Þjóðólfur - 21.03.1902, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 21.03.1902, Blaðsíða 3
47 Nú með því að framkvæmdir félagsins eru stórmikið komnar undir góðum und- 'ftektum manna út í frá, leyfum vér oss að vekja athygli landa vorra á þessu fyr- tftæki, og eru það um leið tilmæli vor, að allir þeir, eríslenzkum fræðurn unna, gangi t félagið og styðji af fremsta megni að utbreiðslu þess. Arstillag félagsins er 5 kr., æfitillag 50 kr., og fá félagar síðan ókeypis rit þau, er félagið gefur út. Reykjavík 10. marz 1902. I stjórn félagsins: Jón Þorkelsson Jón Jónsson sagnfr. formaður. ritari. Hannes I’orsteinsson Þórh. Bjarnarson. gjaldkeri Bjarni Jónsson frá Vogi. Til Kristjáns yfird. Jónssonar. Herra ritstjóri! Viljið þér gera svo vel að veita línum þessum rúm í blaði yðar. Hr. Kristján yfirdómari Jónsson hefur «kki getað setið á sér, en ritað greinar- stúf í Isafold 8. febr.þ. á. um migogum- tnæli mín um athæfið á þingi í efri deild r3- ágúst. Hann spyr, hvað nú — eptir ^onungsboðskapinn — sé að segja um *glæpinn«, sem hann hefur sjálfur búið til með rangri meðferð á orðum mlnum og heldur nú áfram að tala um, þrátt fyr- ir leiðréttingu mína á rangfærslu hans. Það iítur helzt út fyrir, að hann hafi ekki get- að skilið muninn á því, sem eg sagði og því, sem hann lætur mig hafa sagt. Að verja orð mín þarf eg ekki, en að endur- taka skýringu mína er víst með öllu gagns- laust andspænis mönntim, sem annað- fivort vantar viljann eða af einhverjum á- stæðum getuna til að skilja mælt mál. Hr. Kr. J. kveður fagnaðarljóð út af sthæfi sínu og flokksmanna sinna í efri deild í sumar og styður það með þeirri ástæðu m. a., að ráðgjafinn »hafi alger- lega hafnað fyrirkomulagi 10-mannafrum- varpsins [»sem prófessor Finnur færði oss — frumvarpið er samið í Reykjavík«] og tilfærir svo orð úr »Dannebrog« um tví- skiptinguna í stjórninni. Aptur hér kem- tir fram sljóleiki eða viljaleysi hr. Kr. J- eða hvorttveggja. Eg hef í ann- an grein skýrt frá réttum skilningi þeirra 0rða, sem hér er átt við, og vísa hér til þess. Að eins skalþess í þessu máli get- ið og skýrt tekið fram í eitt skipti fyrir ö 11, að það tilboð frá stjórninni, sem nú er komið um r á ðgj afa b ú se 11- •a» í Reykjavík var í sumar það, sem 10- t^annafrumvarpið lagði mesta áherzlu á, °gþað var það, sem var »prógram« mót- flokks Valtýinga. Það þýðir ekkert að neita þessum sólbjarta sannleika. Og eins vIst er hitt, að Valtýingar eiga engan Se>n helzt þátt í þessu tilboði, eða því 'yirkomulagi, sem í boði er. Þeir hafa °g síðar kallað það »ómögulegt og ó- fll'gsanlegt« og hr. Kr. J. hefur verið þar einna háværastur í flokki og óskamnifeiln- astur og lIm ]fc;g ófyrirgefanlega skamm- sýnn. gg vjj elck] þverneita því, að orð- in um trekari stjórnarbót í ávarpi efri deildar hafi kunnað að gera nokkurt gagn, að minnsta kosti ekki verið til ógagns. En hverjum var að þakka, að hún Gunna flaut? Hugsunargangur hr. Kr. J. og hans nóta er þessi: »Vér höfum neitað og harðneitað, að ráðgjafinn sérstaki gæti ver- búsettur í Rvík; vér höfum þess vegna heimtað hann búsettan f Höfn — eða þá krafizt landstjóra og ráðgjafa (sing. eða Plur.)