Þjóðólfur - 01.01.1902, Page 1

Þjóðólfur - 01.01.1902, Page 1
Viðaukablað nr. 1 við Þjóðölf 1. jan. 1902. He i mastjórn. Búseta ráðgjafans. Eptir Hanues Haf s te i n . Hvað er heimastjórn ? Er það ekki nægileg heimastjórn, að þingið geti kært ráðgjafann og haft hemil á honum, hvar sem hann er búsettur? Og til hvers á ráðgjafinn endilega að vera búsettur hér á landi ? Má ekki einu gilda, hvar hann á heima, ef hann að eins á setu á al- þingi og skilur og talar íslenzku? Og hvað gagnar, að ráðgjafinn sé hér bú- settur, ef hann þarf að öðru hverju að sigla á konungsfund með lög og aðrar mikilsvarðandi stjórnarályktanir, eða setja einhvern til þess fyrir sig? Þessar og þvílíkar spurningar heyrast endrum og sinnum, og um þau atriði, sem þar að lúta, reyna blöð Hafnarstjórnar- manna að þyrla upp sem mestu ryki, sér og sínum málstað í hag. Eg skal því reyna að svara þeim stuttlega. Heimastjórn í landi, sem lýtur undir konung, sem ekki á heima í landinu, er í því fólgin, að allar greinar valds- ins, bæði löggjafarvaldið, fram- kvæmdarvaldið og dómsvaldið, hafi yfirstjórn sína í landinu sjálfu, að svo miklu leyti sem því verður við- komið, sökum fjarlægðar konungsins, og með þeim takmörkunum, sem leiða af sambandi landsins við konungsríkið í heild sinni. Stjórnin er ekki innlend í landinu, nema því að eins, að þeir menn eða sá maður, sem framkvæmir hið æzta vald í öllum málefnum landsins, eigi þar heimili sitt og starfsvið, og hún er út- 1 e n d meðan sækja verður undirbúning laga, úrskurð mála, fyrirskipanir til fram- kvæmda og samþykki til nauðsynlegra aðgerða í landinu til manns, sem ekki er borgari þess, og á heima í öðru landi, undir öðrum lögum. Það er ekki nægilegt, að stjórnin geri ekki ógagn. Hún á að gera gagn. Það er ekki nóg, að hún geri sig ekki seka í vítaverðri vanrækslu. Hún verð- ur að sýna af sér viturlega rögg, og farsæla framkvæmd. Þjóðirnar takasér ekki stjórnendur til þess eingöngu, að geta haft þá ánægju að sitja á þeim, heldur til hins, að þeir séu brjóst fyrir þjóðinni, og forgöngumenn þess, er gera þarf. Ekkevt land þarf þess fremur við en ísland, að fá öfluga og framtakssama forustu innlends stjórnarvalds, þetta van- rækta land, sem sveltur með krásadisk- inn í kjöltunni, þar sem ríkar og öflug- ar auðlindir eru ónotaðar eða ekki half- notaðar, aðalatvinnuvegirnir glíma hver við annan og kafíæra hver annan, af- urðir landsins verða ekki arðbærar fyrir peningaleysi, verksmiðjuleysi og fólks- fæð, og fólkinu fjölgar ekki vegna þess að það, sem laða mundi menn að land- inu og leiða inn í það strauma fjar og fjörs, liggur í svefni og doða. Allt þetta kemur sérstaklega til stjórnarinnar kasta, og það þegar af þeirri ástæðu, að enn sem komið er er landssjóðurinn eða hið opinbera eina auðmagnið í land- inu, sem nokkru verulegu fær áorkað til almenningsþarfa, Það er ekki nóg, að stjórnin sé skrifstofudjásn, bréfasmiðja og bekkskrautuður, sem býr til smelln- ar lögskýringar og ýtarlega úrskurði. Nei, landið þarf stjórnanda, sem leitar uppi mein þess til að bæta þau, mögn þess til að nota þau, og beitir sér sjálf- ur fyrir að framkvæma það, sem verða rná landi og lýð til heilla, með fullu iramkvæmdarvaldi og fullri ábyrgð, eigi að eins gagnvart lögum og dómi, held- ur sérstaklega gagnvart almennings- alitinu og eigin sæmd. En til þess að hann geti haft þann kunnugleik og þann áhuga, sem er skilyrði fyrir því, að hann verði fundvís a þarfir og öfl þjóðar og iands, verður hann að anda sama lopti, lifa undir sömu lögum og sæta sömu lífsskilyrðum eins og landsins börn. Það er ómögulegt, að maður, búsettur í öðru gagnólíku landi, sem að eins kemnr til Reykjavíkur snöggva ferð og í annrík- um erindum endrum og sinnum, geti haft þann kunnugleik af eigin raun til langframa. Enginn mun verða til að neita því, að Jón Sigurðsson hafi barizt fyrir fullkominni