð- fræga getur um, og mun að sjálfsögðu gera það framvegis, enda er það eitt af hinum allra sjálf- sögðustu víxilbankastörfum. Að það hafi komið fyrir, að ekki hafi verið hægt að fá einar 20 þús. kr. í 6 vikur hjá landsbankanum til slíks, er sá víðfrægi talar um, efast eg stórlega um, að sé satt. Öfgar þær og f jarstæður, sem hann hef- ur fyllt dálka Isafoldar með nú undanfarið, gefa öllum, er til þekkja, fulla heimild til að efast um, að nokkur flugufótur sé tilfyrir þessari sögu hans. Fró Búa ófriðnum hafa bo'rizt nýjar fréttir í enskum blöðum til 7. þ. m. (fengin hjá botnvörpuskipi hér úti í flóanum). Verður ekki annað séð, en að ófriðurinn sé nú hér um bil til lykta leiddur. Eins og getið hefur verið áður um hér í blaðinu gafst Johannesburg orustulaust á vald Breta 31. maí, en Pretoría gafst ekki upp fyr en 5. þ. m. Hafði Botha yfirhershöfðingi Búa farið þess á leit við Roberts marskálk dag- inn áður, að vopnahlé fengist, meðan samið væri um uppgjafarskilmálana, en Roberts vildi engan frest veita, og flúði Botha þá burt úr borginni um nóttina með her Búa, en Kriiger var farinn áður, og hafa þeir nú búizt fyrir annarsstaðar norður í landi. En ólíklegt er, að mikið værði tfm varnir hjá þeim úr þessu, þótt enn hafi þeir lið allmikið. Þá er fréttin um, að Roberts hefði haldið inn- reið sína 1 Pretóríu barst heim til Englands, varð fögnuður mikill um allt landið, og stórkostleg hátíðahöld, því að Bretar telja nú Búa að mestu á kné komna* Sama daginn sem Johannesburg gafst upp réðust Búar á enska riddarasveit við Lindley í Óraníurlki, og þröngdu svo að henni, að hún varð öll að leggja niður vopnin, og var tekin höndum. Voru það um 460 manns. Þá er Ro- berts vissi um, að sveit þessi var nauðuglega stödd, skipaði hann Methuen lávarði að hraða sér, sem hann mætti til að bjarga henni. Brá hann þegar við og fór 44 enskar mílur á 25 J) Það er hreinn óþarfi fyrir hinn háttvirta greinarhöf. að furða sig á því, þótt „Isafold“ flytji „argasta bull“ ! b^nkamálinu. Það er nfl. aðalregl- an hjá henni í flestum rnálum og þar á meðal ( þessu, þv! að ritstjórn hennar (aðalritstjórinn ekki undanskilinn) hefur nægilega sýnt og sannað, að hún hefur engu betri þekkingu eða skilning á málinu en „Mercator", nema síður sé og getur þó naumast bágbornara verið. Það þarf því ekki að vænta neinna leiðréttinga á vitleysunum hjá „Mercator" úr þeirri átt. Ritstjórn ísaf. tekur allt bull jafngott og gilt, ef það bara er „átóra bankanum" danska til vegs, en landsbankanum til niðrunar. Hún hvorki veit né vill vita, hvort það, sem hún ber á borð fyr- ir lesendur sína í þessu máli er á nokkru viti byggt eða ekki. Gefi það villt einhverjum fáfræðing sjón- ir er það t. d. gott og blessað. Flestir, nema rit- stjórn ísafoldar og „Mercator" munu t. d. vita, að landsbankinn gefur ekki út seðla og á þá ekki. Þeir hafa þó vlst heyrt talað um seðlaútgáfurétt land- s/óðs, þennan rétt, sem þeir og aðrir stóra banka- dýrkendur vilja afhenda útlendingum til afnota heila öld. Ritstj. klukkustundnm, en kom ofseint, því að riddara- sveitin var þá tekin til fanga. Réðst Methuen á Búa, er voru þar fyrir um 2—3000 að tölu, og eptir 5 klukkustunda orustu, tókst honum að reka þá á flótta, en bandingjunum náði hann ekki. Segir Roberts, að það hafi verið leiðinlegt óhapp, að riddarasveit þessi varð að gefast upp fyrir Búum, en vonar, að ekki líði á löngu áður en hún verði leyst úr óvinahöndurrr:- En svo ðF að sjá af þessu, sem Búar hafi ekki algerlega rýmt Óraníurlki. Búast sumir við, að þeir Botha og Krúger ætli sér, að beita Roberts einhveijum brögðum, ef þeir fái því við komið, og að trautt