Þjóðólfur - 08.05.1903, Blaðsíða 1
AUKABLAÐ M 4. 55. ÁRG.
OÐOLFUR.
Aukabl.
Reykjavík, föstudaginn 8. maí 1903.
Jt° 4.
Aðvörun
Allir sannir íslendingar, er þrá innlenda
stjórn, og ekki vilja ónýta allan þann á-
rangur, er orðið hefur af langri og harðri
baráttu, asttu ekki að láta blekkjast af
flogritum Landvarnarliðsins svonefnda, og
þeim hávaða og hróþyrðum, sem hljóma
fyrir eyrum manna úr þeirri átt. Það kvað
enn vera von á nýjum pésa frá þessari
unglingasatnkundu, ásamt einhverjum und-
írskriptaáskorunum, sem líklega er ætlazt
til að almenningur glæpist á, og heimti að
ónýtt sé frv. slðasta þings. Það ent eng-
in meðul spöruð, til að rugla rnenn og
blekkja á þessum tímum. En flestir kjós-
endur í landinu munu vera skynsamari en
svo, að þeir sjái ekki, hvflfkur ófagnaður
geti stafað af slfku óheillaflani Þessvegna
viljum vér beina Jjeirri áskorun til allra
alþingiskjósmda í lattdinu, að vera nú vel
d verði, láta ekki blekkiast af stóryrðum,
illyrðum og flogritadrifu Landvarnar-
liðsins eða hinna „sameinuðu", en kjósa pd
eina tii pings i vor, sem óhuit md treysta
til að leiða stjórnarbótarmálið til lykta d
nœsta pingi, með pvl að samþykkja par
óbreytt frumvarp s/ðasta pings.
Að þessu ættu allir sannir Islendingar
*ð styðja. _____________
Lhtinn er 4. þ. m. að Saurbæ í Holt-
um séra Benedikt Eirfksson, fyrr-
um presturí Efri-Holtaþingum á 97. ald-
ursári, fæddur 12. nóv. 1806, lang-
elztur prestvígður maður á land-
inu, og elztur allra skólageng-
inna manna hérá landi, útskrifað-
ur úr Bessastaðaskóla 1832. og prestvígð-
ur haustið 1833 (fyrir tæpum 70 árum)
af Steingrími biskupi, og eru nú allir
prestar, er hann vígði, dánir, Séra Bene-
dikt var alla tfð prestur í Holtunum, fyrst
aðstoðarprestur hjá tengdaföður sínunt,
séra Brynjólfi Guðmundssyni f Kálfholti
14 ár, og síðan prestur í Efri-Holtaþing-
um til 1884. Séra Benedikt var móður-
bróðir mag. Eiríks Magnússonar í Cam-
bridge. Hann var mikill fjörmaður.
Allra nýjustu fréttir
um hafísinn fyrir Norðurlandi eru þær,
að hvalveiðabátur komst alla
leið frá Siglufirði til ísafjarðar,
kom þar 6. þ. m. Þetta fréttist með
j»Modestac, er hingað kom frá ísafirði í
morgun. Hannes Hafstein sýslumaður,
er fór með hvalabátnum frá Siglufirði til
ísafjarðar, getur þess í bréfi ds. í gær,
að þeir hafi á leiðinni að eins hitt fyrir
Ishroða, svo að eptir þvf er ísinn ekki
mikill fyrir Norðurlandi, sem betur fer.
En ekki er þess getið, hvernig »Skálholti«
hafi farnazt. Ef til vill hefur það komizt
norður tim f síðustu atrennunni. — Hr.
H. H. lætur tnjög vel yfir för sinninorð-
ur í Eyjafjörð, mun ætla að reyna að
verða sjalfur á kjörfundinum á Akureyri
6. júní. __________
Skýrsla frá sýslufundi Arnesinga.
(Ágrip).
