Þjóðólfur - 06.06.1902, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 06.06.1902, Blaðsíða 2
90 hans að íslenzkri ,línu‘ yfir Hjaltland og Færeyjar til Reykjavíkur. Með því, að fyrirtækið að Stóra-Norður-Málsíma-Félag- ið leggi þráðinn virðist enn veraí ómæli- legri fjærð, er svo að sjá, sem símalaus málskeyti hafi hér fundið þann veg til verklegrar notkunar, er beztur verði á- kosinn. Herra Marconi gerði ser mjög títt um málið, og sagði, að þegar tilraun- um sínum á Atlantshafi lyki, með útgöngu júnímánaðar, kynni hann að fá tlma til, að skipta sér af sambandinu við Island; hafði hann enga ástæðu til að efast, að því yrði fengin verkleg framkvæmd, er staðafjærðir væru miklum mun skemmri, en þær er hann hefði þegar sigrazt á. Eg hygg það vel fallið, ef almannaálit á Is- landi léti til sín taka um stuðning þessa fyrirtækis, og mundi Stóra-Norður-Félag- ið líklega verða fúst til, að annast um framkvæmdina í sameiningu við hr. Marc- onis félag. Mig undrar hvort þér mund- uð ekki geta, með aðstoð vina yðar á Is- landi, stutt að því, að menn nú krefðust að fá þessu framgengt«. Yðar, o. s. frv. F. Bille. * * * Efni bréfs þessa, sem er nákvæmlega þýtt ‘úr ensku, og eg hef leyfi höfundar- ins til að birta á prenti, lýsir sér sjálft. Það er auðvitaðurhlutur, að sendiherr- ann gaf Marconi áreiðanlega skýrslu um staðfjærðirnar, sem um er að ræða, frá Hjaltlandi til Færeyja og þaðan til Is- lands. Og hitt mun mega telja alsendis efalaust, að Marconi segi það satt, að hann hafi þegar flutt hin þráðlausu skeyti sín yfir fjærðir, enn lengri en þær, er á vegi verða frá Hjaltlandi til íslands, Má því telja það víst, að staðfjærðirnar e i n - a r eru því eigi til fyrirstöðu, að þráð- laust hraðskeytasamband komist á milli Islands og útlanda. Nú, með því að þetta er eitt af mestu áhugamálum Islendinga, — enda hyggur enginn maður högum að því, hve þjóð- farsællegt slfkt samband við önnur lönd yrði, — þá virðist eigi við það hikandi af Islendinga hálfu, að taka fyrsta stigið í málinu, sem mér virðist ætti að vera það, að knýja á stjórn Dana um, að fá Marconi til að gera ítarlegar rannsóknir um hraðskeyta-sendingar sínar milli Fær- éyja og Islands, að vetrartíma sér í lagi, þá er lopt á landina virðist þrungnara rafurmagni en endra nær. Skyldi Island bjóðast til að greiða, að sínum hluta, gegn Danmörku, kostnaðinn af slíkum rannsóknum, ef Marconi félagið ekki bæri hann sjálft. Það sem á ríður er þetta, að tá áreiðanlega vissu fyrir því, að þráð- laus skeyti geti gengið, öllum tímum árs milli Islands og Færeyja. Þegar sú vissa er tengin, þá er sá grundvöllur lagður, sem allar fremri framkvæmdir standa á. En þessa vissu, skyldu Islendingar sækja með kappi að íá, sem allra fyrst. Sendiherra Bille segir í bréfi til mfn frá 9. maí: »Það er von mín Og trú, að ís- land eigi betri daga í vændum, undir hinu nýja stjórnarfyrirkomulagi, er örva mun ávaxtarsama framtakssemi í allsherj- armálefnum landsins«. Læt eg þessa hér getið, svo menn sjái, hvernig þessi danski vinur vor lítur á afstöðu íslands við líð- andi tfma. Löghlýðni yfipvalda og undirgefinna. Leiðrétting. »Isafold« hefur enn einu sinni minnst mín. 12. þ. m. flytur hún 3 dálka ritstjórnargreín, er hún kallar : »Löghlýðni yfirvalda og undirgefinna*. Grein þessi lýsir ofmikilli fáfræði eða oflítilli orðvendni eða hvorttveggju. Því leiðrétti eg nú helztu firrurnar. Það er fundið að því í greininni, að eg hafi boðið manni, sem amtmaður hafði skipað að höfða sakamál á móti, að koma á sýsluskrifstofuna »til frekari yfirheyrslu«. Það er látið í veðri vaka, að eg hafi