Þjóðólfur - 20.11.1903, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 20.11.1903, Blaðsíða 1
55. árg. Reykjavík, föstudaginn 20. nóvember 1903. Æ 47. Ofna og eldavélar s e 1 u r Kristján Þorgrímsson, Fjörutíu ára ríkisstjórnarafmæli konungs vors 15. þ. m. var ekki stór- kostlega hátíðlegt eða viðhafnarmikið hér í höfuðstaðnum. I flestum skólum mun samt hafa verið gefið »frí« frá kl. 4 e. h. á laugardaginn til jafnlengdar á mánudag, og á sunnudaginn var flaggað almennt í bænum. En að öðru leyti voru lítil há- tíðabrigði, Þó var landsbankahúsið lýst upp (»illuminerað«) mjög smekklega um kveldið og hafði bankastjóri Tr. Gunnars- son gengizt fyrir þvf. D. Thomsen kon- súll lýsti og íbúðarhús sitt að nokkru og sömuleiðis Gunnar kaupm. Einarsson hús sitt, hátt og lágt, en önnur lýsing til hátíðabrigða var ekki teljandi hér 1 bænum. Veður var hið bezta um daginn, lygnt en kalt nokkuð. Lék lúðrafélagið nokkur lög á horn um miðjan daginn, en þá er einnig allt upptalið, er kon- unginum var til dýrðar gert af Reykja- vfkurbúum, og mun mörgum hafa þótt helzt oflítið, en sú er bót í máii, að konungur kvað hafa mælzt til, að eng- in sérstök hátíðarhöld yrðu í Danmörku i minningu þessa afmælis. En ei að síð- ur hefði átt vel við, að bæjarbúar hér hefðu sýnt einhvern meiri lit á því, að minnast þessara 40 rfkisstjórnarára Krist- jáns 9., sem að flestu leyti hafa verið framfara- og þroskaár fyrir þjóð vora, og á aukið pólitiskt frelsi ekki hvað minnst- an þátt í þeim framförum. En þótt við- höfnin á afmæli þessu væri lítil hér í höfuðstaðnum, þá er enginn efi á því, að allur þorri hinnar íslenzku þjóðar sendir hinum háaldraða konungi hlýjustu og hug- heilustu heillaóskir á þessu fágæta afmæli með innilegu þakklæti fyrir alla velvild hans til þessa lands, er meðal annars hef- ur nú síðast komið fram í því, að veita oss þá sjálfstjórn, er vér treystum, að verði landi og lýð til hamingju og far- sældar. Búnaðarritið ogr starfsmenn landsbúnaðarfélagsins. Eg er nýbúinn að fá nýjasta hepti Bún- aðarritsins (17. árg. 3. hepti), og hef blað- að dálítið í þvl. Eg leitaði þar árangurs- laust að nýtilegri búnaðarhugvekju. Rit þetta heftir ekki rúm fyrir þær nú orðið, síðan það varð svo umfangsmikið og svo fínt, að það hefur þing sér, embættismenn með föstum árslaunum, og nokkra tugi þúsunda handa á milli árlega. Það er auðvitað gott og blessað, að fá skýrslur og reikninga félagsins og búnaðarþings- tfðindi, en betur kynni eg við, að reikn- ingarnir og málalengingarnar um þá væru prentaðar sérstaklega, en ekki í miðju búnaðarritinu. Það væri aðgengilegra. Við sveitakarlarnir viljum hafa í Búnaðar- ritinu fræðandi og leiðbeinandi ritgerðir um búnaðarmálefni, eitthvað sem við get- um lært af. Eg hafði að vfsu skemmt- un af að lesa ferðasögu forseta í 2 næst- sfðustu heptum ritsins, þvf að hún er fjör- lega skrifuð, en fremur lítið gagn þóttist eg hafa af henni haft, er eg var búinn að lesa hana. Og datt mér í hug, að eins hefði því verið varið með förina sjálfa, að hún hefði verið til meiri skemmt- unar fyrir forsetann, en til gagns fyrir félagið. Að vísu lasta eg ekki svo mjög slíkar yfirreiðir stjórnendanna, en eg held samt, að þær séu fremur gagnslitlar. Eg hef alltaf haft svo dæmalaust litla trú á gagnsemi þessara skoðunarferða og eptir- litsferða búfræðinga og ráðanauta yfirleitt. Eg þekki það svo mikið af eigin reynd, og veit, að árangurinn af því er opt ekki annar en sá, að sendimennirnir létta sér upp og hresssast til heilsunnar, og að bændurnir fá tækifæri til að votta félag- inu velþóknun sína, með því að taka vel á móti sendimönnunum borgunarlaust. En bara að það komi þá fram í ferða- kostnaðarreikningum þessara manna. Eptir því sem ráða má af slðasta hepti búnað- arritsins, virðist það að minnsta kosti ekki koma fram t reikningum Guðjóns kynbótaráðanauts