Sýslunefndin gekk á fund 14. apríl; stóð
hann fram yfir miðjan dag 18. s. m. Um
70 málefni komust til umræðu, og tel eg hér
nokkur þeirra:
1. Lagðir fram reikningar styrktarsjóðanna,
og var ekkert við þá að athuga.
2. Lagt til, að landsjóður kosti báta við
Hvítárvatn til flutninga yfir Hvítá. Ferða-
rnenn, sem Kjalveg fara, þurfa þeirra rnjög
opt. Fengjust bátarnir, var gert ráð fyrir,
að Biskupstungur sæju um viðhaldið.
3. Guðmundi Lýðssyni í Fjalli veittur 50
kr. styrkur til fjárkynbóta gegn því, að bón-
aðarfélög hreppanna legðu jafnmikið fram.
Sami hafði Ieitað styrks til þessa hjá Rang-
vellingum, en þar synjað um hjálp.
4. Sýslunefnd Rangárvallasýslu sendi á
fundinn áskorun til þingntanna sýslnanna,
um að létta bróargæzlugjaldinu af sýslu-
sjóðunum, og flytja frumvarp til laga um
þetta á þingi í líka átt og fyr, samþykkt.
5. Úr söntu átt kom, að launum yfirsetu-
kvenna yrði komið á landsjóð. Samþykkt
einnig.
6. Skorað á kaupmenn 4 Eyrarbakka og
Stokkseyri, að hætta áfengissölu; hefur áð-
ur verið ítrekað án árangurs.
7. Þingið beðið um að rannsaka, hvort
„mótor"vagn ir geti ekki kornið að notum á
hinum nýlögðu vegum. Talsverður áhugi
vaknaður á því máli hér eystra.
8. Skorað á alþingi að ákveða dagpeninga
héraðsfundarmanna og sýslunefndarmanna
kr. 3 pr. dag.
9. Styrkur veittur til gripasýninga [ hreppn-
um 50 kr.; á að vekja búnaðaráhuga.
10. Kjördæmaskiptingin var tekin fyrir
samkvæmt amtsbréfi. Urðu urn það tals
verðar umræður. Samþykkt var í éinu hljóði
að skora á atþingi, um leið og hin endur-
skoðaða stjórnarskrá fer sem lög frá því, að
sýslan fái þá I þingmann í viðbót, eða alls
3. Þetta er talið sanngjarnt í framtfðinni,
því ef nokkur landbúnáðarsýsla hér á fram-
tíð, þá hljóti það að verða Árnessýsla, enda
þótt hún nú sem slíkt hérað, hafi ekki eins
marga íbúa, og framtíðin bendir til. Sam-
kvæmt þessu var ákveðið. að kjördæmin
skyldu lieita Skálholtskjördæmi, Hraugerðis-
kjördæmi og Stokkseyrarkjördæmi. Fáist
þetta ekki, þá verði kjördæmin 2 : Skálholts-
kjördæmi og Stokkseyrarkjördæmi. —
11. Þingið beðið um að ákveða vörunrerki
á smjöri eða banni útflutning á smjöri frá
öðrum en rjómabúunum, ef vörumerkjalög
ekki fást.
12. Eyrarbakkahreppi, Gaulverjabæjarhr.,
og Biskupstungnahr. leyfð lántaka.
13. Áfangastaðamálinu frestað. Vantar
heimildarlög frá þingi um það atriði.
14. Melsteðs-gjafasjóðsreikningur lagður
fram. Uppphæð nú 1,200 kr.
15. Lagðar fram hundalækningaskýrslur,
og báru margar það með sér, að lækning-
um er enn mjög ábótavant. Oddvita falið
að herða á eptirlitinu, og þar að auki kos-
in nefnd á milli funda til að endurskoða
reglugerðina og umbæta hana. Formaður
þeirrar nefndar er Skúli læknir í Skállioltí.
