Þjóðólfur - 15.06.1900, Síða 3

Þjóðólfur - 15.06.1900, Síða 3
III ar ferðir til fjár. Þá er þeir næst lána stimpil frá alþýðumanni til að innsigla einhvern óhróðurinn, verða þeir að varast, að það sjáist á eyru þeirra út undan dularfeldinum. Og þótt þeir þykist fara varhluta í viðskiptum sínum við Þjóðólf, og finnist þeir eiga erfitt með að reisa rönd við honum, þótt tveir séu, þá er sæmilegra fyrir þá, að koma sjálfir til dyranna, eins og þeir eru klæddir, heldur en taka á sig í heimildarleysi gerfi þess flokks í land- inu — alþýðumanna, — er þeir ímynda sér, að bezt muni trúað til að fara ekki með lygaþvætting og öfgar. Slíkt atferli er að minnsta kosti dálítið lubba- legur atvinnurógur. Kannske „Isafold" vilji koma 1 það, að láta ganga til atkvæða um það, meðal íslenzkrar alþýðu, hvort sé betur þokkað blað, hún eða Þjóðólfur, hvort sé talið sjálfstæðara, óháðara eða vandara að virðingu sinni, og hvort hafi betra traust, hetri tiltrú almennings. Þjóðólfur er ekki svo sér- lega smeikur við það, hvernig sú atkvæðagreiðsla mundi falla. Húnavatnssýslu (Miðfirði) 5. júní. Héðan er fátt að frétta nema veikindi. Inflú- •enzan hefur farið hér sem logi yfir akur, en er nú að mestu komin hjá, þótt margir séu lasnir. Tals- vert hefur dáið af fólki hér, helzt gamalmenni. Tíð- arfar hefur verið fremur kalt það sem af er vorinu, gróður því lítill. Fénaðarhöld almennt fremur góð, enda var veturinn að heita mátti I bezta Iagi. Tölu- verður Amerikuhugur er í fólki hér um slóðir, þótt þeir séu ekki mjög margir, sem fara í vor, sem kemur til af því, að el»ki er hægt að selja. Þessi útstraumur er auðsjáanlega skaðlegur fyrir landið, því margt af fólki, sem fer, er ungt og vel vinnandi, þar að auk eru margir, sem ekki komast, óánægðir hér, leggja allt annað til hliðar, þeir byggja allar framtíðarvonir sínar á fyrirheitna landinu. Að vísu ■eru þeir ef til vill ekki mjög margir, sem þannig /diugsa, en þó eflaust allt of margir. Ekki er vel hugsandi, að þetta lagist stórum, þótt ísland fengi sérstakan ráðgjafa með öllum þeim ímynduðu hlunn- indum, er Valtýingar útmála, eða þótt stóri bankinn kæmist á laggirnar. Eitt er að vísu víst, og það er, að hann gæti ef hann kæmist á, hjálpað rnönn- um til að komast af landi burt, hjálpað einstöku mönnum til að kaupa af þeim, sem fara vilja, skepn- ur með lágu verði og leigja þær síðan fátæklingum fyrir ærna peninga, sem í fáum tilfellum hjálpar mönnum stórum til að lifa. Það sýnist annars ríkj- andi sú liugsun, að með eintómum lánum geti menn hafið sig upp, enda þótt reynslan sýni og sanni hið gagnstæða; þeir eru nú víst teljandi, sem svo heppn- ir hafa verið. Sýslumaður okkar er nýlega búinn að þinga, og uýstárlegt má telja það, að hann sektaði nokkra roenn, sem ekki böðuðu fé sitt í haust, eins og amt- tnaður fyrirskipaði, heldur báru í það duglega, tóbaks- sósu upp á gamla móðinn, og héldu fé sínu fyrir Það kláðalausu. Böðin hafa reynzt mjög illa, kláði verið eptir sem áður, og einnig í vetur, þótt nokkru sé minni en áður, enda hjá þeim, sem böðuðu tvis- var með stuttu millibili. Fáir höfðu umsjónarmenn hér í haust, þótt amtmaður skipaði það. Bændur Þykjast hafa reynslu fj'rir sér í því, að kláðanum verði ekki útrýmt, fremur fyrir þá en án þeirra. Þeim er víst fáum vel við kláðann, það er mér óhætt að segja, og gera sitt ítrasta til að vera lausir við hann. Það virðist líka að amtmaðurinn hafi látið sér vel hka, að hreppstjórarnir smöluðu skýrslum frá bænd- ’htn um, að þeir hefðu baðað, og eptir þessai munn- tttælaskýrslu væri svo samin skýrsla eptir beztu sann- færingu. Þetta álíta