heimastjórn og óskertum landsréttindum íslands. Allir munu játa, að hann hafi hvorki skort ást á fóstur- urjörð sinni, til að vilja henni hið bezta, vit og þekkingu til að skynja, hvað rétt var og landinu samboðið, né þrek og uppburði til þess, að krefjast þess, er hann aleit nauðsynlegast. Hvað var nú það, sem hann lagði höfuðáherzluna á? Var það það, að lögin skyldu vera und- irskrifuð í landinu sjálfu ? Nei. Varþað hitt, að enginn milliliður mætti geta átt sér stað milli hinnar innlendu stjórnar og konungs. Nei. Það, sem hann krafðist „um alla hluti fram" (sbr. Ný félagsrit 1859, bls. 34) var það, að hin æzta landstjórn væri f landinu sjálfu. Og eins og bert er afbænar- skrá alþingis 1853 var það umboðsvald- ið, sem sérstaklega var lögð áherzla á. Hann skildi, hvað það hefur að þýða fyr- ir ísland, að fá innlent hið æzta fram- kvæmdarvald; en í þvf atriði þykjast þeir Valtýsgoðarnir, sem börðu fram Hafnarstjórnarfrumvarpið á síðasta þingi, víst hafa öðlazt æðri og betri þekkingu; því eptir frumvarpinu þeirra, sem þeir halda svo dauðafast um og vilja fa sam- þykkt óbreytt aptur, á ekki að eins hið æzta framkvæmdarvald að vera utan- lands eins og hingað til, heldur hlyti auk þess eptir þvf mikið af því fram- kvæmdarvaldi, sem um hríð hefur verið í innlends valdmanns höndum, að drag- ast út úr landinu til manns, sem er bú- settur erlendis, og launaður embætt- ismaður annars lan’ds. Fyrirkomulag heimastjórnarinnar hugs- aði J ó n S1 g u r ð s s o n sér þannig, frá upphafi stjórnarbaráttunnar, að alþing hefði löggjafarvaldið ásamt konungi, eins og framgengt fékkst með stjórnarskránni 1874; en að því er framkvæmdarvaldið snerti skyldi konungur setja íslenzka menn til ráðgjafa, og skyldu þeir hafa á hendi alla hina æztu stjórnarathöfn í land- inu, með fullri ábyrgð fyrir alþingi og konui Einn af hinum íslenzku ráðgjöf- um skyldi undirskrifa lög og aðrar mik- ilsvarðandi stjórnarákvarðanir ásamt konunginum, en erindreki fyrir Is- land, er konungur tilnefndi, og sæti ætti í ríkisráðinu í þeim málum, er sameiginleg kynnu að vera og Island varða, skyldi bera fram fyrir konung allar alyktanir frá alþingi og önnur mál þau, er þyrftu konungs úrskurðar, bæði frá ráðgjöfunum og öðrum mönnum i landinu. Þessi stefna Jóns Sigurðssonar, að ráðgjafi Islands væri búsettur í land- inu sjálfu, var tekin upp af 10 þjóð- kjörnum þingmönnnm í neðri deild al- þingis í smnar, eptir að hún hefur lifað í hjörtum Islendinga í meira en 50 ár. T íumanna-frumvarpið eða réttara sagt breytingartillögur heimastjórnar- manna á alþingi 1901, þessi „heimsku- stjórnar ómynd“, þessi „óskapnaður", þetta „stjórnskipulega ferlíki", er Valtý- ingar og blöð þeirra nefndu svo, var ekkert annað en það fyrirkomulag, sem vakti fyrir Jóni Sigurðssyni frá upphafi stjórnarbarattunnar, ofurlítið lagað í hendi eptir þeirri stöðu íslands í ríkinu, sem báðir flokkarnir gengu út frá. Mun- urinn var þó sá, að gert var ráð fyrir, að raðherrann á Islandi bæri að jafnaði lögin sjálfur fram fyrir konung, og erindrekinn, sem í tillögum heimastjórn- armanna er nefndur ráðherra Islands í Kaupmannahöfn, væri að eins varaskeifa, nema í örfáum tilfellum, er eitthvert nauðsynlegt mál bæri svo brátt að hönd- um erlendis, að því gæti ekki orðið frestað, þar til úrskurðar ráðherrans á íslandi yrði leitað. En í aðalatriðinu var stefnan sama, og er hin sama, jafn- vel þótt það yrði talið heppilegra ís- lands vegna, að hafa engan fastan er- indreka fyrirskipaðan í stjórnarskránni, heldur láta hið almenna löggjafarvald um það, að stofna erindrekaembætti, eí því sýndist svo, og þótt leyft væri að raðherrann á íslandi mætti nota umboðs- mann til þess að bera fratn mál, sem hann hefur ráðið til lykta, til undirskript- ar konungs, í þeim örfáu tilfellum, sem komið kynnu að geta fyrir, er hann ekki gæti borið þau fram sjalfur