16. Sýslunefndin gaf fyrir sitt leyti leyfi
til að selja hlutafél. Iðunn í Reykjavík tó-
vinnuvélarnar við Reykjafoss, en það aðal-
skilyrði sett, að þær yrðu ekki fluttar það
an, og verð á kembingu ekki hækkað.
17. Vegamál frá nefnd. Samþykkt í einu
hljóði að skora á þingmenn sýslunnar, að
fá því framgengt sem fyrst, að flutningabrautin
verði ákveðin upp sýsluna, og þá helzt mælt
með vegi frá Flatholti hjá Bitru, að Reykj-
um á Skeiðum, eða Laxá með vegaálmu að
Iðu, og svo sem nr. 1, veg frá hinum svo-
nefnda Hrísmýrarkletti fyrir utan Helli í
Ölfusi, að Alviðruferjustað, og sé þessi síð-
asttalda brautarstöð mæld sem allra fyrst,
svo unnt verði í næstu fjárlögum að leggja
íé til hennar. Einnig var beðið um fram-
hald af Geysisveginum að Gjábakka. Fáist
þetta, einkum vegurinn til Sogsbrúarinnar,
lofar sýslan að kosta ein brúna með Gríms-
nesingum. Um þánn kostnað lá fyrir sund-
urliðuð áætlun frá verkfræðingi Sig. Thor-
oddsen.
18. Samþykkt að leggja til dragferju á
Iðu í þetla sinn 550 kr.
19. Amtsbréf. Beiðni um 2 hreppstjóra í
Grímsnesi, felld.
20. Sjómannnakennsla hafði fyrirfarist í
þetta sinn. Styrkur veittur samt til hins
sama eptirleiðis, og lestrarfélög við sjó efld
og aukin.
21. Fellt að að halda þingmálafundi fyrir
kosningar í vor, en 1 þess stað beðið um
þá eptir kosningar, þá í Slcálholti, Húsa-
tóptum, Tryggvaskála eða Hraungerði.
22. Umsóknarbréf um verðlaun úr Rækt-
unarsjóði Islands, kom frá 22 bændum.
Nefnd sú, er skipuð var að rannsaka það
mál, áleit alla hafa unnið mikið til með-
rnæla um verðlaun, þvf nokkrir höfðu unnið
óvenju mikið á undanförnum 5 árum. Og
eptir niðurröðun nefndarinnar fengu allir
umsækjendur meðmæli sýslunefndar áleiðis
til Búnaðarfél. Islands. Umsóknarskjöl og
mælingar batnað síðan í fyrra.
23. Samþykkt að skora á þingmennina
fyrir sýsluna að fá heimildarlög fyrir sýslu-
nefndir og hreppsnefndir, að hækka hreppa-
vegagjald og sýsltisjóðsgjald fyrir hvern
verkfæran allt að helmingi. Þessi þörf staf-
ar af því, að tala verkfærra manna fer lækk-
andi í sýslunum, en vegaþörfin vaxandi
víða.
24. Bónarbréf urn heiðurslaun úr styrktar-
sjóði Kristjáns konungs nlunda, kom frá
Guðm. ísleifssyni á St.-Háeyri, Jóni Svein-
bjatnarsyni á Bíldsfelli og Jóni Jónssyni á
Hlíðarenda í Ölfusi. Þessir allir hafa unnið
mjög mikið að jarðabótum og húsabótum
og öðrum framkvæmdum; veitti nefndin þeim
því meðmæli sín.