yfirvöld vor gott og blessað ePtir útliti að dæma. En öðrum sýnist þetta, að fylgja lögunum á pappírnum, sem auðvitað hefur nu út af fyrir sig mjög litla þýðingu upp á útrým- in8u kláðans. Nú kvað vera byrjað að leggja nýjan veg út ttieð Hrútafirði að austan, en margan furðar á, að e^ki skyldi heldur vera byrjað á vegagerðinni yfir fútafjarðarháls; þar er þó áreiðanlega brýnni þörf uýrri vegagerð; svo myndi það hafa reynzt, ef rælti- eku hefði verið aðgætt. Árnessýslu 5. júní. Prestafrumvarpið er nú á dagskrá hér í sýslu og beita prestar sér rnjög fyrir því, og telja hina mestu réttarbót, að þeir komist á landsjóðinn. Hin- ir fátækari segja þeir að losni við öll þau ranglátu gjöld, sem á þeim hafi hvílt, svo sem dagsverk, tí- undir, heytoll o. fl., en þurfi ekkert gjald að bera í staðinn. Þetta er nú fallegt og aðgengilegt, enda er almenningur mjög blindaður af þessum loforðum og þiggja réttarbótina svona. í stöku prestaköllum vilja sóknarmenn þó hafa gamla gjaldmátann, telja það fyrirkomulag betra fyrir samvinnu milli presta og safnaða, enda verður varla annað sagt en svo sé, að minnsta kosti til sveita; þar mun prestum borgað refjalítið, — Þegar þess er gætt, að þingið í fyrra samdi lög um tekjur presta, skýrði óljós á- kvæði, og bætti að öðru tekjur þeirra, þá er manni hreint óskiljanlegt, hvað þeim flutningsmönnum gat gengið til að koma með þessa ómynd inn á þjóð- ina strax á eptir og berja hana svo áfram með þessu líka smáræðis kappi, sem sumstaðar er nú beitt. Drukknun, Aðfaranóttina 8. þ. m. vildi það hraparlega slys til, að 4 menn druknuðu hér vestur á Sviði af fiskiskútunni »Guðrúnu« (eign H. Helgasonar kaupm.), ætluðu þeir að heimsækja íslenzkan mann, er var háseti á enskum botnverpli, og voru þeir á lítilli kænu og hvolfdi henni við skipshliðina, með því að skipið var á ferð og dá- lítið öldusog frá skritfunm, og muh kænan hafa sveiflazt inn í það eða orðið fyrir botnvörpustrengj- unum, en blæjalogn var. Varð einum manninum bjargað, en þeir sem drukknuðu voru: skipstjór- inn Guðtrundur Sigurðsson, nýkvæntur maður, búsettur hér í bænum, Gestur bróðir hans til heimilis suður í Garði, Ólafur Ebenezersson frá Eyrarbakka og Sigurður Sigttrðsson frá Bitru í Flóa. Sfæddust lík þeirra tveggja upp í botn- vörpu enska skipsins, er kom með þau hingað morguninn eptir, en lík bræðranna eru ekki enn fundin. — Slys þetta, er vildi til í bezta veðri og blíðasta ætti að kenna mönnum að viðhafa varúð mikla, er þeir leggja smákænum að stór- skipum, einkum séu þau á ferð, því að það get- ur verið mjög hættulegt. Prestskosning er um garð gengin á Mælifelli í Skagafirði og hlaut kosningu séra S i g- fús Jónssoní Hvammi í Laxárdal með 24 atkv. Hinn, sem í kjöri var, séra Einar Pálsson á Hálsi, fékk 6 atkv. Dómur. I fyrra dag var kveðinn upp dómur fyrir aukarétti Reykjavíkur í sakamáli því, er höfðað var gegn Einari Finnssyni vegagerða- stjóra fyrir skjalafölsun og sviksamlegan f járdrátt, er minnst var á í Þjóðólfi í vetur, og var Einar dæmdur í 14 daga einfalt fangelsi og til að greiða allan mdlskostnað. — Dómi þessum verður af hálfu réttvísinnar skotið til landsyfirréttarins. Infiúenzasóttinni má nú heita af létt hér í bænum, og hefur enginn sýkzt svo menn viti undanfarna 3—4 daga. En margir eru enn lasnir, og ekki búnir að ná sér eptir veikina. Skarlatssóttin hefur enn gertvart við sig hér í bæntim, að því er fullyrt er. Hefur unglingspiltur einn sýkzt og verið fluttur í ein- angrunarhús það (Framfarafélagshúsið), er leigt hefur verið í sumar til slíkra afnota. Hvar pilt- ur þessi hafi fengið veikina þykist héraðslæknir- inn ekki geta sagt, og lítur út fyrir, að það verði fólki jafnhulinnleyndardómur, eins og hvernig hún barst í fyrstu að Lónakoti. Að hjúkrunarkonan, sem stundar stúlkuna, er lagðist í veikinni 5. f. m. hafi flutt hana út 1 bæinn, er sagt átyllulaust, því að hjúkrunarkonan hafi ekki haft neinar samgöngur við aðra bæjarbúa, eins og fullyrt var þó af mörgum, að hún hefði haft.