«. Tertiumnon datur.jPunctum. Ergo er það oss að þakka, að ísland fær nú Það stjórnarfyrirkomulag, sem vér höf- Uln heimskað og apað vora mótstöðumenn sem mest 'fyrir að hafa stungið upp á, og vér nú sjáum er bæði mögulegtog gott«. Auðvitað erþað framkomu heimastjórn- arnianna í sumar, bæði beinlínis og óbein- flnis að þakka, að oss stendur svo rífleg stj°marbót til boða, sem nú er oss boð- ln- Eg viðurkenni, að það er bezt og hag- arflegast, að deila ekki meir um þetta mál; gleðjumst heldur yfir því, sem unnizt hef- ur og verum nú allir samtaka að þiggja það sæmdarboð, sem hin frjálslynda stjórn hér hefur boðið oss, og hverf eg svo að öðru. Hefði hr. Kr. J. að eins ritað fyrra meg- inpart greinar sinnar og sleppt endanum, hefði eg ef til vill ekki álitið ómaksins vert að rita þetta, heldur látið hann sigla sinn eigin sjó í friði með sína »fixu idé«. En hann hefur notað tækifærið til þess að ráðast á mig persónulega, og það hefði hann vel getað látið hjá líða. Hann gef- ur í skyn, að eg hefði átt að halda mér við mfna iðn og hann blygðast sín ekki fyrir að setja í mig, upp á gamlan og nýjan »ísafoldar«-ósið hnútu út af 14— 15 ára gömlu máli (ef egskil rétt). Þetta mál er hér löngu útkljáð og gleymt, en er við og við tekið fram í Reykjavík til að brígzla mér. Eg skil það vel, að hr. Kr. J. og flokksmenn hans eru mér gram- ir; eg hef gert þeim allan þann pólitiska óhag, sem eg hef getað, ög ætla að gera framvegis, ef þess þarf. En eg hef aldr- ei brígzlað neinum persónulega, hef að eins átalið opinbera og pólitíska fram- komu manna. Og hver er svo þessi mað- ur, sem nú rís upp til þess að senda mér brfgzlyrði ? Hvaða rétt hefur hann til þess? Það er sá maour, sem með úreltum og heimskulegum »stats«réttarskoðunum hef- ur gert sjálfan sig að undri og afvegaleitt flokk manna, og þar með gert sitt til að stofna mesta velferðarmáli lands vors í voða. Það er sá maður, sem ráðgjafi Is- lands með tilboði sínu hetur »redúserað in absurdum«. Þaðerenn fremur sá mað- ur, sem hvað ofan í samt hefur verið dæmdur í sektir af hæstarétti fyrir sein- leik og slóðaskap, —og er það sú mesta sneypa, sem hent getur júridiskan embætt- ismann, ekki sízt, þegar hann er yfirrétt- ardómari. Mér er það engin gleði, að brigzla neinum manni, og hefði ekki gert það nú, ef yfirdómarinn hefði ekki sært mig persónulega út af máli, sem alls ekk- ert kom málefninu við, og eg er búinn að þola nóg fyrir. Eg Jiið heiðraða les- endur að afsaka mig í þetta sinn. »En þú vildir hafa það til svona, Gyrgir dánu- maður«. Kristjáni yfirdómara ferst ekki að vera persónulegur við aðra; eins og hann nefur þótzt geta gefið mér ráð, eins þykist eg geta, og með engu minna rétti, gefið honum heilt ráð og það er það, að hann eptir sína »júridisku próstítútíón« í sumar hér eptir liggi < þagnargildi prívat- Kfsins og láti sem minnst á sér bera, og helzt komi hvergi nærri pólitík framar, en sízt af öllu fara með dylgjur um sér betri og reglusamari menn. Khöfn 3. marz 1902. Finnur Jónsson. Fóðurju'rta-rannsóknir. Vegna þess að upphaf þingræðu H. J. um fóðurjurtastyrkinn, sem prentuð er ( 11. tbl. Þjóðólts, getur gefið ástæðu til að ætla, að þm. Bf. (B. B.) hafi verið með- mæltur styrkveiting þessari, skal þess get- ið, að B. B. flutti breytingartill. um að lækka styrkinn úr 1000 í 500 kr. og færði fyrir því þessar ástæður (Alþt. 1901. B., d. 1542): „Þessi styrkveiting nær engri átt, eins og högum þessa manns er nú háttað. Fyrst og fremst er þessi maður í fastri stöðu, sem hann er bundinn við mestan hluta ársins, og svo vildi til það slys í Skagafirði í fyrra, að hann var kosinn alþingismaður þar; það leiðir því af sjálfu sér, að hann getur ekki stundað það starf, sem styrkurinn er veittur til, og hvaða meining er þá í því að veita honum styrk til þess? Hann mun hafa nóg að gera við Möðruvallaskólann að vetrinum, og þing- mennskuna að sumrinu. Vegna málefnisins er eg ekki á móti þessum styrk. En 'úrþví má bæta með því að veita hann öðrum hæf- um manni, sem ekki hefur öðru að sinna, enda er till. komin fram í þá átt. En þess- ar 500 kr. álft eg megi nægja til að gefa út skýrslu um árangurinn af fyrri fjárveitingu f þessu skyni.