Þjóðólfur - 05.09.1902, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 05.09.1902, Blaðsíða 3
143 hýst þær fyr, hefði það átt svo að vera. En því er svo háttað, að Þjóðólfur er stundum nokkuð óþægilega glöggskyggnl því að/auglýsa ýms launráð Valtýinga, og rekja þau sundur fyrir almenningi. Og í þessu ætlar hann að láta almenning dæma um, hvort honum hafi ekki tekizt að ó- sanna ummæli Valtýs, greinarhöf. sjálfs um þessar ritsmfðar sínar. Hyggjum vér, að hér sé ver farið en heima setið hjá hinum fallna foringja þeirra Valtýsliða. Nr. 4. er þýðingarlítið í samanburði við hitt. Þótt »Atli« vitnaði meðal annars 1 orð Benedikts Sveinssonar og ummæli í »Austra« um ríkisráðssetuna, þá beindi hann aðallega orðum sfnum, að mönnum, sem nú sitja á þingi, auðvitað í þeim tilgangi að spana þá til mótspyrnu gegn ríkisráðs- setuákvæðinu í stjórnarfrumvarpinu. Ann- ar var ekki sá tilgangur. Nr. 5 um sambandið við Einar Bene- diktsson er líklega bezt fyrir doktorinn að láta liggja milli hluta, eða segja ekkert ákveðið um það, að minnsta kosti nú fyrst um sinn, í samræmi við venjulega »diplomatí« Valtýinga, því að ekki er að vita, að hverju barni gagn verður. Eptir framkomu Valtýs og annara fylgifiska hans á fundinum n. f. m. verður ekki álitið, að honum hafi verið harla óljúft, að þessi þytur var vakinn, er hann sjálfur var sprung- inn á Hávarði og Atla og búinn að »re- signera« í »Umræðulokunum« tveim d'ögum ádur en E. B. hélt fundinn. Það er eitt- hvert svo undarlegt samræmi í þessu öllu saman, eins og allt sé einstakir hlekkir f sömu keðju. Undarlegt mjög, ef það væri tilviljun ein. Þar ræður þó sjaldnast »harm- onían«. En hljóðfærin í Valtý og Jóni Jenssyni á fundinum ii. f. m. virtustvera svo einstaklega vel samstillt við strengi þá, er hr. E. B. spilaði á, eins og það heíði verið samæft f nokkrum undirbúningstfm- um, enda þóttust margir vita, að svo væri. En hve mikill árangur eða ágóði muni verða fyrir Valtýinga af þeim »concert« áður en lýkur, er enn ekki séð, getur orðið tölu- verður, lítill eða enginn. En á meðan það er þoku hulið er langhyggilegast fyrir Valtý og flokksmenn hans að bíða átekta, og geyma allt yfirlýsinga- og mótmæla- gutl upp á hyllu, því að annars geta þeir brennt sig og skemmt sig á því, ef þeir eru of bráðlátir. Og svo þökkum vér dr. Valtý fyrir, að hann gaf oss tækifæri til, að sýna enn betur fram á starfsemi hans hér í sumar, en gert var í 33. tölubl. Þjóðólfs, leiða enn betur í Ijós til hvers hann hefur ver- ið að vafsast hér 4 mánuði. Og ætlum vér að honum hefði verið sæmra að sitja heima út í Kaupm.höfn og gæta embætt- is síns, heldur en blása hér eldi að ófrið- arkolunum enn einu sinni og fylla ísutet- ur með nafnlausum æsingagreinum. Enn af sannleiksást ísafoldar. Framhald, sjá „Þjóðólf" nr. 34, igo2 Það lítur svo út, sem ritstjóri „ísafold- ar" geti eigi sagt rétt frá, þegar hann skýr- ir frá einhverju í blaði sfnu, sem snertir mig. I 56. tölublaði frá 30 f. m. hefur hann langa grein, sem hann kallar „Tannleysi og þingseta", og er liún um fjarvist Þor- gríms læknis Þórðarsonar frá embætti hans, til þess að leita sér lækninga hér hjá tannlækni, og til þess að sitja á alþingi eptir sögu ritstjórans. Ritstjórinn skýrir svo frá, að landlæknir og eg hafi neitað lækninum um leyfið, eða verið