Þjóðólfur - 11.04.1902, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 11.04.1902, Blaðsíða 2
Borgfirðingarsögðujóniþetta Árnasyni. Jón mælti: „Til hversætli hann geri þetta?" gengur svo upp að búð beykisins og segir: „Hvað ert þú alltaf að sm(ða?“ Beykir segir: „Hvad“ (va) og í því sama lætur hann öxina ríða að Jóni. Jón var í belg- hempu sinni með hendurnar á víxl undir henni; hann hopar nú ekki fyrir högginu, en grípur annari hendinni snögglega um axarskaptið og kippir henni af beykinum og gengur burt með hana. Beykirinn ter á eptir og heimtar öxina, en Jón lætur hana ekki og gengur svo um hiíð, þar til beyk- irinn biður hann með góðu og býður hon um eitt staup af víni; þá snýr Jón aptnr með honum og sættust þeir heilum sáttum. -• Sagt var að beykirinn hefði gert þetta til þess að vita, hvort nokkur dugur væri í Islendingum. Hann kom sér vel og var sagður góðmenni og þar eptir bannaði hann engum að koma inn til sín, þótt hann væri að smíða. Það var eitt sutnar, þá er Jón var kominn að Nesi og var kominn um sjötugt, að hann reri með þeitq tengdasonum sínum, Sveini og Einari, og var fremur fisklítið. Vargott veður ttnt morguninn, en bráðhvessti á norðvestan seinna um daginn svo að sjór- inn kafrauk. Þeir voru mjög utarlega og áttu fremur langt til lands og í móti veðr- inu, og voru eigi aðrtr bátar á sjó. Þeir ettust nú til ára; þeir Einar og Sveinn höfðu andþóf og markaði þeim lítið eitt. Þá segir Jón: „Eg held þið megið fara öðru- megin á borð, en eg verð hinum megin, þið haldið líka kannske stefnu bátsins?" Þeir gera svo og þá gekk; bafði Jón þá alia stjórn á bátnum og komust þeir svo til lands rneð bátinn hálffullan af sjó. Þeir Sveinn og Einar voru orðnir af sér gengnir af þreytu, en ekkert bar á Jóni. Það vareitt vor, þá er Jarþrúðttr dóttir Eiríks bónda Hallssonar á Stóra-Steinsvaði var 16 eða 17 vetra, að hún fór kynnisferð inn að Tjarnalandi og var þar nótt, en dag- inn eptir var snjókrapaveður og mikið snjó- bull á jörðu. Jarþrúður vildi nú heim apt- ur, en enginn karlmaður var heima til að fylgja henni, þv( að allir voru að sýsla við fé, og var þetta á sauðbttrði. Kvennfólkinti þótti of slæmt fyrir hana að ferðast svo langa leiðyfirmóa og bletytir, enjarþrtiður þorði eigi annað en búa sig til ferðar, því aö henni var að eins leyft að vera um nóttina. I þessum svifum kemur Jón Árnason frá Höfn.og er hann spurður, hvort Jiann vilji ekki lofa stúlku að verða með sérsamferða út að Steinsvaði.því að hannætlaði þangað. Jón játar því; er honuni stðan boðið inn, ! en hann þiggur það eigi og situr úti á með- an Jarðþrúður býr sig. Síðan halda þau á stað, en er þau koma að læk, er rennur skammt fyrir utan túnið úr tjörn einni, þá fer Jón þegar yfir, en Jarþrúður hafði dálít- inn staf ( hendi og leitar nú fyrir sér, hvar beztmuni vera aðfarayfirlækinn;snjóbleytu- veður var á austan og lækurinn nokkuð mikill. Jón spyr nú Jarþrúði, hvort hún vilji eigi að hann hjálpi henni yfir um; hún sagðist eigi hafa þorað annað en að segja já. Hún var þá orðin hávaxin og þung á sér. Jón tekur hana síðan upp á handlegg sér, og hleypur með hana yfir lækinn og setur hana aldrei niður fyr en á Stórasteins- vaðshlaðinu og þaðan fór hann norður í Tungu.