Þjóðólfur - 02.05.1902, Blaðsíða 2
ur auðvitað kosinn þar. En hvað
verður um Valtý? Foringinn sjálfur
stendur uppi ráðstöfunarlaus og flokks-
menn hans ráðalausir, hvernig þeir
eiga að fara með hann. Sumir spá, að
koma eigi honum niður í Gullbringu- og
Kjósarsýslu, eða í Skaptafellssýslu.Mýra-
sýslu eða Arnessýslu.(!) En ekkert
mun það fastráðið enn, og leikur for-
inginn nú lausum hala, því að Vest-
manneyjar eru ómótmælanlega og til
fulls og alls gengnar úr greipum hans.
Riddarinn situr þar ráðalaus og liðlaus
og verður að horfa á það blóðugum
augum, að eyjarskeggjar virða orð
hans og æíingar að vettugi. Eru nú
fremur teknar að hallast klyfjarnar á
Valtýs-Brún, og snarast líklega alveg
yfir um á klárnum við þessar kosn-
ingar.
í Vestur-Skaptafellssýslu situr Guð-
laugur sjálfsagt fastur fyrir og mun ó-
gjarnan vilja þoka fyrir Valtý, nema
í lífsnauðsyn. Hann þarf einnig að
hafa gætur á Austur-Skaptafellssýslu,
því að nú mun henni hætt, þykir ekki
líklegt, að Þorleifur hreppstjóri Jónsson
í Hólum, er þar mun verða í kjöri af
hálfu Valtýinga í stað séra Olafs,
muni hrökkva við séra Jóni prófasti
á Stafafelli.
V.
(Síðasti kafli).
Háttvirtu kjósendur til alþingis!
Munið eptir því að kosningarnar í
næsta mánuði, fyrstu alþingiskosning-
arnar á nýju öldinni, að vanda nú val-
ið vel, og kjósa að eins þá menn í full-
trúasætin, er kunnir eru að drengskap
og samvizkusemi og bezt er treystandi
til að leggja varanlegan grundvöll til
sjálfstjórnar landsins, ekki að eins að
því er sjálfa stjörnarskipun landsins
snertir, heldur að því er fjármálin snert-
ir, óbundin og óháð fjárráð þjóðarinn-
ar. Látið ekki blekkja yður til að kjósa
þá menn, er barizt hafa með odd og
egg fyrir þvf að leggja niður hina einu
peningastofnun landsins — landsbank-
ann — og láta hana verða útlendum
auðmönnum að féþúfu til að hneppa
landsmenn í fjötra erlendrar peninga-
einokunar og selja með því sjálfstæði
þjóðarinnar í fjármálum útlendu auð-
valdi í hendur um aidur og æfi.
Það sem þér fyrst og fremt verðið
því að heimta af þingmannaefnunum er,
að þeir sverji það við drengskap sinn
án allrar lævísi og undanbragða, og
skuldbindi sig til
1. að fella umsvifalaust frumvarp
síðasta þings en
samþykkja í þess stað hið vœntan-
lega frumvayþ stjór nannnar með
ráðgjafabúsetu í Reykjavík með þeim
lagfœringum einum, er vissa sé fyr-
ir, að ekki geti orðið frumvarþinu
að ýótakefli hjá stjórniani,
2. að hajna umsvifalaust hverju því
frumvarþi, hvort heldur frá War-
burg eða öðrum erlendum auðkýf
ingum, er fer fram á að afhenda
útlendingum seðlaútgáfurétt lands-
sjóðs og hnekkja landsbankanum, en
þingmannaefnin skuldbindi sig hins
vegar til, að leggja eing'óngu áherzlu
á það, að landsbankinn verði ejld-
ur svo með lánt'óku eða á annan
heþþilegan hátt, að hann geti full-
nœgt viðskiþtaþórf þjóðarinnar.
Þetta eru aðalatriði þau, sem kjós-
endur verða að leggja mesta áherzlu á
við þessar kosningar. Þeir mega ekki
láta sér nægja óljósar og tvíræðar yf-
irlýsingar, er teygja má á alla vegu
og smokka sér út úr, er tækifæri býðst.
Það verður því að hneppa Valtýinga
í svo sterkar viðjar í þessum málum,
að þeir geti ekki hrist þær af sér ó-
skemmdir. Og það verða kjósendur í
hverju kjördæmi að sjá um, ef þeir
ætla sér að senda nokkra þeirra á þing,
sem þeir ættu helzt ekki að gera.
Auk þessara mála, sem hér hafa ver-
ið getið eru auðvitað ýms önnur mál,
sem kjósendur ættu að heimta af þing-
mannaefnum sínum að vera fylgjandi,
t. d. leynilegar þingkosningar, stofnun
brunabóta- og lífsábyrgðarfélags, at-
vinnumál öll að sjálfsögðu o. m. m. fl.,
sem að vísu getur ekki komið allt til
greina á þessu eina aukaþingi. En
kosningarlögin ættu að geta orðið af-
greidd nú og ef til vill fleiri mikilsvarð-
andi lög, þótt tfminn sé stuttur.
