Þjóðólfur - 04.06.1901, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 04.06.1901, Blaðsíða 4
io8 brott við svo búið, er þeir höfðu horft hver á annan um stund og gengið um gólf í fundarsaln- um í óþolinmóðri eptirvæntingu um fleiri sálir. — Með þvl að fundur þessi var boðaður með nægum fyrirvara í »ísafold« og veður var hið fegursta um daginn, verður þessi einkennilega fjarvist kjósenda í kjördæmi, sem Valtývar hafa eignað sér með húð og hári, ekki skilin öðru , vísi en sem ónotaleg vanþóknunaryfirlýsing til þingmannanna og á valtýskunni yfirleitt, eflaust með fyrirhuguðu ráði gerð, og verður ekki dregin af því önnur ályktun en sú, að gengi valtýskunn- ar sé nú nauðalítið í þessu kjördæmi, er enginn virti málið svo mikils að sækja fundinn til að taka ályktanir í því. Þetta var því mjög hrap- arlegt frá valtýsku sjónarmiði, þóttkjósendurhefðu ekki átt að láta önnur mál gjalda þessa eina máls með því að sækja alls ekki fundinn. En gagn- vart samtökum þeim, er hér hljóta að hafa átt sér stað, hverfur sú ásökun að mestu. Valtýing- ar munu ekki spara að eigna þetta að eins frá- munalegu og vítaverðu áhugaleysi kjósenda í ö 11 - um málum. Á þann hátt munu þeir reyna að draga fjöður yfir þessa hlægilegu Hafnarfjarðar- hrakför þeirra, er mun vera nálega eins dæmi í þingmálafundasögu vorri. Af þingmálafundl á Seyðisfirði hafa borizt þær fregnir, að þar hafi verið samþykkt með öllum atkv. gegn 2 (Þorst. Erl. og Þorst. Gíslas.) að 61. gr. stjórn- arskrárinnar skyldi standa óbreytt. Raunaleg úrslit í hinni austfirzku höfuðborg dr. Valtýsl Ólafur Pálsson lögfræðingur (frá Akri) er alllengi hefur verið aðstoðarmaður á yfirborgstjóraskrifstofunni í Höfn, hefur verið skipaður »fullmektugur« þar frá 1. maí síðastl. __________ Samsöngur var haldinn hér í bænum í fyrra kveld undir forstöðu hr. Brynjólfs Þorlákssonar söngkennara með aðstoð Jóns Jónssonar sagnfræðings, frk. Elizabet Steffensen, söngflokks skólapilta, söngfél- ags Goodtemplarastúkunnar »Verðandi« og Kristi- legs unglingafélags. Ágóðinn af samsöng þessum, er varð rúmar 170 kr., var látinn ganga til Aust- ur-Eyfellinga, og eiga söngmenn bæjarins þakk- ir, skildar fyrir greiðar undirtektir í þessu og góða og skjóta framkvæmd. Eru samskot þau, er afhent hafa verið ritstjóra þessa blaðs héðan úr bænum (að mestu leyti) orðin rúm goo kr. (sbr. augl. hér í blaðinu) og hefur sú upphæð verið send hreppstjóranum f Austur-Eyjafjallahreppi, Jóni Hjörleifssyni í Eystri-Skógum, til úthlutunar í samráði við sóknarprestinn, séra Jes í Eyvind- arhólum. Auk þessa hefur annað blað bér íbæn- um, er tekið hefur við samskotum, safnað rúmum 20 kr., eptir því sem þar hefur auglýst verið. Þjóðólfur þakkar öllum bæjarmönnum, er vikizt hafa drengilega við þessari nauðsyn, sumir af litlum efnum. — Verður enn haldið áfram að veita gjöfum móttöku. Yeðuráttufar í R.vik í maímánuði. Medalhiti á hádegi. . +ii.°8 C. (í fyrra -j- 8.1) n n nóttu . + 4-°2 „ ( »» • 3* Mestur hiti „ hádegi. + 21° „ (26.). —kuldi „ n • + 5° „ (10. 11. 13.). —hiti „ nóttu . + 8° „ (25. 26.). kuldi „ n • • 0 „ (7. 11. 14.). Ji'dtíd vedurblíða í pessum mánvði. f siðustu jo dr hefur það aldrei komið fyrir, að yfir 20 stiga hiti í forsælu hafi átt sér stað í maímánuði. Talsverð úrkoma var um miðjan mánuð og 14. voru fjöll hvít að morgni. Hlýindin mest síðustu daga mán- aðarins. t/ö iqoi. J. Jónassen. Ný saumamaskína, sem er stfgin, fæst til kaups fyrir 75 krónur. Ritstj. vísar á seljanda. Jarðarfðr Holgers kaupmanns Clausens fer fram fimtudaginn 6. júní kl. 12 á hádegi. Yflrlýsing. Guðni Tómasson frá Austurey hefurí 14. blaði Þjóðólfs þ. á., farið óviðurkvæmileg- um orðum um eptirmann sinn á Austurey, því hvorki hefi eg reynt hann að neinum samningsrofum, munn- legum eður öðrum, né þeir mörgu sveitungar mínir, sem eg hefi talað við um téða grein Guðna; þar á móti hefur okkur reynzt hann reglusamur og sanngjarn í öllum viðskiptum, og ætíð verið fyrstur til hjálpar nauðstöddum náunga sínum. Kiðjabergi 16. maí 1901. Gunnl. Þorsteinsson. TákTd F.ptTr Hér með læt eg almenning vita, að egund- irskrifaður flyt að öllu forfallalausu verkstæði mitt í húsið »Tryggva-Skála« við