Þjóðólfur - 11.04.1902, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 11.04.1902, Blaðsíða 1
ÞJÓÐÓLFUR. Viðaukablað Jfí 7. Viðaukablað við Þjóðölf 11. apríl 1902. Isafold örþrifráða. Langa-vitleysan þar. Það var heldur en ekki þytur (valtýska málgagninu hér á laugardaginn var út af stjórnmálafundi þeim, er haldinn var 2. þ. m. og skýrt var frá í síðasta blaði Þjóðólfs. Vegna þess að allur fundurinn og ályktun sú, er samþykkt var á honum með yfirgnæfandi meiri hluta, var einhver hinn alvarlegasti snoppungur, er Hafnar- stjórnarliðið hefur nokkru sinni fengið hér í bæ, sauð og bullaði gremjan í liðinu svo mjög, að heitið var á Isafold að beita nú duglega gömlu listinni að snúa öllu öf- ugt, er á fundinum gerðist þvert ofan ( nokkur hundruð áheyrenda, til þess að reyna að blekkja aðra úti frá, er ekki höfðu verið á fundinum og ekki lesa ann- að en ísu eina. Þetta eru kunnug örþrif- ráð, sem blaðherfan tekur jafnan, þá er engin ráð eru önnur fyrir hendi til að leyna tilfinnanlegum óförum. Og ritstj. málgagnsins sauð saman af veikum mætti sex dálka langa(M) lokleysu og rangfærslu urn þennan fund, er hann kallar »ómerki- legan«(!!). En að manntetrið skyldi eyða svona miklu rúmi til að kreysta úr ser óþverra um þennan sómerkilega fund«, það virðist vera dáKið kynlegt. Hefði hann verið svo »ómerkilegur«, eins og hann vill telja lesendum sínum trú um, hefði hann alls ekki átt að geta hans, eða þá að eins með 2—3 línum. En með þessum ósanninda austri kemur piltur upp um sig í því, hversu afarþungt honum hafi fallið gerðir þessa fundar og hve ískyggilegan hann telur hann, sem löðrting á allt valtýska fimbulfambið. Enda átti að gera bragarbót, sem síðar mun vikið að. Oss kemur ekki til hugar að rekja her sundur allan ósannindavef málgagnsins um fundinn, því að það er algerlega óþarft, sakir þess að samvizkusemi Isafoldar er svo alkunn og af því að svo mikill fjöldi bæjarmanna var sjónar- og heyrnarvottur að því sem á fundinum gerðist, enda kveðursvo rammt að, að sumir fylgismenn(l) málgagnsins hafa viðurkennt opinberlega, að þeir blygðuðust sín fyrir skýrslu þess um fundinn og hinar óskammfeilnu rang- færslur þess1). Og er það raunar engin nýlunda, því að málgagn þetta er komið í svo almenna fyrirlitningu, að það eru ekki nema allra svæsnustu Valtýingar, er geta lesið það án viðbjóðs og undrtinar. Önntir eins leiðarljós, eins og þetta val- týska villuljós hefur verið á sfðustn árum, er þjóðinni allri til ófarnaðar og ófrægðar. Ummæli málgagnsins ttm Lárus sýsltt- mann Bjarnason og framkomu hans á fundinum, eru eins og við mátti búast úr þeirri átt. Ritstj. málgagnsins er fæddur með þeim ósköputn, að hann getur aldrei unnt mótstöðumanni sínum sannmælis. Hann verður ávallt að hafa endaskipti á sannleikanum, þá er andstæðingur hans á í hlut, og því frekar auðvitað, sem hon- um er ver við manninn persónulega. Þetta vita allir. Og þessvegna þarf Lártts sýslu- maðttr ekki að kippa sér upp við, þótt málgagnið sendi honum hnútur. Og því síður