Þjóðólfur - 21.12.1900, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 21.12.1900, Blaðsíða 1
ÞJOÐOLFUR. 52. árg. Reykjavík, föstudaginn 21. desember 1900. Nr. 60. Landsbankinn verður eigri opinn dagana frá 21. des. til 4. jan. næstkomandi, að báðum dögum meðtöldum. í=>ó verður afgreiðslan höfðopin 2. jan. næstkomandi (kl. 11—2), en að eins fyrir bankavaxtabréfa-eigend- ur, er hefja þurfa vexti af banka- vaxtabréfum sínum, svo ogfyrir þá, er þá vilja kaupa ný bankavaxta- bréf. — Landsbankinn 15. des. 1900. Tryggvi Gunnarsson. Frá Parísarsýningunni. Eptir Sigfiís Blöndal cand. mag. V. Ymsar af aukasýningunum voru ljómandi fall- «gar. Eg vil hér Iýsa nokkrum hinna helztu. Rétt hjá Eiffel-turninum var svokallað Mare- orama (Sæsýning). Steig maður þar út á stórt gufuskip og virtist svo sigla fram með ströndum Miðjarðarhafsins frá Marsilíu til Miklagarðs, óg kom víða við á leiðinni. Auðvitað var skipið kyrt, en veggtjöldin, er sýndu haf og strendur hreifðust. Eg sá ennfremur í sambandi við Sí- beríusýninguna, annað líkt, nfl. ferð frá Moskva til Peking með nýju járnbrautinni um Síberlu. Var þar skrautleg járnbrautarlest til að flytja far- þegana, þjónar, er hrópuðu nöfn járnbrautarstöðv- anna, etc. Sumstaðarframmeðjárnbrautunum var landið ljómandi fallegt. Samt þótti mér minna koma til þessara sýninga en annarar af sama tagi, er eg hafði áður séð 1 Lundúnum. Meira gaman hafði eg af Ljósfræðihöllinni (Palais d' optique). Þar var margt merkilegt og fróðlegt og vil eg nefna tvennt: risavaxinn stjörnukíki, sem mun vera ineð þeim mestu í heimi, og varla komst fyrir í löngum sal, og ennfremur sýningar frá ýmsum tímabilum jarðarinnar, allt frá fyrstu öldinni, þeg- ar líf smámsaman kviknaði og ttl þess tíma, mil- jónum alda síðar, er fyrstu mennirnir litu sólina. Sýning þessi var aðdáanlega fögur og útbúin að fyrirsögn frægra jarðfræðinga. Áhorfendurnir stóðu mitt í dimmum hringsal og fram með veggjunum voru leiksviðin í ýmislegri birtu. Loks verð eg að nefna námasýningttna. Hún var í jörðu niðri, rétt hjá Trocadero-hollinni. Eg var hér um bil klukkustund niðri í námunum og ■skemmti mér ágætlega. Kolanemi einn með járn- hatt á höfði og lampa í hattbarðinu, fylgdi okk- ur niður og útskýrði það, er við sáum. Hingað og þangað í námunum voru verkamenn við vinnu sína, víðast auðvitað líkneskjur, en risavaxnar vél- ar, knúðar gufu og rafmagni, voru þar til að bora og sprengja og flytja efni og menn til og frá. Yoru þar niðri ýmiskonar námar auk kolanám- anna; einkum þótti mér einkennilegar saltnám- urnar, ,og svo auðvitað gullnámurnar í Transvaal. I sérstöku jarðhúsi voru sýndar gullnámurnar í Klondyke í veggnum, er blasti við áhorfendunum. Var eins og jörðin hefði klofnað og annar helm- ingurinn hrunið fram í jarðhúsið, og á rústunum stóðum við, en andspænis okkur blasti hinn vegg- urinn, sem við gátum ímyndað okkur, að væri mörg hundruð fet á hæð; efst uppi á brúninni sáum við bæinn, járnklædda og tjargaða húsa- þyrping, standa upp úr snæbreiðunum. En undir bænum sáust námurnar. Við sáum hvar göngin lágu þráðbeint niður úr námahúsunum, hvernig lypturnar fluttu fólk og málm upp og niður, hvern- ig vélar og mannahendur mynduðu nýja og nýja ranghala, hvernig gullæðarnar lágu í jarðvegin- um, hvernig gullnemarnir hjuggu þær og hlóðu vagna sína, hvernig vagnarnir þutu til og frá niðri í jörðunni, og hvernig allt þar í undirheim- um iðaði af fjöri og starfsemi. Þetta hreyfðist allt, sem lifandi væri, en vélarnar, sem hreyfðu það, duldust auðvitað bak við vegginn og niðri undir gólfinu. Þá er að minnast á Þjóðastræti. Eg veit ekki, hvort eg fæ gefið lesendunum nokkra hug- mynd um það, ,en þó skal egreyna. Hugsið þið ykkur, hvernig það muni vera, að ganga í hálf- an klukkutíma þannig, að hafa á báðar hendur sér eintómar haflir; hverja annari ólíka, sumar mjallahvítar, aðrar skreyttar ýmsum litum, nokkr- ar með háum turnum, aðrar með gullroðnum hvelfingum, sumar með háurn súlum og svölum, og enn aðrar með óbrotnum, tígulegum múrum. Stærðinvar auðvitað mismunandi, sumar hallirnar voru lítið stærri en vanaleg íbúðarhús, aðrar voru miklar byggingar með fjölda herbergja. Sýnis- hallir Norðurlanda- voru ekki stórar, en ágætlega útbúnar, utan og innan. Danir höfðu þó fátt til sýnis í höl! sinni, en því nieira í aðalsýningunum, og var það fyrirkomulag rnjög heppilegt að mín- um dómi, einkum, þar