Þjóðólfur - 02.11.1900, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 02.11.1900, Blaðsíða 2
J)VÍ tvennu saman, sem er harla óskylt: að koma málum íram á þingi, og fá samþykki stjórnar- innar á þeim. Það er sitthvað. B. Sv. var manna snjallastur að hafa mál sín fram á þ i n g i, en en þeim var opt svo háttað, að stjórnin féllst ekki á þau. En þann mun skilur sjálfsagt E. H. ekki. Ekki ætla eg að fara að þrátta við ritdóm- arann um það, hvort B. Sv. mundi hafa orðið með hlutafélagsbankanum í þeirri mynd, er hann fékk á síðasta þingi, því að eg þykist hafa meiri vissu fyrir ætlun minni um það, en E. H. getur haft. Eg þekkti B. Sv. betur en E. H. gerði, og vissi hvernig skoðun hans í bankamálinu var hátt- að. Hitt atriðið, sem E. H. er að fetta fingur út í er framkoma B. Sv. í fjárkláðamálinu á þingi 1875, eins og eg hef lýst henni. Minn skilning- ur á brottgöngu B. Sv. úr fundarsalnum þá er réttur, en gallinn á Einars skilningi er sá, að það er ekkert vit í honum, að hann er óskiljanlegur. Hann segir t. d. (ísafold 27. f. m.). »Því að B. Sv. [sjálfsagt blaðamannaréttritun að hafa punkt á undan »því að«] hefði aldrei getað til hugar komið að koma inn virðingu hjá þinginu fyrir sjálfu sér, koma því í skilning um, að það sé »rétthærra« en það hafi meðvitund um, með því að afstýra því með valdi, að það gæti gert þær ráðstafanir, er það vildi gera«. Hvað segja menn um aðra eins málsgrein og þessa? Er hún ekki »ekta« sýnishorn af Isafoldarstýl: »ólógiskri« þvælu og hugsunarglundroða? Það er sannarlega mjög »raunalegt« sýnishorn af raunalega óheppilegri hugsunarflækju hjá einhverjum hinum allra srauna- legasta« rithöfundi, er íslenzkan ritvöll teður nú á tímum. Og það væri sannarlega raunalegt, ef enginn yrði til þess að lýsa síðarmeir, hversu ó- endanlega raunalegur æfiferill þessa raunaskálds hefur verið, og hvílík hörmuleg 'nugraun og sár- grætilegt sálarpúl það hafi verið fyrir íslenzku þjóðina að verða að lesa viku eptir viku, ár ept- ir ár hinar »aestetisku« og pólitisku raunarollur þessa manns. Hvað mig sjálfan snertir persónulega læt eg mig engu skipta, hvað »sá raunalegi« segir um sefisögu B. Sv., eða önnur verk, sem eg leysi af hendi. Eg met dóma flestra annara manna meira en hans í þeim efnum. En eg hef ritað þetta, bæði til að sýna, að Andvaranefndin hefur að ófyrir- synju komið ókurteislegá fram sem pólitisk kllka gagnvart minningu B. Sv., og að ritdómari hennar E. H. hefur gert sig sekan í ranghermi og farið mjög niðrandi orðum um lífsstarf B. Sv., það starf, sem þeir Valtýingarnir þykjast þó í öðru veifinu ætla að leiða til viðunanlegra úrslita, og viðurkenna gott í orði kveðnu, en vilja auðvitað undir niðri brjóta á bak aptur. Annars færi mál- pípa þeirra ekki svona að ráði sínu gagnvart minningu þessa sæmdarmanns og ættjarðarvinar B. Sv. Það situr og allra manna sízt á E. H., sem vantar öll skilyrði til að skilja rétt þýðingu B. Sv. fyrir þjóð vora, og ekki var verður að leysá skóþvengi hans. En til að vera skósveinn Val- týs og hans nótaerhann alveg mátulega »lágur«. H. Þ. Barnamenntunarmálið. Eptir séra Jóhannes L. L. Jóhannsson. III. (Síðasti kafli). Þetta er þá fyrri liður uppástungu minnar, en hinn, síðari liðurinn, lýtur að því að afla skólum þessum fastra tekna til að styðjast við. Raunar veit eg, að þær tekjur verða varla nógar til að launa kennurum Og þjónustukonum barn- anna, sem óumflýjanlegt er að hafa fastráðnar allan vetrartímann. Og svo eru nú ýms fleiri árleg útgjöld, svo sem eldiviður og Ijósmatur með meiru, en eg býst við, að skólarnir fái einhvern styrk úr landssjóði á ári hverju og svo árlegt tillag úr hlutaðeigandi sveitasjóðum, en upp í það ætti aptur að koma skólagjald frá þeim sem sem börnin eiga. Það er sanngjarnt, að þeir sem geta, borgi eitthvert kennslukaup