getur ábyrgðarmaður þessa blaðs tekiö til þess, þótt »vinsamlegum og lof- 1) Á líkan hátt fórust Jóni Ólafssyni orð á fundinum 5. þ, m. og vissi allur þingheim- ur, að þar var átt við „ísafold". legum«(H) ummælum sé að honum beint 1 frá vini hans elskulegum, Isafoldar-Birni, sem ávallt hefttr verið svo einstaklega rétt- sýnn(!), sannorðttr(!) og sanngjarn(!) f garð á- byrgðarmanns þessa blaðs, eins og dæmin sýna. Vér þorttm óhræddir að skjóta því undir dóm alls þorra fundarmanna, hvort frásögn Isaf. um framkornu vora á fund- inutn sé sannleikanum samkvæm eða ekki. Og svo skal ekki frekar um þ a ð atriði deilt. F-tásögn blaðsins um, að Lárus sýslu- maður hafi verið fenginn héðan vestan tir Stykkishólmi til að halda hér fund, að ferð hans hafi jafnvel verið kostuð af bankastjóra(l) o. s. frv., er eins og allt annað um þetta efni helber ósannindi jafnsamvizkusamlegt, eins og öll skýrslan um fundinn. Meðal annars segir þessi virðulegi ábm., að fundarályktunin (sbr. síðasta Þjóðólf) hafi verið fölsuð(l), miðhluti hennar aldr- ei verið' borinn ttndir atkvæði, þrátt fyrir það þótt fundarstjóri læsi upp alla tillög- una 4—5 sinnum, og síðast ( tveirn hlut- um til atkvæða, svo að fundarntenn gengu ekki gruflandi að því sem þeir voru að samþykkja. Eundargerðin er til sýnis, rit- uð þar á fttndinu'm af hinum kosna fund- arskrifara, og tillagan þar auðvitað orð- rétt í heilu lagi, eins og hún var lesin upp margsinnis, og birt í Þjóðólfi, sam- þykkt ( tvennu lagi. Skyldi Isafoid vilja telja hana ógilda, af því að henni var skipt við atkvæðagreiðsluna?! Illska ísafoldarritstjórans út af ályktun þessari er svo sterk, að hann ætlar sér meira að segja þá dttl að telja htigsunar- leysingjutn trú um, að þeir kjósendttr, sem hafi samþykkt hana hafi orðið t v í s ag a(!!), með því að það sé mótsögn »að tjá sig algerlega andvígan frumvarpi þvl, er sam- þykkt var á síðasta þingt, en hins vegar hlynntan ráðgjafabúsetu í Reykjavík«. Mikla trú hlýtur ísafold að hafa á fávizku og sljófskyggni lesenda sinna, ef hún hygg- ur, að nokkur rnaðiir gleypi þessa fltigu. Það skilur þó líklega hver heilvita maðttr, að þá er lýst er yfir óþokka á valtýska frumvarpinu, þá er e k k i verið að amast gegn því, að raðgjafinn mæti á þingi, tali og riti íslenzku, beri abyrgð á stjórnarat- höfninni o. s. frv., því að þetta allt eigttm ] vér að fá með stjórnarfrumvarpinu, held- ur gegn aðalatriðinu — raðherra- búsetunni í Höfn, þvf atriði, sem er aðaikjarninn, aðalásteytingarsteinninn frá sjónarmiði þeirra manna, sent vilja hið gagnstæða, r a ð h e r r a b ú s e t u h é r heima. Þetta skilur hvert barnið. Eitt einasta dæmi er nægilegt til að sýna heimsktt ísafoldar: Þá er t. d. heirna- stjórnarmenn lýsa því yfir, að þeir séu andvígir miðluninni frá i88g, þa dettur engum í httg með þeirri yfirlýsingu að amast við landstjórafyrirkomulagintl eða heimastjórninni í því frumvarpi, heldur við þvl aðalatriði, sem að þeirra áliti ger- ir frttmvarpið óaðgengilegt, nfl. lagaaptur- köllunarréttinum. — Það