— Svo hefur Jarþrúður sagt, að hún hafi eigi getað fundið, hvort Jón hefði veriö nokkru þreyttari, þegar hann setti hana nið- ur, en þegar hann tók hana upp og kvaðst hún þó hafa verið nokkrir fjórðungar, og sagði hún, að sér hefði nær því verið orð- ið illt, þvf að sér hefði þótt Jón greiðstígur. Gunn/iildur Jónsdóttir hins sterka átti Svein Snjólfsson, er alizt hafði upp hjá Jóni í Höfn og þjónað honum síðan. Þau bjuggu í Nesi og voru börn þeirra, sem upp komust I oggiptust: Snjólfur, Margrét og Jón, öll ! lagleg böm og góðlynd Sveinn var með- | almaður á hæð og gildleika, en hálflatur | og duddunarsamur og eins og geðslag hans væri líkt Jóni sterka. Guðlaug Jónsdótttr átti Einar Guðmunds- son, er einnig hafði lengstum verið hjá Jóni í Höfn, og bjó í Nesi á móti Sveini, eptir að Jón var orðinn konulaus og gamall. Einar var meðalmaður á hæð og gildleika, og röskur til verka. Guðlaug kona hans lifði skamma stund hjá honum; áttu þau eitt barn og dó það. [Eptir hdr. Einars prófasts Jónsonar í Kirkjubæ]. Eptirmsell. Hinn 17. ágúst 1901 andaðist á heimili sínu Berustöðunt í Holtum, fyrverandi bóndi Jiunólfur Runólfsson 74 ára að aldri. Var hann fæddur í Vestri-Garðsauka í Hvol- hreppi 19. júlí 1827. Voru foreldrar hans Runólfur Nikulásson frá Narfakoti, Snorra- sonar s.st., Gissurarsonar og Sigríður Hall- dórsdóttir Sigurðssonar á Flókastöðum Guðnasonar. Kona Nikulásar í Naríakoti var Margrét Runólfsdóttir, systir Guðrúnar Ólsen á Þingeyrum föðurmóður dr. B. Ólsen rektors. — Runólfur heit. fluttist ungurmeð föður sínum að Litlu-Tungu og þaðan að Brekkum í Holtum. Ólst hann upp á þeim bæjum, þar til liann var 30 ára gamall. Reisti hann þá bú í Áshól í Holtum og bjó þar nær 40 ár. Kona hans var Guðlaug Jónsdóttir frá Stóra-Hofi á Rangárvöll- um, mesta gæðakona. Var hjónaband þeirra hið ástúðlegasta. er hugsazt getur. Lifir hún mann sinn háöldruð — 84 ára — og elli- hrum, svo ekki mátti hún fylgja manni sín- um til grafar er hann var grafinn 26. ágúst 1901. Þau hjón áttu alls 6 börn; eitt þeirra dó [ æsku, en 5 eru á lífi; af þeim er eitt í Ameríku. Þau, sem eru hér á landi eru þessi: Ingigerður, gipt Þorsteini rokkasmið bónda á Berustöðum í Holtum, Jón, kvænt ur bóndi á Hárlaugsstöðum í Holtum, Árni, kvæntur bóndi f Áshól í Holtum og Run- ólfur bókbindari, kvæntur bóndi t Norðtungu f Mýrasýslu. Bjuggu þau hjón í farsælu hjónabandi, en er þau létu af búskap, fóru þau til sonar síns og tengdadóttur að Hárlaugs- stöðum og dvelur ekkjan þar enn þá. Apt- ur á móti var Runólfur sál. til skiptis hjá sonum sfnum. — Búskap sinn byrjaði hann með litlum efnum, en komst vel áfram og var að lokum f góðum efnum fyrir framúr- skarandi dugnað og áhuga. Runólfur sál. ; var hinn bezti félagsmaður; var hann ætíð fús til hjálpar; hann var mjög samvizkusam- ur, gottelskandi, guðhræddur og trúrækinn. Alla tíð var hann hinn mesti fjörmaður og gleðimaður og söngmaður á sinni tíð, síkát ur og skemmtinn í umgengni. Hans er því saknað af öllum, er þekktu hann. En j einkum er hans sárt saknað og minning hans í heiðri höfð hjá eptirlifandi ekkju hans og börnum, er telja sig mjög lánsöm, að j hafa átt svo góðan, umhyggjusaman og guð- j hræddan föður. í febr. 1902. X. ’ Hinn 16. febr. síðastl. andaðist á heimili sínu Bangastöðum 1' Kelduhverfi bóndinn Karl Erlendur Gottfreð Erlendsson, sonur Erlendar Gottskálkssonar