Með þeirri ósk og von, að kosning-
ar þær, sem nú fara í hönd verði þjóð
vorri til sóma og velfarnaðar Ijúkum
vér þessu máli.
Hvern á eg að kjósa?
Eg er enginn ofstopamaður f pólitík og
hef aldrei fylgt blindu ofurkappi, hvorki í
þeirri grein né annari, eins og sumum hætt-
ir við. En eg hef ávallt lagt nokkra stund
á, að fylgjast með þeim málum og skapa
mér sjálfstæða skoðun, af því eg hef sér-
staklega álitið, að bændagörmunum í
sveitinni væri það ekki ónauðsynlegt. —
Ein af þeim spurningum. sem optast vak-
ir fyrir mér, og svo mun fyrir fleirum vera
er sú: Hvern á eg að kjósa á þing ? A
þessa spurningu verður að líta á tvennan
hátt, fyrst frá sjónarmiði þjóðarinnar í
heildsinni, og f öðru lagi sem flokksmál.
Eg vil ekki fara að ryfja upp neitt af
því, sem fram hefur komið í þessum stærstu
málum, sem allt veltur nú á og margsinnis
er búið að taka fram, en þó get eg ekki
sneitt hjá því, sem ávallt stingur mig einna
næmast, er eg hugsa um þetta, það er
hvernig danskir hægrimenn líta á flokks-
foringjann og fulltrúann héðan, þegar hann
stendur mitt í baráttunni fyrir þjóðréttind-
um vorum. — Allt þetta stafar af þvf, hvern-
ig þingið er skipað, af því, hvernig kosið
er á þing. Hvernig líta bændur áþetta?
Eg segi bændur, þvf eg skoða • þá sem
kjarnann úr þjóðinni, skoða þá sem flokk,
er eigi að halda saman, flokk, sem eigi að
ráða í landinu. Eigum við að fela allt
okkar ráð embættismönnunum, mörgum
hverjum mjög lélegum að minnsta kosti í
því að þekkja okkar þarfir og hagsmuni ?
Megum við ekki fá að líta einhversstaðar
á hornið á reikningnum ? Eigum við að
hugsa sem svo: Það er ekki til eins fyr-
ir mig að hugsa um þetta eg hef ekkert
vit á því. Það eru þessir lærðu herrar,
sem geta það. Nei, bændur. Við skul-
um ekki grafa okkur ofan í sorpið. »Þeg-
ar þú vilt að erindi þínu verði framgengt,
þá farðu sjálfur«. Trúðu ekki eingöngu
embættismanninum fyrir öllum þínum rétt-
indum, þau eru þér helgur dómur. Hann
getur stungið þeim í vasa sinn. Hann
getur haft þau á borðum sínum. Hann
getur, í einu orði sagt, leikið sér að þeim.
Hvað er gert, þegar verið er að hækka
laun embættismannanna að óþörfu ? Hvað
vinna eptirlaunin, og hvað skeður við
marga bitlingaveitinguna? Bændur! Meg-
um við ekki vera meðíspilinu? Ættum
við ekki að fá að hlynna betur að þeim
atvinnugreinum, sem við lifum af, svo við
getum þó að minnsta kosti fætt embættis-
manninn, án þess að svelta sjálfir ? Ertu
nokkuð fínni fyrir það, bóndi minn, þó þú
horfir upp á skyldulið þitt líða nauð, af
því þú vilt ekki hugsa um þín mál sjálf-
ur, af því þú vilt ékki hlynna að þínum
flokk? Nei, og aptur nei. — Því verður
ætíð að vera fyrsta og sjálfsagðasta krafan :
Bændur á þing. Menntaða og sjálfstæða,
dugandi bændur. Þar næst óháða em-
bættismenn og aðra starfsmenn, sem hafa
vit og vilja á að sinna okkar kröfum. Ef
þetta er ómögulegt, þá að eins þá úr öðr-
um embættismönnum, sem hafa eindregið
sýnt, að þeir eru þess verðugir og hafa
almennt 'álit, eins og t. d. mætti nefna
nú í okkar flokk þá Hannes Hafstein og
Lárus H. Bjarnason.
Þetta ættu menn úr báðum flokkum jafnt
að géta fallizt á. En svo koma flokks-
mál. — Það er ekki til neins að tala um
það, að nú séu allir orðnir sammála.
Flokkarnir eru orðnir til og verða allt af
til. Hvaða ástæða er líka að svo sé ekki ?
