Þjóðólfur - 14.12.1900, Blaðsíða 3
225
Rangárvallasýslu og í Árnessýslu er hún hingað
og þangað, þar á nieðal á tveimur bæjum í Ytri-
hrepp (Sóleyjarbakka og Kluptum). X Sandlækj-
arkoti í Eystrihrepp er nýdáinn úr henni dreng-
ur 17 ára og unglingsmaður á Völlum í Ölfusi.
Á Eyrarbakka h-(ur og veikin gert vart við sig
að nýju. Hér í Reykjavík er hún einnig stöðugt
að stinga sér niður, og eru nú um 20 sjúklingar
1 sóttvarnarhaldi í Framfarafélagshúsinu. Er ekki
annað fyrirsjáanlegt, en að sótt þessi dreifist
smámsaman út um allt land, þrátt fyrir allar ráð-
stafanir, sem gerðar eru til að stemma stigu fyrir
heuni.
Veðurátta hefur verið hin blíðasta nú
langa hríð, eða að kalla má í allt haust. Hvergi
hér í nærsveitunum farið að gefa fullorðnu fé
eða útigangshrossum og víða í uppsveitum Ar-
nessýslu (t. d. Biskupstungum og Hreppum) ekki
farið að taka lömb enn á gjöf.
Frá útlöndum nýkomin ensk blöð frá 28.—
30. f. m. Búar standa sig enn vel. De Wet náði
Dewetsdorp 24. f. m. og gáfust þar upp 400 Bretar,
en 15 af þeim féllu og 42 særðust. Tveimur fa.ll-
byssum náðu Búar þar. Sagt er, að Búar hafi orð-
ið að sleppa þorpinu 2 dögum síðar. Nýtt sam-
særi til að taka Róberts af lífi ( Johannesburg komst
upp; átti að sprengja hann í lopt upp við morgun-
guðsþjónustu í kirkju einni 18. f. m. Fimm Italir,
fjórir Grikkir og einn Frakki teknir til fanga sem
grunaðir. — Frakkneska þingið hefur í einu hljóði I
(559 atkv.) vottað Krúger hluttekningu sína. Ætl-
aði Krúger að halda frá Haag til Berlínar og það-
an til Rússlands.
mjmmmjmdmmdm*mmzmMmmjmjzm
X ; > T= : : r— fcftrf
Yín, Yindlar og reyktóbak | frá j Kjær & Sommerfeldt fæst hjá Steingrími Johnsen, Ætíð nægar birgðir. j 1— ——t i l
FLESTUM er í fersku minni hið mikla manntjón
sem varð á Arnarfirði í ofsaveðrinu 20. sept. í
haust, þar sem 18 menn drukknuðu frá 7 ekkj-
um og 16 börnum á unga aldri. —
Til þess að rétta hjálparbönd og dálítið reyna
að létta þessum munaðarleysingjum neyðina og sorg-
ina, ætlar „Utgerðarmannafélagið við Faxaflóa" og
skipstjórafélagið „Aldan" að stofna til samskota
og „iombólu", sem haldin verður í Iðnaðarmanna-
húsinu laugardaginn 15. og sunnudaginn 16. þ. m. kl
5 til 10 báða tlagana. —
Nokkur hluti þess, er inn kemur, gengur einn-
ig til fátækustu ekknanna eptir rnenn þá, er drukkn-
uðu næstl. vor á skipinu „Fálkanum“.
Undirtektirhafa verið rnjög góðar að styðja þetta
fyrirtæki, enda er þörfin mikil þeirra, sem þessa
eiga að njóta, svo búast má við, að talsvert verði
gefið, og má senda það til oss undirskrifaðra, sem
tökum á móti því með þakklæti. —
Björn Gudmundsson. Jóhanties Jósepsson
Bjarni Jónsson. Pdll Hafliðason.
Finnur Finnsson. Pétur Sigurdssoti.
Hannes Hafltdason. Stefdn Pálsson.
Helfl Helgason. Tr. Gunnat sson.
Jóhannes Hjartatson. Þorsteinn Þorsteinsson.
I' verzlun Vilhjálms Þorvaldssonar á
Akranesi verða rjúpur keyptar
hæstaverði í míðsvetrarpóstskipið; borg-
un að nokkru leyti í peningum. Haust-
ull og smjör borgað hæstaverði. Með
,Ceres‘ komu birgðir a! margskonar góð-
um vörum, er seljast mjög vægu verði.
Hvergi jafngott að verzla á Akranesi.
Nú í haust fannst íir á Ölfusveginum; má rétt-
ur eigandi vitja þess til undirskrifaðs mót sann-
gjörnum fundarlaunutu og borga þessa auglýsingu.
Glóru ( Flóa 29. nóv. 1900.
Guðmundur Magnússon.
R ú ð u g 1 e r í stórum skífum nýkom-
ið í verzlun Sturlu Jónssonar.
Almennur borgarafundur
verður haldinn í leikhúsi V. Ó. Breiðfjörðs
næstk. mánudag kl. 8 síðdegis tilað
ræða ýms bæjarmálefni samkvæmt fundarsam-
þykkt »Framfarafélags Reykjavíkur« 18. f. m.
Rvík 14. des. 1900.
Félagsstjórnin.
BLÓM, JÓLAKORT, KRANSAR.
Allt ljómandi fallegt.
fæst á Skólavörðustíg n.
ALADDINSBAZAR
,Edinborgar\
Hann Aladdin er kominn með undraþúsundin,
hann Aladdin er kominn með töfralampann sinn.
Það birtir yfir húsum það birtir yfir torg.
En bjartast sem að vanda er þó í Edinborg.