ekki haft heimild til þess að yfirheyra mann- inn frekara, úr því að amtmaður hafði fyrirskipað málshöfðun, og það er sagt fullum fetum, að eg hafi brotið lög á manninum með því að skipa honum að koma til mín. Hvorugt nær nokkurri átt. Það er á valdi rannsóknardómarans, að halda áfram eða hætta upptekinni rannsókn. Amtmaður hefur ekkert at- kvæði um það. Það er sitt hvað dóms- vald og umboðsvald. Til frekari árétt- ingar get eg bent Isafold á 1. gr. í til- skipun 13. okt 1819 um breytingu á rétt- arfarinu í opinberum málum og 15. gr. í tilsk. 24. jan. 1838 um misgerningamál, sjá Lagasafn handa alþýðu I. bls. 200, 5. línu að neðan og bls. 292, 13. 1. a. n. Annars var frekari yfirheyrsla hér nauð- synleg þegar afþeirri ástæðu, að í prófunum síðastliðið haust varð mannin- um ekki tilkynnt, að sakamál yrði höfðað á móti honum, vegna þess, að málshöfð- unarskipunin kom ekki fyr en eptir nýjár. Hitt er jafnfjarstætt, að það sé lögleysa að sækja sakborinn mann, er ekki vill mæta góðlátlega til yfirheyrslu. Það ligg- ur þvert á móti í hlutarins eðli. að svo framarlega sem öll lögreglustjórn á ekki að verða að engu, verður að beita valdi þar sem réttmæt tilmæli eru höfð að engu, enda er þetta og sagt svart á hvítu í löggjöf vorri. I kansellíbréfi, dags. 3. maí 1800, sem Isafold getur fundið í Laga- safni h. alþ. I. bls. 166, 3. línu að ofan er sagt: »við slík próf (próf í sakamál- um) hafi einnig dómarinn vald til að láta sækja þá menn og færa til prófs og yfir- heyrslu með valdi, er kallaðir hafa verið fyrir réttinn til yfirheyrslu . . . ef þeir mæta eigi, og hafa þó eigi lögleg forfölk, enda hef eg gert ráðstöfun til, að skjól- stæðingur Isafoldar verði fluttur hingað valdflutningi, og vænti han^ nú á hverri stundu. Það gilda engar varnarþingsregl- ur við próf yfir sakbornum manni, og því verða varnarþingsreglur þar ekki brotnar. — Það get eg og sagt Isafóld, að í saka m á 1 u m gilda aðrar varnarþings- reglur en í einkamálum. I einkamálum ráða hreppatakmörkin, en í sakamálum sýslutakmörkin. Það geta lögfróðir menn séð í danska textanum að konungsbréfi 16. febr. 1787, sjá Lovsamling for Island v., bls. 365—6. Það er sagt, að eg hafi beitt þeirri »einu« aðferð til að finna þann seka, að þýfga hreppstjóra (skjólstæðingur Isafold- ar er hreppstjóri). Það er sagt, að.»ekki hafi framkomið neinar hinar minnstu llk- ttr« móti manninum, og það er gefið í skyn, að eg hafi dregið málið um of. En það er allt á sömu bókina lært. Ekkert af þessu er heldur satt. Vitanlega var hreppstjóri, maðurinn, sem grunaður var um glæpinn, yfirheyrður, en auk hans voru 3 menn leiddir sem vitni, einu mennirnir, sem nokkuð gátu borið. Séra Helgi Árnason, Hellnaprestur, sór upp á hreppstjóra, að skjalið hefði farið ófalsað í hans hendur, og hreppstjóri kann- aðist við, að skjalið hefði upp fráþvíekki komið í nokkurs manns hendur annars en sínar. Mér þykir Isafold gera lítið úr vini sínum, prestinum, að kalla þetta »ekki neinar hinar minnstu líkur«. Sakamálsskipunin barst mér í janúar og eg hafði leyfi amtmanns, að vísu munn- legt, til að fresta öllum 3 verðlagsskýrslu- málunum til manntalsþinga, en gerði þó í byrjun marzmánaðar ráðstöfun til að halda málunum áfram. Loks vekur Isafold aptur upp gamla drauginn, kjörfundarsöguna 1900 og hús- sölusöguna 1896, en þar er líka öllu um- hverft. Það er sagt, að Einar Hjörleifsson hafi »að eins« fengið »lítílsháttar sekt«. Sann- leikurinn er sá, að hann fékk óvanalega háa sekt eptir íslenzkum mælikvarða, hann fékk 60 kr. En auk þess voru öll þau orð, sem eg hafði átalið, dæmd dauð og marklaus