Ætti það að vera fyrir gutlið úr friðar-
nefndinni nyrðrá, eða ætti það að vera fyr-
ir konungsboðskapinn ? Hvorugt er mögu-
legt. Friðarnefndin er eins og núll, sem
einstaka maður hefur auðvitað gefið hlýtt
orð, en líklega þó fremur fyrir vorkunn-
semi við amtmann, en nytsemd nefndar-
innar. Konungsboðskapurinn er einmitt
það, sem fremur elur flokkana, en hitt.
Þar eru »stilt« uppprogröm þeirra beggja.
Muna menn ekki þá, sem samþykktu Val-
týsfrumvarpið og vildu ekkert samkomu-
lag ? Muna menn ekki orð og framkomu
Valtýs sjálfs, eptir konungsboðskapinn?
Þessir menn greiða aldrei atkvæði með
öðru, hvernig sem þeir tala. Þetta er þeirra
hjartans sannfæring, að sé hið bezta fyrir
oss. Nei, bændur. Lítið á þetta með
stillingu, hvernig sem þið eruð í ykkar
flokk komnir. Nú verða heimastjórnar-
menn að ráða. Sá flokkurinn á að sigra.
Það er orðið öllum sýnilegt, að þeir hafa
fylgt betri málstað, að þeir eru einlægir
og velviljaðir menn sinnar þjóðar og síns
lands. Gætum líka að öðru. Þessar frið-
arprédikanir geta haft illar afleiðingar í
aðra átt; þær geta drepið niður kjark og
sjálfstæði lítilsigldra manna. Því að, þeg-
ar á að vera friður, ekkert annað en frið-
ur, þá má enginn segja neitt, að eins labba
þegjandi á eptir. Hann getur orðið of
dýrkeyptur, eins og amtmaður kemst að
orði. Eg neita því ekki, að friður, ein-
drægni og góð samvinna sé gott og dýr-
mætt, þegar það getur komizt að, en það
verður að tala um þetta mál, eins og það
liggur fyrir nú. Þegar það er leitt til lykta
ætti að ausa upp þessa heilsusamlegu
brunna; en á þessum tímum eru þetta of-
góð orð til þess að beita þeim fyrir fá-
kunriandi sálir, það er að segja í þeirri
merkingu, að við verðum endilega að fá
frið, hversu dýr sem hann verði, hversu
mikið sem við missum. En ef menn af
skynsemi og sannfæringu ganga frá villu
síns vegar, til þess að bjarga góðu mál-
efni, þá er það gott og eins og það á að
vera.
Þegar eg lít á kosningahorfurnar hér í
sýslu, þá eru þær harla einkennilegar.
Húnvetningar hafa sýnt það undanfarið,
að þeir eru réttbornir landsins synir, sem
hafa djörfung og kjark til að sýna það í
verkinu, sem þeir vilja. Þeir hafa kosið
bændur á þing. En þó mun þessi spurn-
ing: Hvern á eg að kjósa ? töluvert hreyfa
ser hjá mörgum.
Nú eru sumir að berjast fyrir því að
koma her að utanhéraðs embættismanni,
amtmanninum að norðan og austan. Eg
hef nú ekki séð hækka mikið brúnina á
bændum við þennan gleðiboðskap. En
hvernig stendur á þessu ? Mér er sagt, að
amtmaðurinn hafi skrifað nokkrum hér í
sýslu, og beðið þá fylgis, fyrir nokkru sfð-
an, en nú fyrst er Árni þessi á Geitaskarði
að safna undirskriptum undir áskorun til
hans, að bjóða sig hér fram. Það lítur
út fyrir, að menn hafi verið daufir í fyrstu,
en amtm. sótt á fast. Skyldi hann langa
svona mikið til að komast á þing? Fyrst
voru það Valtývar, sem töluðu máli hans.
Hann hefur máske ekki verið fjærri þeirra
skoðun þá! Svo koma »nýjar tillögur« frá
amtmanninum. — Það stóð heima. Þá voru
kaupmennirnir á Blönduósi orðnir vöru-
litlir — annar var það auðvitað strax í
haust — svo þeir gátu farið að snúast við
pólitfk. Hinn, sem ögn átti eptir, lét mik-
ið af því til kvennaskólans, til þess að
stytta þessa eilífu afhendingu í sveitadón-
ann. Nú hafa þeir haft góðan tíma til
þess að fást við stjórnmál og er útlit fyrir,
að náttúran ætli að verða þeim hagstæð
áfram. Svona stækkar flokkur amtmanns-
ins. — Eins og geta má nærri reyna kaup-
mennirnir að vinna sveitakarlana, en vafa-
samt er, hvort þeim verður mikið ágengt.
Það ætti helzt að vera fyrir matarást, ef
einhver bóndi ginntist af þeirra fortölum,
en nú er henni ekki til að dreifa og þá
skil eg ekki með hverju þeir geta unnið.
