Þjóðólfur - 29.11.1901, Síða 2

Þjóðólfur - 29.11.1901, Síða 2
222 með útlánum, hefur hann gert sjálfum sér gagn og safnað á 15 árum í varasjóð 250,000 kr., sem er landsins eign, og greitt landssjóði beinlínis rúm- ar 50,000 kr., sem hann fær sem nýja tekjugrein, fyrir ábyrgð á seðlunum, sem aldrei verður nema á pappírnum. — Þrátt fyrir þetta, og þótt bankinn sé á miklu framfaraskeiði, þá beitir Isafold, B. Kr. og aðrir úr liði Valtýs hnúum og hnjám, til að leggja lands- ins ungu og efnilegu peningastofnun að velli, eins og horaðan útlifaðan húðarjálk. Siðar meir verð- ur sú aðferð álitin svívirðing. —- [Framh.]. 22/u 1901. Tryggvi Gunnarsson. Utlendar fréttir. Kaupmannahöfn, 15. nóvbr. Eins og búizt var við, létu Tyrkir undan, þegar þeir sáu, að Frakkar ætluðu að gera alvöru úr gamni. Soldán hefur ekki að eins orðið að lofa að fullnægja öllum kröfum Frakka, heldur einnig mátt gefa trygging fyrir, að loforðin skyldu efnd. Caillard aðmíráll hefur því lokið starfi sínu og er nú á heimleið frá Mytilene-ey. Það er nú samþykkt í sambandsráðinu þjóð- verska, að tolllagafrumvarp Biilow’s ríkiskanslara, er áður hefur verið um getið, skuli lagt fyrir ríkis- daginn í nálega sömu mynd, sem stjórnin hefur gefið því. Ekki að eins frjálslyndu flokkarnir 1 Þýzkalandi, heldureinnig nágrannaþjóðirnar (Italía, Austurríki og Rússland) hafa mesta ýmugust á frum- varpinu vegna hinnar háu tollverndar, sem það leggur sér í lagi á landbúnaðarvöru. Það bólar aptur — eins og reyndar optar fyr — á óeirðum í Spáni, einkum í Barcelona. Jafnframt er þess getið, að nýtt ráðaneyti sé í vændum. Sagasta ráðaneytisforseti kvað vera orðinn ellihrumur og lítt fær til stjórnarstarfa. Sem stjórnarforsetaefni er meðal annara nefnd- ur Weyler hershöfðingi, sem nú er hermála- ráðgjafi. W. er lítt vinsæll — illræmdur fyrir hörku þá, er hann beitti, meðan hann hafði her- stjórn á Kúbu. Af Búastríðinu ekkert markvert að segja. Hermálaráðgjafinn enski, Brodrick, gat þess tneð- al annars í ræðu, er hann hélt 13. þ. m., að 10,000 Búar stæðu enn undir vopnum, og að gizka mætti á, að tala þeirra, er fallnir væru og særðirogsem hefði flutzt úr landi, væru um 11,000 manna. Hann lýsti því yfir, að Bretar hefðu faríð betur með mótstöðumenn sína, en dæmi væru til { nokkrum ófriði, en að þeir væru staðráðnir í að kúga mótspyrnu Búa og að þeir ætluðu að senda Kitchener meira lið, nú í bráð nokkrar hersveitir fiá Indlandi auk liðsstyrks þe^s, er um var getið í seinasta bréfi. Kriiger gamli kvað nýlega hafa birt friðar- tilboð, sem meðal annars áskilur Búum sjálfsfor- ræði. Það verður þó vitanlega ekkert tillit tekið til þessa tilboðs af þeirri ástæðu, að forsetatign Krugers mun varla viðurkennd lengur af neinum öðrum en honum sjálfum — allra sízt af Bretum. Li-Hung-Chang, kínverski garpurinn alkunni, er nú loks sálaður. Hann var orðinn fjörgamall og hefur — að sögn blaðanna —ylegið fyrir dauð- anum næstum daglega 1 mörg ár! Hann hefur komizt úr margri póiitiskri klípu með því að 'leggjast fárveíkur og láta segja sig aðfram kom- inn. Eptir lát hans hafa Kínverjar fyrir alvöru farið að sýna honum sæmdir. Hann er þannig nú gerður að mandarín af fyrsta flokki. Christian Danaprins liggur veikur af skarlats- sótt. Seinustu dagana hefur verið ofsaveður hér og víðar — mörg skipströnd og manntjón, eink- um við strendur Englands. Það er nú sagt, að Austurríki hafi að dæmi Frakklands þegar heimtað og fengið ýms hlunn- indi af Tyrkja hálfu, og að bæði Italía og Eng- land og ef til vill