Þjóðólfur - 25.01.1901, Síða 3

Þjóðólfur - 25.01.1901, Síða 3
19 f skyn, að séra Jón Þorláksson hafi hælt Birni meira en hann, Hann talaði miklu nær skyn- semi og sanngimi en Lúðvík og hældi Birni hvergi svo mjög sem hann. — Þá lýsir það ekki lítilli göfugmennsku, er prestur ræðst að Arna Arnasyni, bróður konu sinnar, og bregður honuni um ókurt- eisi. Honum hefur því miður gleymzt að sanna þetta, en hann gerir það víst í næstu »mótmæl- um« sínum. Hann skilur ekki einhverjar »dylgjur« um Stefán Svíndæla-prest — og kallar hann »hið mesta prýðimenni!» Svo er hvert mál sem það er virt. Mér þykir lsitt, að þetta gáfnaljós skuli ekki skilja mig. I greininni sé eg heldur engar dylgjur í garð þessa »prýðimennis« — og vona að Lúðvík bendi mér á þær í næsta pistli sínum. Hann barmar sér yfir þvl, að Sigurði á Húns- stöðum sé brugðið >um heimsku«, en dettur þó ekki í hug að bera slíkt beinlínis af honum. Hann lætur þess reyndar getið, að hann sé sýslunefnd- armaður og formaður kvennaskólanefndarinnar. Er ekki lítill tróðleikur í slíku og verður víst margur honum þakklátur fyrir »upplýsingar» þess- ar. Á þetta líklega að sýna vitsmuni Sigurðar bónda. — Já, það ríður ekki við einteyming, Titið hans Lúðvfks míns. Hann heldur, að allir sýslunefndarmenn hljóti að vera spekingar! Það er leitt, að hann skuli ekki geta komizt í þá stöðu. Þar gæti hann líklega losað sig við » kál fshöfuð i ð « , sem hann vildi hjálpa Þór- arni um. — Hann spyr, hvort prófastur hafi ekki unnið »verk sitt á kjörfundinum með alúð og samvizkusemi«. Jú, auðvitað. En slíkt er ekki einhlítt til þess, að menn leysi störf sin vel af hendi. Þeir þurfa líka að vera vaxnir þeim. — Skyldi Lúðvík geta skilið þetta? Hann lofar mjög vitsmuni nokkurra Svíndæla, er hann nefnir og hyggst að færa fólki heim sann- inn um speki þeirra, er hann getur þess, að þeir séu »efnabændur«. — Hann hefur auðsælega ekki varað sig á því, að það er sitthvað að vera »efnabóndi« og að vera »greindur« og sjálfstæður f Skoðunum. Þá segir Lúðvík minn, að eg sletti því, að And-valtýskan hafi laugað höfuð sín í Bakkusar- elfi eptir fundinn«. Hér hefur hann ekki getað lesið rétt. Eg sagði, að sumir Valtývar hefðu »laugað höfuð sín í óminniselfi hinsvolduga vín- guðs«. Mér kom ekki til hugar að bregða And- valtýskunni, minni pólitisku trújátning, um slfkt. Eg tel enda ólíklegt, að sjálf valtýskan — stjórn- arskrárfrumvarp dr. Valtýs — fari að taka sér neðan í því, þótt Lúðvík minn kunni að sjá ein- hver ráð til þess að gera hana drykkfelda. Kveð eg svo »uppgjafa-guðsmanninn á Syðri- Ey með virktum. 28/i» 1900. Héðinn. ,lsafold.‘ segir sattl Mér varð litið á »ísafold« rétt f þessu—og sá þar setning, sem er bókstaflega sönn. Þar er sagt, að »allra-einföldustu Húnvetningar« trúi því ekki, »að H. Þ.. Tr. G. og L. H. Bj. muni út- vega oss innlenda stjórn*. Það má sanna með óhrekjandi dæmum, að þetta er satt og rétt. Ein- ar Hjörleifsson, Árni hinn vellæsi1) á Geitaskarði Þorkelsson, Sigurður Sigurðsson á Húnstöðum og Hjörleifur próf. Einarsson munu ekki trúa því. Svo kunnugur er eg þeim mönnum, að eg þyk- ist mega fullyrða það. Svo er að sjá, sem »ísaf.