Guðmundssonar. Hann virðist ekki njóta gestrisni landsmanna, því að fæðispeningar hans eru 4 kr. á á dag, og kostnaður allur að meðaltali á dag 7 kr. 31 eyrir. Hinsvegar reiknar Sigurður ráðanautur sér ekki nema 87 a. í fæðispeninga á dag, og kostnaður allur er hjá honum að eins 3 kr. 37 a. að með- altali á dag. Endurskoðunarmenn taka það einnig beinlínis fram (bls. 228) að hann láti félagssjóð auðsjáanlega að mun njóta þeirrar gestrisni, er landsmenn sýna honum (o. Sigurði). Það er að eins for- seti einn, sem dýrari er samtals á dag en Guðjón (9 kr. 76 a.), en hann kemst þó af með næstum x/4 minni fæðispeninga en hann, og geta endtirskoðunarmenn þess, að forseti sýnist þó hafa ferðazt með fullri risnu. En stjórnin afsakar þetta með því, að Guðjón hafi »sett það sem óhjákvæmilegt skilyrði fyrir að ganga í þjónustu félagsins þetta 2 ára skeið* að hafa 4 kr. í fæðispeninga á dag. Það er nú að vfsu afsakanlegt, þótt félagið í fyrstu meðan það þekkti ekki mann- inn, en hélt að fengur væri f honum, gengi ekki frá þessuvn skilyrðum. En nú má sjálfsagt ganga að því vísu, að félagið láti ekki eptirleiðis setja sér stól- mn fyrir dyrnar af manni þessum, sem eg fyrir mitt leyti hef lítið álit á sem kyn- bótamanni. Að minnsta kosti hef eg heyrt sveitunga mína tala um, að þeir hafi harla lítið grætt á því að leita ráða nauts þessa, að þvf er kynbætur snertir. En það getur vel verið, að maður þessi sé ekki svo illa að sér til bókarinnar, en sem praktiskur búvitsmaður held eg, að hann sé ekki upp á marga fiska. En búfróða, praktiska menn, verður landsbún- aðarfélagið að hafa í þjónustu sinni, menn sem bæði skilja og vilja skilja, hvernig við búandkarlarnir eigum að fara að því að rétta við búnað okkar, menn, sem eru starfa sínum vaxnir, velviljaðir okkur bænd- unum, hispurslausir og blátt áfram við hvern sem í hlut á. Þeir verða að setja sig inn f hugsunarhátt okkar bændanna, lifa svo að segja okkar lífi, til þess að þeim geti orðið nokkuð verulegt ágengt. Að senda til okkar vindtroðna golubelgi sem allt þykjast vita, og líta fyrirlitningar- augum á allt okkar strit og stríð, með öllum þess erfiðleikum, er ekki til neins. Við skiljum þá ekki og fyrirlítum leið- beiningar þeirra, af þvf að okkur finnast þær ekki á viti byggðar, og af því að menn þessir kunna ekki að umgangast okkur og við ekki þá. Við bændurnir hljótum að gera kröfu til þess, að lands- búnaðarfélagið vandi vel val þeirra manna, er það felur á hendur að leiðbeina okkur í hverju sem er, eða köma á fót þarf- legum framkvæmdum meðal vor. Séu þeir menn, sem félagið hefur í þjónustu sinni, ekki til þess starfa fallnir, sem þeir eiga að leysa af hendi, þá skellur skuldin á félaginu, og óánægjan með störf þess og framkvæmdir fer þá vaxandi meðal þjóðarinnar. Eg heyri nú þegar marga hafa horn í síðu félagsins og finna því hitt og þetta til foráttu, meðal annars, að fé þess sé ekki hyggilega varið, gangi of mikið til fastra launa og óþarfa ferðalags, að stjórn þess hafi ekki næga þekkingu í búnaðarmálum, að lítt verði vart fram- kvæmda þess, þótt það hafi mikið fé handa á milli o. s. frv. En þessar að- finnslur og fleiri, tel eg fyrir mitt leyti naumast á gildum rökum byggðar, þótt dálítið sé hæft í þeim flestum. Eg er sannfærður um, að stjórnin vill standa sem bezt í stöðu sinni, og hefur gert það að mörgu leyti, eptirþvfsem eghefþekk- ingu á, en það er erfitt að gera svo öll- um lfki. Vandasamast er að hafa nógu strangt eptirlit með, að starfsmenn félags- ins gæti skyldu sinnar og geri gagn, er samsvari þvf, sem þeir bera frá borði. Það er lífsskilyrði fyrir félagið, að hafa góða og ötula starfsmenn í þjónustu sinni. Og reynist þeir vel, á að launa þeim sómasamlega, en reynist þeir illa, á fé- lagið að víkja þeim úr þjónustu sinni. Það má ekki sigla með lík í lestinni, má ekki láta lítt nýta, óheppilega