Þjóðólfur - 09.05.1902, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 09.05.1902, Blaðsíða 1
ÞJÓÐÓLFUR. Viðaukablað Jti 11 Viðaukablað við Þjóðölf 9. maí 1902. „Saga“ E. Hjörleifssonar. Nokkrar athugasemdlr. í síðasta tölubl. Þjóðólfs var stuttlega inirmstáritIingnokkurn,sem nefndurer »Til- drög stjórnarbótarinnar« eptir Einar Hjör- leifsson, og prentaður er á Akureyri. Svo mikill fögnuður varð yfir ritling þessum í herbúðum Hafnarstjórnarliðsins hér, að það kvað hafa látið prenta hann upp 1 fjöldamörgum (um 1200) eintökum, og »ísafold«, sem hnýtti 7—8 lýsingarorðum um snilld höf., hverju aptan í annað, er hún sá þennan fagnaðarboðskap, er nú byrjuð að flytja þar að auki gómsætustu glepsurnar úr honum, og kemur það sér vel fyrir hana í harðréttinu, að geta fyllt sig svona fyrirhafnarlaust með prentuðu máli annarsstaðar frá, þá er sjálfur rit- stjóri hennar er svo þróttvana og þuraus- inn að öllum skynsamlegum hugsunurn, að honum dettur ekkert nýtilegt í hug, ekkert annað en einhver kraptlaus illinda- kreistingur um sér meiri og betri menn, og verðurþví að lifa á bónbjörgum hjáPétriog Páli, hinum og þessum blekbullurum, til að fylla sarpinn. Þessi ritgerð E. Hjör- leifssonar var því eins og »manna«, send af himnum ofan handa Isafold í eyðimörk- inni og eymdarskapnum. Hún lifir því vonandi á þessu himnabrauði fram yfir kosningarnar, hvað sem þá verður til bjargar. Ritlingur E. H. er nálega 4 arkir að stærð, svo að það liggur í hlutarins eðli, að í stuttri blaðagrein er ekki unnt að taka nema, nokkur atriði hans til íhugun- ar. Til að sýna rækilega fram á, hve öf- ug sagnaritun E. H. er, sýna, hvernig hann gengur fram hjá þýingarmestu atriðunum í baráttu síðustu ára, en fegrar og fægir allt atferli Hafnarstjórnarflokksins, þyrfti að rita sérstakan bækling á stærð við hinn, en frá öðru og réttara, sann- sögulegra sjónarmiði. Þá sæist fyrst ljósast, hversu villandi, skæld og skekkt frásögn E. H. er, og hversu óvið- urkvæmilega hann dregur fjöður yfir allt, er flokk hans verður til foráttu talið. Rit- gerð hans er ekki annað en frámunalega Einliliða varnarskjal um það, hverjum íslenzka þjóðin eigi að þakka breytingar þær, sem nú séu í vænd- um á stjórnarfarinu. Hann segir á bls. 2, að það liggi í hlntarins eðli, að hann geti ekki gert nema þessa einu hlið tnálsins að umtalsefni. Og hann hefur líka vand- lega gætt þess, að taka ekki nerna »eina« hlið frá þvf eina sjónarmiði, sem allar landsmálaritgerðir hans hafa miðazt við síðan hann kom hingað til lands, og komst í tæri við ísafold 1895. Það er því eðli- legt, að hann láti sögu sína byrja á því ári, byrja á sjálfum sér. Það kemur ó- tvíræðilega fram í ritlingnum, að hann eignar sér afarmikinn þátt í hinum pólitisku frægðarverkum, er sigurbraut(l) valtýska flokksins sé stráð öll þessi ár síðan 1895. Það er auðvitað enginn annar en hann sjálfur og ísafold líklega, sem hann kallar Stórskotalið sannleikans (á bls. 2), þetta stórskotalið, sem loks hafi brotið »ramlega múrgarða tortryggni og ósanninda, er hlaðið hafi verið utan um vitsmuni þjóðarinnar«. Ekki er nú gorgeirinn lítill. Það má geta nærri, að E. H. telur sig ekki óbreyttan liðsmann eða »luktafant« í þessu einkennilega »ar- tilleríi«. En ef