« ætli, að Húnvetn- ingar séu í meira lagi treggáfaðir. Sá hefir og »vitanlega« og »óneitanlega« ástæðu til þess að halda slíkt, se1n þekkir ekki aðra Húnvetninga €n þá feðga, Einar »meðritstjóra« og Hjörleif föð- t>r hans, Árna á Geitaskarði og Sigurð á Húns- stöðum. En það er ósanngjarnt að dæma þá eptir þessum mönnum, þótt aðrar sýslur hafi, ef til vill, ekki slíkum mönnum á að skipa. Hún- vetningar munu heldur aldrei telja sýslu sinni það til gildis, að hún á slfka menn. Eg hefi ritað grein þessa til þess að sýna það öllum landslýð, að »ísafold« greyið getur sagt satt — og að hún hefur gert það í þetta skipti. Rvík 19. jan. 1901. Gamall Hú n ve t ningu r. Árnessýslu á gamlársdag 1900. Heill og sæll Þjóðólfur minn! Veturinn hefur til þessa verið góður; að vísu hefur verið umhleypingasamt, en snjór hefur að kalla má ekki sést fyr en 19. þ. m. og altaf mjög frost- vægt, svo þó nú sé töluverður snjór, þá er vonandi að 20. öldin færi okkur ekki hordauða eða heyleysi á fyrsta vorinu sínu, og helzt aldrei. Bráðapestin hefur stungið sér niður, og bólusetningin ekki kom- ið að notum f þetta sinn nokkuð víða. Flekkusóttin fer yfir í hœgdum sínum; þó okkar góðkunni héraðs- læknir hr. Ásgeir Blöndal, gangi röksamlega fram í því að stemma stigu fyrir henni, þá eru líkindi til að fáir sleppi skaðlausir á endanum. — Ef allir æðri og lægri hefðu séð þann sannleika, sem þú Þjóðólfur sæll sagðir í fregnmiða 17. apríl srðastl. þá hefði betur farið, en þegar skeytingarleysi yfir- valda og ólöghlýðni almennings hjálpast að, þá er ekki á góðu von. — Þá sá ísafold ekki svo mjög mikinn voða ó ferðum. Hún hefur gengið þess dul- in þá, þokkakindin, að hún gæti sett þetta flekku- sóttarmál í samband við uppeldisdóttur sína „val- týskuna". Já — vel á minnst, eg er annars mjög þakklátur hr. Boga Melsteð fyrir það, að hann hef- ur enn á ný flett gærunni ofan af henni, þeirri drós (o: valtýskunni). Eg vil ekki mir.nast á ísafold í sambandi við kosninguna hér í haust, því eg veit ekki nema það kunni að vera synd(!) eptir hrakförina, sem hún fór þá, en eg vil minnast á hana í sambandi við annað kjördæmi. í 77. tbl. er „ísaf." að gleiðgosast yfir því, að Strandakjördæmi muni vera orðið val- týskt og ber fyrir sig „merkan rnann" úr því kjör- dæmi. ísafold hefur aldrei þorað að hafa í fullu tré með ónotin til hr. Guðjóns Guðlaugssonar, fyrir það, að hann er einarður föðurlandsvinur, og sann- kallaður sómi bænda á þingi, en nú þykist hún vera búin að veiða einhvern happadrdtt á Ströndunum og skákar í því hróksvaldi. Eg vona, að Stranda- menn virði að maklegleikum þingmannskosti Guð- jóns, og gefi ísafold þann kinnhest, sem liún verð- skuldar fyrir árásina, sem sýnilega er gerð á Guð- jón f 77. tbl. Eg orðlengi þetta svo ekki meira, kæri Þjóð- ólfur minn, ogóska þér sigurs og sæmdar í baráttunni íyrir frelsi og réttindum ættjarðar vorrar, er þú fremst allra blaða hefur borið fyrir brjósti. Ereng- inn vafi á, að nýja öldin lærir að meta þjóðhollustu þína að verðleikum. Skagaflrði (Höfðaströnd) 10. des. 1900. Hér var grasvöxtur næstl. sumar í góðu meðallagi, og heyskapartíðin hin inndælasta, en þrátt fyrir það, að náttúran lék við mann, varð heyfengur hjá sum- um þeim, er búa á hinum stærri jörðum tæplega í rneðallagi, því vinnukraptinn vantar nú orðið svo til- finnanlega. Það vilja því margir losa sig við þær jarðir, er útheimta mikinn vinnukrapt, en eru þó opt- ast beztu jarðirnar. Nokkrir hér hafa tæplega hálfa áhöfn á jörð sína á móts við það sem var fyrir fám árum af fyr greindum ástæðum. — Margir hafa hug á að gera jarðabætur, en þó nógir peningar væru í boði er ekki hægt að framkvæma þær. Það er þvi hið mesta tjón fyrir landbúnaðinn, og landið í heild sinni hinn mikli fólksstraumur til Ameriku, er útlit er fyrir að fari vaxandi. — Manni blöskrar að lesa í Lögbergi, að náíægt 1000 manns hafi farið síðastl. sumar; það er sannkölluð land- plága á þessari öld. Sem sagt, geta menn ekki búið svo að það geti heitið búskapur, eða svo vel, að geta framfleytt fjölskyldu sinni — þó lítil sé, án þess að safna skuld- um, einkum