fyrir börn sín, en hátt má það þó eigi vera. Þær tekjur, sem eg vil, að barnaskólunum séu lagðar er hin svo kallaða fátækratfund, sem nú rennur í hreppssjóð. Eg vil að alþingi með lögum taki hana frá sveita- sjóðunum og leggi hana til skólanna og kalli hana upp frá því skólatíund. Eptir því sefn eg þekki til fjárhags sveitasjóðanna, þá munar þá furðulítið um hana og mér getur eigi annað fundizt en þessi tíund til hreppsins mætti alveg missast, því það er eigi annar vandinn en að hafa aukaútsvörin dálítið hærri í staðinn. En þótt lítið muni um hana í hverjum hreppi fyrir sig, þá munar samt mikið um hana, ef henni er slengt saman úr 4—6 hreppum, sem eg hugsa mér að ætti að mynda skólahérað. Innheimtu- menn þessarar skólatíundar ættu hreppstjórarnir að vera hver f sínum hreppi og afhenda hana féhirði skólastjórnarinnar eða skólanefndarinnar, sem sveitanefndirnar í samlögum við prestana á skólasvæðinu ættu að útnefna menn í. Með þessu fyrirkomulagi er skólunum útveguð föst tekjugrein þeim til viðhalds og þannig settur und- ir þá fastur grundvöllur. Aptur sé eg enga þörf á því, að skólinn eigi jörð þá sem hann stendur á, ef honum að eins er tryggður þar varanlegur staður, svo aldrei verði hægt fyrir jarðareigand- ann að skipa skólástjórninni að flytja hann í burtu af lóðinni, sem einu sinni hefir verið skól- anum mæld út. Auðvitað væri gott að skólinn einnig ætti jörð þá, er hann stendur á, en það er ekkert lífsskilyrði fyrir hann sem fasta stofn- un. Eg vona nú, að allir sjái að hér er um mikilsvert mál að ræða og vil biðja menn, sem eru áhugasamir um þetta mál, að taka til máls um það í blöðunum og segja álit sitt um þessa uppástungu mína, sem óneitanlega getur verið þýðingarmikil og vissulega er stór breyting frá því vandræðaástandi sem nú er. En einkum óska eg, að næstkomandi alþingi taki allt barna- menntunarmál vort til rækilegrar meðferðar. Kjaptakerlingin. Seint leiðist Isafold að átelja landsmenn fyr- ir heimsku og fúlmennsku. I síðasta tölubl. (66.) er löng klausa með lygasögur um kjörfundina í haust; auðvituð er Reykvíkingum ekki gleymt; þeirfá sinn skammt af heimskunni og ósómanum; hvenær skyldu ritstjórarnir verða búnir að tæma orðabelginn nm þá kosningu ? Einkennilegt er það við allar þessar Isafold- arsögur, að flestir af andstæðingum ritstjóranna, sem hafa náð þingkosningu, hafa fengið atkvæð- in fyrir heimsku kjósendanna, og samvizkuleysi og lygar »smalanna«. En engir þessir gallar eru netndir, þegar valtýskur þingmaður hefur náð kosningu, þá er allt í góðu lagi, þar eru engir »smalar», skynsemin og samvizkusemin er öll þeim megin. Þar greiða allir atkvæði eptir sann- færingu. Skyldi ísafold vera svo blind, að hún áliti lesendur sína svo einfalda, að þeir sjái þetta ekki ? Veit hún ekki, að hún er víða um landsvohötuð og lítilsvirt, að ekki er á það bætandi ? Skilur hún það ekki, að því meir, sem hún brígslar löndum sínum um heimsku og óráðvendni, því meir verður hún fyrirlitin af þeim, sem hún ó- verðugt áreitir. Og er hún orðin svo tilfinning- arlaus fyrir sóma sínum, að hún finni ekki það vera fyrir neðan virðingu sfna, að vera kjapta- kind og hlaupa með lygasögur, t. d. þá, semhún hefur eptir »manninum norðan yfir dalinn«, sem kaus Vídalínsliðann til þess að Vídalín yrði ekki ráðgjafi«, og fleiri sögur líkar þessu frá Horn- ströndum og Reykjavík. Það eru sorpblöð ein, en heiðvirð blöð eng- in, sem láta sér sæma að bera út um sveitir slef og lygasögur; einfeldni þeirra verður hlægileg, þegar þau trúa öllum þremlinum, sem í þau er borin. Eg þekki mann, sem laug upp sögu frá rótum um kosningarnar í Reykjavík í haust, og fékk svo annan mann til að bera söguna til ísa- foldar. Viti menn! I næsta blaði Isafoldar kem- ur sagan orðrétt; svona fara gárungarnir stund- um með