eínhverjum kynni nú að að koma til hugar, að fáir hafi starfað betur að því, að reisa þessa smúrgarða tortryggni og ósanninda«, en einmitt E. H.! Síðasta sönnunin fyrir því er einmitt þessi ritlingur hans, þar sem hann leggur sig svo mjög í líma til að ala tortryggni manna og ýmugust á heimastjórnarflokkn- um, með þvf að hann hafi ávallt spyrnt og vilji enn spyrna gegn allri stjórnarbót, og að heimastjórnarmönnum ætti að vera þungt fyrir brjósti, »ef þeir létu sér annt um sóma sjálfra sín, lífs og liðinna« (bls. 57). Ef þetta er ekki að hlaða upp múr- vegg tortryggni og ósanninda utan urn heilbrigða skynsemi manna, er opin hafa haft augun síðustu árin, þá vitum vér ekki hvað það er. Hin skáldlega(!) samlíking höf. um sstórskotalið sannleikans« á eink- ar vel við í þessari pólitisku skáld- og skröksögu, er hann hefur sett saman til að þvo Valtý og flokk hans hvftan. En sá þvottur dugar ekki til að leyna óhrein- indunum frammi fyrir dómstóli sögunnar. „Stjóruarbylting“. Höf. byrjar sögu sína á því, að stjórn- arbót sú, sem vér eigum í vændurn, sé svo gagngerð, að hún sé »í eðli sínu hrein og bein stjórnarbylting, »revólutión« og meiri en nokkru sinni hafi orðið í einu síðan daginn, er kristni var lögleidd. Þetta er dálítið hæpin fullyrðing. Að minnsta kosti er það allvafasamt, hvort hún getur talizt nokkru meiri en breyt- ing sú, er varð með stjórnarskránni 1874, þá er þjóðin varð fjár síns ráðandi og fékk hlutdeild í löggjafarvaldinu. Og vfst er um það, að stjórnarbót sú, sem nú er í vændum, mundi alls ekki hafa fengizt, ef stjórnarskráin frá 1874 væri ekki á und- an gengin, og hyggjum vér því nær sanni, að kalla hana smiðshöggið á stjórnarskrá vora. En sú staðhæfing höf. nær engri átt, að jafnmikil bylting hafi aldrei nokkru sinni í einu örðið á stjómarhögum nokkurrar þjóðar »án ófriðar og vopnaviðskipta«. Þetta er fjarstæða, sem annaðhvort er sprottin af sögulegri fátræði eða algerðu hugsunarleysi. Hvað segir E. H. þá um stjórnarbreytingu Noregs 1814 eða stjórn- lagabreyting Dana 1848, svo að vér að eins tökum ný dæmi úr sögu Norðurlanda? Hins vegar dettur osísfzt af öllu í hug, að gera lítið úr þeirri stjórnarbót, sem nú er í vændum, því fer harla fjarri. En staðlausar öfgar hafa ekkert að þýða. Þing-ið 185)5. Umskiptingurinn 1897. Um þingið 1895 verður höf. harla skraf- drjúgt, og hælir mjög þeim þingmönnum, er þá blésu mest til undanhalds í stjórnarbar- áttu vorri, en atyrðir Benedikt heitinn Sveinsson, af því að hann skildi þaðrétt, að sú leið, sem þingið tók þá, var ékkert annað en »pólitisk capitulation«, að vísu nokkuð afsakanleg gagnvart þráfaldri neit- un stjórnarinnar, en öldungis óvænleg til nokkurra viðunanlegra endurbóta, og því í rauninni ekki annað en vægilega orðað- ur dauðadómur yfir stjórnfrelsisbaráttu fyrri ára. Heldur en að skera málið niður umsvifalaust, hálshöggva það, ef svo mætti segja, þótti meiri hluta þingmanna við- kunnanlegra að stytta því aldur með svefn- meðali. Það var pólitiskt svefnþorn, sem málinu var stungið 1895. Og þá kom tækifærið fyrir Valtý. Þá gat hann farið að fiska í grugguga vatninu. Þá kom val- týskan fram á sjónarsviðið, ekki svo að skilja, að hann vekti upp málið, heldur var það óþekkjanlegur