Þjóðólfur


Þjóðólfur - 25.01.1901, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 25.01.1901, Qupperneq 1
ÞJOÐOLFUR. 53. árg. Reykjavík, föstudaginn 25. janúar 1901. Nr. 5. Biðjið ætíðum OTTO MÖNSTED’S sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og Sfjnjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og byr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnunum. Lífróður Valtýinga. Það hefur víst ekki dulizt neinum, er atliug- að hefur nákvæmlega stjórnmálabaráttu vora á siðustu árum, eða síðan dr. Valtýr kom til sög- unnar, hve gríðarmikilli áfergju og hóflausri ó- svífni í ræðu og riti flokksmenn hans hafa beitt til að snúa þjóðinni á sitt mál. Það er eins og mennirnir hafi þann »Vonda« sjálfan í hælunum á sér og óttist að hann muni hremma þá alla, ef þeir ekki innan ákveðins tíma hafa leyst hlut- verk sitt af hendi, það hlutverk, sem danska stjórn- in og Valtýr hefur falið þeim: að ginna Islend- inga eins og þussa til að þiggja einskisverða. og í sjálfu sér þýðingarlausa umbðt á stjórnarfari voru, gegn því, að þeir afsali sér fyrir alda og óborna mikilsverðum réttindum, er stjórnin hafði ó- vart veitt þeim. Það er ekki lítilsháttar náð, sem Danir ætla að auðsýna oss með því að senda okkur ráðgjafa, sem búsettur sé í Höfn, sitjandi í ríkisráðinu og launaður af ríkissjóði, mann, semvéraukþesseigum réttmæta heimt- inguáað fá áþingán þessaðfaraí nokkur hrossakaup við stjórnina, eða afsala oss nokkrum fengnum réttind- u m. Það er ekki furða, þótt Valtýsflokkurinn — Danastjórnarliðarnir — taki þung bakföU í þeim róðri og leggist heldur óþyrmilega á árarnar til að koma öðru eins djásni á þurt land. En það er ekki valtýski ráðgjafinn einn, sem þeir róa undir. Þar fylgir meira með. I kjöl- farinu draga þeir á eptir sér stóra bankann danska og fréttaþráðinn. Og þeir sem ekki vilja hjálpa þeim til að koma öllum þessum farangri tafarlaust í trygga höfn, alveg eins og þeir vilja hafa það, þeir eru ekki að eins apturhaldsmenn Og stjórnarbótar(l!)féndur, heldur landráðamenn og þjóðíéndur. Tilgangurinn er nfl. að hræða menn með smánaryrðum og ósannindaflækjum til að svíkjast úr flokki heimastjórnarmanna og kom- ast í sömu fordæminguna, eins og Valtýsliðarnir eru komnirí, því að þeir sjá það mannatetrin, að takist þeim ekki nú þegar að svæla undir oksitt heilbrigða skynsemi og réttan skilning alis þorra Jýóðarinnar. þá séu þeir alveg úr sögunni, og eigi aldrei framar uppreisnarvon fyrir dómstóli þjóð- arinnar. Til að gylla málstað sinn fyrir þjóðinni og villa henni sjónir eru þessir Hafnarstjórnarmenn farnir að klifa á því, að hinir,- heimastjórnar- mennirnir, — vilji ekkert, engar framfarir í landinu, enga bót á stjórnarfarinu, af því að þeir vilja ekki taka á móti valtýskunni með útbreidd- um faðmi og því sem henni fylgir — danska okurbankanum, eins og skilið var við hann á síðasta þingi og fréttaþráðarmálinu, eins og síð- asta þing skildi við það. Þjóðólfur hefur t. d. aldrei farið leynt með það, að hann vildi miklu heldur fresta stjórnarskrá- málinu, heldur en takaþeimsmánar- boðum, sem nú eiga að vera á boðstól- um samkvæmt valtýskunni. Það er því dálítið barnalegt og skoplegt hjá ísfirzku þjóðvillunni að tala um alveg spánnýja skriptajátningu(l) af hendi ritstjóra þessa blaðs fyrir kennivaldinu á Torfastöðum á kjörfundi Ár- nesinga 22. sept. Mikil dæmalaus uppgötvun! Og svo er »ísafold« ekki skynugri en svo, sem reyndar þurfti ekki að búast við, að hún lepur þetta upp eptir sísfirzku kempunni«, sem hún einu sinni kallaði, og .veltir svo »raunalega« vöngun- um yfir því, að þessir stjórnarbótarféndur, þeir vilji ekki aðhyllast blessaða valtýskuna, heldur »fresta — fresta« öllu, bæði þessum bráðnauðsyn- legu umbótum(!) á stjórnaríarinu og svo þeirri blessun, sem felist í valtýsku dilkunum tveimur. Já, það er ekki furða, þótt Isutetur vatni músum yfir þessum ósköpum. Hún kannast líklega ekki við máltækið: »Frestur er á illu beztur«. Oss dettur ekki i hug að neita því, að ýmsir stórvægilegir gallar eru á núverandi stjórnarfari voru, en það er hraparlegur misskilningur og fá- vizka, að ímynda sér, að valtýskan bæti nokkurn skapaðan hlut úr þeim. Aðalþátturinn í stjórnar- baráttu vorri allar götur síðan um 1850 er að gera stjórnina sem innlendasta, flytja æztu