um leið og lögin, eða þá haft þá aðferð, sem nú tíðkast meðal ráðherra konungs þegar um embættaveitingar og þess- háttar afgreiðslur er að ræða, að senda skjalið, nafnfest af ráðherranum, til „kabinetssekreterans", er svo leggur það fram fyrir konung til undirskriptar Vér skulum nú stuttlega athuga, hver munurinn er á þessari stefnu heimastjórn- armanna og Hafnarstjórnarfrumvarpinu, sem samþykki náði á síðasta alþingi. — „Þjóðviljinn" er svo ófeilinti að segja (í 40. tölubl. þ. á.) að munurinn sé eng- inn annar en sá, að eptir tillögum heima- stjórnarmanna verði ráðgjafinn skrif- aður í Reykjavík, en „í báðum tilfell- um“ séu úrslit sérmála vorra í Kaup- mannahöfn. Hvað sem er að segja um þessa skýr- ingu blaðsins á búsetu ráðgjafans, þá eru það þegar augljós ósannindi, að á- greiningsatriðin milli flokkanna séu ekki fleiri. Heimastjórnarmenn vilja, að ráð- herrann sé íslenzkur embættismaður, launaður af landssjóði. Hafnarstjórnar- menn vilja, að hann sé danskur em- bættismaður, launaður af Danmörku. Heimastjórnarmenn vilja, að ráðherrann beri ábyrgð fyrir innlendum, pólitiskum dómstóli. Hafnarstjórnarmenn vilja, að honum sé stefnt fyrir danskan „fag“-dóm- stól. Heimastjórnarmenn vilja, að ráð- gjafinn sitji sjálfur á þingi og geti und- ir engum kringumstæðum látið neinn mæta þar fyrir sína hönd, nema hann fullnægi öllum þeim skilyrðum, sem heimtuð eru af mönnum til að gegna embætti á íslandi. Hafnarstjórnarmenn vilja leyfa, að ráðgjafinn sendi fyrir sig á þing hvern sem honum sýnist, hvort sem hann kann nokkurt orð í íslenzku og þekkir nokkuð til íslands mála, eða ekki. Heimastjórnarmenn vilja leggja niður landshöfðingjaembættið, sem aldrei hefur náð hylli á íslandi, af því að það er umboðsmannsstaða fyrirútlenda stjórn, í stað þess að innlend stjórn á að hafa sér umboðsmann utanlands. En Hafn- arstjórnarmenn vilja með engu móti sleppa þessu embætti, og halda eins fast við það eins og þeir væru búnir að lofa því statt og stöðugt. Fleira mætti telja, ef það þætti máli skipta hér. En þó ekki sé nema um búsetuna að ræða, þá fer því mjög fjarri, að mun- urinn sé að eins sá, hvar ráðgjafinn sé skrifaður. Með ráðgjafanum mundi flytjast til íslands hin íslenzka stjórnar- deild með öllum sínum störfum, og koma þar í stað þeirrar útibússtjórnar, sem verið hefur um hríð. Allt hið æzta umboðsvald í öllum málefnum landsins, sem ekki liggja undir konung sjálfan, væri þar með komið inn í landið, öll þau stjórnarstörf, sem hingað til hafa verið framkvæmd af ráðgjafanum í Kaupmannahöfn eða af landshöfðingja upp á hans ábyrgð og eptir hans fyrir- lagi, væru þar með orðin innlend. Alla úrskurði, fyrirskipanir, stjórnarráðstafamr og stjórnarframkvæmdir, sem hingað til hefur orðið að sækja eða reyna að sækja „út fyrir pollinn", mætti þá fá í landinu sjalfu, hjá einum af landsins eigin son- um, manni, sem sjálfur bæri ábyrgð á öllu saman fyrir innlendum dómstóli og dómi þjóðarinnar. Löggjafarþáttur stjórn- arinnar væri einnig kominn inn í landið að öllv, nema undirskript konungs einni; undirbúningur laganna fyrir þing og afgreiðsla þeirra eptir þing hvíldu þá á innlendum stjórnarvöldum, sem yrðu fyrir áhrifum af öllu því sama, sem aðrir landsmenn, þörfum og hcgum, láni og óláni, skorti oggnægðum lýðs og lands. Þá fyrst væri fengin trygging fyrir því, að ráðgjafinn í raun og veru sæti á al- þingi, tæki þátt f störfum þingsins, gæti ekki setið í trássi við það, og yrði þvf að bevgja sig fyrir vilja þjóðarinnar. í einu orði: valdið væri flutt inn 1 landið og þjóðin nyti allra þeirra hags- muna, sem samíara eru innlendri þing- ræðisstjórn. En hvernig yrði ástandið, efHafn- arstjórnarfrumvarpið yrði að lögum ? Það yrði í flestu mjög áþekkt því, sem nú er. Ráðgjafinn sæti í ríkísráðinu í Kaupmannahöfn, eins og hingað til;

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.