því mjög mótfallnir, en loksins hafi málið komizt fyrir landshöfðingja, sem hafi úrskurðað, að taka skyAdi til fullra greina vottorð, sem Þorgrfmur læknir Þórðarson hafði fengið hjá héraðslækni Guðmundi Björnssyni um, að honum væri lífsnauðsynlegt að vera hér um tfma. Þennan úrskurð landshöfðingja hef eg aldrei séð, enda er hann ekki til, en með bréfi, dagsettu 25. júlf þ. á., veitti eg Þor- grími lækni leyfi til að dvelja hér, og hafði einmitt sem ástæðu vottorð Guðmundar læknis Björnssonar. Eg skal svo að eins bæta þvf við, að eg get ekki fengizt við það framvegis, að leið- rétta missagnir ritstjórans um mig. Reykjavík 2. septbr. 1902. J. Havsteen. Sakamálskæra gegn sýslumanni. ísafold hefur 9. þ. m. skýrt frá kæru, sem amtmanninum yfir Vesturumdæminu hefur verið send um mig út af reikningi mínum yfir kostnaðinn við brúargerð á Laxá 1900; en ísafold gat ekki látið sér nægja að skýra rétt frá kærunni, heldur. þótti henni bet- ur við eiga, að fylgja tilfinningum sínum og rangfæra hana. Kæran til amtmanns er um það, að eg hafi átt að reikna hverja tunnu af sementi, sem fór til stöplanna undir Laxárbrúna sumarið 1500, 2 krónum hærra en eg hafði keypt þær fyrir. Málinu er þannig varið: Veturinn 1900 pantaði eg hjá stjórn Isl. Handels og Fiskeri- kompagni í Kaupmannahöfn 50 tunnur af sementi; þessar tunnur komu um vorið og voru færðar til útgjalda f reikningi mínum við verzlun félagsins í Búðardal á samtals 650 kr., sem er 13 kr. hver tunna. Af því að mér þótti verð þetta of hátt, fór eg fleir- um sinnum munnlega fram á það við verzl- unarstjórann að fá afslátt á því, en árang- urslaust. Eg varð því að færa sementið í brúarreikninginn 1900 á 13 kr. tunnuna eins og eg hafði borgað fyrir það. Vorið 1901 fékk eg en(n 10 tunnur af sementi frá sömu verzlun, sem einnig voru færðar til útgjalda í reikningi mínum við verzlunina í Búðar- dal á 130 kr. Fyrir nýár 1902 ítrekaði eg skriflega kröfu mína um að fá uppbót á sementinu, og leiddi það til þess, að í reikn- ing mfnum við verzlunina kom undir 31. des. 1901 uppbót á sementi í tvennu lagi, 100 kr. og 25 kr. Eptirritið af reikningi mínum við verzlunina féltk eg ekki fyr en í aprílmánuði eptir’að eg hafði samið reikn- inginn yfir brúarkostnaðinn árið 1901 og sent hann frá mér, og komst uppbótin því ekki í hann, enda virtist ekki liggja svo mjög á, þar sem brúin var ekki fullger, og eptir að semja lokareikninginn yfir kostnað- inn við brúargerðina, en í hann verður að setja tekjugreinar og útgjaldagreinar, sem | komið hafa fram, eptir að hinir reikningarn- ir voru afgreiddir, eins og t. a. m. þessi upp- bót á seménti, pakkhúsleiga, sem reyndar var áfallin áður, en ekki greidd fyr en í vor, 50 kr„ sem greiddar voru fyrir mig til ingeniörs Knúts Zimsen vorið 1900 fyrir teikningu á járnbrú á Laxá og áætlun um kostnað við hana og vantaldar c. 14 kr. í 13 tunnum af sementi frá verzluninni Edinborg sumarið 1900 (sem að miklu leyti eru fólgnar f upp- skipunargjaldi). Allt þetta mun koma í lokareikningnum, og ef til vill fleira. í skýrslu þeirri, sem eg sendi landshöfð- ingjanum yfir Islandi í nóv. 1901, var sem- entið talið á 14 kr. hver tunna, og er rétt talið svo, því að skýrslan er samin löngu áður en uppbótin fékkst, og við verðið 13 kr. bætt pakkhúsleigu, hinum ofangreindu vantöldu 14 kr. og fleiru. Þetta vona eg að sýni, að kæran er alls- endis röng. Því til sönnunar, sem eg hef sagt frá, læt eg fylgja nótarialvottorð dregið út úr reikningi mínum við verzlun Isl. Handels & Fiskerikompagni í Búðardal árin 1900—1901. p. t. Reykjavfk 2i.