og maðurinn látinn borga mér málskostnað. Það er ekki hægt að vinna meiðyrðamál öðruvísi. Það er sagt, að mér hafi verið neitað um gjafsókn til að áfrýja málinu, af því að veitingarvaldið muni hafa séð fyrir, að eg mundi tapa því í yfirdómi. Eg fékk gjafsóknina 16. ágúst 1901, en hef dregið til þessa að áfrýja til þess að vita, hvað Einar gerði. Hví hefur Isafold ekkilátið Einar áfrýja dóminum, úr því, að vlst kvað vera, að yfirdómararnir hefðu sýkn- að hann ? Mundi það vera af hlífð við mig? Það er sagt, að það hafi verið ein af þyngstu sakargiptunum »í hinni umstefndu grein«, kjörfundargreininni, að eg hafi átt að hafa viljað hafa 1000 kr. af búi nokkru. Það er líka ósatt. Það níð bar Einar ekki fram fyr en eptir, að eg hafði stefnt honum. Það er látið drýgindalega yfir því, að eg muni vera hættur yið að lögsækja Einar út afhússölusögunni, eins og egþó hafði auglýst, en það er of snemmt. Bæj- arfógetinn á Akureyri er einmitt nú, að lesa þá »leksíu« upp með Einari. Isafold fær vonandi bráðum að heyra, hvernig því máli lýkur. Getur og verið, að eg biðji bæjarfóget- ann í Reykjavík, að fara yfir neðstu máls- greinina í 2. dálki nýjustu ísafoldar-grein- arinnar, ef við kynnum að hittast í sum- ar, eg og ritstjóri Isafoldar. Það er margt fleira mishermt í grein- inni. Hún gerir þannig fyrra bréf mitt til hreppstjóra að »skjali« í upphafi seinna bréfsins, en eg nenni ekki að eltast við það allt, enda er það ómerkilegt. Eg krefst þess, samkvæmt 11. gr. í prentfrelsistilskipuninni frá 9. maí 1855, að útgefandi »ísafoldar« birti þessa leið- réttingu í 1. eða 2. tölublaði. Stykkishólmi 26. maí 1902. Lárus H. Bjarnason. *• * * Ár 1902 fimmtudaginn 29. maímánað- ar höfum við undirskrifaðir eiðsvarnir stefnuvottar í Reykjavík, afhent samskon- ar skjal og þetta er, ritstjóra Bimi Jónssyni persónulega á skrifstofu hans hér í bæn- um. Þetta vottum við samkvæmt stefnu- vottaeiði okkar, með nöfnum okkar og innsiglpm. Þ. Björnsson. Sig. Pétnrsson. Gjald 1 króna. Borgað. S. P., Þ. B. Kjörfundur Árnesinga var haldinn á Selfossi (Tryggvaskála við Ölfusárbrú) 2. þ. m., eins og getið erum fyr hér í blaðinu. Var dumbungsþoka og regn að morgni, en birti upp undir há- degið, rétt áður en kjörfundurinn var settur, og var hið ágætasta veður allan daginn. Þá er leið að fundartíma, fóru hóparnir að koma úr ýmsum áttum að brúnni, og var brátt auðséð, að samkom- an mundi tjölmenn verða, enda varð sú raunin á, að kjörfundur í Árnessýslu hef- ur aldrei verið sóttur af jafnmiklu kappi sem nú, því að auk 332 kjósenda, er at- kvæði greiddu (í hitteðfyrra voru þeir 273), kom þar margt manna, er ekki hafði at- kvæðisrétt, þar á meðal kvennfólk úr grenndinni og verzlunarþjónar af Eyrar- bakka og Stokkseyri, ér sendir voru af húsbændum sínum til að hjálpa þeim til að ná nýjum atkvæðum handa valtýsku kandídötunum, enda gengu sumir þessara sendla ötullega fram í því, hýrir af »lífs- ins vatni« sumir hverjir, þá er á leið dag- inn. Hins vegar voru aðrir verzlunar- menn, er grunaðir voru um fylgi við heima- stjórnarkandídatana »kyrsettir« og látnir gæta búðanna, þótt verzlunararðurinn ept- ir þann dag muni naumast hafa orðið harla mikill. Ennfremur sóttu kjörfund- inn allmargir búandi menn, er atkvæðis- rétt höfðu, en stóðu ekki á kjörskrá, og var því vísað frá kosningu. Flestir þess- ara manna voru úr heimastjórnarflokkn- um. Voru margir allgramir yfir þessu sem von var. En því er ver og miður, að margir gæta þess ekki í tíma, hvort þeir standa á kjörskrá eða ekki og trúa þeim, sem semja þær til að gera það samvizkusamlega. En það vill