Þjóðólfur - 21.09.1900, Qupperneq 2
«74
Heimastjórnarstefna Þjóðólfs.
Vinirnir Björn Jónsson og Skúli Thoroddsen
hafa með sameinuðum kröptum reynt að gera
stefnu Þjóðólfs 1 stjórnarskrármálinu tortryggilega
og borið oss á brýn, að vér höfum ekki haldið
réttu horfi í þvl máli (sbr. Isafold 15. sept. og
Þjóðviljann í sumar).
Fyrsta ámæli Þjóðviljans um það, að Þjóð-
ólfur hafi nokkurn tíma hallast að »miðluninni«
hefur verið rækilega hrakið áður í þessu blaði
haustið 1897 og vita aliir, sem fylgzt hafa með í
gangi stjórnarskrármálsins, að Þjóðviljinn hlýtur
þar að fara með vísvitandi ósannindi. Vér
höfum stöðugt fylgt hinu endurskoðaða stjórnar-
skrárfumvarpi, sem kennt er við Benedikt Sveins-
son, bæði 1893 og 1894 og 1895, þáerhinnafn-
kennda tillöguleið var tekin á þinginu. Að Þjóð-
ólfur aðhylltist ríkisráðsfleyginn 1897 var í fuliri
samkvæmni við samantekin ráð allraheimastjórn-
armanna, þar á meðal B. Sv. sjálfs, sem setti
fleyginn inn aðeins af nauðsyn til þess að
sprengja sundur hina háskalegu brugggerð
Valtýsliða. Þar sem hinir virðulegu vinir vilja
finna Þjóðólfi þetta til foráttu í augum annara
en Valtýinga sjálfra, þá fara þeir og vísvitandi
með rangt mál.
Að Þjóðólfur hafi nokkru sinni aðhyllzt stefnu
Arnljóts og Boga eða veitt slíku nokkurn minnsta
stuðning er einnig átyllulaus getsök, um aukning
landshöfðingjavaldsins og vísum vér í þessu efni
hiklaust í allar þær opinberar umræður um þetta
málefni, sem fram eru komnar í Þjóðólfi.
Það er ekki til neins fyrir Isafold, sem hef-
ur gerzt fylgjandi öllum stjórnmálavitleysum og
hringli, er fram hefur komið slðan endurskoðun-
arbaráttan hófst, að reyna að telja réttsýnum
mönnum trú um, að Þjóðólfur hafi verið stefnu-
laus í stjórnarskrármálinu. Það er ekki vort að
bera um, hvers virði fylgi vort hefur verið fyrir
heimastjórnarflokkinn. Það verða lesendur vorir
og almenningur að meta. En hitt stendur fast
sem óhrekjandi sannleikur, að vér höfurn viljað
styðja og efla málstað þess flokks, sem
heimtar innlenda íslenzka stjórn og hefur
Þjóðólfur þar sannarlega ekki legið á liði slnu.
En það sýnir eitt meðal annars, hve ófeimin
Isaf. er, að hún skuli dirfast að brigzla öðrum
blöðum um stefnuleysi í stjórnarmálinu, hún sem
hefur í því máli staðið til athlægis og fyrirlitn-
ingar framan í öllum flokkum með óbotnandi
hringl og vitleysur, einn úr og annan í, heilum
áratugum saman, og eptir að vinátta tengdist með
þeim Skúla og Birni og eptir að Skúli hafði feng-
ið sínar fimm þúsundir, má segja, að pólitiskur
ferill Sk. Th. sé svo öllum almenningi vitanlegur,
að illa skarti á honum að bera einmitt þeim
brigzl um stefnubreytingar, sem hann hefur brugð-
izt sjálfur, þegar mest lá á.
Er Sigurður Sigurðsson
kjörgengur?
Þjóðólfur hefur ekki viljað vinna á móti kosn-
ingu hr. S. Sigurðssonar búfræðings og hefur að
eins flutt orð í þá átt, að hann mundi ef til vill
reynast hvikull og lítt stefnufastur maður í lands-
málum, og er sá grunur réttlættur að því er stjórn-
málið snertir við samanburð á íramkomu þessa
manns á Þingvallafundi einum og öðrum mál-
fundi síðar í Árnessýslu, enda líkar nú ísafold
mæta vel við Sigurð.
