Þjóðólfur - 03.05.1901, Side 2
86
frá því, er prestkallið losnaði, skal íbúum prest-
kallsins gefinn kostur á að greiða atkvæði sam-
kvæmt 3. gr. Komi þá 1 ljós, að fullir 2/3 hlut-
ar atkvæðisbærra prestkallsbúa óski að mynda ó-
háð kirkjufélag, og hafi þeir innan árs (12 mán-
aða) frá því prestkallið losnaði fengið sér prest
eða forstöðumann, þann er fullnægi skilyrðum
þeim, er sett eru fyrir safnaðarþjónustu á Islandi,
og færi sönnun fyrir því hjá lögreglustjóra, úr-
skurðar hann þeim rétt til að gerast óháð kirkju-
félag (sbr. 4. gr.). — Nágrannaprestar annast
þjónustu prestkallsins meðan undirbúningur sá
fer fram, er ræðir um í þessari gr.
Sé skilyrði þau, er ræðir um í þessari grein,
eigi fyrir hendi, skal auglýsa prestkallið til um-
sóknar og veitingar.
6. g r. Ibúar prestkalls, er myndað hefur
óháð kirkjufélag, eru, að því er gjöld og kvaðir
til prests og kirkju áhrærir,. eins og öll önnur
kirkjufélagsleg málefni, að eins háðir reglum og
ákvörðunum hins óháða kirkjufélags. En setjist
þeir síðar að 1 öðru prestkalli, þar sem slíkt kirkju-
félag eigi er myndað, eru þeir í þessu efni háðir
gildandi landslögum.
7 . g r. Prestar eða forstöðumenn óháðra
kirkjufélaga skulu á hendi hafa samskonar þjóð-
félag6leg störf, sem prestar annara safnaða, og
embættisstörf þeirra hafa sama gildi. En skýrsl-
ur þær um slík störf, er prestum annara safnaða
ber að sénda prófasti, skulu prestar eða forstöðu-
menn óháðra kirkjufélaga senda hlutaðeigandi lög-
reglustjóra.
8. gr. Þá er fullir 2/3 hlutar landsmanna
ern orðnir meðlimir óháðra kirkjufélaga, skulu í-
búar þeirra prestkalla, er þá eigi hafa myndað
slík félög, skyldir til, jafnóðum og prestaköllin
losna eða hlutaðeigandi prestar samþykkja, að
taka að sér alla stjórn sinna kirkjufélagslegu roál-
efna, með þeiro réttindum, er lög þessi ákveða
óháðum kirkjuféiögum á Islandi. Skal landsstjórn-
in annast framkvæmd þessa ákvæðis.
9. gr. Nú hafa íbúar prestkalls fengið rétt
eða skyldu til að gerast óháð kirkjufélag, og skal
þá landsstjórnin hlutast til um, að kirkjufélaginu
verði afhent til eignar og umráða kirkja sú eða
kirkjur þær innan takmarka safnaðarins, sem eru
eign almennings (beneficium), ásamt grunnstæði
og grafreit, svo og messuáhöldum, graftólum og
öðrum munum eða áhöldum (ornamenta, instru-
menta), er kirkjunum fylgja.
10. gr. Fasteignir kirkju eða kirkna þeirra,
er óháðum kirkjufélögum eru afhentar, svo sem
jarðeignir, ítök og þvíl., falla til landssjóðs frá
næstu fardögum eptir að kirkjufélagið hefur náð
löggildingu. Skulu eignir þessar jafnframt virtar
tilpeningaverðs af óvilhöllum, dómkvöddum mönn-
um, að tilhlutun landsstjórnarinnar, er síðan hefur
umsjón með þeim, svo sem öðrum eignum lands-
sjóðs.
11. g r. Sérhvert óháð kirkjufélag skal fyrst
um sinn njóta tillags úr landssjóði til félagsþarfa,
er nemi 4% afverði (höfuðstól)þeirra kirkjueigna,
er til landssjóðs hafa fallið, og áður heyrðu til
kirkjum þeim, er félaginu hafa verið afhentar. Þó
tná upphæð tillagsins eigi nema meiru en föstum
árstekjum prestsins af kirknaeignum eþtir brauða-
mati því, er gildir á þeim tíma, er söfnuðirnir
fá rétt eða skyldu til óháðrar sjálfstjórnar í kirkju-
félagsmálum.
12. gr. Eptir að slík óháð kirkjufélög 1
landinu hafa náð þeim meðlimafjölda, er um ræð-
ir í 8. gr., skal landssjóðstillaginu skipt milli allra
slíkra félaga hlutfallslega eptir mannfjölda sam-
kvæmt manntalsskýrslum. En er 10 ár eru liðin
frá því allir söfnuðir á landinu hafa myndað óháð
kirkjufélög, samkvæmt lögum þessum, minnkar til-
lagið um '/io á ári, unz það hverfur.
13. gr. Landssjóðskirkjur skulu afhentar
óháðum kirkjufélögum í góðu standi eða með of-
análagi, eptir óvilhallra, dómkvaddra manna mati,
svo að líklegt sé, að þær, í sama formi, eigi falli
kirkjufélögunum til byrðar næstu 10 ár eptir af-
hendinguna.
