Þjóðólfur - 26.07.1901, Síða 2
Stjórnarskrármálið.
Umræðu-ágrip.
Stjórnarskrármálið var tekið til 2. umr. í neðri
deild þriðjudaginn 23. þ. m. Var það 6. mál á dag-
skránni. Hér birtist ágrip af umræðunum.
Fyrstur tók til rnáls Guðl. Guðmundsson, fram-
sögumaður meiri hlutans:
Eg þarf ekki að fjölyrða um þetta mál, þar sem
nefndarálitið er mjög ítarlegt og skýrir skoðanir
meiri hlutans. Eg kæri mig ekkert um langar um-
ræður, held þær hafi lftið að þýða, en vona að mál-
ið fari fram með stillingu. — Nefndin hefur ekki
getað orðið sammála. Einkum er það eitt atriði, er
valdið hefur ósamþykki. Meiri hl. getur, einsognú
stendur, ekki álitið heppilegt að taka ákvæði um
búsetuna upp í fr.varpið. Er það alls ekki af því,
að f>að sé óæskilegt, að fá ráðgjafann hér búsettan,
heldur hinu, að frumvarpið nær þá ekki staðfestingu.
Minni hlutinn segir, að frv. á þingskiali 28 (Hafnar-
stj.frv.) bæti ekki nægilega úr þörfunum. Það hef-
ur meiri hlutinn ekki sagt, — heldur að þar með
væri bundinn viðunanlegur endi á baráttuna um
nokkurn tíma. - - Eg er sammála minni hl. um það,
að umbæturnar séu heldur litlar, en þó talsverðar.
Skal eg í því efni vitna til orða landshöfðingja á
alþ. 1899, er hann segir, að frv., er þá lá fyrir, bæti
úr helztu göllunum á stjórnarfarinu. Mérfinnst von
minni hl. um það, að ný stjórn taki betur í málið,
gripin úr lausu lopti. Sú von er aðallega byggð á
orðum Bergs foringja vinstri manna, frá 1870—1880.
Hann talaði ekki af kunnugleika, síztfrá íslands hálfu.
Skoðunin um ríkisráðssetuna og búsetuna er rótföst
hjá Dönum og hefi eg enga ástæðu til að ætla, að
Jögfræðingar vinstri manna líti á það annan veg en
hægri menn.
Vinstri menn hafa verið spurðir um málið og er
sagt, að þeir hafi þótzt verða Islendingum hliðholl-
ir, þegar þeir kæmust til valda. En við getum ekki
mikið byggt á því, sem þannig er mælt úr lausu
lopti. — Merkur vísindamaður, landi vor, sæmdar-
maður mesti, hefur leitað álits um málið hjá foringj-
um vinstri manna. En hann er ekki sérfróður í
stjórnmálum og get eg því ekki álitið, að hann hafi
borið málið undir þá alveg rétt. — Hér er svo margt
eý, margt í lausu lopti. Oss dugar ekki að hafa frest
í þeirri von, í svona mikilsvarðandi máli. Það er held-
ur ekki allur flokkur vinstri manna, sem málið kem-
ur undir, eða foringar þeirra yfirleitt, heldur eru mest-
ar líkur fyrir því, að dómsmálaráðgjafinn og forsæt-
isráðherrann gefi sig einir við þessum málum. Frá
þeim liggur ekkert fyrir, þótt þeir komist að. — Það
er talsverður ábyrgðarhluti að byggja á því, sem svo
er í lausu lopti. — Eg hýgg, að ekkert sé í frv. á
þingskj. 28. sem ekki sé líkl. að ná staðfestingu hinn-
ar íslenzku ráðgjafastjórnar(I). Vil eg í því efni vísa
til konungsbréfsíns. I frv. er engu breytt um stöðu
Isl. í ríkinu.
Kröfur vorar í stjórnarbótarmálinu skiptast í tvo
kafla. 1. um stöðu fsl. í ríkinu. Þar eigurn vér við
hina dönsku stjórn, sem hefur tekið sér vald í þeim
efnum og vill ekki slaka til; stjórn alríkisins er oss
ofjarl, fyrir því verðum við og höfum orðið að beygja
okkur. Urn þetta er því ekki til neins að semja
neitt að svo stöddu. 2. um umbætur á stjórnarfar-
inu. Þar er við að skipta okkar sérstöku ráðgjafa-
stjórn(l). Gagnvart henni er málið samningamál;
hvað heppilegt sé og haganlegt, um afstöðu þings
og stjórnar, sem hér er um að ræða, eigum við að
semja við okkar eigin stjórn, samkv. konungsbréfinu.