En það er annað atriði viðkomandi fram-
boði hr. Sigurðar til þingkosningar, sem Þjóðólf-
ur álítur sér skylt að hreyfa. Það er sú efasemd,
hvort nokkuð dugi að hyggja á hann sem þing-
mannsefni vegna þeirra skilyrða, sem lögin setja
fyrir kjörgengi. Samkvæmt 17. og 18 gr. stjórn-
arskrárinnar krefst meðal annars, að hlutaðeig-
andi hafi kosningarrétt, þá er hann býður sig fram,
en Sigurður gat ekki tekizt upp á kjör-
skrá í Reykjavík fyrir þá sök, að hann full-
nægði ekki neinu af ákvæðunum í 17. grein stj,-
skr. Hann var ekki bóndi og ekki kaupstaðar-
borgari, ekki þurrabúðarmaður né neitt annað,
sem þar er upptalið. Hann bjó ekki þeim heim-
ilishag hér, að hann gæti álitizt annað en lausa-
maður að lögum, en þótt Sigurður nú kynni að
hafa keypt sér borgarabréf eða á annan hátt
reynt að bæta úr þessu fyrir sjálfan kjördaginn,
þá er sá grundvöllur of ótryggur fyrir kjósendur
að byggja á. Menn vilja ekki láta ónýta kosn-
ing sína og baka sér kostnað við endurtekið kjör
til alþingis, eða verða þingmannslausir ella og
missa fylgi með nauðsynlegum velferðarmálum
héraðsins á þingi. En það er víst, að 5. grein
kosningalaganna heimtar, að maður, þá er
kosningin fer fram í hans eigin kjör-
d æ m i, hafi fullnægt skilyrðunum fyrir heimilis-
festu þar, ekki sem lausamaður, heldur 1 einni af
hinum áður upptöldu lífsstöðum og samkvæmt
6. gr. sömu laga er það skýrt tekið fram, að eng-
inn annar getur verið kjörgengur, heldur en sá,
sem hafði kosningarrétt eptir 5. gr. ákosn-
ingardegi í sínu kjördæmi. Þannig segja orð lag-
anna og eptir hlutarins eðli er það heimtandi, að
kjörskrárnar séu lagðar til grundvallar ekki síður
við kjörgengi en kosningarrétt, sem reiknast lægri
réttur en hinn og er ekki bundinn eins ströngum
skilyrðum.
Að lögum mun hr. Sigurður Sig-
urðsson ekki vera kjörgengur til al-
þingis í þetta sinn.
ísafold 00 Vídalín.
Blaðið »ísafold« er nú orðið þekkt að því
um endilangt Isiand að lítilsvirða sannleikann og
þræta fyrir það, sem allir sjá og vita að er rétt,
ef það álítur hagsmuni sfna heimta það, enda
þótt um eiðfest vottorð sé að ræða. Þannig hag-
ar Isafold sér, þegar hún vill gera málstað heima-
stjórnarmannanna tortryggilegan með því að vísa
til þess eins, að Vídalín er einn meðal annara
andstæðingur hinnar svo kölluðu valtýsku, þó
hver réttlátur maður hljóti að sjá, að innlimun-
arpólitik Valtýs og Isafoldar er ekki hótinubetri
fyrir það, að doktórnum mistókst tilraun sú, er
hann gerði til að veiða Vídalín til fylgis við sig
í Höfn. Á sama hátt hagar Isafold sér einnig,
þegar hún þvert ofan í meðvitund alls blaðales-
andi almennings á íslandi brígzlar Þjóðólfi um
hlutdrægt meðhald með umboðsmönnum kaup-
félaganna og vill þannig rægja af ritstjóra þessa
blaðs tiltrú kjósenda í Árnessýsiu. Ogsvo kórónar
hún aðferð sfna í þessu efni með því sjálf að
halda fram pöntunarstjóra Vídalíns, séra
Magnúsi Helgasyni, sem þingmannsefni. Mikið
hyggur Isafold sér leyfist að bjóða íslending-
um og lítils virðir hún sannleiksást þeirra, ef hún
ætlar þennan róg koma sér að haldi við kosning-
arnar í Árnessýslu.
Kosningaáhrif ísafoldar.
Við höfum séð það hérna í Reykjavík, hve
gott það er fyrir menn eða málefni að tá Isafold
í lið með sér. Nú síðast við kósninguna hér í
bænum var kveðinn upp einróma almennings-
dómur yfir hinum síðustu leifum af pólitisku á-
liti ísafoldar. Allir þeir, sem af embættismanna
lýðnum og þeirra sinnum voru hvattir til að
fylgja valtýska þingmannsefninu Jóni Jenssyni,
voru sammála um það, að enginn hafi verið
jafngóður meðmælandi Tryggva Gunnarssonar
sem ritstjórn Isafoldar, sem kom þar til dyr-
anna eins og hún var klædd með sinni venju-
legu ófyrirleitni og lítilsvirðingu á öllum réttum
rökum. Alla fylgismenn Jóns Jenssonar væmdi við
að sjá, hvað mjög ísaf. mishagaði sér eptir kosn-
inguna með því að hafa mannjöfnuð á mörgum
hundruðum kjósenda í Reykjavík og setja flokk
Jóns allan nafngreindan í gapastokk blaðsins.