sem sýningarnefndin danska hafði látið sér það ágætisráð í hug koma, að gera dönsku höllina að nokkurskonar samkómu- skála fyrir Norðurlandabúa í París; það var sann- arleg hressing að geta setið þar í ró og næðiog lesið norrræn blöð, laus við allt argið og gargið fyrir utan. Gátu norrænir menn komið þarlíka á þeim tímum, er höllin var lokuð öðrum sýn- ingargestum. Víða voru veitingar í höllum þess- um og var þar glatt á hjalla. Grikkir höfðu alla sína sýningu í höll sinni, sem var lítil, en lag- leg, í býzantinskum stíl. Fyrir utan höllina voru ýmsar líkneskjur eptir gríska listamenn á okkar dögum. Haflir Bandamanna og Itala voru einna skrautlegastar, og ennfremur mætti til nefna hall- ir Þjóðverja, Ungverja og Tyrkja. Enska höllin var og einkar falleg, byggð eins og herrasetur frá dögum Elísabetar drottningar; var þar mjög merkileg sýning af gömlum húsgögnum og mál- verkum. ,Stívelaði hötturinn4 eða ,BIað aman na‘~stafsetni ngin. Smákaflar úr firirlestri eftir Bj'órn M. Ólsen. V. Smekkleisur(frh.). Af smekklausum forn- eskjuslettum skaljeg enn telja hinar óviðkunnan- legu orðmindir; »sky kkj ó tt« firir »skrykkjótt« »sóleyg« (»sóley« talið rangt), »frjóvast« eða »frævast« firir »frjófgast«, »sljóvast« eða »slævast« firir sljófgast, »svelga« firir »svelgja«, »trý ð i« f. »try ð i« (af t rú a), »váfu« f. »ófu« (af vefa), »sénn« f. »séður« (af sjá), »umbergis« f. umhverfis, o.s. frv., o. s. frv. — sá brunnur verður aldrei ausinn. Höf. virð- ist hafa ætlað að sína lærdóm sinn með þessum forneskjuslettum, enn stundum tekst honum að sína með þeim fáfræði sína og hugsunarleisi. I kver- inu stendur meðal anriárs orðið : »gauðrif«. Það kemur að eins tvisvar firir í fornritum í þíðingunni »tilböjelighed til at udskælde« (Fritzner), o: illmælgi eða illkvitni, í ÉStokkhólms-homilíubók (útg. bls. i4715): Ec hefe synþer gort i gauþrífi«, og í Konungsskugg- sjá (útg. Brenners bls. 1112): »at sea wid munn- æidurn eða g a u ð r i w i oc allu aðru tungu skæðe«. Á báðum stöðum stendur orðið í þáguf. og kin- ferði þess sést ekki á sambandinu, enn af því að homilíubókin er eitt af þeim fáu handritum, sem er nokkurn veginn nákvæmt í því að hafa ekki brodd ifir hljóðstöfum nema þeir séu langir, þá bendir rithátturinn þar heldur til þess, að í (enn ekki i) sje í næstsíðustu samstöfu. Þetta stirkist enn fremur af þvf, að í alþíðumálinu nú er til orðið gárífur (vanalega framborið gjárífur), geltinn, urn hunda (af g á = gelt og rífur, ör- látur). Enn nú þíðir orðið g a u ð alveg sama sem gá, o: gelt, (bæði orðin skild geyja, gelta) og getur líka í fornu máli þítt skammir, atirði. Getur því enginn efi á því leikið, að gauðrífi er hin rétta mind orðsins; er það kvennkinsorð, mindað af gauðrífr, ör á skömmum eðagelti, líkt og mildi af mildr, hreysti afhraustr o. s. frv. Jeg get ve'l skilið, að B. J. hafi vilj- að vekja upp aftur þetta gamla orð sakir þíð- ingar þess, enn ekki þikir mjer það fallegt eða smekklegt, og helst hefði hann þá átt að tilfæra það í rjettri mind. »mylki«. Það orð erekkitil. Enn í orða- bókum stendur orðið milki, tekið eptir hinni eldri Hafnarútg. Njálu (182. bls.). Þar segir Skarphjeðinn við Hafr: »hirð eigi þú þat, milki þinn«. B. J. hefur nú viljað leiðrjetta Nj. og orðabækurnar, og af þvf að orðið er vafalaust leitt af mjólk, ritar hann mylki(með y). Enn honum hefur ekki hugkvæmst að líta í níju út- gáfuna af Njálu. Þá hefði hann séð, að milki í eldri útg. er villa firir m jó 1 k i — m i 1 k i virð- virðist eigi standa í neinu góðu handriti og ætti að hverfa úr orðabókum. Orðið m j ó 1 k i er nú úrelt, og átti ekki heima í kverinu, slst í rangri mind. Gutenberg og prentlistin. Á Jónsmessunni 1 sumar var 500 ára af- mæli Jóhanns Gutenbergs haldið hátíðlegt með miklum viðbúnaði, skrúðgöngum í gömlum sögu- legum stíl og með þjóðlegum blæ og stórum prent- sýningum f fæðingarborg hans Mainz á Þýzka- landi. Jafnframt var þessa rnikla frömuðar allr- ar menntunar og menningar mannkynsins minnst þá um allan heim. Það var engin smáræðis bylting f uppfræðing og alllskonar menntun þjóðanna og bókvísi, — sem prentlistin breiddi út um löndin, auk þess, sem hún greiddi fyrir siðabót Lúters. Til þess að finna fyrstu aðdrögin að henni, verða menn að fara langt aptur í tímann. Eins og flest annað þekktu Kínverjar prent-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.