umskipt- ingur, sem hann leiddi fram í birtuna 1897. Og þennan umskipting hafa sann- ir sjálfstjórnarvinir f landinu sfðan verið að dubba upp, prýða og laga, strjúka af honum hvert fingrafar Valtýs og hans flokks, og með afarmikilli áreynslu tekizt loks að gera óskapnað þennan óþekkjanlegan frá því, sem hann var upphaflegá, svo að hann gæti orðið mönnum sýnandi. En það hefur ekki orðið fyrirhafnarlaust. Hér skal ekki vikið að afskiptum þings- ins 1895 af Skúlamálinu, það var orðið að æsingamáli, sem dregið hefur dilk á eptir sér, því að af landshöfðingjahatri, er varð sama sem hatur gegn hinum innlenda valdavfsi vorum, leiddi valtýsk- una 1897 og fylgi svo marga þingmanna við hana, ekki að eins Skúla Thoroddsens sjálfs, heldur margra annara. Það er því ekki svo skakkt athugað hjá E. H., og eitt af hinu örfáa, sem er rétt hermt hjá höf., er hann setur þá landshöfðingja og Valtý upp til samanburðar hvorn á móti öðrum eptir þing 1895, sýnir fram á nokk- urs konar kapphlaup milli þeirra, og hvern- ig landshöfðingi hafi orðið þar undir fyrir Valtý. En höf. hefur gengið þegjandi fram hjá »gula sneplinum», er fylgdi laun- ungarbréfinu sæla til sumra þingmanna. Hvers vegna skýrir E. H. ekki frá efni hans? Hann er þó ekki ómerkilegur til að skilja afstöðu Valtýs gegn innlenda valdinu, þegar hann hefur krossferð sína gegn þvf. Höf. hefur sjálfsagt óviljandi slysast til að gera nokkuð mikið úr lands- höfðingjaóvild þingsins 1895. Auðvitað gerir hann það til að leggja áherzlu á, hve þetta innlenda vald hafi verið orðið illa þokkað og óhafandi, en varar sig ekki á þvl, að hann heldur þar á tvfeggjuðu sverði, sem snýr annari egginni að hon- um sjálfum og hans flokk, varar sig ekki á því, að hver meðalgreindur lesandi les það á milli lfnanna, að Valtýr og hans flokkur hefur hafið baráttuna fyrir Hafn- arstjórn eptir 1895, til að ná valdinu úr höndum landshöfðingja hér búsettum, og f h e n d ur r á ð g j a f a, er búsettur skyldi 1 Höfn, með öðrum orðum: brjóta niður þenn- an eina innlenda valdavísi hér á landi, og flytja hann með öllu úr landinu til Hafnar'). Þetta hefur E. H. tekizt allvel að færa sönnur á, þótt hann hafi sjálfsagt ekki gert það viljandi, jafnmikla fjöður, sem hann dregur yfir 1) Langhlægilegasta dellan ogheimskasta ersávísvitandi rógur Hafnarstjórnarblaðanna, að mótspyrnan gegn valtýskunni sé ekkert annað en persónulegt fylgi og sleikjuskapur við núverandi landshöf ðinga(ll) og eitthvert voðalegt skrifstofuvald(l) á bak við hann. Allt á að snúast um persónu M. Stephensens, er á að vera fjandsamlegur allri stjórnarbót, til þess að lafa sem lengst í völdum o. s. frv. Og af því að þjóðhollir menn hafa ekkivilj- að láta drepa hinn eina innlenda valdavísi, er vér hö/ðum, — án alls tillits til hver skipaði landshöfðingjaembættið, —eins og Valtýr vildi, þá hafa þeir allir verið kallaðir „skriðdýrafans" M. Stephensen’s og öðrum heimskulegum svívirðingarnöfnum. Svona löguðum rógi trúir auðvitað engin óbrjálað- ur maður. Hann er of heimskulegur til þess. allt, er Valtý geti til áfellis verið. Þess vegna er »guli snepillinn« hvergi nefndur og ekki heldur ,,Eimreiðar“-greinin fræga, er birtist 1899, þá er Valtýr þóttist sann- færður um, að hann gæti boðið löndum sínum