14. g r. Eigendur bændakirkna hafa sömu
skyldum að gegna gagnvart óháðum kirkjufélög-
um, sem þeir áður höfðu gagnvart presti og
söfnuði.
1 5 . gr. Þá er allir söfnuðirf landinu hafa
myndað óháð kirkjufélög (8. gr.), skal biskupsem-
bættið á íslandi úr lögum numið. Biskup sá, er
síðast verður í embætti, heldur þó nafnbót og
fullum launum, meðan hann lifir.
16. gr. Hér með skulu úr lögum numin
lög 8. jan. 1886, um hluttöku safnaða í veitingu
brauða, svo og öll þau lög og laga-ákvæði, er
koma í bága við lög þessi.
17. gr. Lög þessi öðlast gildi.............
Gufubáturinn »Reykjavík« kom
hingað í gær eptir 5 daga ferð frá Mandal.
Frá útlöndum bárust ný blöð með
»Reykjavík«, og er hið yngsta þeirra frá 24. f. m.
— Frá Kína eru þær nýungar, að eldur kviknaði
í þeim hluta keisarahallarinnar í Peking, sem
Waldersee greifi hinn þýzki bjó í, og komst hann
með naumindum úr eldinum út um glugga, en
von Schwartzkopf hershöfðingi þýzkur brann inni.
Ekki er getið um, að fleiri hafi beðið bana í
bruna þessum. Ætlun margra er, að eldur þessi
stafi af mannavöldum, þótt það sé þaggað niður.
Hjá Búum gengur allt í sama þófinu, en
heima fyrir á Englandi eru harðar róstur í parla-
menntinu út af nýja fjárlagafrumvarpinu, er lagt
hefur verið fyrir þi'ngið. Wilhelm Harcourt sagði,
að Búaófriðurinn væri orðinn 4 sinnum kostn-
aðarsamari fyrir England, en Krímstríðið hefði
verið, og það væri þegar búið að eyða til þessa
hernaðar öllu því, sem England hefði sparað sam-
an næstl. 50 ár. — Meðal annars hefur nú enska
þingið samþykkt að taka nýtt ríkislán, 60 miljón-
ir pd. sterl., einnig hefur það samþykkt lög um
hækkun á tekjuskatti, og tollað innfluttan sykur
um 1 kr. 50 a.—3 kr. 75 a. hver 100 pd., mis
munandi eptir sykurtegundum, og eru landsbúar
mjög óánægðir yfirþessum lögum. En þó þykir
mestum tíðindum sæta og vekur mesta gremj-
una, að enska þingið hefur samþykkt lög um
útflutningstoll á kolum, 1 shilling (90
aura) á hvert ton, og gengu lög þessi þegar
í gildi 19. f. m. Hafa fundir verið haldnir
víðsvegar á Englandi, og lögum þessum harðlega
mótmælt. Hafa kolanámaeigendur f hótunum, að
loka námunum, og verkmenn í námunum segjast
muni hætta vinnu, því að þeir þykjast sjá fyrir,
að kaupið lækki að stórum mun við toll þennan.
En þetta er mjög alvarlegt málefni fyrir alla, er
keypt hafa kol frá Englandi, þar á meðal einn-
ig fyrir oss hér, þótt í smáum stýl sé, því að vit-
anlega hækka kolin til muna í verði við toll þenn-
an, og meiru en honum nemur tiltölulega. I
»Norges Sjöfartstidende« er reiknað út, að verð-
hækkun þessi muni nema nálega 2 miljónum króna
á ári, að því er Noreg snertir. Enska stjórnin
þykist þess fullviss, að menn muni kaupa brezk
kol eptir sem áður, en það selja fleiri þjóðir kol
en Bretar, svo að sú von getur brugðizt. Mæl-
ist það hvarvetna illa fyrir, að gripið var til þess-
ara örþrifráða til að standast kostnaðinn við slátr-
un Búanna. n
Óveitt prestaköll: Laufás (Laufáss-
og Svalbarðssóknir) í Suður-Þingeyjarprófastsdæmi.
Mat 1421 kr. 04 a., að frádregnu árgjaldi af brauð-
inu 400 kr., sem greitt er með útlögðum jörðum
(385 kr. 83 a.) en 14 kr. 17 a. í peningum í land-
sjóð. — Prestsekkja er á brauðinu, sem nýtur
náðarárs og eptirlauna samkvæmt lögum. Veitist
frá fardögum 1901. Auglýst 27. aprll. Umsókn-
arfrestur til 12. júní.
Vellir í Svarfaðardal (Vallna- og Stærraár-
skógssóknir) í Eyjafjarðarprófastsdæmi. Mat 1420
kr. 60 a., að frádregnu árgjaldi af brauðinu, sem
greitt er með útlögðum jörðum. Prestsekkja er
1 brauðinu, sem nýtur af þvf náðarárs og eptir-
launa samkvæmt lögum. Veitist frá fardögum 1901.