þeir sem ekki hafa annað við að styðj- ast en bú sitt. — Nokkrir eru að flytja að sjónum, en komi ís- og aflaleysis ár, er ekkert líklegra en að sum sveitarfélögin fái þann skell, er þau fái eigi undir risið. — Töluvert mikið hefur verið gert fyrir landbúnað- inn, en eigi að síður er það almannarómur, að það sé lítið í samanburði við það, er þarf að gera, ef vel á að fara, þareð hann er grundvöllurinn undir flestum framförum landsins. Fiskafli var tæplega í meðallagi í haust; að hann varð ekki meiri mun stafa meðfram frá botn- verpingum, er útlit er fyrir, að ætli að fara að venja komur sínar hingað. — Þeir haía látið greipar sópa um grynnstu fiskimið vor, fyrir innan landhelgi, og náðust nr. og héimkynni tveggja; en hætt er við að það hafi lítinn árangur. Mörgum mun þykja nóg komið af þessum bar- lómssögum í blöðunum; en ekkert hefir verið ofsagt í því tilliti, ástandið er ískyggilegt, en erfitt þar á bót að ráða, eins fljótt og þörf er á, -— En þrátt fyrir þetta, el eg þá von í brjósti mínu, að fósturjörðin eigi blessunarríka framtíð fyr- ir höndum á hinni komandi öld. — G. Mosfellssveit 12. jan. — — — Geta má þeirrar nýbreytni, er Mosfellingar hafa tekið upp, að halda sér veizlu einu sinni á ári. Var byrjað á því f fyrra á 25 ára afmæli búnaðar- félagsins. í vetur, 14. f. m., var aptur slík samkoma, er hver tók þátt í, er vildi, gegn ákveðnu gjaldi fyr- ir veizluna. Var svo vakað við ýmsar skemmtanir alla nóttina. Tóku um 60 þátt í veizlunni. Rædd voru ýms mál með formlegum fundarsiðum, þar á meðal um nauðsyn vegar milli Elliðaánna ok Leir- vogsár, brú á Úlfarsá, o. fl. Var stofnað til sam- skota og valin nefnd til að koma brúargerðinni f framkvæmd. Lestrarfélag Lágafellssóknar hefur haldið 2 skemmtisamkomur í vetur fyrir almenning; hver samkoma byrjað með fyrirlestri. Úllarvinnu-verksmiðjan á Varmá (framhald af vélunum á Álafossi) er nú um það bil að taka til starfa. Aldamótasamkoma var haldin að Gröf á nýárs- nótt; tóku þátt í henni um 40, mest ungmenni úr nágrenninu. Hafði Björn bóndi þar samið ljóð fyr- ir tækifærið, er börn hans o. fl. sungu fleirraddað um miðnættið, er aldirnar mættust. Eitt hið mesta áhugamál vort er nú vegurinn, er eg nefndi. Það ætti ekki síður að vera áhuga- mál Reykvíkinga, þar sem Kjósarsýsla er aðalupp- land bæjarins og viðskiptahérað. Væntum vér, að ekki líði langt á öldina, áður alþingi sannfærist um nauðsyn þessa vegar. — — — Veðurátta. Síðustu vikunahefur verið mesta ókyrrð á veðri; hefur útsynningur (suðvestan) ver- ið tíðastur; aðfaranótt h. 20. heyrðust hér mikl- ar þrumur. Loptvog einlægt verið mjög lág, en þó aldrei eins lág og um miðjan dag h. 21., nfl, 703.6. millim; kl. 4 e. h. rauk hann á vestan með slyddubyl, en veðrið stóð ekki lengi. Árið 1888, á Þorláksmessu (23. des.) komst loptvog enn lægra, nfl. 697 millim. Þann dag var af- takarok af suðri, sem skall á allt í einu kl. 6— 7 e. h. í 30 ár hefur loptvog ekki komizt eins eins langt niður hér í Rvfk.—Er þettatekið ept- ir skýrslu írá landlækni dr. Jónassen. Leiðrótting. Þegar eg hafði lesið grein Erlendar Oddssonar á Hópi um skarlatssóttina f Grindavík í 2. tölubl. Þjóðólfs, skrifaði eg honum og skoraði eg á hann að skýra mér frá, hve margir og hverjir hafi sýkzt í Grindavík af hálsbólgu á áliðnu sumri og í haust. í svari sínu til mín telur hann upp 3 í Járngerðarstaðahverfinu, sem eg hefi skoð- að og segist auk þess vita til, að börnin á Stað hafit í haust verið veik í hálsi. Þó að það væri nú satt, að hálsbólga hefði ver* 1) Sbr. „Húnvetninga-bardaga" í Þjóðólfi 6. okt.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.