Þýzkaland ætli nú einnig að koma með svipaðar kröfur. Sérstaklega eptirtekta- vert er það, ef aldavinur soldáns Wilhelm keisari, álítur það geta samrýmst fyrri tíma fagurmælum að slást í för með hinum stórþjóðunum. A ríkisstjórnarafmæli Rúsakeisara 20. f. m. hafði Witte fjármálaráðgjafi látið hann vita, að Síberíu-járnbrautin stóra ætti nú ekki langt í land; innan 2 ára yrði hún að minnsta kosti fullgerð. Brautin er eitthvað 343 danskar mílur á lengd. Bankamálið er nú allmjög á dagskrá hér í bænum. Mun það einhuga álit allra skynsamra manna, er með viti og stillingu hugsa um þetta alvarlega mál, að greinar þeirra Indriða og Bjöms Kristjánssonar í Isafold, séu ljósasti vottur þess, hversu málstaður þeirra Warburgsliða er illur, og hvílíkum meðul- um þeir leyfa sér að beita til að blekkja hugsun- arleysingja, annaðhvort vísvitandi eðaaf vanþekk- ingu eða þá hvorttveggja. Reikningsdæmi Indriða í Isafold munu nú þjóðkunn orðin með öllum hinum óskiljanlegu vitleysum, er þar var hrúgað saman. I verzlunarmannafélaginu voru nýlega haldn- ar umræður um mál þetta, og var Björn Kristjáns- son þar einn til andsvara, sem meðhaldsmaður Warburgsbankans, og varð þar lítið um varnir að sögn. Ekki var byr þeirra Warburgsliða betri í stúdentafélaginu, er hafði langar umræður um málið á fundi 25. þ. m. Þar kom Indriði með B. Kr. Halldór Jónsson bankagjaldkeri var máls- hefjandi og sýndi rækilega fram á, hve vanhugs- að og ískyggilegt allt þetta bankafyrirkomulag Warburgs væri. Þórhallur Bjarnarson lektor tók í sama strenginn og tjáði það glæpi næst, að leggja niður landsbankann o. s. frv., með þungum orð- um til Indriða og þeirra rnanna, er legðu sig alla í líma til að koma landsbankanum fyrir kattarnef. Var gerður góður rómur að ræðu hans. Dr B. Olsen flutti þar og skörulega ræðu og lagði ýms- ar óþægilegar spurningar fyrir Indriða, er hönum varð ógreitt úr að leysa. Sighvatur Bjarnason, Þorleifur Bjarnason adj. o. fl. töluðu einnig, allir á móti þeim Indriða og B. Kr., er af veikum mætti voru að malda í móinn, en voru jafnharð- an hraktir. Lagði enginn fundarmanna þeim nokkurt liðsyrði. En um 60 manns voru á fund- inum bæði stúdentar eldri o* yngri og aðrir borg- arar bæjarins, er boðnir höfðu verið til að hlusta á þessar umræður. Var þeim ekki lokið fyr en kl. 2 um nóttina. Mun gengi Warburgsbankans og Isafoldarrithöfundanna ekki hafa aukizt meðal þeirra, er þar voru staddir, enda er sannleikur- inn sá, að hér í bænum eru að eins örfáir menn, og lítt kunnir, sem ganga undir merki Isafqldar í þessu máli. Með því að ekki er leyfilegt, að birta 1 blöðum ítarlega umræður, er fram fara á fundum stúdentafélagsins hefur hér ekki verið lengra farið í frásögninni. Um stjórnarskrármálið hélt Jón Ólafsson langan kapítula 1 Iðnaðar- mannahúsinu 26. þ. m. Fyrirlestur þessi var all- áheyrilega fluttur og margt í honum rétt athug- að, en sumt miður vel rökstutt og enda mishermt. Lýsti ræðumaður einkum kostum miðlunarinnar frá 1889, lagði réttilega áherzlu á, hve áríðandi væri að tryggja sem bezt fjárveitingarvald þings- ^ns, t. d. á þann hátt, að ákveðið væri 1 stjórn- arskránni, að bráðabirgðarfjárlög mætti ekki gefa út fyrir það fjárhagstfmabil, er fjárlög lægju fyrir samþykkt af alþingi. Var svo að heyra, sem hann teldi það ákvæði vanta í hina endurskoðuðu stjórn- arskrá, væri að eins í miðlunarfrumvarpinu 1889, en þetta ákvæði er einmitt tekið upp í frumvörp- in 1893 og 1894 (17. gr.) I sömu grein eru og ákvæði um bráðabirgðarlög almennt, er falla skuli