Þjóðólfur - 11.01.1901, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 11.01.1901, Blaðsíða 1
■ ÞJÓÐÓLFUR 53. árg. Reykjavík, föstudaginn 11. janúar 1901. Nr. 3. Biðjið ætíðum OTTO MÖNSTED’S danska smj örlíki sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og byr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnunum. Lærði skólinn á öldinni sem leið. Um aldamótin i8cx>—1801 var fyrir 13 árum búið að flytja Skálholtsskóla til Reykjavíkur í hús,1 sem skólanum var reist þar árin 1786 og 1787, og árið 1801 var Hólaskóli einnig fluttur þang- að. Síðan hefur ekki verið nema einn lærður skóli hér á landi. Skólahúsið stóð á Hólavelli og var frá upphafi óvandað og kalt. Var það og farið að hrörna um aldamótin, þó að ekki væri gam- alt. Þó var skóli haldinn þar þangað til 1804, en þá ver húsið orðið svo hrörlegt, að þar var ekki líft framar, og lagðist skólahald niður vetur- inn 1804—1805. Mjög er illa látið af þessum „Reykjavíkurskóla hinum fyrra". Aðbúð allri var mjög ábótavant, svo að margir piltar biðu heilsu- tjón, kennslan fór í ólagi, skölastjóri Gísli Þórð- arson Thorlacius var hniginn aðj aldri og kröptum. Þegar skólanum var ekki framar vært í hús- inu á Hólavelli, bar nauðsyn til að sjá honum fyrir viðunandi húsnæði. Trampe amtmaður, sem um þær mundir bjó á Bessastöðum, bauð þá að standa af íbúðarhúsinu þar leigulaust handa skól- anum, og tók stjórnin því fegins hendi. Var þá ákveðið með konungsúrskurði (17. maí 1805), að skólann skyldi flytja að Bessastöðum og hafa hann þar fyrst um sinn, þangað til komið yrði betri skipun á skólann. Skyldi skólinn á Bessastöðum bæði búa menn undir vanalegt stúdentspróf og um leið veita lærisveinum svo mikla tilsögn í guð- fræði, að þeir yrði færir um að taka að sér prests- embætti. Skyldi skólastjóri hafa á hendi guð- fræðiskennsluna og kallaður lektor (lector theo- logiæ). Fyrsti lektor var Steingrímur Jónsson. sá er síðar varð biskup. Var skóli settur á Bessa- stöðum haustið 1805, og þar var hann í 41 ár, til 1846. A Bessastöðum leið skólanum að mörgu leyti vel. Að vísu var aðbúðin ekki sem bezt. Hús- rúmið, sem skólanum var ætlað, var lítið, að eins 2 kennslustofur auk borðstofu og svefnher- bergis. Skólanum varð þvl ekki skipt í fleiri bekki en 2, af því að kennslustofur vantaði, og urðu piltar að öllum jafnaði að vera 3 ár í hvor- um bekk, því að skólatlminn var vanalega 6 ár. Þetta var óheppilegt fyrir kennsluna. Ráðsmennsk- an eða brytastarfið fór opt 1 ólagi, einkum framan af, svo að til vandræða horfði. En skólinn var svo heppinn að fá góða kennslukrapta. Stein- grímur Jónsson, hinn fyrsti skólastjóri á Bessa- stöðum, var mesti ágætismaður, hinn liprasti kenn- ari og hafði gott lag á skólastjórn. En skólinn naut hans eigi lengur en 5 ár. Þá var honum veitt Odda prestakall á Rangárvöllum. I hans stað var settur árið 1810 Jón Jónsson, sýslumanns 1 Borgarfirði Eggertssonar, og fékk hann veiting fyrir lektors embættinu árið 1815; var hann slðan lektor alla þá tíð, sem skólinn var á Bessastoð- um. Hann var skyldurækinn maður og vel lát- inn, en eigi mun hann hafa verið jafnoki fyrir- rennara síns að stjórnsemi eða