----“ Ny lög. Þrenn lög frá síðasta alþingi sam- þykkt af konungi, nfl. lög um greiðslu verkkaups heimildarlög til að banna innflutning ósútaðra skinna og húða og lög um viðauka við lög um borg- un til hreppstjóra og annara, sem gera réttarverk frá 13. jan, 1882. Lögin um greiðslu verkkaups, sem nú eru staðfest eru mjög þýðingar- mikil fyrir alla verkamenn, og eru þau svo látandi: 1. gr. Verkkaup skal greitt með gjaldgeng- um peningum starfsmönnum öllum og dag- launamönnum við verzlanir, verksmiðjur og náma, hásetum og öðrum starfsmönnum á þilskipum, sem á fiskiveiðar ganga eða hvala- veiðar, hvort sem eru seglskip eða gufuskip, nema verkkaupið sé hluti af aflanum sjálf- um, svo og starfsmönnum og daglaunamönn- um þeim, er á landi vinna hverja þávinnu, er af útgerð skipanna leiðir og má eigi greiða kaupið með skuldajöfnuði, nema svo hafi áður verið sérstaklega um samið. 2. gr. Nú vinnur maður ákveðið verk fyr- ir ákveðið kaup (accord) að einhverri þeirri atvinnugrein, er 1. gr. hljóðar um og fer um greiðslu þess, eins og segir í 1. gr. Bókmenntafélay sfundur var haldinn hér í fyrra kveld. Lagðir fram og samþykktir reikningar félagsins. Er hagur félagsins nú allgóður, svo að það á um 1100 kr. í sjóði, er mest stafar af sölu handritasafnsins, því að fé- lagið á að fá fyrir það 1000 kr. í 22 ár, er skiptist jafnt milli deildanna. Samþykkt var að halda áfram útgáfu Sýslumannaæt- anna á Kkan hátt sem fyr. Hannes Þor- steinssoti ritstj. á að sjá um útgáfuna. I stað Einars Hjörleifssonar var kosinn í Tímaritsnefnd Björn Jensson skólakennari. Tillaga frá stjórninni um breytingu á kosn- ingu í Tímaritsnefndina var felld. Látin er 16. þ. m. frú Olöf Briem kona Valdimars Briem’s prófasts á Stóranúpi, eptir langa og þunga legu, fimmtug að aldri, góð kona og gáfuð vel. Hún var dóttir merkisprestsins séra Jóhanns próf. Briem’s í Hruna, Gunnlaugssonar Briem’s kammer- ráðs og voru þau hjón því bræðrabörn. Sonur þeirra er séra Olafur Briem aðstoð- arprestur föður síns á Stóra-Núpi, en ann- an son efnilegan, Jóhann Kristján, misstu þau, er hann var kominn í 3. bekk lærða skólans. Guðjón Guðlaugsson alþm. frá Ljúfustöðum kom hingaðífyrra dag, og ætlar að sigla til útlanda nú með »Laura«. Hann sagði hafþök af ís á öll- um Húnaflóa, svo að ekki sæi út yfir hell- una af hæstu fjöllítm. Steingrímsfjörður allur lagður (hafísinn frosinn saraan við lagnaðarísinn); mætti þvl ganga yfir hann þveran og úr Grímsey þar á firðinum til lands. Is allmikill einnigkominn suður fyr- ir Grænuhlíð inn á Isafjarðardjúp norðan- vert. Ohugsandi, að »Vesta« komist norð- ur um land, því að saniföst hafíshella mundi vera milli Horns og Langaness. Úr Vestmanneyjum berast ýmsar alleptirtektaverðar sögur um atferli Þorsteins læknis og hinna örfáu fylgifiska hans, sem enn eru að rogast með Valtý. Láta þeir kumpánarnir engra meðala ófreistað til að afla Valtý fylgis, en verður þó ekkert ágengt, því að allur þorri Vestmanneyinga vill ekki sjá hann