Og þótt eitthvað sé frá okkar stjórn að athuga við
frv. meiri hl., þá þarf ekki að óttast alríkisstjórnin
skipti sér af því. — Eg skil konungsbréfið á þann
hátt, að ef stjórnin verður á móti breytingum á þess-
um grundvelli á móti frv. meiri hl. — þá verði
hún að víkja og konungur kveðji einhvern sinn ráð-
gjafa til að undirskrifa með sér.
Það væri mjög æskilegt að fulltrúi stjórnarinn-
ar segði, hvort frv. á þingskj. 28 komi í bága við
þann grundvöll, sem stjórnin hefur heimilað og hvort
breytingartill. minni hl. fari í bága við þann grundvöll.
Landshöfðingi: Út af fyrirspurnum frs.manns
meiri hl. skal eg leyfa mér að segja nokkur orð. —
Eg gat þess við 1. umr., að frumv. áþingskj. 28 væri
ekki líkl. til að ná staðfestingu. Byggði eg það álit
mitt á konungsbréfinu og þó ekki síður á því, sem
hinn nú verandi ráðgjafi sagði mér ( samtali um skoð-
un sína á þessu máli. — Konungsbréfið hljóðar um
hina breyttu skipun í fr.vörpunum 1897—'99 (frv.
Valtýs), sem stjórnin þá hafði lýst yfir að yrði stað-
!5°
fest óbreytt. I annan stað er í ráðgjabréfinu 26. maí
1899 skýrt tekið frám, hvað stjórnin vilji ganga að.
I því bréfi lagði ráðgjafinn til grundvallar frv. það,
sem samþykkt var í efri deild 1897. Fór það frv.
skemmra, en það, sem nú liggur fyrir, og þó segir í
þessu ráðgj.bréfi, að það frv. hafi verið svo lagað, að
það ómögulega gæti fengið staðfestingu stjórnarinn-
ar. Eg þarf ekki að lesa bréfið upp, það er prent-
að í stjórnartíðindunum 1899 oghlýturað veraþing-
mönnum kunnugt, enda las flutningsmaður upp kafla
úr því, en að því er mér virtist nokkuð hlutdrægn-
islega og sér í hag, fram yfir það sem rétt var, —-
það sem stutt gat mál hans, en hljóp yfir hitt.
Gallar þeir, sem stjórnin taldi á frv. ’g7 eru enn
á þessu frv. — Ráðgj.br. 26. maí '99 tekur fram ýmis-
legt, er athugavert hafi verið við það frumvarp. En
sérstakl. nefnd 2 atriði. I fyrsta lagi, hvernig 2. gr.
þá var orðuð (um ábyrgðina). Stjórnin áskildi, að
óbreytt stæði orðin: „Alþingi kemur fyrir sitt leyti
fram ábyrgð o. s. frv." — til þess að fleiri gætu komið
fram ábyrgð á hendur ráðgjafanum en alþingi. Þetta
er nánara tiltekið í bréfinu1). I öðru lagi er breyt-
ingin á 61 gr. hinnar núgildandi stj.skr. beinlínis áskil-
in og tekin skýrt fram, sem sjálfsagt skilyrði þess,
að frv. nái samþykki, í bréfinu 26. maí 1899.
Ákvæðin um það, að ráðgj. skilji og tali íslenzka
tungu eru einnig frv. til tálmunar. Stjórnin álítur, að
slíkt ákvæði komi í bága við rétt konungs að velja
sér ráðgjafa og sé óheppilegt. Einnig þykir það og
einkum óheppilegt, að hann megi ekki hafa önnur
störf á hendi. Það er móti þeirri venju, er tíðkast
hefur um ráðgj. konungs, enda heppilegt og hagan-
legt fyrir stjórnina í heild sinni, að ráðgjafinn geti
stundum haft á hendi starf einhvers hinna ráðgjaf-
anna. — Stjórninni þykir hitt og ekki eiga við, að
taka fram í stjórnarskránni, að ráðgjafinn skuli skilja
og tala ísl. tungu, það gæti orðið óþægilegt, þingmenn
kynni að hafa í frammi ákúrur og firrur um það,
að ráðgj. kunni ekki málið viðunanlega, ef hann er
ekki sem fimastur í því. — Með þessum ákvæðum
vill núverandi ráðgjafi ekki staðfesta frumvarpið. Hefi
eg umboð frá ráðgjafanum til þess að skýra þinginu
frá, að slíkt frv. nái ekki staðfestingu.