kennslugáfum. Af kennurum þeim, sem við skólann voru, nægir að nefna Hallgrím Scheving, Sveinbjörn Egilsson og Björn Gunnlögsson. Kennarar voru 2 framan af auk lektors (til 1822), en síðan 3. Á Bessastöð- um var skólinn út af tyrir sig, laus við öll óholl áhríf utan að. Þetta studdi mjög að góðu sam- lífi milli pdta sjálfra og milli pilta og kennara og var ómetanlegur kostur við skólann. Helzti gallinn á Bessastaðaskóla var fófginn 1 fyrirkomulagi hans. Honum var ætlað að vera tvennt í einu, lærður skóli og prestaskóli, og Þetta tvennt gat ekki vel farið saman. í slfkum skóla hlaut guðfræðin að taka allt of mikinn tíma ftá öðrum kennslugreinum, til þess, að skólinn gæti náð því takmarki, sem lærðum skólum er ætlað að ná. Náttúrusaga og eðlisfræði varð eigi kennd og ?kki var heldur neinn tími til að veita piltum undirstöðu í nýju málunum nema dönsku. Jafnvel móðurmálskennslan varð að sitja á hak- anum fyrir guðfræðinni. Og þó gat guðfræðis- kennslan aldrei orði?) nema kák, bæði af því að piltar urðu að læra svo mörg frumfræði frá rót- um og höfðu því lítinn tíma til guðfræðinnar og af því að þeir voru ekki enn orðnir nægilega þroskaðir að aldri og þekkingu, til þess að guð- fræðisnámið gæti borið nægilegan ávöxt. ollum þeim, sem að skólanum stóðu, var það Ijóst, að hann þurfti umbóta við. En talsverðir annmarkar voru á að bæta skólann á Bessastöð- um. Var því það ráð tekið að flytja hann til Reykjavíkur, Kom út um það konungsúrskurður 7. júní 1841, og átti stjórnarráð háskólans að búa undir reglugerð handa skólanum. Af ýmsum ástæðum varð þó dráttur á framkvæmd þessa konungsúrskurðar þangað til 1846. Þá kom út reglugerð til bráðabirgða handa skólanum 30. maí 1846 og um haustið settist skólinn að í húsi því, sem reist hafði verið handa honum og hann síðan hefur búið í. Eptir reglugerðinni var skól- anum skipt í 4 bekki, og skyldu piltar sitja 2 ár í hverjum, nema 1 næst neðsta bekk 1 ár. Skóla- tíminn var því áætlaður 7 ár. Kennslan var bætt, þannig að 4 námsgreinum var við aukið, þýzku, náttúrusögu, eðlisfræði og íslenzku, og auk þess var piltum gefinn kostur á að velja um, hvort þeir vildu heldur læra hebresku eða þá annað- hvort ensku eða frönsku. Áður hafði skólinn ekki staðið lengur en 8 mánuði á ári, en nú var tím- inn lengdur um 1 mánuð. Upphaflega átti skól- inn að standa 1 sambandi við sérstakan presta- skóla, en því var þó slegið á frest að stofna þenn- an skóla, þangað til reynslan hefði sýnt, hvernig hið nýja skólafyrirkomulag gæfist. Hið nýja skóla- hús var mjög vandað og samsvaraði fyllilega kröfum þeirra tfma. Jafnframt var kennurum fjölgað um 1; skvldi vera auk skólastjóra 1 yfir- kennari og 3 undirkennarar. Þá var og settur söngkennari við skólann og 1848 var sérstakur kennari Settur í náttúrusögu. Fyrsti skólastjóri við Reykjavíkurskóla hinn síðara var Sveinbjörn Egilsson. Við þetta skólafyrirkomulag bj^ skólinn þang- að til 1850. Þá komst á ný skólaskipun í Dan- mörku, sem kennd er við Madvig, og sama ár 12. júll 1850, staðfesti konungur nýja reglugerð fyrir hinn lærða skóla 1 Reykjavík. Reglugerð þessi^ var í öllu verulegu samin eptir reglugerð hinna dönjsku skóla (konungúrsk. 