ágúst 1901. JSjörn Bjarnarson. * * ♦ Eg undirskrifaður Halldór Danfelsson not- arius publicus f Reykjavík votta hér með, að samkvæmt reikningum ds. 7. des. 1900 og 31- des- t90i frá Islandske Handels — og Fisketi-kompagni í Búðardal ti! Björns sýslumanns Bjarnarsonar á Sauðafelli sem mér hafa verið sýndir, hefur sýslumaður- inn tekið út hjá nefndu verzlunarfélagi 14. apríl 190° 5° tunnur af sementi fyr- ir samtals 650 krónur, og 10. maí 1901 10 tunnur af sementi fyrir samtals 130 krónur svo og að í síðastnefndum reikningi eru 31. desember 1901 taldar uppbætur á sementi í tvennu lagi 100 kr. og 25 krónur. Til staðfestu nafn mitt og embættisinnsigli. Notarialskrifstofa Reykjavíkur 19. ágúst 1902. Halldór Daníelsson. Einar í Miðey og sannleikurinn. Þót eg sé ekki mikill pólitíkus og hafi ekki gefið mig neitt að pólitík ennþá, þá hefur mér þó alltaf þótt gaman að vera við- staddur þar, sem um pólitík hefur verið rætt. Því var það, að eg var á kjörfundi Rangæinga í vor 2. júní og hlýddi þar á ræður, bæði þingmannaefnanna og meðmæl- endanna, og þar á meðal ræðu Einars í Miðey. Einar er sýnilega óánægður með þann dóm, sem hann hefur fengið í fréttum af kjör- fundinum, og hefur gert tilraun til að bera það af sér, að hann hafi komið illa fram þar. Það getur verið, að það sé ekki mitt að dæma um, hvað sé ill framkoma, en ekki get eg haft vægari orð yfir framkomu Ein- ars þar, en að hún hafi verið mj'óg lakleg, því þegar vísvitandi er sagt ósatt í viðurvist mörg hundruð manna, þá getur það ekki kallast vægara en mjög lakleg, og mér ligg- ur við að segja ill framkoma, en það gerði Einar, þvt hann var í ræðu sinni að brýna það fyrir kjósendunum, hve skakkt væri af þeim að kjósa Sighvat, því hann væri „ör- vasa gamalmenni". Allir sem sáu og heyrðu Sighvat þar, hljóta að játa, að þessi ummæli um hann eru beinlínis ósónn, og hljóta því að heyra undir miður góða framkomu. Auk þess sem Einar spillir fyrir áliti sínu með þessu, spillti hann fyrir þeim kandídat, sem hann var að mæla með, og hefur hann þó líklega ekki ætlað sér það, því að það er margviðurkennt, að það eru verstu mótmæli, en ekki meðmæli, að níða mótstöðumennina niður fyrir allar hellur. Ritað í ágúst 1902. Jón Ag. Kristjdnsson. „Laura" fór héðan 29. f. m. vestur og norður um land áleiðis til útlanda. Með henni fóru nokkrir þingmenn (Lárus Bjarnason, Hermann Jönasson, Sig. Stefánsson, Stefán kennari, Klemens Jónsson), ennfremur Hannes Hafstein sýslumaður með frú sinni til Isafjarðar, séra Geir Sæmundsson með frú sinni og Jón Hjaltalín skólastjóri með frú sinni til Akureyrar, séra Bjarni Þor- steinsson til Siglufjarðar, Halldór Jónsson bankagjaldkeri snöggva ferð til Akureyr- ar, Björn Bjarnason cand. mag. til Isa- íjarðar o. fl. — Til útlanda fór dr. v. Jaden frá Korneuburg hjá Vín og Asta frú hans. „Hólar“ komu 31. f. m. austan um land. Með þeim kom dr. Björn Ólsen rektor úr forn- leifarannsóknarferð frá Hörgsdal í Mý- vatnssveit (sbr. hér annarstaðar í blaðinu), Bjarni Jónsson kennari við lærða skólann úr