Einnig vill stjórnin hafa trygging fyrir því, að
stjórnardeilan hætti og þurfi því frumv. það, er öðl-
ast skuli staðfestingu að hafa fylgi mikils meiri hluta
þjóðarinnar og þingsins. Frumv., sern næði samþ.
allra fulltrúanna kynni að fá meiri byr, þótt smá-
agnúar væri á því, heldur en hitt, sem merðist gegn-
um þingið með mjög litlum atkvæða mun. Þetta
leggur stjórnin mjög mikla áherzlu á.
Sum önnur ákv. írv. eru þannig, að stjórnin mundi
þeim ekki sérlega mótfallinn; t. d. ekkert að athuga
við rýmkun kosningaréttarins; ekki heldur um skip-
un efri deildar. — Önnur eru aptur til tálmunar,
einkum 14. og 15. gr.
Þessi sker, sem frv. '99 hafði strandað á — og
enn eru óbreytt, ásamt 3.—4. gr. þessa frumv. baga
það, að ráðgjafinn geti lagt með því við konung.
Um það er framsögum. sagði, að konungur væri
á allt annari skoðun en ráðgjafinn og muni víkja
honum frá, ef hann hafi á móti frumvarpinu og taki
annan til þess að skrifa undir — þá veit eg ekki
neitt um slíkt og hlýtur þá frams.m. að hafa feng-
ið einhverja sérstaka vitneskju um það annarsstaðar
frá, — ,en eg er tregur að trúa því, að svo mundi fara.
Fr.sögum. spurði um breytingartill. minni hl. —■
Get eg gert honum til geðs að lýsa yfir, að þær
mundu ekki bæta úr skák, en hefðu annars litla þýð-
ingu, þar sem þetta frumv., hvort sem er getur ekki
náð staðfestingu.
Hannes Uafsteimi, framsögum. minni hl.: — Að-
alástæðan móti tillögu minni hlutans um búsetu ráð-
gjafans á íslandi var sú, sagði flutningsm., — að hann
vildi ekki láta neitt koma fram í frumvarpinu, sem
ólíklegt væri til staðfestingar. — Lagði hann annan
skilning í konungsbréfið en minni hlutinn, en nú hef-
ur landshöfðingi skýrt tekið fram og sýnt, að skoð-
un flm. á konungsbréfinu er ekki rétt, svo að í
frumv. meiri hl. er vikið frá þeim grundvallar-orðum
flokksins, sem hann hefir einatt byggt á, þar sem
víkið er frá því, sem stjórnin er fús að samþykkja.
— Þessi ástæða dugir því ekki á móti breytingar-
tillögum minni hlutans, úr því að ýms ákvæði i
þeirra eigin frv. strandar á sama skerinu. Það get-
ur því ekki verið meining flokksins með frv., að fá
1) Þar er skýrt tekið fram, að ráðgjafinn skuli bera ábyrgð fyr-
ir rikisþinginu, scm aðrir ráðgjafar konungs, og megi ekkert standa
í frv., er geti varnað því. Hafnarstj.mönnum hefur verið umhugað
um, að þetta kæmi ekki í dagsbirtuna og einatt þaggað niður, að
það stæði nokkurstaðar !
það staðfest í þetta sinn,— það liggur ekki Jyrir,—
heldur að sýna stjórninni pd breytingu, sem við æskj-
um eptir, — hvað vér viljum og hvað það er sem
þjóðin óskar að fá. — En frv. meiri hlutans sýnir
það ekki. Það er ekki þess vert, að stjórnarbarátta
sé um það hafin. í því eru ýms mjög ótrygg ákvæði.
T. d. að ráðgj. skuli „skilja og tala“ ísl. tungu. —•
Þegar misbrestur yrði á því, að hann væri vel fær í
tungunni, þá mundi hann ekki fara á þing til að
mæta þar, heldur skjóta sér hjá því, samkvæmt orð-
um sjálfrar stjórnarskrár meiri hl. — Engin takmörk-
un er á því, hvað millibilsráðgjafi má vera lengi,
ekkert sett að skilyrði um hann, jafnvel ekki eins og
um aðra embættismenn. Ástand það, sem fengist,
þótt frv. meiri hl. fengi staðfesting, hefur engar þær
umbætur í för með sér, að vert sé að hefja stjórn-
arbaráttu út af því. — Annað hvort er því að bíða
og senda ekkert frv. eða segja satt og rétt frá því,
hvað sé það allra minnsta, sem fulltrúarnir og þjóð-
in sjálf getur verið ánægð með.