Vafalaust mun ísafold ætla sér þá dul að
ógna Árnesingum, sem hún hefur gert sér sérstakt
far um að leiðbeina, til að kjósa eptir hennar
nótum, og það má búast við, að blindnin sé svo
rík hjá ritstjórninni, að hún hafi ekki skilið rétt
dóm Reykvíkinga og hvers fyrirboði sá dómur
er um áhrif blaðsins út um land. Enaðrirhugs-
andi menn munu ekki óttast, að kjósendur Ár-
nessýslu fremur enn annars staðar láti at sann-
færing sinni þó stjórnarmálgagnið bíði eptir úr-
slitum kosninganna með fullan sarp af óvirðing-
arorðum um vitsmuni þess almennings hér á
landi, sem dirfist að greiða atkvæði sitt gegrv
»recepti« hennar.
Samkvæmni og sannleiksást
Isafoldar.
í síðasta tölubl. ísafoldar er löng grein um
kosningasvik, sem sýnir að hún hefur haft »smala<c
og bundið fyrirfram atkvæði manna. En í mörg-
um blöðum áður höfðu ritstjórarnir úthúðað
mótstöðuflokk sínum fyrir að gera sama verk,
sem hún gerði. »Sinn brest láir hver mest«.
I sama tölubl. lætur blaðið trésmið B. J.
vera á fundi suður 1 Hafnarfirði, en þann dag
allan var hann í Rvík að virða hús. ísafold er
ekki hörundsár þó menn geti daglega leitt votta
að ósannsögli hennar.
Móti betri vitund sagði blaðið, að banka-
stjóri Tr. G. hefði engan þátt átt í þvl að reyna
að fá fjárkaupamenn erlendis til að kaupa sauði
hér á landi í haust. En þegar herra Sigfús Ey-
mundsson gefur það vottorð hér í blaðinu, að T.
G. hafi beðið sig að útvega fjárkaupamenn og
lofað að borga kostnaðinn, þá svara ritstj., að
frásögnin hafi verið rétt, tilraun Tr. G. hafi ver-
ið sama sem ekkert af því að enginn árangur
varð. Ef heyi er dreift í þurki, svo að það þorni,
þá hefur því verið dreift, en sé heyinu dreift
og komi skúr í flekkinn, þá hefur því ekki ver-
ið dreift. Svona ályktar ísafold.
Ritstjórarnir hafa langa stund fullyrt, að það
væri skaðræði fyrir landið að bankastjóri sæti á
þingi vegna skoðana hans á ritsíma- og stóra
bankamálinu og hafa þeir af alúð barizt gegn því, að
hann næði sæti á þingi. Þar á mótihafa þeir safn-
að miklu liði til að koma yfirdómara Jóni Jens-
syni á þing, þó að hann hafi á tveim fundum
sagt í viðurvist fleiri hundruð manna, að í þeim
tveim málum væri hann alveg samdóma banka-
stjóranum. Þessi samkvæmni ísaf. er hetini lík
og sýnir, að það eru menn en ekki málefni,
sem hún berst fyrir, að það er hennar gagn, en
ekki landsins, sem hún hugsar um.
Bréf úr Árnessýslu 17. sept. 1900.
Nú er loksins vaknaður fjörugur kosninga-
áhugi hér í sýslunni, syo að líklega hefur sá á-
hugi aldrei verið heitari. Um úrslitin vil eg engu
spá. Flokkarnir munu talsvert harðsnúnir báðir;,
valtýski flokkttrinn hefir sótt sitt mál fast síðan
í vetur, með suma prestana með frændum sínum
í fararbroddi ásamt »ísafoldar« Birni. Er mikið
llklegt, að sá hópur beri lægra hlut, sem Björn
hefur lagt sína blessun yfir eða svo hafa með-
mæli hans gefizt í Rvík., Borgarfirði og Isafirði.
Er því vonandi að við Árnesingar launum Birni
illmæli hans um okkur á sama hátt og önnur
kjördæmi með því að fella Valtýinga hans.
Það sýnist og ekki eiga að vera neitt þrekvirki,
þar sem hér er ekki um það að ræða að hafna
neinum æfðum þingmanni með því að menn