Auglýst 27. apríl. Umsóknarfrestur til 12. júní.
Suöur-Þingeyjarsýslu (Höfðahverfi)
6. apríl.
Síðan um nýjár hefur mátt heita góð tíð og
góðir hagar. Nú í nokkra daga hefur verið frost
mikið, en jörð nær því auð; útlit er fyrir að flestir
séu byrgir með hey, þó hafa þau gengið upp ótrú-
lega, þar sem landlétt er. Brddapestin hefur gert
vart við sig í vetur, en flestir famir að láta bólu-
setja fé sitt, og hefur ekki borið neitt á henni þar.
Ekki hefur tekizt að útrýma fjdrklddanum, þó reynt
hafi verið, og kenna menn sviknu eða ónýtu baðlyfi
um það. Þeir sem báru góða tóbakssósu ofan í fé
sitt eptir að baðað var, losuðust alveg við kláðann,
en hinir sem böðuðu bara, fengu að vita afhonum.
Aflabrögd voru talsverð austan Eyjafjarðar í haust
er leið, en lítið um gæftir. Síldarafli var einnig góð-
ur, og síldin í háu verði, og sumir búnir að afla
margar tunnur. Mest hafa þeir grætt á henni, sem
áttu veiðarfærin sjálfir. Nú er einnig kominn dálít-
ill fiskreitingur, ef beita væri. Verzlun er fremur
örðug hér. Kjötverð var á Akureyri í haust 20 aura
pundið í skrokkum, sem viktaði 48 pund og 18 aura
í 45 punda þunga, 16 í 32 punda og 12 þar fyrir
neðan, en vörur eru dýrar á móti og ull í lágu verði.
Peninga ekkium að tala. Rjúpur hafa verið í góðu
verði í haust og vetur, 20—28 aura rjúpan, en lítið
um þær. Kaupfélagid hlýtur að vera í miklum skuld-
um, þar sem sauðirnir fórust flestirmeð skipinu „Bear“
í haust. Ekki er kominn frétt um verðið á þeim ;
en menn búast við að fá helming verðsins: 6 kr. fyr-
ir lakari sauðina, 9 fyrir þá betri; þó veit enginn þuð
með visSu; samt á að halda pöntuninni áfram, þrátt
íyrirþað, þó skaðinn sé mikill. — Um Ameríkuferbir
er lítið talað og hygg eg, að fáir muni ætla þangað
úr þessu plássi. Manni óar við að flytja þangað,
eins og útlitið er þar, þótt Lögbergsklíkan flytji
hverja greinina á fætur annari um ágæti þess og nd
kvað vera komið út eitt þarfaritið enn þá, er nefnir
sig „Manitoba". Ekki hefur það komið hingað, svo
eg viti, en það kvað sent til Islands á sama hátt
sem Lögberg, til að ginna menn vestur í sæluna
hinu megin. Þú hefur Þjóðólfur minn flett laglega
gærunni ofan af Lögbergs klíkunni, og sýnt fram á,
hvílíkt sómablað Lögberg er.
Af ísl. blöðunum hér heima, er „Austri" allmik-
ið keyptur, en Bjarki mjög óvíða, enda þykir hann
ekki merkilegt blað. Af Reykjavíkur blöðunum er einn-
ig mikið keypt, og þar ert þú Þjóðólfur minn fremst-
ur. Isafold er og dálítið keypt, en það eru helzt
læknar og aðrir embættismenn, sem kaupa hana; á
bændabæjum er hún óvíða. Eg hygg, að kaupend-
um Sunnanfara hafi fækkað, síðan Einar tók við rit-
stjórn hans; áður var hann víða, en nú sést hann varla.
Pjódhátid kvað Höfðhverfingar ætla að halda
í vor.
Jardarför séra Magnúsar heitins í Laufási fór
fram 3. þ. m., að viðstöddum fjölda fólks, þótt veður
væri hið versta.
SkagaflrOi 14, apríl. Veturinn hefur verið
einhver sá bezti, sem menn muna fram um Einmán-
aðarbyrjun. þá kólnaði mikið, optast norðaustan-
brunarsíðan ogfrost, opt 8—I5gr. áR. en snjókoma
lítil. Heybirgðir nógar, og skepnur víst í góðu Iag>
yfirleitt. ísjakar hafa komið hér inn á fjörðinn en
mjög lítið. Vesta kom hér um daginn á Sauðár-
krók með talsverðar vörur til kaupmanna, og settn
þá kaupmenn sumt af vörum upp og sumt niður.
Bankabygg sté niður úr 26 kr. ofan í 24 kr. 200 ®
kaffi úr 75 aur. ofan í 65 aur. melis úr 30 aur.
of-
an í 28 aur. og kandís úr 34 aur. ofan í 33. Svona
eru kaupmenn nákvæmir við okkur, þeir setja
nið-
ur um 1 eyri, ef þeir sjá sér það fært, en opt e
eins nákvæmir, þegar þeir eru að setja upp, Þv^ \
verða aurarrir opt tveir eða fleiri. Baunir hafa Þeir