kynnisför frá bróður sínum séra Magn- úsi 1 Vallanesi, Sigurður Sigurðsson barna- kennari frá Mýrarhúsum, Benedikt- Sveins- son stúdent o. fl. Frá Vestm.eyjum kom Sigfús Arnason og Anton Bjarnesen verzl- unarstj. — »Hólar« fóru aptur austur 1 gærmorgun. „Mercur“, skip frá sameinaða gufuskipafélaginu kom 30. f. m. frá Höfn með vörur, er er ekki komust með »Laura«. Heiðursmerki, Ólafur Halldórsson skrifstofustjóri í ís- lenzku stjórnardeildinni er orðinn danne- brogsmaður, var áður riddari. Lausn frá prestskap hefur séra Ólafur Ólafsson í Arnarbæli fengið með eptirlaunum frá næstk. far- dögum. Dáinn er 29. f. m. Halldór Þórðarson bóndi í Bræðratungu í Biskupstungum, kominn £ níræðisaldur, sonur Þórðar prests Hall- dórssonar, er var á Torfastöðum (*j* 1837). Hann hafði búið mjög lengi góðu búi í Bræðratungu, ogvarjafnan í helztu bænda- röð. Hann var blindur allmörg síðustu ár æfi sinnar. Veðurátta hefur verið ómunagóð hér á Suðurlandi þetta sumar, sífelldir þurkar og hreinviðri. Hefur því nýting á heyjum orðið hin bezta, og heyfengur manna með mesta móti yfirleitt, þrátt fyrir nokkurn grasbrest víðast hvar. Mun sumar þetta lengi í minnum haft hér sunnanlands, sem frá- bært veðurblíðu- og þurkasumar. Síðan 1895 hefur hvert sumarið verið öðru lak- ara og votviðrasamara hér syðra. Af Norður- og Austurlandi er að frétta kulda- tíð og votviðri. „Aehllles“ norska björgunarskipið, er verið hefur að kjalfatra við »Modestu«, skipið, er strandaði hér 6. febr., er nú loks lagt af stað með hana til útlanda í dag. Varð að snúa aptur með hana fyrir nokkrum dögum, og láta gera við hana að nýju. Skákdálkur Þjóðólfs. Nr. 4. Eptir Pétur Zóphónfasson. Box 32 A. Rvík. 3. Tafl. Evansbragð. Hvítt. Svart. Indriði Einarsson. Pétur Zóphótiíasson. 1. e2—e4 e7—e5 2. Rgi—f3 Rb8—c6 3. Bfi— C4 Bf8—C5 4. b2—b4 BC5 Xb4 5. C2—C3 Bb4—as 6. Bci—a3 d7--d6 7. 0—0 Bc8—g4 8. d2—d4 e5Xd4 9. c3Xd4 Bas—b6 10. e4—es Bc6Xd4 11. Ddi—d3 Rd4 X f3 + 12. g2Xf3 Bg4—h3 i3- Í3—Í4 Dd8—h4 14. Dd3—g3 Dh4—h6 15. esxdó 0—0—0 16. Hfi—ei Rg8—f6 17. Bc5Xf7 Hh8—f8 18. Bf7— e6-|- Bh3Xe6 19. HeiXeó Kc8—b8 20. Ba3^<d6 + Kb8—a8 21. Rc3—bs a7—a6 22. Rb5—C7 + Ka8—a7 23. a2—a4 Rf6—e4 24. He6Xe4 Hd8Xd6 25. Rc7—b5 + a6Xbs 26. a4Xb5 + Ka7— b8 27. He4—a4 Hd6—g6 28. Ha4~a8 + Kb8—C7 29. Ha8Xf8 Hg6Xg3 + 30. h2 Xg3 Dh6—g6 31. Hai—ci + Kc7—d7 32. Hci—di + Hd7—e7 33. Hf8—b8 Dg6Xg3 + 34. Kgi—hi Dg3—<3 + 35. Khi—h2 Df3Xf2 + 36. Kh2—h3 Df2—f3 + 37. Kh3—h2 Bb6—C7 38. Hdi—ei + Ke7—f7 39. Hb8—e8 Df3-f2 + 40. Kh2—h^ BC7 X f4 41. Hei—e7 + Kf7—g6 42. He7—e6 + Kg6—h5 Uppgefið. Skák þessi er tefld á þjóðhátíð Reykja víkur 2. ág. síðastl. (lifandi skák), og er því ekki að búast við þvf, að hún sé vel tefld frá taflfræðislegu sjónarmiði, enda efasamt hvort vér íslendingar teflum ’svo vel, að nokkur skák vor verðskuldi það að vera birt sökum þess. Ymsir leikar 1 skákinni eru miðlungi góðir. Menn eru beðnir að muna eptir að senda ráðningar á taflþrautunum. Veðuráttufar í Rvík f rtgúst 1902. Meðalhiti á hádegi. + 10.5 C. —„ nóttu . + 5.4 „ Mestur hiti „ hádegi. + 14 „ kuldi „ — „—■ . + 6 „ (h. 24.). Mestur hiti „ nóttu . + 8 ,, —„— kuldi „ „ . -+ 1 „ (aðfn.h.20.). Allan mánuðinn mesta veðurhægð, ágæt- isveður eins og tvo undanfarna mánuði. r/g J. Jónassen.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.