verða mis- brestasamt, annaðhvort af fljótfærni eða jafnvel hlutdrægni, er stundum hefur þótt bóla á í því efni. Alls mun um 400 manns hafa verið á kjörfundinum, þá er flest var. Eins og lög gera ráð fyrir, tóku þing- mannaefnin til máls eptir stafrofsröð. Var svo að heyra á Eggert bónda, að hann væri samþykkur heimastjórnarmönn- um, bæði 1 stjórnarskrármálinu og banka- málinu, en ekki var hann krafinn sagna. um fyrri afstöðu sína í þeim málum. Séra Ólafur hélt alllanga og mjög andlega (en ekki að því skapi andríka) prédikun um friðinn, þetta einkunnarorð allra Hafn- arstjórnarm. Nú er friðurinn efst á baugi, en hánn var það ekki í fyrra sumar hjá þeim, þá er heimastjómarmenn buðúhin- um þau friðarboð, er þeir þá hefðu átt að ganga að. Datt mörgum í hugr er þeir heyrðu þessa friðarprédikun séra Ólafs á kjörfundinum nú, að honum hefði verið sæmra, að stuðla til friðarins í fyrra, þá er það var á hans valdi, því að það þurfti ekki nema eitt einasta atkvæði úr Hafnarstjórnarflokknum til þess að fáþann flokk til að ganga að friðarboðinu. En séra Ólafur gleymdi einhvernveginn frið- arkenningunni þá, þótt prestur væri. Það hefðu miklar æsingar og órói sparast við það, ef einhver friðarvinur(I) úr Hafnar- stjórnarflokknum á síðasta þingi, hefði haft þrek eða vilja til að skerast úr leik og semja friðinn. Annars skal þess getið, að allar ræður á kjörfundi þessum vöru lausar við per- sónuleg hnífilyrði og allhógværar- En þá er þingmannaefnin höfðu talað, fór upp- gjafapresturinn frá Austurey (séra St. Step- hensen) að hreyta úr sér ónotum til á- byrgðarmanns þessa blaðs, fyrir það, að hann vildi afnema amtsráðin(!l), og virtist klerkur telja þau mjög nauðsynlega stofn- un. Var þessi þvættitugga hans, er fáir heyrðu nema þeir sem næst stóðu, hrak- in af þingmannsefninu, svo að prestur stóð uppi sem þvara, er skorað var á hann að koma með einhverjar réttmætar aðfinningar við framkomu þessa frambjóð- anda á síðasta þingi. Varð þá klerkur til athlægis fyrir frumhlaup sitt og klapp- aði þingheimur að úrræðaleysi hans. Lauk við það ræðunum. Var þá gengið til kosninga að lítilli stundu liðinni. Stóð hún yfir um 4'/2 klukkutíma, og var athöfn- in öll úti kl. 7. Úrslitin urðu þau á fundi þessum eins og annarstaðar er getið um hér í blaðinu, að herhlaup Valtýinga til að hrinda á- byrgðarmanni þessa blaðs frá kosningu mistókst algerlega, og var þó ekkert til sparað af þeirra hálfu, til að koma þess- um versta óvin Isafoldar og Valtýsklík- unnar á kné, enda var öllu áhlaupinu að honum beitt, en séra Ólafur átti að skipa sæti hans, og það látið ráðast, hvor þeirra Pétur eða Eggert næðu kosningu með hon- um, því að það þótti ekki svo afarmiklu máli skipta, úr þ ví að þeir treystust ekki ti 1 að vinna bæði sætin. Voru Valtýingar þar í sýslu og Isafoldarklíkan fáliðaða hér í bænum orðin svo sannfærð um, að þetta tækist, að vonbrigðin í því að missa prestinn af seilinni og koma ekki höfuðfjanda þeirra frá, munu hafa fallið því liði harla þungt. Er sagt, að vinur Björn hafi verið nokk- uð »þunnur« og slæptur til sálar og líkama, síðan þau úrslit urðu kunn. En hann þarf ekki að naga sig í handarbökin fyr- ir það, að hann hafi legið 'á liði sínu, til að ná heppilegri(l) úrslitum eða ásaka samverkamenn sína f Árnessýslu: sýslu- mann, kaupmannalýðinn á Eyrarbakka og Stokkseyri, Biskupstungnaprestinn, Stóra- núpskapelláninn o. fl. burgeisa fyrir, að þeir hafi ekki gert allt sem í þeirra valdi stóð til að spyrna vini(l) hans burtu. Nei, þeir gátu sannarlega ekki meira að

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.