lengur, svo að Jón Magnússon landritari, sem skorað hefur verið á, er hárviss um kosningu þar, svo framarlega, sém hann gefur kost á sér, sem menn vona, að hann geri. — Er ekki örvænt um, að síðar verði flett eitthvað ofan afframferðum Eyjaridd- arans nú 1 vetur, svo að hann sjáist 1 réttu ljósi. En hingað til hefur verið sneitt hjá vegna annara, er ekki hafa viljað láta halda frægðarstrykum hans á lopti. Ý p q lor minnsta kosti X ♦ llcir 100 ára &amlar_ ♦ X enskar og þýzkar X — BÆKUR = ♦ koparstungur með stimpluðu ártali og sérstaklega útlendar (ekki íslenzk- ar) gamlar B I B L í U R k a u p i r Chr. Schierbeek prakt. læknir. X Reykjavík. •♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦4 Lausn frá prestskap hefur séra Lárus Benediktsson í Selár- dal fengið frá næstu fardögum. Brauð veitt: Lundur 10. þ. m. séra Sigurði Jónssyni á Þönglabakka. í skólaröðinni ( síðasta bl. Þjóðólfs hefur fallið burtu 75 kr. námsstyrkur Sigurðar Guðmundssonar í 6. bekk. Óskilafé selt í Árnessýsln liaustið 1901. / Selvogshreppi'. 1. Mórautt gimburlamb, m: sneittáham- ar fr. h., hvatt standfjöður a. v. / Ölfushreppi'. 1. Hvítur sauður 1 v. m.: standfj. a. h., sneitt apt. biti fr. v. 2. Hvítur lambhrútur, m.: tvírifað í sneitt apt. biti fr. h., sýlhamrað v. 3. Hvítur lambhrútur, m.: stúfrif. fjöður fr. biti apt. h., hangfj. fr. v. 4. Hvftur lambhrútur, m.: heilhamrað h. (illa gert), stýft fjöður apt. v. 5. Hvítur lambhrútur, m.: Geirstýft biti fr. h., hálftaf apt. biti fr v. 6. Svartur lambhrútur, m.: biti fr. h., ekk- ert v. 7. Svartur lambhrútur, m.: sneitt fr. h., hvatt fjöður apt. v., hornm.: blaðstýft a. v. 8. Svart gimburlamb, m.: stýft h.: sýlt fjöður apt. v. 9. Móarnhöfðótt gimburlamb, m.: heil- hamrað, h., miðhl. v. 10. Svart hrútlamb, m., oddfjaðrað apt. h., sýlt v. 11. Hvítt gimburlamb, m.: hófbiti apt. h., sýlt biti apt v. 12. Hvítt geldingslamb, m.: tvírifað í sneitt fr. h., hálftaf fr. v. (illa gert). 13. Hvítt gimburlamb, m.: blaðstýft apt. fjöður fr. h., stýft fjöður fr. v. / Gxafningshreppi: 1. Ær 2 v. m.: stýft h., sneiðrifað apt. v., brennim., R. 3. 2. Svartbosótt gimbur 1 v., m.: sneiðrif. apt. h., biti fr. oddfjaðrað apt. v., brennim.: K. 3. 3. Sauður 3. v. m.: hamarskorið biti fr. h., hvatt biti fr. v. (óljóst). / Þingvallahreppi: 1. Svört ær 1 v. m.: stýfður helmingur apt. biti fr. h., stýft v. 2. Grátt hrútlamb, m.: heilrifað gagnbit- að h. 3. Hvftt hrútlamb m.: heilrifað biti apt. h., gat standfj. apt. v. 4. Hvítt hrútlamb, m.: blaðstýft apt. h., 2 stig apt. v. 5. Hvítt gimburlamb, m.: 2 stig apt. h., 2 stig apt. v. 6. Hvítt hrútlamb, m.: 2 bitar fr. h., 2 bitar fr. v. 7. Grámórauð ær 1 v., m.: stýft, lögg fr. h., tvístýft apt. v. 8. Hvftt geldingslamb, m.: geirstýft h., sneitt og standfj apt. v. 9. Hvítt gimburlamb, m.: standQ. apt. h., sneitt apt v. 10. Hvítt hrútlamb, m.: sneitt apt. standfj. fr. h., sneittfr. standfj. apt. v. I Gnnisneskreppi'. 1. Hvítur sauður 2 v., m.: stýft h., heil- hamrað v. 2. Hvítur sauður 1 v., m.: sýlt h., hálft- af apt. v. 3. Grár sauður 1 v, m.: vaglrifaapt. fjöð- ur fr. h„ brys eptir fléttu v. 4. Hvft gimbur 1 v. m.: sýlt biti apt. h., fjöður fr. hangfjöður apt. v. 5. Hvítkollótt gimbur 1 v., m: hálftaf apt. biti fr. h., laufskorið v. (blettur á nefi). 6. Hvítt hrutlamb, m.: gagnbitað h., stýft hófbiti apt. v. 7. Hvítt hrútlamb, m.: stýft h., geirstýft v.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.