Sem sólarroði í fjöllum þar efra og neðra er,
En Aladdins bazarinn þú dýrðlegastan sér.
Og fólkið þyrpist saman og fólkið segir: »Ó!«
Sú fegurð I En sú prýði! En verðið ekkert þó!«
Ef komizt getur þangað augnablik inn,
Bið Aladdin að sýna þér í dýragarðinn sinn.
Fillinn teygir ranann og fótum stappar fold
Sú ferlegasta skepna, sem til er ofar mold.
Kýrnar eru metfé, en einkum fyrir eitt:
Þær eta ekki — og mjólkin kostar hreint ekki neitt
L'ómbin eru böðuð úr bezta lyfi í heim
Og bágt mun vera að hitta fjárkláðann í þeim.
Hann Aladdin er gjafmildur — Einsdæmi er að sjá
tyrir eina któnu fái menn gæðinga þrjá.
Þá hröðustu, er menn hafa í heiminum séð,
Og hesthúsið fylgir í kaupbæti með.
Fáðu þér hjá Aladdin eitthvert lukkuspil,
ef auði viltu safna og fá allt þér í vil.
Svo geymir hann illviðri glerkúlutn í,
svo grandi það oss ekki á jörðunni á ný.
80
„Já“, mælti hann og andvarpaði, „Hún kemur stöðugt til
mín og er sífellt góð og ástúðleg. Einungis verður hún reið, ef
€g hefi gert eitthvað rangt og ávítar mig þá“.
„En þér hafið ekki gert neitt rangt, Pedró" mælti eg og
lét sem eg féllist á þessa höfuðóra.
„Jú, víst", mælti hann. „Eg var vondur við yður. Og
Þess vegna kemur hún aptur og býður mér að iðrast og skrifta".
Hann þagnaði og virtist hugsa sig um. Eptir nokkra þögn taut-
aði hann, eins og við sjálfan sig: „Ef til vill mundi eg þá fá
frið — já — eg ætla að skrifta — — Viljið þér hlusta á mig?“
og í því sneri hann sér skyndilega að mér.
„Já“, mælti eg, „ef yður léttir nokkuð við það vil eg gjarna
hlusta á sögu yðar".
Hann lokaði augunum og virtist dvelja í huganum við horfn-
ar æfistundir. Að lítilli stundu liðinni hóf hann frásögn sína án
Þess að líta á mig:
„Móðir mín sáluga hafði opt miklar áhyggjur mín vegna,
Því að eg var ávallt svo óstýrilátur og uppivöðslumikill. Eg gat
ómögulega skilið í Þv*> að hún grét sáran, er eg fór í siglingar
á sextánda árinu — Þa gat hún þó loks fengið frið fyrir stráka-
pörum mínum. Eg sagði henni það líka, en þá grét hún enn
meir og sagði, að eg væri eina vonin sín. Og svo hefur lík-
lega verið, því að þegar eg kom aptur til Valparaíso að tíu ár-
um .liðnum, var hún orðin buguð af sorg og grá fyrir hærum.
Þá iðraðist eg þess, að eg hafði aldrei skrifað henni eina línu allan
Þennan tíma. Eg hafði ætlaði mér að fara strax aptur og sigla
til Kína, en Það gat eg Þó ómögulega fengið af mér. Eg gerð-
ist Því háseti á strandferðaskipi, er fór reglubundnar ferðir allt
til San Franciscó. Tvisvar á ári kom eg til Valparaísó. í
Kópíago fengum við ávalt mikinn farm. Þar kynntist eg Dómi-
77
en eg gekk út. Hann horfði á mig með hvössu augnaráði og
virtist eiga í baráttu við sjálfan sig.
„Nei“, sagði hann svo dálítið hikandi.
Eg sneri til dyranna og ætlaði að fara, en áður en eg var
kominn út úr herberginu, heyrði eg hann kalla á eptir mér. Óð-
ara var eg aptur kominn inn að rúmstokknum og sagði: „Hvers
óskið þér? Hvað get eg gert fyrir yður?" En hann þagði sem
steinn. „Talið þér í guðsnafni!" sagði eg óþolinmóður „þér get-
ið óhræddur borið fullt traust til mín“.
„Vitið þér, hvar kirkjugarðuri.nn er?“ spurði hann hálfhik-
andi. Eg játaði því.
„Vitið þér, hvar Don Ricardo Vial er greptraður?"
Eg vissi það, því að á stóran og fagran stein var letrað
með gullnum stöfum, að þar hvíldi dómari sá, er Pedró nefndi.
„Nokkurskref þaðan er reistur lítill trékross" mælti hann
í hálfum hljóðum, eins og hann væri að tala við sjálfan sig.
„Eg hefi á hverju ári prýtt hann með blómum, en í þetta, sinn
get eg það líklega ekki — eg er svo máttfarinn" — — — —
Röddin lækkaði smátt og smátt og loks heyrðist eigi orðaskil,
en einungis óskiljanlegt hvísl; hann starði utan við sig út í
loptið og virtist hafa gleymt því, að eg var viðstaddur. Allt í
einu raknaði hann við.
„Fáist þér ekki um það!" mælti hann hárri röddu. „Eg
vil ekkert af yður þiggja. Heyriðþérþað? Þér verðið að fara!“
Eldur brann úr augum hans. Hann settist upp í rúminu
og allur líkaminn titraði. Eg gekk hægt fram að dyrunum, en
hafði eigi augun af honum.
Gestgjafinn var farinn að verða áhyggjufullur af því hvað
lengi eg var í burtu. Þegar eg sagði honum, hvernig mér hefði
gengið erindið, hristi hann höfuðið.