kjaptakindurnar. — I áðurnefndu tölubl. flyturísafold ritdóm um bækur Þvfl. Þar kemur fram sama hlutdrægnin, sem allt af einkennirþað blað. Ritstjórarnir geta ekki minnst á bækurnar án þess að halda áfram sömu viðleitninni, sem þeir notuðu við kosning- arnar, sem sé: að reyna að koma óvináttu á milli mín og sjómanna, fyrirþað, að eg misunni þeim kaupsins, og vilji færa það niður. En hér í ferst henni sem annarsstaðar, að álíta aðra sér heimsk- ari; hún byggir á því, að sjómenn séu grunn- hyggnari en þeir eru; þeir munu lfta á, að eg hefi gert ekki minna fyrir útveg þeirra en ísa- fold, og sjá, að setning sú, sem á að vera mér til áfellis, er slitin úr sambandi, þar sem eg er að bera saman sjávarútvegoglandbúnað. ísafold er ekki svo framsýn, að hún sjái það, að reynsl- an mun innan fárra ára sanna sögu mína, þegar afli bregzt og fiskverðið lækkar. Og í öðru lagi það, að þó henni takist að gera nokkra sjó- menn reiða við mig, þá verða margfalt fleiri sveitabændur þakklátir mér fyrir það, að eg hugsa um hag þeirra á »praktiskari« hátt, en ísafold með skuldadýpið, sem hún vill sökkva þeim í við stóra bankann og ráðgjafanum, sem allt á að hugsa fyrir þá, og sem jafnvel á að búa fyrir þá. — Tr. G. Hor-roIIur og eldhússtrompar, Presturinn áTorfastöðum, séra Magnus Helga- son, hefur fundið hvöt hjá sér til að gera grein fyrir skoðanabreyting sinni í stjórnarskrármálinu í síðasta tölubl. ísafoldar. Eg bjóst ávallt vlð því, að þessi játning mundi koma frá hans hendi fyr eða síðar. En eg .hugði, að hann mundi heldur vilja skripta f „Þjóðviljanum" en í ísafold, af því að klerkurinn hefur einmitt tekið sömu sveiflurnar í málinu, sem vinur hans „ritstj." Þjóðviljans, og er ekki þar leiðum að líkjast.(l) Séra Magnús virðist vera mjög gramur við mig út af því, að eg minntist á „vanstillingu" í ræðu hans á kjörfundi Arnesinga og telur að eg hafi kveðið upp „áfellisdóm" yfir framkomu sinni þar. Til sannindamerkis um, hve ræða hans hafi verið stillileg og skynsamleg tekur hann megin- hluta hennar eða réttara sagt brot úr báðum ræð- um sínum upp í blaðið, og mun sá hluti vera svipaður því sem hann flutti hann. Getur vel verið, að þeim sem lesa ræðubrot þetta á prenti virðist það mjög hógvært og kennimannlegt. En vanstilling lýsir sér ekki að eins í orðalaginu, heldur engu síður eða jafnvel miklu fremur í fram- burði og látbragði ræðumanns. Og þeir sem heyrðu og sáu klerkinn, er hann hélt síðari ræðu sína á kjörfundinum, gátu ekki efazt um, að ræð- an var flutt með þjósti allmiklum. Það leyndist víst engum, að klerkur var allreiður, svo að kunn- ugir menn þóttust aldrei hafa séð hann jafn æst- an; maðurinn er annars talinn stillingarmaður. En „stillingarskepnu" vil eg samt ekki kalla hann, þótt hann sé svo kurteis að gefa mér eða blaði mínu þann titil. Eg ætla að vera svo ókurteis, að kalla ræðu hans „vanstillta" og skjóta máli mínu til allra þeirra, er á hana hlustuðu á kjör- fundi Árnesinga. Klerkurinn er sjálfsagt mjög hrifinn af samlíkingum sfnum um rolluna afvelta (!) og eldhússtrompana (I). Honum þykja þær lík- lega fyndnar, smellnar og smekklegar (II). En eg hygg, að fáum virðist svo, heldur þvert á móti, þyki fremur óviðurkvæmilega og hranalega að orði komizt og engum áheyrendanna á kjörfund- inum heyrði eg skemmt við þessar kennimannlegu dæmisögur klerksins. En svo mun hann þó hafa til ætlazt, því að sjálfur virtist hann mjög hreykinn yfir þessum skáldskap sínum um horrolluna og strompana. Það var líka svo einstaklega sann- færandil Þegar stjórnmálastefna Benedikts Sveins- sonar er orðin afvelta f flaginu í rollumynd, þá koma hrafnarnir og kroppa augun úr rollunni, ætla að gera út af við hana. Hrafnarnir eru nátt- úrlega Valtýingar, bæði séra Magnús o. fl., sem

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.