stjórn- ina inn í landið og losa oss sem mest undan yfirráðum stjórnárinnar í Höfn. En stefnir val- týskan að því takmarki? Ónei, þvert á móti; hún er ekki einu sinni spor í áttina til þess, held- ur einmitt spor í þveröfuga átt, eins og hverjum manni liggur í augum uppi. Er þá ekki sjálf- sögð og heilög skylda þeirra manna, er fyrir al- innlendri stjórn berjast, að kjósa heldur þann kostinn að láta málið blða betri tíma, ú r þ v í að örvænt er um, eins og nú stendur, að nægilegt fylgi fáist til að halda barátt- unni áfram á þeim grundvellí, sem hún á og verður að byggjast á, þeim grund- velli, að vér fáum alinnlenda stjórn, stjórn, sem búi 1 landinu sjálfu, og beri fulla ábyrgð fyrir alþingi á öllum gerðum sínum. Stefni stjóm- málabarátta vor e k k i að þessu takmarki, er hún óþjóðleg, skaðleg, og svívirðileg, alveg eins og valtýskan. Af tvennu illu skal taka hið skárra. Heldur en að láta fleka sig til að fara í hrossakaup um dýrmætustu þjóðréttindi vor, er það hrein og bein skylda allra þjóðhollra, frjálslyndra manna að sporna af ítrasta megni gegn þannig lagaðri breytingu og bíða heldur byrjar með breytingarnar, þangað til betra útlit er fyrir farsælan og heillaríkan árangur. Þetta skilur hver heilvita maður. Mundi ekki t. d. liggja nokkru nær fyrir oss á þessum tíma, að reyna að ráða einhverja bót á atvinnuvegum landsmanna, rétta við land- búnaðinn og gera afurðir hans meir arðberandi, heldur en að smella valtýsku stjórnarbótinni(!!) á þjóðina, öllum þorra manna þvert um geð og oss til ófarnaðar í framtíðinni. En Valtýingar segja: Ráðgjafinn gerir allt, hann kippir öllu í lag, hann á að hugsa um allt og fyrir alla þjóðina. Hann á jafnvel að búa fyrir bændurna! En sú gullöld! þegar allar vorar áhyggjur, öll vor vand- ræði eru komin á bak »ráðgjafans á þingi«. Hann verður að hafa breiðara bak og styrkari armleggi heldur en Valtýr, ef hann á ekki að verða að klessu undir öllura þeim ósköpum, sem honum er ætlað að bera. Hann getur naumast lengi staulast undir öðrum eins klyfjum, veslings maðurinn! En það er satt, Valtýingar ætla að láta danska bankann og fréttaþráð yfir allt land gera það, sem ráðgjafinn getur ekki orkað. Vér hinir viljum hafa innleudan banka, er vér eigum sjálfir og getum ráðið sjálfir, viljum efla 1 an d s b ankan n , en ekki af- henda hann útlendum okrurum, viljum ekki selja oss á vald útlendinga með húð og hári, heldur vera sjálfir fjár vors ráð- andi og nota gjarnan peninga útlendinga á þann hátt, að þeir verði ekki ofjarlar vorir. Og svo ætl- um vér, að oss ríði m e i r á að fá fréttaþráðar- samband milli landsins og útlanda, held- ur en fréttaþráð yfir landið þvert og endilangt, með öllum þeim kostnaði, er þar af leiðir, kostn„ aði, er vér fáum ekki séð, að vor fátæka þjóð geti risið undir nú að sinni, en ef til vill síð- ar. Þessvegna viljum vér einmitt »fresta« svona lagaðri þráðlagningu um land allt, af því að vér teijum það ekkert höfuðskilyrði fyrir því að rétta við hag landsmanna, rétta hann úrþeirri kryppu, sem hann er kominn í, heldur þvert á móti, teljum það líklegasta ráðið til að koma fjárhag vorum í þá kreppu, sem hann réttir sig aldrei úr. Það er einmitt öll þessi pólitík Valtýinga, t þeirri mynd og með þeim skilyrðum, sem þeir vilja lemjá hana áfram, ervérheima- stjórnarmenn spyrnum á móti, og vér viljum heldur »fresta« svonalöguðum umbótum(!!) held- ur en gera þau glappaskot, er yér sjálfir og ept- ■ irkomendur vorir geta ekki bætt úr, glappaskót, er geta steypt þjóð vorri í bersýnilegan voða, gert oss ómynduga ræfla og glatað þjóðerni voru. En það er ofseint að byrgja brunninn, þeg- ar barnið er dottið 1 hann. En nú getum vér sagt: »Hingað og ekki lengra«, við þá herra, sem annaðhvort af heimskulegu ofurkappi, fávizku eða öðru verra, leggja sig 1 líma til að sporna við sönnum, eðlilegumogheillavænleg- um framförum, en vilja hlaupa einhver heimskuleg gönuskeið út í loptið án allrar fyrir- hyggju og kalla sig svo framfarapostula(!) en era i rauninni hinir allra hættulegustu framfara- féndur, því að ef þjóðin misstígur sig verulega á framfarabrautinni, þá dvelst framsókn hennar svo lengi við það óhapp, að hún ef til vill bíður þess aldrei bætur, og þorir aldrei optar að stíga

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.