muni þeir gefast Bretum á vald góðfúslega. — Þá er fáni Breta var dreginn upp í Johannes- burg og fáni Transvals dreginn niður 31. f. m. segja enskir fregnritar, að Búar hafi horft á þá athöfn allhryggir og sumir garnlir menn grátið, vissu að þá var verið að kveða upp dauðadóm frelsis þeirra og sjálfstæðis. Uppreisnin í Kína, er Þjóðólfur hefur áður skýrt frá, er nú orðin allvlðtæk og ískyggileg, og talið, að stórveldin muni ekki lengi geta set- ið hjá aðgerðalaus, þvl að uppreisnarmenn fremja hin verstu hryðjuverk á kristniboðendum og öðr- um útlendingum þar í landi, er þeir vilja reka af höndum sér. — UmAshanta-uppreisnina í Af- riku hafa ekki borizt neinar nýjar eða áreiðanleg- ar fréttir og ekki vissu rnenn til að hjálparliði Breta hefði tekizt að bjarga höfuðborginni Kum- assi úr höndum uppreisnarmanna. r Osannur fréttaburður. Ur Rangárvallasýslu er Þjóðólfi ritað 8. þ. m. „33. tölublað Isafoldar flytur fréttapistil héðan úr sýslu og þykir oss Rangvellingum að fregnrit- arinn fari ekki sem rétlast með frásagnir, þegar hann kemur að pólitísku fréttunum eðá fréttakafl- anum, þar sem hann segir, að hér séu flestir um meiri hluta sýslunnar eindregið valtyskir. Það mundi réttara frá sagt, að fregnritinn vildi óska, að flestir sýslubúar væru valtýskir, en þvl miður væru þeir það ekki. Nei, valtýskan ætla eg, að sé ekki hér í meira áliti en í fyrra á kjörfundin- um, og sýndum við Rangvellingar þá greinilega hvoru megin við vorum í því máli, enda getur enginn séð, að hin svokallaða valtýska hafi tekið miklum umbótum síðan. Þá þykir hér bros- legt heilsuleysisvottorðið, sem fregnritinn er að gefa alþm. vorum, Þórði, og sýnist þar ætla að rætast ummæli Þjóðólfs, að Valtýingar muni beita öllum meðulum til að koma sér að þingmennsku. Það hafa engar sögur af því farið, að Þórður hafi ekki getað gegnt öllum þeim störfum, sem hon- um bar á íyrirfarandi þingum vegna heilsuleysis, ekki hefur heldur frétzt, að hann leysi öðruvfsi en með mesta dugnaði ogsamvizkusemi af hendi þau margbreyttu störf, sem á honum hvíla heima í héraði, og hef eg engan annan en fregnritann í Isafold nefna annað, en að endurkjósa Þórð, ef hann gæfi kost á sér apturtil þingmennsku. Hér í sýslu mun verða, sem að undanförnu lagt allt kapp á, aðkjósatil þings samvizkusama og dreng- lundaða menn, og því mun fregnritinn ekki geta neitað með réttu, að þingmenn vorir séu og um- fram allt að velja bændur, því það er sannarlega sorglegt tákn í garð bænda, um apturlör og ó- sjálfstæðan hugsunarhátt, að fylla þingið með sýslumönnum og prestum, og þó roér detti ekki í hug, að álíta þá menn öðruvísi en merka prívat- menn allflesta, mun hin íslenzka þjóð þó finna sárt til þess, áðuren langtum líður í útgjaldalegu tilliti m. m., ef hún skipar alþingi svo að segja tómum sýslumönnum og prestum, eins og helzt eru horfur fyrir. Annars munum við hér í sýslu forðast öll stór rassaköst í pólitík, sem ekki sýnist gera annað en spilla fyrir samlyndi og samvinnu þjóðarinnar, sem allir hugsandi menn ættu þó að vínna að af alefli, að væri sem bezt“. Hún sver sig í ættina hin mikið snyrtilega(I) og mikið samvizkusamlega(!) ritaða alþýðumannsgrein með yfirskriptinni „Alþýða. smánuð" í „Isafold" 9. þ. m. — svo að vér byrjum í Isafoldarstíl, sem þekktur er orðinn. — Höfundur- inn, sem kallar sig „réttan og sléttan alþýðumann“(!) er reyndar auðþekktur á eyrunum, því að „illa þekki eg Finnstein þá“, ef málsnilldin og málrómurinn er. ekki „gamla mannsins" hérna við Austurvöll. Hann tekur andköf svo þung og_ekkaþrungin af gremju, að myrkfælinn maður gæti ímyndað sér, að aptur- ganga lengst neðan úr