25. Lagðar fram lieyskoðanaskýrslur úr
flestum hreppum sýslunnar, og var það helzt
fundið að þeirn, að ofmikið væri gert að
því, að veita beztu einkunnina 6 fyrit fóður-
birgðir; væri ekki rétt að gefa hana nema
því að eins, að fyrirsjáanlegt væri, að bú-
andi hefði næg hey til fardaga. — Yfir höf-
uð sýnist ástandið vera gott, einkum í Flóa-
hreppunum og Grafningi. —
26. Refaveiðaskýrslur báru með sér, það-
an sem þær kornu, að mjög þótti bresta á
góðan árangur af þeim hernaði, og var skor-
að á hiutaðeigandi hreppafélög að draga
ekki af sér, einkum þó þar, sem refurinn
kvað ganga með smölum um fjárhaga, —
eins og einn náungi á fundinum komst að
orði að væri m. fl. •
27. Búnaðarfélag íslands beðið um að
sjá til, að mæling fari sem fyrst fram á upp-
I töku Þjórsár yfir Skeið og Flóa. Talið, sem
má, eitt af þýðingarmestu málum Suður-
landsins.
28. Eptir langar umræður var samþykkt, '
að biðja þingið um að styrkja með fjárfram-
lagi til þess, að sem fyrst verði byggt gisti-
hús á Lækjarbotnum eða Hólmi, skammt
frá Hólmsárbrú, (fleiri voru með að hafa
húsið hjá Hólmsárbrúnni, því þar eru not
af því fyrir þá, sem fara Mosfellsheiðarveg-
inn). Sýslan lofar að leggja eitthvað til, og
vonar hins sama af Rangvellingum.
29. Sóttvarnarnefndir skipaðar. Endur-
skoðunarmenn hreppareikninga, sparisjóðs-
reikninga og sýslureikninga kosnir.
30. I kjörstjórn kosnir á næsta vori við
alþingiskosningar séra Ól. Helgason á Hrauni
og hreppstj. Gunnl. Þorsteinsson á Kiðja-
bergi.
31. Tvær útsvarskærur komu fram; en
vegna þess að þær höfðu ekki löglegan
undirbúning, komu of seint, var þeim vísað
frá. —
32. Amtsráð beðið um að hlutast til um,
að Mosfellsheiðarvegur verði varðaður til
byggða; þar háski að vörðuleysi.
33. Beðið um dálítinn heiðursstyrk til
Einars Jónssonar borgara,- fyrirýmsan dugn-
að í verzlunarsökum o. fl. Því synjað.
34. Beðið um dálítinn heiðurssyrk < eitt
skipti handa gamalmenninu Brynjólfi Jóns-
syni í Jórvík, sem viðurkenningu fyrir frá-
bæran skarpleik að finnu brunna, þar sem
aðrir hafa ekki fundið vatn. Hefur hann
þannig fundið 40 brunna, og suma þar sem
engin líkindi þóttu til. — Þessi styrkbeiðni
líka felld.
35. Skýrslur um kynbætur hesta ekki
nærri glöggar víða, og oddvita falið að
að skerpa á með þau ákvæði.
36. Vegafé sýslunnar 1 þetta sinn alls:
kr- 1,559,70
Vextir og afborganir til lands-
sjóðs kr. 720, 00
Til drngferj. á Iðu — 550,00
Til ýmsra viðgerða á
á sýsluvegum — 286, 91
Eptirstöðvarafvegafé— 2, 79 — L559, 7<>
I sýslusjóði eptirstöðvar frá
f.á. — 748,80
Niðurjöfnun 4,000, OO
Gjöld:
Jafnaðarsjóðsgjald — 1,891,76
Yfirsetukonur 1,150, OO
Brúarskuld 250, OO
Sóttvarnir ÍOO, OO
Brúargæzla 400, OO
Útdráttur skjala og
prentun 50, OO
Annar kostnaður,
hreppstjóraritföng
0. fl. 508, OO
^ptirstöðvar nú — 399,04
5.
Aukafundur
Þilskipaiitgerðarfélagsins við Faxa-
fiöa verður haldinn a „Hótel ísland",
föstud. 22. mai þ. á. kl. 5 e. m., tíl
að taka ákvörðun um skaðabætur fyrir
skipið „Kastor", sem strandaði á Býja-
skerseyri 18. f. m.
Tryggvi Gunnarsson.
Prentsm. Þjóðólfs.