er víst enginn kjósandi ( Reykjavík svo vitgrannur, að hann sjái ekki, hvflíka dómadagsvitleysu Isafold leyfir sér að bera á borð fyrir þá, að eins til að reyna að draga fjöður yfir niðurskiirð valtýskunnar á fttndinum 2. þ. m. Gremjan svellttr í ntálgagninu yfir því, að kjósetidur Reykjavíkur skyldu ganga svona milli bols og höfuðs á bless- uðttm króanum þess. En það verðttr ekki aptur tekið. Og þó átti að reyna það, átti að fá kjósendur til að gera »bragar- bót« samþykkja aðra ályktun þvert ofan í hina, 3 dögum síðar. En »þegar fara á betur en vel, þá fer opt ver en illa«. Endurnýjaðar hrakfarir. Enn verrl útreiö. Undir eins eptir fundinn á miðvikudag- inn 2. þ. m., þá er valtýskan var dærnd og léttvæg fundin, tóku Valtýingar ráð sín saman til að hnekkja þessttm óskunda(!) með nýum fttndi, og hugðtt nú að smala saman liði sínu enn rækilegar en á fyrri fttndinn, sendu jafnvel boð suður að Bessastöðum eptir Skúla (hann kvað ekki hafa viljað koma á fyrri fundinn eða komst það ekki veðurs vegtia), því að nú skyldi til skarar skríða ög umhverfa með atkvæðamagni því. sem samþykkt var á fyrri fitndinum. Svo var afráðið að boða fundinn með örlitlum fyrirvara, svo að heimastjórnarmenn fengju engan pata af homtm fyr en svo sem 6—7 klukkustundum áður en fundurinn byrj- aði. En á föstudagskveldið var samt far- ið að kvisast, hvað í ráði væri, og hvern- ig Valtýingar ætluðu að haga sér. Varð þá séð við því, að þeir kæmu ekki fyrir- ætlun sinni fram, enda fór svo, er á fund var komið,',laugardagskveldið 5. þ. m., að Valtýingar, þótt fjölmennt hefðu, treystust ekki til að hreyfa sig eða hrófla við gerð- um fundarins 3 dögum áðttr, svo að fttnd- arboðandi (Jón Ólafsson) sneri því upp í það að bjóða sig fram til þingmennsku hér í bænum. Vildihannog fásaniþykkta ályktun þá frá honum, er ekki var sam- þykkt á fyrri fundinum (sbr. síðasta bl. Þjóðólfs) en hann tók hana aptur og var í þess stað samþ. svo látandi fttnd- arályktun (frá Halldóri Jónssyni banka- gjaldkera). »Fttndttrinn skoraráþá menn, er ætla að bjóða sig til þingsfyr- i r kjördæm ið að birta stefnuskrá sína. Samþ. með 42 atkv. gegn 1, en fjöldi kjósenda greiddi ekki atkvæði. Tryggvi Gunnarsson bankastjóri bauð sig og fram til þingmennsku á fundi þess- um, og síðan hefur Jón Jensson einniggert það með auglýsingu á götuhornum. Var hann þó á fundinum og tók þátt í um- ræðunt, sem urðu alllangar og hnigu mest að ýmsttm atriðum í stjórnarskrármálinu. Attk þingmannaefnanna þriggja töluðu í því máli Halldór Jónsson, Jón Jakobsson og Sighvatur Árnason. Þá var tekið til umræðu bankamálið og töluðu ( þv( Halldór Jónsson, Tr. Gunn- arsson, Hannes Þorsteinsson, Jón Ólafs- son, og samþykkt svolátandi tillaga (frá Hannesi Þorsteinssyni). sFundttrinn tjáir sig algerlega mótfallinn því, að seðlaútgáfu- réttur landsjóðs sé fenginnút- 1 e n d u m m ö n n u m í h e n d u r , o g skorar hins vegar fastlega á þingið og landstjórnina að auka og efla landsbankann sem mest, svo að hann geti