Djúpadalværi þarna að þylja Buslubæn. Það er hreinn og beinn grátstafur f kverkunum á persónu þessari yfir því, hversu þessi djöfull, Þjóðólfur, sé ósvlfinn og illvígur gagnvart þessu blessaða dyggðablóði „Isafold", sem ávalt berjist fyrir eflingu guðsríkis, sannleikans og réttlætis- ins hér á Islandi, það er með öðrum orðum, hafi hvorki blett né hrukku, en sé jafnvel heilög og lýta- laus, hvít sem ull. Einkum er höf. gramur yfir því, að „Isafold", þessi heilaga gæs, sem helguð er þeim stjórnarliðunum, Valtý og sveinum hans,skuliekki hafa skeytt betur skapi sínu á þessum fjanda Þjóðólfi, en hán hafi gert, og er svo að sjá, sem höf. vilji telja. fólki trú um, að hún hafi alltaf þagað(!!) við hverju, sem að henni var vikið. Þeir sem kunnugir eru þessari heilögu gæs, munu þó minnast þess að hafa séð dágóða viðleitni hjá henni til að gussa eitthvað gegn flestu, sem að henni hefur verið rétt í typtun- armeistara hennar, Þjóðólfi. En ísafoldarmaðurinn í skugganum viðurkennir reyndar með ummælum sínum, að þær varnir hafi allar ónýtar verið og mátt- lausar og skal sízt neitað, að svo hafi verið, enda hefur málstaðurinn illur verið. Og þó hefur þetta „dyggðamunstur" —„stjórnarmálgagnið"—haft „Þjóð- viljann" og „Bjarka" sinn við hvora hlið, urrandi og spangólandi gagnvart Þjóðólfi. Hefur „Þjóðviljinn“ einkum verið furðu Iiðugur að hitta einmitt sama tóninn, sem „Isafold" og þylja upp sömu orðin á eptir henni, og þau hvort eptir öðru, því að nú eru þau svo bráðskotin hvort í öðru, eins og þau væru nýtrúlofuð og þó hefur trúlofunin staðið nú á 3. ár„ Það er hin sameiginlega illska við Þjóðólf, er í semni tlð hefur tengt kærleiksböndin millum þeirra fastar og fastar, og þeir strengir munu sjálfsagt halda, að að minnsta kosti þangað til „ráðgjafinn á þingi" fer að úthluta verðlaununum til hinna tryggu þjóna sinna, er stutt hafa hann til valdanna. Það gæti verið, að þá hlypi snurða á þráðinn, er farið væri að gera upp reikningana, og einhver þættist ekki nógu mik- ið úr býtum bera eptir verðleikum. Þá gæti svo farið, að „Þjóðviljinn“ og „ísafold" færu að slást aptur, eins og fyrrum. Að því er snertir ilimælinog fúlyrðin I Þjóðólfs garð I þessari fyrnefndu ísafoldargrein, þá dettur oss ekki I hug, að rekja sundur þann lygavefgagn- vart skúmaskotsskrifara, en leyfufn oss blátt áfram að lýsa þennan „rétta og slétta alþýðumann", er þykist vera höfundur greinarinnár, réttan og sléttan lygara að brigzlum þeim og níði, er hann hefirr hrúgað þar saman, og skorum á hann að sækja oss til sekta fyrir þau ummæli, ef hann þorir að skríða fram úr skugganum og sýna hver hann er, því að ætla má, að honum liggi ekki hálm- visk þar er hjartað skyldi. Mun þá sjást, hversu „réttur og sléttur alþýðumaður" þessi náungi er, og hvert umboð hann hefur til að koma fram fyrir hönd íslenzkrar alþýðu með lognar sakargiptir og at- vinnurógburð gagnvart mönnum, sem hafa aðraskoð- un I stjórnmálum, en hann og ekki eru óðir orðnir a einhverju pólitisku nöðrubiti. En kveinki þessi „rétti og slétti" sér við að nafngreina sig, þá mun flestum ljóst, hvar faðernisins sé að leita, eins og minnst var á í upphafi þessarar greinar. Og mega þá ritstj. sljórnarmálgagnsins eiga sjálfir allan heið- urinn af því, að sjóða saman undir dularnafni við- bjóðslegt skjall urn sjálfa sig(l!) og níð um fjand- menn sína og er hætt við, að þeir græði harla lítið á slíkum ritgerðum í almenningsálitinu, þótt þeir hafi hugsað sér heldur en ekki til hreyfings með svona löguðum alþýðumanns(I) vitnisburði. En margt fer öðruvísi en ætlað er, og það eru ekki all-

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.