allt, og væri viss um sigurinn á þingi 1899. Menn muna vfst eptirkenn- ingu doktorsins um gildi grundvallarlag- anna dönsku hér á landi, og hversu kank- vís hann var yfir því, að Islendingar gætu haldið 25 ára innlimunarafmæli sitt í Dan- mörk 1899. Þá ætlaðist hann nfl til, að kórónan væri sett á, valtýskan samþykkt. Þessi dæmalausa Eimreiðargrein gekk þó svo langt í ófrelsis- og innlimunaráttina, í svo röngum skilningi á stöðu Islands í ríkinu, að suma fylgismenn hans jafnvel óaði við, og það lá nærri, að hann væri sviptur flokksforustunni, því að jafnfárán- legar kenningar, sem þessi grein flutti, höfðu aldrei heyrzt fyr af vörum íslenzks manns. Af þvf að grein þessi hefur áður verið krufin rækilega til mergjar, bæði af Ben. heit. Sveinssyni (»Um valtýskuna«) og í ritlingnum »Laumuspilið«, verður ekki minnst frekar á hana hér. En hvers vegna gengur hr. E. H. öldungis fram hjá henni ? Hún er þó ekki svo ómerkilegt atriði til að fá réttan skilning á afstöðu foringjans f þessari stjórnarbaráttu vorri. En það er skiljanlegt, að E. H. vilji helzt þegja um hana. Það gæti orðið dálítið erfitt fyrir hann að flétta úr henni einn sigur- sveiginn um enni Valtýsl! Ríkisráðssetan. E. H. er ákaflega drjúgur yfir því, að »Corpus juris = hann sjálfur(?) 1 ísafold 1897 hafi kveðið niður »ríkisráðsgrýluna«, er hann svo nefnir og lætur mikið yfir því, hversu * þetta »júridiska« höfuð hafi skýrt fyrir almenningi, hvernig afgreiðsla mála færi fram 1 ríkisráðinu. Sumir kunna nú að efast um, hve gerkunnugur E. H. muni geta verið þessu efni, að minnsta kosti mundi honum ekki hafa veitt af að tilgreina einhvern heimildarmann, því að naumast mun hann fæddur með þeirri þekkingu, er til þess útheimtist, að skýra þetta efni, svo að áreiðanlegt sé. Sann- leikurjnn er sá, að þetta »júridiska« höf- uð 1 ísafold frá i897,hefur ekkert stuðl- að að því, að kveða niður hina fornu kröfu um lausn sérmála vorra úr ríkisráð- inu. Vér höfum tekið það skýrt fram fyrir skömmu í svari gegn P. Br. amtm., sem einnig var með þessa sömu bábilju um afrek C.J. og Isaf. í þessu efni, aðástæðan fyrir því, að kröfu þeirri er ekki nú hald- ið á lopti, er ekki sú, að menn telji hana þýðingarlausa eða engu máli skipta, held- ur blátt áfram það, að mönnum þykir viðurhlutamikið og alls ekki gerlegt að koma ef til vill í veg fyrir stjórnarbót. þá, sem nú er í boði, með því að halda fast á þessari kröfu. Sé um þetta tvennt að velja er auðsætt, að hið minna verður að þoka fyrir hinu meira. En með því er kröfunni alls ekki sleppt, heldur látin liggja í þagnargildi, Það má hver sem vill kalla það »lögfestingu« á hinum innlenda ráð- gjafa vorum í ríkisráðinu, enn verri og hættulegri en eptir frv. Valtýs 1897. Þá »innlimun« og »lögfestingu« mun lítt þurfa að óttast, er vér höfutn fengið hér óháðan, innlendan ráðgjafa. Þeir, sem vilja ónýta alla þá stjórnarbót, sem nú er í vændum og heimastjórnar- flokkurinn hefur barizt fyrir, geta haft sér til skemmtunar að leggja alla áherzluna á þetta atriði. Ummæli vor um þetta efni á þingi næstl. sumar (sbr. Alþt. B. 57—58. d.) standa enn óbreytt og óhögg- uð, enda viðurkenndi ísafold(H), að sá skilningur væri réttur.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.