fullnægt við- skiptaþörf þjóðarinnar«. Þetta samþykkt nteð 70 samhljóða atkvæðum. Höfðu ýmsir Valtýingar laumast burtu af fundinum um það leyti, er bankamálið var tekið til umræðu, munu hafa séð sitt óvænna að geta náðyfirtök- um á fundinum, úr því sem kornið var. Og varð því sfðari förin verri hinni fyrri, enda eru forsprakkar þeirra ekki með hýrri há, eptir allt þetta andstreymi í sömu vikunni, þrátt fyrir afarmikla áreynslu, afarmikil hlaup til undirbúntngs beggja fundanna. Óförunum í bankamáiinu reynir Isafold að leyna nú slðast með þvf að segja, að það hafi verið tekið fyrir um nóttina »ut- an dagskrár og ftindarboðs«. En fundar- stjóri (Sighv. Bjarnason) lýsti því ytir rétt eptir að fundurinn hófst, að bankamálið yrði tekið til umræðu á eptir stj órnarskrármálinu. Val- týingum var þvf mjög vel kunnugt um þetta. En þeir treystu sér ekki til að hafa nein áhrif á fundinn. Það er nú sannarlega kominn tími til þess, að Reykvíkingar, eins og aðrir lands- menn, fari að losna undan þessari valtýsku möru, sem hefur troðið þá síðan 1897, enda væntum vér þess, að kosningarnar 1 vor bæði hér og annarstaðar taki til fulls af skarið í þeim efnum, svo að þessum valtýsku herrtim geti ekki lengur haldist uppi að blekkja landslýðinn með æsinga- prédikunum um afnám landsbankans og yflrburði Hafnarstjórnar yfir heimastjórn. Islenzka þjóðin fær ekki frið, ekki ró til að sinna sínum nauðsynjamálum, fyr en Hafnarstjórnarflokkurinn er brotinn svo á bak aptur, að hann hefur engan mátt til að gera neinn ógreiða lengur. Það verða kjósendur að hafa hugfast og velja því að eins þá menn á þing, er ekki hafa flækst í neti Valtýsklíkunnar. Hér verður að rísa svo öflug þjóðræknisleg alda, er kaffæri þessa menn, sópi þeim burt af hinu pólitiska sjónarsviði að minnsta kosti nú um hrlð, svo að vér fáum algerlega »hreint borð«, og getum í ró og næði snúið oss að alvarlegum umbótum ( landinu sjálfu, þá er yfirstjórn- in er orðin hér búsett. Stjórnmálafundur 2. apríl 1902. Umrœðuágrip. Málshefjandi Lárus H. Biarnason: Eins og yður er kunnugt, háttv. tilheyrendur, er ísland og Danmörk gagnólíkt. Þér þttrfið ekki lengra fara en líta á kortið til þess að sannfærast um það. — Um annað kvað Matthías: „Broshýra land, fléttað af sólhýrum sundum saumað með blómstrandi lttndum", en hitt kallaði Bjarni Thorarensen: „Und- arlegt sambland af frosti og fttna". Mest er þó um það vert, hve þjóðir þessara landa eru ólíkar, hversu þjóðerni og siðir, saga og bókmenntir er sundurleitt. Tungan er einnig næsta óllk og hagirnir mjög misjafnir að atvinnuvegum og flest- um lifnaðarháttum,— Þess vegna er ómögu- legt að stjórna Islandi úr Kaupmannahöfn svo í lagi sé. Það verður líkt og að stýra skipi á rúmsjó, af manni sem er á þurru landi, eða stjórna búi, sem eríöðrum lands- fjórðungi eða smíða föt á rnenn í fjarlægð, sem ekki hefði fengizt „mál“ af. — Þetta hefur líka komið á daginn. Saga landa þeirra, er lotið hafa Dönttm sannar það

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.