—Það er sjálfsagt óþarft að brýna læknana hér til að gæta skyldu sinnar í þvl að sporna gegn útbreiðslu sýkinnar, því að þeir' munu gera það. En til þess þarf þó meira en fögur orð og fögur loforð. Mannalát. Á Vesturlandi hafa látizt nýlega úr inflúenzu eða afleiðingum hennar: Jóhann Eyjólfsson, fyr bóndi í Flatey, gamall maður, sonur Eyjólfs dannebrogsmanns í Svefneyj- um og bróðir Hafliða, er þar bjó lengi. Sonurjó- hanns var Eyjólfur kaupm. I Flatey, er lézt í vor mánuði á undan föður sínum. Guðrún Sœmundsdóttir skipasmiðs Sigurðssonar, stúdents í Geitareyjum Sigurðssonar, ekkja Halldórs Sæmundssonar snikkara á Búðum (-j- 1864) en móð- ir Sæmundar kaupmanns í Stykkishólmi. Hildur Vigfúsdóttir bónda í Brokey Sigurðs- sonar stúdents í Geitareyjum, ekkja Jóns bónda Bergssonar Hjaltalíns í Brokey (-j- 1887) og móðir Vigfúsar, sem nú býr í Brokey, Nyrðra hafa Iátizt: Jón Jónsson bóndi á Mel- um í Hrútafirði, faðir Jóns prófasts á Stafafelli og þeirra systkina, á 76. aldursári og Jón Þorkelsson bóndi á Svaðastöðum í Skagafirði, einhver auðug- asti bóndi á Norðurlandi og mörgum kunnur að nafni. Hann var allmjög lmiginn að aldri. Hinn 14. f. m. andaðist að Fjalli á Skeiðum bóndinn Ofeigur Ofeigsson á 70. aldursári, fæddur þar í Fjalli 16. des. 1830. Faðir hans var Ofeigur bóndi í Fjalli, búhöldur mikill og auðugur (-j- 1858) Vigfússon bónda sarna staðar Ofeigssonar, er þar bjó einnig Sigmundssonar frá Ofeigsstöðum hjá Steinsholti Helgasonar. Bræður Ofeigs Sigmunds- sonar voru Helgi bóndi í Vola (J- 1785) og Jón í Vorsabæ á Skeiðum, föðurfaðir Guðmundar Eiríks- sonar, er lengi bjó rausnarbúi í Haukadal, en and- aðist í Miðdal í Mosfellssveit. Kona Ófeigs Sig- mundssonar var Jódís Þorsteinsdóttir frá Geldingaholti Bergþórssonar og Gunnhildar Guðmundsdóttur, syst- ir Jóns bónda á Ásólfsstöðum, en kona Vigfúsar Ó- feigssonar var Ingveldur Helgadóttir frá Andrésfjós- um Þórðarsonar á Álfsstcðum Jónssonar, systir Gísla á Álfsstöðum afa Brynjólfs Einarssonar, sem nú býr á Sóleyjarbakka. Áttu þau Vigfús og Ingveld- ur fjölda barna, sem mikil ætt er frá komin. En • fyrri kona Ófeigs Vigfússonar ríka og móðir Ófeigs yngra var Ingun Eiríksdóttir frá Bolholti Jónssonar systir Guðlaugar f. k. Eiríks sýslumanns Sverrisson- ar og móðursystir Kristínar s. k. hans. — Ófeigur heit. Ófeigsson var kvæntur Vilborgu Eyjólfsdóttur hreppstj. í Auðsholti Guðmundssonar og áttu þau 9 börn; eru 8 þeirra á lífi: Guðmundur bóndi í Fjalli, Ólafur verzlunarstj. í Keflavík, Ófeigur þar einnig, Eyjólfur verzlunarm. í Rvík, Helga kona Arna Zak- aríassonar vegagerðastjóra í Reykjavík, Sigríður, gipt Guðmundi Þorkelssyni í Fjalli, Ingunn, gipt Guðna bónda á Hlemmiskeiði og Ingibjörg ógipt. — Ó- feigur heit. var mjög merkur maður ( sinni stétt, ráðsvinnur, stilltur og vel metinn. SUNDMAGAR vel verkaðir verða keyptir fyrir þeninga við verzl. „EDINBORG" í Keflavík, Stokkseyri og Reykjavík. ÁSGEIR SIGURÐSSON. 4 5 « Ekta anilinlitir fást hyergi eins góðir og ódýrir eins qg í verzlun STURLU JÓNSSONAR Aðalstræti Nr. 14. 1 = > C 'E cí rö s 1 ui ■UIIIUB r>PI3 Munið eptir að bezt er gefið fyrir sundmaga hjá Th. Thorsteinsson.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.