starfsmenn spilla áliti félagsins, og vekja kurr gegn því meðal landsmanna. Það hefur ekki ráð á þvl. Svo finnst okkur bændunum, að félagsstjórnin verði að skinna dálítið upp Búnaðarritið, svo að einhver veigur verði í þvl. Við skiljum ekki annað en að félagið hljóti að hafa efni á þvf, jafn- mikið fé sem það hefur undir höndum. En hyggilegt þótti mér það af þinginu, að koma í veg fyrir, að fleiri fastir ráða- nautar en þeir tveir, sem nú eru (Einar Helgason og Sig. Sigurðsson), yrðu settir á föst laun í félaginu. Það er ekki vfst, 'nversu félagsstjórnin hefði orðið heppin í valinu á þessum 3. manni. En lfklega rekur að þvf síðar, er félaginu vex meir fiskur um hrygg, að fjölgun ráðanautanna verði nauðsynleg. Og er þá vonandi, að valið Jendi á vel hæfum manni, sannarlega bú- fróðum, praktiskum framkvæmdarmanni, en ekki á hálfmenntuðum uppskafning, er verði til athlægis hjá okkur alþýðumönn- unurn fyrir mont og hégómaskap. 2/tz 1903. K a r 1 í k o t i. Heimsmál. IV. Við orðavalið í esperanto hefur þess verið gætt, að málið yrði allra flestum sem auðveldast. Þeir orðstofnar, sem teknir eru ttpp í esperanto eru þrennskonar. Fyrst eru þeir, sem orðnir eru algengir í flestöllum rnálum Norðurálfunnar og því þegar kunnir miklum hluta mannkynsins; slíkir orðstofnar eru teknir upp óbreyttir að öðru en því, að þeir eru færðir til stafsetningarmálsins t. d. pol itiko, tele- grafo, apoteko, komedio, dokt- o r o o. s. frv. Þar sem ekkert orð hefur náð þvf að verða algengt meðal þessara mála (internationelt), þá hefur það orð verið val- ið, sem fundizt hefur í sem flestum þeirra t. d. 2—3 hinum helztu og þannig verið sem flestum þegar kunn. Þau orð, sem finnast t. d. bæði 1 ensku og frönsku eru þegar kunn miljónum manna. Allir þeir, sem kunna þessi mál, þurfa því ekkert að hafa fyrir að læra þau. Loks eru ýms smáorð, sem eru sitt á hvern veg í öll- um málum, tekin flest úr latlnu með því að hún er kunn flestum lærðum mönnum í öllum löndum. Orðmyndun í esperanto eða myndun nýrra orða af þeim stofnorðum, sem fyr- ir eru, er ákaflega einföld og haganleg. Um 30 smáörð, sem öll hafa vissa merk- ingu, má nota til þess að breyta þýðingu orðanna á margan veg og auka þannig orðafotðann ákaflega mikið. Eittafþess- um smáorðum er m a 1, er nota má til að tákna með mótsetningu. Bona er góð- ur, m a 1 b o n a verður þá vondur, b e 1 a er fagur, m a 1 b e 1 a ljótur o. s. frv. Þetta eina smáorð sparar manni þvf að muna feiknamörg orð; ef maður þekkir orðin heitur, stór, feitur langur o. s. frv., þá þarf maður ekki að læra ný orð til þess að vita, hvað kaldur, lítill, magur, stutt- ur er o. s. frv. Smáorðið in táknar kvennkyn t. d. viro karlmaður, virino kvennmaður; p a t r o faðir, patrino móðir, amiko vinur, amikinovinkona, cevalo hestur, cevalino hryssa, hundo hund- ur, h u n d i n o tfk o. s. frv. Smáorðið i 1 merkir verkfæri t. d. kombi að kernba, k o m b i 1 o kambur (verkfæri til að kemba með); kudri að sauma, kudrilo nál; tondi að klippa, tondilo skæri, tranci að skera, trancilo hnífur o. s. frv. Þetta mun vera nóg til að sýna, að í esperanto má komast af með að muna margfalt færri sérstök orð heldur en 1 öðrum málum, án þess þó að málið verði ófullkomnara og orðfátækara. Það er þetta, sem kalla má mesta kostinn við mál þetta. Af því, sem nú hefur verið sagt, má sjá, að léttara er að læra esperanto en önnur mál. Þeir, sem kunna 2—3 hinna helztu mála Norðurálfunnar þurfa ekki lengri tfma en 2—7 daga til að læra það, en þeir, sem ekki kunna önnur mál en móðurmál sitt, 1—2 mánuði; þetta hefur reynslan sannað. Það eru til ótal vott- orð og umsagnir manna úr öllum áttum um það, hve auðvelt þeim hafi fallið að % i Leikfélag Reykjavíkur leikur 5Hermannagletturnar‘ og ,Apann‘ á sunnudagskveldið kemur * g*ð£g**

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.