fyrv. alþ.. eptir þunga legu og langa. Hann var á bezta aldri, tæplega þrítugur og hinn efnilegasti ; dugnaðarmaður og ötull ti! allra fram- j kvæmda. Karl heit. var vel viti borinn og 1 góður drengur og harmarekki eirungis ekkj- j an og hin 2 ungu börn fráfall hans, beldur j og fjöldi ættingja og vina. X. Fimtudaginn, 6. ntarz síðastliðinn, andað- ist að Stóru Gröf í Stafholtstungum Jónas Eíelgason, fyrrum bóndi að Lækjarkoti í ! Þverárhlíð, nær 66 ára að aldri, fæddur að Lundi í Þverárhlíð 22. maí 1836. Faðir Jónasar var Helgi bóndi að Lundi, síðar í Arnarholti (f. á Háfafelli f Hvítársfðu 17. ágúst 1797, f í Melkoti 31. júlí 1843), Guð- mundsson bónda á Háíafelli, hreppstjóra í Hvítárslðu (f. á Ásbjarnarstöðum 1739, J* á Háfafelli 12. aprfl 1822, 84 ára), Hjálmsson ar bónda á Glitstöðum og sfðar á Ásbjarn- arstöðum (J- c. 1745), Guðmundssonar bónda á Hafþórsstöðum (f 1707 í stóru-bólu), Hjálmssonar bónda á Skarðshömrum (enn á lffi 1681), Guðmundssonar hins gamla, bónda á Lýtingsstöðum og á Merkigili í Skagafirði, er lengi var lögréttumaður f Hegranessþingi (f 1681), Kolbeinssonar bart- skera á Hólum í Hjaltadal (J- 1616), Hjálms- sonar (líkl. þess,.er lögréttumaður var f Eyjafirði 1553 f um 1570, Sveinssonar, Hjálmssonar). —- Móðir Jónasar, kona Helga á Lundi, var Þóra (f. 7. nóv. 1807, f 15. apríl 1894), Egilsdóttir bónda á Kollsstöð- um, síðar á Þorgautsstöðum (f. 1764, drukkn- aði á Hvalfirði síðla vetrar 1811), Egilssonat bónda að Fróðhúsum, síðar á Glitstöðum (-þ 1764, drukknaði í Hólmavatni), Jónsson- ar bónda í Eskiholti (enn á lífi 1741), Brandssonar bónda á Rauðanesi og á Litlu- Brekku (J- fyrir 1709), Þorkelssonar á Rauða- nesi, Erlendssonar. Þessar ættir eru hér svo nákvæmlega raktar, því, að þær tvær eru hinar elztu og fjölmennustu bændaætt- ir um Borgarfjörð og Mýrar, og hefur Eg- ilsœttin (sem svo er nefnd) átt óðul á Mýr- um allt frá landnámstíð, og má telja hana til Sturlunga og Egils Skallagrímssonar. Jónas Helgason ólst að nokkru upp með Árna móðurbróður sínum Egilssyni, er þá bjó á Refsstöðum, en síðar var hann f Mel- koti hjá móður sinni og stjúpföður sínum Þórði bónda Ásmundarsyni, en eptir það f Stafholti; þar kvæntist hann 27. okt. 1866, Margrétu Gísladóttur bónda á Hóli, systur þeirra hagyrðinganna, Ásmundar á Desey og Ingimundar í Fossatúni, þau voru bræðra börn að frændsemi. Jónas bjó lengst bú- skapar síns í Lækjarkoti í Þverárhlíð (1873 — 1882), og gekk honum búskapur jafnan heldur erfiðlega, enda var hann fátækur, en gestrisinn og greiðasamur. Vorið 1882 missti hann það, er hann átti af fénaði, og varð þá að bregða búi; dvaldi síðan í ýmsum ^ stöðum, þar til hann fór að Stóru-Gröf, til Sesselju Helgadóttur systur sinnar, þar sem hann andaðist. Jónas var iðjumaður mik- ill, trúrækinn mjög og vandur að öllu. er hann vann. Var hann f því fárra líki, að hann lét sér engu minna um hugað, að vinna öðrum gagn en sjálfum sér, og mæltu það flestir menn, er hann þekktu. Hann var glaðlyndur og gamansamur hversdags- lega, en fáskiptinn og óframur um þau mál- efni, er eigi snertu sjálfan hann. Þau hjón eignuðust 8 börn, og lifa nú að eins tvö af þeim: Jósafat ættfræðingur í Rvfk og Helga nú ekkja í Ameríku. - Margrét ekkja Jón- asar er enn á lífi. Y. .Fjallkonan* og rotturnar. I stað þess