Og í raúninni trúi eg þvf aldrei, að nokk-
ur húnvetnskur bóndi sé það smámenni,
að hann láti atkvæði sitt fyrir kornlúku,
þó þeir hefðu hana til og byðu fram, sem
þeir gera víst aldrei. En það er þetta að
hafa alltaf t i 1 nógan mat. — Þá er sýslu-
maðurinn, sem búizt er við, að hjálpi yfir-
boðara sínum, og verður líklega heppileg
til þess yfirreið hans um sýsluna, þegar
hann þingar. Við bíðum og sjáum hvað
setur.
Það er býsna fyndin ástæða, sem eg hef
heyrt eptir amtmanns mönnum. Þeir segja
við náungann, þann sem veit mátulega
mikið: »Ef þú kýst amtm., þá er það
versta rothöggið, sem þú getur gefið val-
týskunni«. Nú hneppir þó enginn betur
Valtýs flíkum, en amtmaður. Það er ber-
sýnilegt í hverju þeir ætla að spila. Eins
og kunnugt er hefur amtm. mikiðskrifað
um menntunarástand alþýðunnar, »draum-
óra« og þessh., og hefar auðvitað talið það
okkar vandræði og böl. Ætla þeir að láta
hann fljóta á þeim fjölum inn á þingið ?
Það er ekki annað en fáfræði og mennt-
unarleysi, sem veldur, ef menn kjósa hann
sem heimastjórnarmann. Hver, sem hef-
ur lesið öll hans skrif, sem mörgum er nú
farið að leiðast, getur ekki annað en sann-
færzt um, að maðurinn er mjög fylgjandi
Valtý.—Vonandi, ef þetta tekst, að amt-
maðurinn eyði ekki hinu dýrmæta plássi
í »ísafold« og »Norðurlandinu«, til þess
að hjala um að bæta menntunarástandið
í landinu. — Eg held hann hafi haft nokk-
uð fyrir sér bóndinn, sem sagði, þegar
hann var beðinn að skrifa undir: »Hann
er ekki ofgóður til að koma, án þess skor-
að sé á hann«.
Þá er Björn Sigfússon, sem kvað ætla
að bjóða sig fram enn. Um hann þarf
ekki að ræða. Hann er áður búinn að
skáka sér út úr trausti heimastjórnarmanna.
Svo kemur Júlíus læknir — kappgjarn á
þingið. — Margir álíta, þótt hann sé skarp-
ur að vitsmunum, að hann muni ekki bera
mjög með sér suma þingmannshæfileika.
Að lokum þessir sömu, sem á þingi sátu
síðast. Annar þeirra, Hermann, hefur að
líkindum almennt fylgi. En hvað Jósafat
viðvíkur, þá mun hann hafa talsvert mörg
atkvæði, enda má um hann segja, þó eng-
inn sé hann þingskörungur, að hann er
fastur fyrir og óhætt að treysta hans at-
kvæði. Og ekki lengir hann mjög þing-
tíðindin, sem lítill skaði er.
Svona standa sakirnar, Eg hef aldrei
»agiterað« fyrir neinum manni og mun
ekki gera það enn, því nú er eg orðinn
gamall og stirður, en gaman þykir mér
að vita, hvernig Húnvetningar velja nú úr
og skyldir eru þeir að hugsa sig vel um,
áður en þeir hvarfla mikið frá sínum
fyrri gerðum.
Skrifað á Magnúsarmessu h. f. 1902.
Húnvetnskur sveitakarl.
Skjallgrein í hinum alræmda Sunn-
anfara-stýl um séra Ólaf í Arnarbæli, fyrir
hinar dæmalausu framkvæmdir hans á síð-
asta þingi, einkum í þarfir Austur-Skapt-
fellinga, birtist í valtýska málgagninu hér
í fyrra dag, stýluð úr Austur-Skaptafells-
sýslu(H), en samin reyndar hér í bænum
handa málgagninu. Er þar lýst mikilli sorg
yfir því, að Austur-Skaptfellingar fái ekki
að njóta hans lengur, hann hafi ekki get-
að synjað brennheitum áskorunum(H) sinna
eigin sýslubúa, og því við bætt, að guð
almáttugur muni nú láta Árnesingum þá
hamingju í skaut falla, að fá að njóta
prestsins á þingi. Þetta er ekki fyrsta
skiptið, sem málgagn þetta reynir að villa
heimildir á greinum sínum, hyggur, að það
gangi betur 1 fólkið, heldur en það sé látið
koma með þess eigin stimpli, sem flestir
óhreinkast af. En það fer optast svo, að
hið sanna fangamark sést, því að ávallt
er asninn auðþekktur á eyrunum, þótt hann
taki á sig annarleg gerfi. Kunnugur.
Glasgow-prentsmiðjan.