6. maí og augl. 13 maí 1850), en þó með þeim breytingum, sem við þótti eiga, eptir því sem til hagaði á Islandi. Skóla- tíminn skyldi vera 6 ár og skólanum skipt í 4 bekki; áttu piltar að vera 1 ár í 1. (neðsta) bekk og 2. bekk, en 2 í 3. og 4. bekk; jatnframt var meira heimtað til inntökuprófs. Skólaárið skyldi ná frá 1. okt. til 30. sept. sem áður. Af hinum nýju málum skyldi kenna dönsku og þýzku í 3 hinum neðstu bekkjum, og gefa piltum þeim, sem vildu, kost á tilsögn í frönsku og ensku, en þau mál voru ekki skyldugreinar. Hebreska var og felld burt sem skyldugrein, en þeir piltar, sem vildu, áttu að geta fengið tilsögn í henni. Auk dönsku og þýzku skyldu piltar lúka við landafræði og náttúrusögu í 3. bekk og taka burtfararpróf í þessum 4 greinum við lok 3. bekkjar. Grísku- kennsla skyldi byrja í 2. bekk og halda áfram gegnum allan skólann; eðlisfræði skyldi að eins kenna í efsta bekk. Islenzku, latínu, trúarbrögð, sögu og stærðfræði skyldi kenna í öllum bekkjum. Við lok 4. bekkjar skyldi halda síðara hluta burt- fararprófs í öllum þeim skyldugreinum, sem kennd- ar voru í 4. bekk. Auk þess skyldi veita piltum tilsögn í skript, teiknun og söng, og í leikfimi, þegar því yrði við komið. Þessi reglugerð hélzt í öllu verulegu óbreytt þangað til árið 1877. Árið 1851 var bætt við 1 föstum kennara, svo að þeir urðu alls 6 með skólastjóra og yfirkennara, og 1857 var settur sér- stakur leikfimiskennari. Árið 1875 var eptir tillögu alþingis sett nefnd til að íhuga skólamál landsins (Pétur biskup Pét- ursson, Þórarinn próf. Böðvarsson, rektor Jón Þorkelsson, dr. Grímur Thomsen og skólastjóri Helgi Helgason). Nefndin samdi frumvarp til nýrrar reglugerðar handa lærða skólanum, er var staðfest með nokkrum breytingum af konungi n. júlí 1877. Þessi reglugerð takmarkaði mjög kennsl- una í latínu og nokkuð í stærðfræði, en jók apt- ur kennsluna í nýju málunum. Skólanum skyldi skipt í 5 bekki og piltar vera 1 ár í hverjum, nema 2 í efsta bekk. Öll nýju málin, danska, þýzka, enska og franska, skyldu vera skyldugreinar; dönsku og frönsku skyldi kenna í öllum bekkjum, ensku i 4 neðstu bekkjunum og þýzku í efsta bekk. Eðlisfræði skyldi byrja ( 3. bekk og halda síðan áfram gegnum alla hina efri bekki. í 4. bekk skyldi lúka við þessar námsgreinar: stærð- fræði, landafræði, náttúrusögu og ensku. En við burtfararpróf efsta bekkjar skyldi reyna í þessum greinum; íslenzku, dönsku, frönsku, þýzku, latínu, grísku, trúarbrögðum, sögu og eðlisfræði ásamt stjörnufræði. Að þessari reglugerð hefur skólinn búið síð- an 1877, þó með nokkrum óverulegum breyting- um. Árið 1879 var efsta bekk skipt í sundur í 2 sérstaka bekki, og 1883 voru gerðar þær breyt- ingar, að náttúrusaga skyldi kennd í 2.—4. bekk og eðlisfræði að eins í 2 efstu bekkjunum, og að hafa skyldi skipti á frönsku og þýzku, þannig að þýzka skyldi kennd í öllum bekkjum, en franska í 2 efstu bekkjunum Árið 1879 var einuni föstum kennara bætt við skólann og á árunum 1886—1893 var sérstak- ur kennari í sagnfræði. Árið 1900 bættist við einn „aukakennari". Með honum eru nú auk rektors

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.