Sumirsegja, að engin sé hættan, þótt frv. sé samþ.
og alþingi leyst upp. En mér finnst annað. Mér
finnst það einmitt mjög varúðarvert. Ef á þeim tíma
kemur að stjórn með alveg mótsettum skoðunum,
stjórn, sem ekki telur búsetu ráðgjafa hér og lausn
úr ríkisráðinu óhugsandi, heldur sjálfsagða, samkvæmt
grundvallar-lógum Dana. Ef sú stjórn vildi láta
Islendinga hafa það, sem þeir hefðu beðið um, fara
að vilja þeirra — svo lægi þetta frv. fyrir, þessi ósk
um breyting á stjórnarfarinu. Þá er ekkert eðlilegra,
en að slíkt gæti staðið í vegi fyrir að frekara feng-
ist síðar. Stjórnin mundi ekki á hverju ári vilja
grauta í grundvallarlögum landsins ; hún mundi taka
því, sem samþykkt hefði verið, héldi að það væri
vilji íslendinga.
Það eru engar „skýjaborgir", þótt vér byggjum
talsverða vonumumbæturá vinstrimannnastjórn, þegar
hún kemst að. Strax 1874 mótmælti Berg algerlega, að
ráðgj. ísl. sæti í ríkisráðinu, það væri brot á grv.lögum
Dana — og foringjar vinstri manna síðan fylgja skoð-
un hans í þessu efni. Slík stjórn getur ekki ályktað,
að ráðgj. megi ekki vera hérbúsettur. Það eru held-
ur hvergi ákvæði um það, að ráðgjafi fsl. skuli sitja
í ríkisráðinu. Konungur getur lagfært þann galla,
hvenær sem er. Um búsetuna er heldur ekkert til
fyrirstöðu. Það er enn á munni Dana, þann dag í
dag, að það sé eðlilegt, að ráðgj, sé hér búsettur.
Skal eg í því efni vitna til merks manns, sem sjálf-
sagður er til þess að taka við æðstu stjórnarstörfum,
þegar vinstri menn komast til valda. Þeir álíta —
sem sagt — fullkomlega rétt og sanngjarnt, að ráð-
gjafinn sé búsettur ( Iandinu.
Vér megum ekki rasa fyrir ráð fram. Það er
engu tapað þótt beðið sé, úr því að þetta frv. get-
ur hvort sem er ekki fengið staðfestingu.
Sumir kunna að álíta, að breytingartill. minni
hl. séu óhagkvæmar, óljósar, komi í bága við ríkis-
eininguna.—Eg álít þær skýrar, og engin ástæða sé
til að ætla, að ráðgjafinn í Höfn verði hinum ofjarl;
staða beggja er afmörkuð og tekin upp í till. sbr.
2. lið brtill. minni hlutans. Hér er skýrt ákveðið,
að Hafnarráðgj. beri málin upp í umboði hins, þeg-
ar á þarf að halda; — að báðir beri ábýrgð, Hafn-
arráðgj. á því, að málin séu rétt uppborin. Þetta
ákv. er tekið úr stjórnskipulags-lögum Norðmanna.
í umboði ráðherranna í Kristjaníu bera ráðgj. í
Stokkhólmi málin fram fyrir konung. Þetta ákv.
er því ekkert „monstrum", það hefur tíðkast 1 einu
konungsríki s(ðan 1814 og ekki orðið bagalegt. Sam-
bandi landanna kemur það ekkert við. Eg álít, að
breytingartill. sé samningamál og skerði ekkert rík-
iseininguna né rétt konungs. —
Blað eitt hér í bænum hefur verið að dylgja
með það, að við höfum lagt frumvarp okkar út ept-
ir dönsku uppkasti. Þetta lýsi eg hrein og bein
ósannindi. Það er eins og fleira úr þeirri átt mark-
leysa ein og engin hæfa. („Heyr! Heyr!“)
Persónulég skoðun mín er það, að réttast sé að
samþ. ekkert á þessu þingi, en velja menn til þesS
að bera fram málið erlendis.
Þá stóð upp Guðlaugur, svipaðist um og tók
seint til máls: Landsh. sagði, að svonafrv. næði ekki
staðfestingu. Nefndihann nokkur ákv.er væriþví vald-
andi. Viðvíkjandi öllum þessum atriðum vil eg taka
það fram, að þau snerta skoðun ráðgjafastjórnar ‘l
aðra hlið, en raska ekki sambandinu og vil eg Þv^
leyfa mér að lýsa yfir því, að eg álít að þetta sé Þa
samningamál, og að við eigum ekki, eða œttum
ekkt
að eiga við þá stjórn, sem er okkur ofjarl. Þing’®>
en ekki stjórnin, á að hafa tögl og hagldir meðan ekk1