Þjóðólfur - 22.02.1901, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 22.02.1901, Blaðsíða 4
36 KONGOTHE fæst mjög gott og ódýrt í verzlun Sturlu Jónssonar. SALTFISKU R fæst í verzlun Sturlu 7ónssonar. í verzlun Sturlu Jónssonar fæ s t: Farfi allskonar, terþentína, kítti, þurk- andi, shellakk, benzin, maskínuolía, salmíak- sþiritus, edikssýra. De forenede Bryggerier Köbenhavn. mæla með hvarvetna verðlaunuðu ölföngum sínum. ALLIANBE PORTER (Double brown stout) hefur náð meiri fullkomnun en nokkurn tíma áður. ÆGTE MALT-EXTRAKT frá Kongens Bryghus, er læknar segja ágætt meðal við kvefveikindum. Export Dobbelt 01. Ægte Krone 01. Krone Pilsnei*. fyrir neðan alkoholmarkið og því ekki áfengt. ■iiitiiiimiiaii ■l■l■l■l■l■l■l■l■l ■l■lll■l•l■l■l■l■l■l■{■l■l■l■l■l■l■l■l■l■lll■l■lllal■l■l■l■l■l■l■l* •l■l■l■l■l■l■l■l•l■l■l■l■l•l«l■l■l■l•l■l■l f- * ODYRAST A SAUMASTOFAN í REYKJAVÍK 14 BANKASTRÆTI 14, hefur nú töluvert af FATAEFNUM. Tilbúnum fötum og efni i Prengjaföt. Fleiri tegundir Allt selst afar 1 águ verði gegn peni ngum. Emailleraðir pottar, katlar, mjólkur- fötur og skálar komu nú með Laura í verzlun. Sturlu Jónssonar. , Skýpsla um selt óskilafé í Snæfellsness- og Hnappadals- sýslu 1900. í Skbgarstrandarhreþþi: 1. Hvítt geldingslamb mark: gagnbitað h., heilrif- að biti a. v. 2. Hvítt hymt gimbrarlamb m.: blaðstyft a. h., sýlt gat v. í Helgafellssveit. 1. Hvít kollótt ær m,: stýft hálft af fr. h., fjöð- ur fr. v. 2. Hvltur lambhrútur m.: stýft gagnbitað h., sýlt biti a. v. í Eyrarsveit'. 1. Hvítt gimbrarlamb m.: sneitt fr. biti a. h., hálf- ur stúfur fr. v.. 2. Hvítt gimbrarlamb m.: stúfrifað biti fr. h., sneitt a. v. f Neshreþþi utan Ennis\ x. Hvítt gimbrarlamb, m.: sýlt h., hvatrifað og 2 bitar fr. v., hornamark: sýlt biti fr. h., sýlt biti fr. v. í Staðarsveif. 1. Hvítt hyrnt gimbrarlamb m.: biti fr. h. 2. Hvítt hymt gimbrarlamb m : stýft biti fr. h., stúfrifað v. 3. Gulhyrnd veturgömul gimbur m.: miðhlutað v., hornam.: lögg fr. v., og vottaði fyrir lögg eða bita á stiklinum v. í Miklaholtshreþþi-. 1. Hvítt hrútlamb m.: hvatrifað h., hálfur stúfur a. biti fr. v. í Kolbeinsstaðahreþþi: 1. 2 gulkollótt gimbrarlömb m.: tvístýft fr. h. Ennfremur hefur sjórekist'. f Breiðuvíkurhreþþi: 1. 4 sauðkindur mark: stýft, biti fr. h., tvístígað a. v., hornam.: biti fr. h., brennim.: A. I. v. 2. 1 sauðkind: mó- eða grábíldóttur sauður 3—4 vetra m.: stýft og biti fr. h., tvær fjaðrir a. v., brennimark: A. 2. v. I Staðarsveit'. 1. 1 ær m.: sneitt Ir. fjöður a. h., sýlt v., brenni- mark: B. 2 h. H. O. G. N. v. Hlutaðeigandi hreppstjórar standa eigendum skil á andvirði hins selda fjár, að frádregnum kostnaði, ef þess er vitjað innan næstu Mikaels- messu. Skrifstofu Snæfellsness- og Hnappadalssýslu. Stykkishólmi 31. janúar xgox. Sœm. Halldórsson settur. VOTTORÐ. Eg hefi verið mjög magaveikur, og hef- ur það með fylgt höfuðverkur og annar las- leiki. Með því að brúka Kína-lífs-elixír frá hr. Valdimar Petersen í Friðrikshöfn, er eg aptur kominn til góðrar heilsu, og ræð eg því öllum, er þjást af slíkum sjúkdómi, að reyna bitter þennan. Oddu r Snorrason. KÍNA-LIFS-ELIXÍRINN fæst hjá flestum kaup- mönnum á fslandi, án nokkurrar tollhækkunar, svo að verðið er öldungis sama sem fyr, 1 kr. 50 a. flaskan. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir að líta vel v.p. eptir því, að-þ^ standi á flöskunutn í grænu lakki, og eins. eptir hinu skrásetta vörumerki á flösku- miðanum: Kínverji með glas í hendi, og firma- nafnið Waldemar Petersen, Nyvej 16, Köbenhavn. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Glasgow-prentsmiðjan. 86 næsta augabragði steyptist hann aptur niður í djúpið. Dómit- íla æpti upp af hræðslu. „Austu úr bátnuml", kallaði eg til hennar og herti róður- inn af öllum mætti. Hún hlýddi skipun minni og mér tókst að snúa bátnum, svo að bylgjurnar skullu á hliðina á honum. Við héldum nú undan vindinum og bárumst óðfluga upp að tanga einum. Eg hætti snöggvast að róa og kastaði mæðinni. Við vorum hér um bil stundarleið frá höfninni, en eg þekkti strönd- ina nákvæmlega og vissi, að mér mundi takast að ná lend- ingu þarna. Dómitíla sat náföl af hræðslu og hélt sér dauðahaldi í bátinn, „Ertu svona lífhrædd?", spurði eg með fyrirlitningarsvip. „Já“, sagði hún og hrukkaði ennið, „ertu það ekki líka?“ Eg rak upp ofsahlátur. „Hleyptu mér á land", sagði hún f höstum rómi. Eg er búin að fá nóg af þessari sjóferð þinni". Mér gramdist, að hún skyldi tala við mig, eins og eg væri sífellt þjónn hennar og hún hefði mig algerlega á valdi sínu. „En hvernig yrði þér við, ef mér hugkvæmdist að hvolfa bátn- um undir okkur?", sagði eg. „Þá þyrftum við ekki að vera að kýta lengur". ■ „En eg vil lifal", æpti hún upp og þreif í handlegginn á mér. „Þú hefur engan rétt til þess að drepa mig. Heyrir þú það? Eg vil lifal". Röddin skalf af geðshræringu, en D. horfði ósmeik hvöss- tim augum beint framan í mig. Klúturinn hafði dottið afhöfð- inu á henni og fagra, svarta hárið hennar flögraði laust fyrir vind- inum. Hún stóð frammi fyrir mér sem einhver töfradís með leiptrandi augnaráði og rjóðum kinnum. Eghorfði á hana með aðdáun og dýfði síðan árunum aptur í sjóinn. Eg fann, að eg 87 var enn fjötraður af töfrum hennar og það var henni líka full- ljóst. Við áttum ekki nema fáeina faðma eptir til lands. Strönd- in var snarbrött, svo að ófært var að lenda. Loks kom eg auga á háan hamar, sem gekk út í sjóinn, en var lágur að fram- anverðu. Þar tókst mér að ná lendingu; eg dró bátinn upp á land og faldi hann á bak við klett, svo að eg gæti fundið hann daginn eptir. Síðan litaðist eg um. Veðrið var farið að lægja dálítið; við og við gægðist tunglið fram undan skýjunum, svo að eg kannaðist við, hvar við vorum stödd. Nú var ekki um annað að gera en að reyna að klifrast upp á hamarinn, því að þaðan var hægðarleikur að komast til bæjarins. Dómitíla reyndi að klifrast upp, en hinn veikbyggði líkami hennar var orðinn. lémagna; henni varð fótaskortur og hún hefði dottið, ef eg hefði ekki náð í hana. Eg tók hana þegjandi í fang mér og hóf upp- gönguna. Hún veitti enga mótspyrnu, en hélt sér dauðahaldi í mig. Eg fann hjarta hennar slá upp við hjarta mér. Blóðið í mér ólgaði og svall. Eg var alveg utan við mig af því að vera svo nærri þessari stúlku, er eg unni svo heitt, en sem eg hlaut að missa algerlegá. Eg þrýsti henni upp að brjósti mér og kyssti hana á ennið. Dálítill titringur fór um hana. Eg horfði á hana. Hún lá í fangi tnér eins og þreytt barn, þegjandi og með augun aptur. Loks var eg kominn upp, eg lagði hana varlega niður og féll svo á kné franxmi fyrir henni. „Dómitíla!", sagði eg með bænarröddu. „Miskuna þig yfir mig — eg get ekki lifað án þín!“ Hún virtist komast við ; eg sá eitt tár glitra í augum hennar. „Hlustaðu á mig, Dómitíla!", sagði eg í ákafri geðshrær- ingu. „Eg ætla ekki að neyða þig til að játa neitt. Þú skalt hafa nægilegan tíma til þess að reyna bæði mig og sjálfa þ’fl-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.