Ölfusárbrú 1 kringum 15. júní næstkomandi; tek eg þar að mér allskonar aðgerð á úrum og klukkum. Þar sel eg einnig ÚR þau, er eg auglýsti f 24. tbl. »Þjóðólfs« þ. á. Þangað verða menn og að vitja ÚRA þeirra, er pöntuð hafa verið hjá mér. Þau ÚR, eríaðgerð hafa verið hjá mér og ekki hafa verið hirt fyrir þennan tfma afhendast í »Tryggva- Skála«. Allar aðgerðir eru fljótt ogáreið- a n 1 e g a af hendi leystar. Hvergi ÓDÝRARA selt neitt það, er að úr- smfði lýtur. Eyrarbakka 29. maí 1901. Jóhannes Sveinsson. Úrsmiður. Barnavagn óskast keypur nú pegar. Ritstj. vísar á. Samskot tll Austur-Eyfellinga afhcnt d skrifstofu Þjóðólfs. Jón Þorkelss. landskjalav. 5,00; EinarJónss. skó- smiður 2;oo, Jón Magnússon Lambhól 2,00; Gísli Þorbjarnarson kaupm. 1,00; Þórður Þórðarson (Vest- urg. 48)5,00; G. 'I'. Z. 5,00; Kr. Árnad. 1,00; Pétur Þórðarson lögregluþjónn 1,00; Hallgr. Melsteð bókav. 5,00; Jóhannes Ólsen2,oo; Kristján Jónsson yfirdóm- ari 5,00; Sigfús Eymundsson bóksali 5,00; Pétur Jóns- son blikksmiður 4,00; Finnbogi G. Lárusson kaupm. Gerðum 10,00; Jón Árnason verzlunarm. 2,00; Erl. Guðmundsson Skildinganesi 3,00. Ágóði af samsöng 172 kr. (að frádregnum kostnaði við peningasending- una austur). Samtals 230 kr. Áður auglýst 690 kr. Alls 920 kr. Þessi upphæð send austur með pósti í dag. 4/6 1901. Hannes Þorsteinsson. Bankavaxtabréf þau hljóðandi á 1000 kr,, 500 kr. og 100 kr,, sem gefín hafa verið út sam- kvæmt lögum 12, janúar. 1900, um stofn- un veðdeildar við Landsbankann í Reykja- vík, fást keypt á afgreiðslustofu bankans. Ársvextir afverðbréfum þessum eriM1/* af hundraði Landsbankinn 8. maí 1901. Tryggvi Gunnarsson. ísgeymslufélag Dýrfirðinga Verzlun GÍSLA ÞORBJARNARSONAR er flutt á Laugaveg M 6. — Fást þar alls- konar nauðsynjavörur með lægsta verði. Einnig ull- arnærfatnaður prjónaður og sokkar, sem hvergi hér d landi fœst jafn ódýrt. Þar eru sýnd sýnishorn frá Chr. Juncher klœðaverksmiðju og pantanir afgreidd- ar. Þar fæst pakpappisin pekkti o. mfl. Þersteinn Gunnarsson. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< Gamlar bækur, grafskriptir og erfiljóð kaupir liáu verði Pótur Zophóniasson. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦4 hefur til sölu frysta síld og ís. Með því að félagið hefur nú fullkominn nótaútveg og æfðan síldarveiðaformann, býst það við, að hafa næga síld á komanda vori. ís og síld hvergi eins ódýrt á Vesturlandi. Afgreiðsla fljót, hvort heldur er á nóttu eða degi. Haukadal í Dýrafirði 20/i 1901. Matthías Olafsson. Baðhúsið er opið á miðvikudögum og laugardögum allan daginn frá kl. 7 árd. til 8 síðd., á sunnudög- um frá kl. 7 til hádegis, hina dagana að eins á morgnana frá 7—10 árd. Að sterkja lín með franskri aðferð gerir undirskrifuð ein hér í bænum. Hvergi fæst sterkjun ódýrari, og línið lítur bezt út og líður minnst við þessa aðferð. Vinnustofa mtn er í AOalstrætl M 12 (fyr- verandi hús M. Johannessens). Reykjavik í maí 1901. Kristín Jónsdóttir. NB. Baðkerin nýlega „emailleruð '. SlLD og 1S fæst að jafnaði í íshúsi kaupm. J. G. Möller’s á Blönduósi. j^undmaga BORGAR ENGINN BETUR EN SALtp.Kur vel verkaður, stór smár, og ýsa verður keyptur hæsta verði við verzl. EDINBORG í Reykjavík, Keflavík, Stokkseyri og Akra- nesi, sömuleiðis á öllum viðkomustöðum strandferðabátanna. Á8GE1R S1GURÐ8S0N. Jóhannes Sveinsson úrsmiður á Eyrarbakka selur vönduðustu verkmannaúr, sem til eru, dreg- in upp á höldunni, silfur- og nikkelkassar utan um. Fleiri ára ábyrgð. Borgun tekiní milliskript við Lefoliisverzlun jafnhliða peningum. Enginn selur úr jafn ódýrt. Reynið og munuð þér trúa. ÁSGEIR SIGURÐSSON. = Gotu = kaupir HÆSTA verði Ásgeir Sigurðsson* Til sölu erhúsið „Laugaland" með tilheyrandi erfðafestulandi, sem að mestu leyti er ræktað í tún og matjurta- garða. Húsið stendur fast við Laugarnar og örstutt frá Reykjavík, svo stórhagur er við keyrslu á þvott- um Reyjavíkurbúa til Lauganna og frá þeim. Verð- ið er sanngjarnt og góðir borgunarskilmálar. — Lysthafendur snúi sér til Tryggva Gunnarssonar. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. t/ieol. Glasgow-prentsmiðjan.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.