að vera að dandalast aptan í Isafold og jórtra upp eptir henni ósanninda- þvætting um menn og málefni, ætti Fjallk. að fara að eins og rotturnar — og yfirgefa nú valtýsku fieytuna, áður en hún sekkur. Fjallk. svipar hvort sem er til nagdýra- kynsins. Lesandi Fjk Héraðslæknirlnn í efri hluta Árnessýslu (Skúli Árnason) hefur mælzt til, að þess væri getið f sambandi við fráfall Magnúsar heit. í Laugardalshólum, er fargaði sér með hálsskurði 3. f. m., að þá er sín hafi verið vitjað til M. hefði hann áður verið sóttur til konu í barnsnauð, og því ekki komið að Laugardalshólum fyr en um kveldið, og þá hafi M. verið dáinn fyrir 2 klukkust., en f Þjóðólfi var sagt (eptir bréfi úr Laugardal) að M. hafi verið á lífi, er læknirinn kom. Uppboðsauglýsing, Manudaginn 14. þ m. kl. 11 f. hád. verða kol úr skipinu »Modesta« frá Bergen seld við opinbert uppboð, er haldið verður hjá hafnarbryggjunni. Söluskilmálar verða birtir a uppboðs- staðnum. Bæjarfqgetinn f Rvik. 10. april 1902. Halldór Daníelsson. Brúkuð íslenzk frímerki, helzt gömul, en einsþau,sent nú eru í gildi.erukeyptháu verði. Fiim Aiiiiunlscn Haakonsgade 26. Bergen, Norge. Annað kveld verða sýndar myndir og sjónhverfing- ar 1' leikhúsi W. O. Breiðfjörðs kl 8V2. Sjá götuaugjýsingar. Herbergi til leigu eitt eða fleiri fyrir einhleypa menn í Veltusundi nr. 3 frá 14. maí næstkomandi. Á Fra mf'nrafélagsf 11 mli næstkomandi sunnudag, verða borin undir atkvæði ýms atriði snertandikaupfélagsmál Framfarafélags- ins. Áríðandi að allir er taka vilja þátt í kaupfélagskapnum mæti á fundinum. Rvík. 9. apríl 1902. Siglivatur Árnason. ÞJÓÐÓLFUR Stærsta og útbreiddasta blað landsins, ætti að komast ,inn á hvert einasta heimili‘. Yinir hans eru beðnir að greiða giitn hans og ntvega honum sem flesta nýja kaupendur. Það mun enginn sjá eptir þeini kaupuin. Eða livaða íslenzkt hlað mundi hollara að kaupal Auk þess er hlaðið afar ódýrt í samanburði við stærð ogícturmergð. Eitt blað í hverri viku og þar að auki vlðaukablöð. Átta þeirra koniin síðanánýári. Allur árf. Ijrir að eins 4 krónur. Enn fremur ljómandi kaupbætir fyrir nýja kaupendur: tvenn ágæt sögusöfn, sérprentnn úr Þjóðólfi (yfir 200 bls.). Hvar bjöðast slik kjör? KAUPIÐ Því ÞjÓDÓLF, LESIÐ HÁNfí og BORtfli). Sakir útbreiðslu sinnar er Þ.ÍÓDÓLFUR langheppilegasta og áhrifa— mesta auglýsingablað landsins. I • I 1 • i p I I p I I * p p I p p \ Edinborg. Nýjar vörur, 245000 króna virði, eru nú á leiðinni. Skilyrðið fyrir góðum innkaupnm eru StÓr kaup. Orsökin til þess, hversu ódýrt verzlunin »Edinborg« selur. er su, hve stór innkaup \ hún gerir, sem er eðlileg afleiðíng hinnar afarmiklu umsetningar hennar. \ Vörur þær, er nú eru á leiðinni, eru úrval af beztu vörutegund- P um Bretlands hins mikla, Danmerkur, Þýzkalands, Belgíu og Hollands, \ \ og eru þær keyptar fyrir peninga út í hönd, beina leið frá verksmiðjun- ^ um. Þar af leiðir, að engin óþarfii útgjöld leggjast á þær, svo sem um- \ \ boðslaun o. fl.; verða því vörur þessar seldar svo ódýrt, að samkeppni >s annara ekki getur komið til nokkurra mála. \ \ s I $ s I I \ I > p S \ \ \ s 1 1 \ \ \ \ s I I Áðurnefnt vöru-úrval kemur með »Laur;i« og Ceres«. Bíðið því ^ með þolinmæði þangað til —það mun borga sig margfallt $ 1

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.