úr gildi, ef næsta alþingi samþykkir þau ekki. Ræðum. minntist á »heimastjórn« og »Hafnar- stjórn«, og var illa við þau nöfn, kallaði þau »agnyrði«(!) og sagði að á síðasta þingi hefðu allir verið Hafnarstjórnarmenn. En þetta er ekki rétt. Jafnvel þótt 10 manna frumvarpið með ráðgjafa- búsetuhér á landi sé ekki fullkomin heimastjórn, — það dettur engum manni í hug að segja, — þá miðar það beinlínis í áttina ti! heimastjórn- ar, er undirbúningur undir hana í fullkomnara mæli, og þess vegna getur minni hlutinn á síðasta alþingi með réttu kallað sig »heimastjórnar- menn«. En að frumvarp meiri hlutans sé Hafn- arstjórn, mun enginn geta neitað. I því orði þarf ekki að liggja annað né verra, en það, að það sé samkvæmt ástandi því sem nú er, því að nú höfum vér að búa við Hafnarstjórn en ekki heima- stjórn. Agreiningsatriði flokkanna verða ekki tekin skýrar fram í tveim orðum, en með þessum nöfn- um, þótt Valtýingum kunni að falla það illa. Nafnið »Hafnarstjórnarmenn« er létt á metunum í samanburði við »stjórnarbótarféndur» o. fl. öfug- mæli, er Valtýingar hafa »trakterað« mótstöðu- menn sína með. Hins vegar er það algerlega rangt, er Jón Ólafsson sagði, að vér heimastjórn- armenn kölluðum hina »landráðamenn«. J. Ól. hefur tekið þetta í athugaleysi eptir »ísafold« og »Þjóðviljanum« sem ávallt eru að tala um, að • flokkur þeirra sé kallaður »landráðamenn«. Þjóð- ólfur kannast að minnsta kosti ekki við að hafa beitt nafni þessu á mótstöðuflokk sinn í nokkurri einustu ritstjórnargrein, og oss vitanlega hefur það aldrei staðið í neinni að- sendri greim 1 blaðinu. Hitt er annað mál, þótt stundum hafi verið farið hörðum orðum og mak- legum um »pólitík« þeirra Hafnarstjórnarmanna, en þó aldrei með neinum ókvæðisorðum á líkan hátt og hinir hafa beitt við mótstöðuflokk sinn. Þar er mikill munur á. Nafnið »landráðamenn« er búið til á skrifstofu Hafnarstjórnarmálgagnanna til að afsaka illyrði sjálfra þeirra, og t.il þess að út- vega sér eins konar píslarvættisgloríu. Þetta hefði Jón Ólafsson átt að athuga, en trúa ekki 1 blindni bulli Hafnarstjórnarblaðanna í þessu efni. Þá var það heldur ekki rétt hjá ræðum. að kenna það báðum flokkum þingsins í sumar, ef vér fáum nú ekki viðunanlegar bætur á stjórnar- farinu eða hagfellda sjálfstjórn., því að það vita allir, sem fylgzt hafa með málinu í sum- ar, að það var einmitt hinn svo kallaði meiri hluti á þingi, sem vildi girða fyrir, að vér fengj- um meira, en frumvarp þeirra fór fram á, einmitt með því að þvinga það gegnum þingið, og leggja þannig lagað frumvarp, er svo skammt fór, undir atkvæði stjórnarinnar, samþykkt af löggjafarþingi landsins. En hinn flokkurinn gerði allt, sem í hans valdi stóð til.að sporna gegn því, að þessi frum- varpsnefna væri samþykkt að þessu sinni, stakk meðal annars upp á sendinefnd frá báðum flokk- um til stjórnarinnar m. fl. til þess að reyna, hvort vér gætum ekki fengið meira en þetta. Og til þess var Hannes Hafstein sendur á fund stjórn- arinnar, þá er allar samningatilraunir hér reynd- ust árangurslausar. Þrátt fyrir þetta o. fl. mishermi hjá ræðum. leitaðist hann við að skipta nokkurnveginn Ijósi og skugga meðal flokkanna, og ekki virtist hann nú vera hlynntari valtýska flokknum en hinum; kallaði valtýskuna meðal annars neyðarúrræði o. s. frv. Að því leyti var lestur hans á góðum rökum byggður. En hann tók ekki nógu greini- fram muninn á miðlun neðri deildar og efri deild- 1889, því að hann var allverulegur.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.