Þjóðólfur - 12.02.1904, Blaðsíða 3
2 7
þessa 2 hjá mér 1 Reykjavík, þegar eg reyndi
þá; að vísu sá hann mig ekki vinna með
þeim, en hann leyfði sér Iíka að álíta að
óreyndu, að þeir væru ekki notandi til að
plægja með þýfi. "í"Að hr. 'Jensen sé betri
plægingarmaður en Torfi eða hafi meiri
þekkingú í þeim efnum.leyfi eg mér ekki einu
sinni að efast um heldur mótmæli því al-
veg. Verkin sína merkin.
(Niðurl. næst).
Jón Jónatansson.
Sjónleikar.
Leikfélagið er nú byrjað að leika að nýju
»Heimilið« eptir Hermann Sudermann.
Það var áður leikið hér ( marz og apríl
1902 og þótti þá mikið til þess koma,
sem vert er, því að leikrit þetta er mjög
vel samið og áhrifamikið. I Þjóðólfi
29. marz 1902 höfum vér getið nánar
efnis þess, og lýst því, hvernig leikendurnir
þá leystu hlutverk sín af hendi, en nú er
það að mestu leyti sama fólkið, er hefur
hin sömu hlutverk, eins og það hafði þá,
svo að það væri endurtekning ein, að
rita nú ftarlega um leik þennan. Þess
má þó geta, að frú Stefanfa leikur ung-
trú Magda Schwartse ef til vill enti betur
nú en áður. Er leikur hennar víðasthvar
ágætur. Sama má segja um leik Jens
Waages, og enda Árna Eiríkssonar lfka,
nema hvað Árni er sumstaðar fullæstur,
þar sem um smámuni er að ræða, svo að
hann getur ekki orðið aðsúgsmeiri, þá er
ástæðan er meiri til vanstillingarinnar.
Karlinn er svo að segja alltaf með »damp-
inn uppi* jafnmikinn. En yfirleitt erleikur
Árna mjög góður, svo að þetta er eitt-
hvert hið allra bezta hlutverk hans, og
stuðlar töluvert að því hið ágæta gerfi,
sem hann ber. Það er jafnan mjög áríð-
andi fyrir leikendur að gera sig torkenni-
lega. Frk. Lára Indriðadóttir, sem hefur
lítið hlutverk og létt, á mjög erfitt með
að halda alvöru- og reiðisvip þeim, er
hún á að sýna, er hún rýkur burt frá
samtalinu við Mögdu, því að hún gengur
burtu hálfglottandi, er meðal annars mun
koma af því, að hún er í vandræðum með
að halda nefklemmunum föstum. Það á
víst betur við hana að leika káta, unga
stúlku, en gamla, önuga hefðarfrú. — Yfir-
leitt er leikur þessi mjög vel leikinn, og
ætti skilið að verða vel sóttur, engu síður
en »Gjaldþrotið«, sem mjög opt hefur
verið leikið, ávallt fyrir fullu húsi.
Mannalát.
Elzta dóttir H. Hafsteins ráðherra,
Kristjana að nafni, er nýlega látin á
ísafirði, 12 ára gömul efnisstúlka. Bana-
mein hennar var heilabólga.
Nýdáinn er á Bíldudal allnafnkenndur
maðurþarvestra Pétur Björnsson skip-
stjóri frá Hringsdal, einkennilegur áýms-
an hátt og dugnaðarmaður mikill. Hann
var vel fjáður.
Jónas Jónsson hreppstjóri á Kjarna
f Hrafnagilshreppi lézt um miðjan f. m.
Á Brekku í Fljótsdal andaðistí desem-
ber húsfrú Sigurveig Gunnarsdóttir
kona Brynjölfs bónda Þórarinssonar, en
systirséra Sigurðar Gunnarssonar í Stykkis-
hólmi. Nokkru áður 1 sama mánuði
(2. des.) höfðu þau hjón misst Sigurð
son sinn, hálfþrítugan að aldri, mesta efnis-
mann.
FjárkáOaleBkningarnar.
Þess var getið hér í blaðinu 24. f. m., að
Myklestad fjárkláðalæknir hefði farið fyrir
jól rakleiðis vestan úr Skagafirði austur 1
Múlasýslur, til að framfylgja almennri
böðun í Múlasýslum, er umboðsmaður
hans, Davíð Jónsson frá Kroppi, hafði
ekki krafizt. Var Myklestad kominn suður
i Breiðdal eða Berufjörð seint 1 f. m., og
sendi þaðan fylgdarmann sinn Hallgrfm
bónda Hallgrímsson á Rifkelsstöðum suður
f Homafjörð með þeirri skipun, að baða
skyldi allt sauðfé suður að Breiðamerkur-
sandi. Myklestad er nú 64 ára gamall,
og er þessi áhugi hans og dugnaður við
fjárkláðalækningarnar frábær af jafngöml-
um maijni.
Atkvæða-smalamennska
til þingmennsku handa Páli Briem kvað
alvarlega vera hafin á Akureyri af hálfu
Valtýinga og hefur héraðslæknirinn geng-
izt mest fyrir henni. Kvað fylgismenn
amtmanns nú mjög vongóðir um, að tak-
ast megi loks að koma honum á þing í
þessu litla kauptúni, þar sem hann er bú-
settur, en kosning í sýslunni — Eyjafjarð-
arsýslu — mun talin honum ómöguleg.
Er nú af sú tíðin, er taka átti stór kjör-
dæmi með áhlaupi. Sjálfsagter það með-
fram vorkunsemi vtð amtmann, er aflar
honum fylgis hjá Akureyrarbúum, en alls
óvíst kvað samt vera, að það hrökkvi til.
Akureyringar ættu að lesa vel ofan í kjöl-
inn hinar síðustu pólitisku greinar amt-
manns í »Norðurlandi«, og rnunu þeirþá
sannfærast um, að það er einmitt amt-
maður, sem nú heldur ófriðar- og úlfúð-
arfánanum sem hæst á lopti, þótt hann
líklega verði látinn tala við sjálfan sig
fyrst um sinn. Og kæmist hann á þing,
sæist bezt, hversu mikill friðarstillir hann
mundi verða, og hversu góð »samvinna«
milli hans og stjórnarinnar yrði, eins og
E. Hjörl. gerir ráð fyrir að verða
mundi(I). Amtmaður er nfl. ekki alveg ger-
sneyddur þeim eiginleika, er valdaffkn
heitir, en fyrir henni verður almennings-
heill stundum létt á metunum.
Svo er að sjá, sem ritstj. »Norðurlands«
sé ekki í harla miklu áliti hjá Akureyrar-
búum, því að á þingmannaefnalista, sem
gengið var með þar um bæinn, fékk hann
2 atkv. að sögn.
„Mímlr“
nefnist nýtt rit, prentað í Kaupmanna-
höfn á kostnað W. Fiské’s í Florence og
sjálfsagt að miklu leyti samið af honum.
Það er 5 arkir að stærð, vandað að frá-
gangi öllum með skýru og fallegu letri,
allt skráð á enska tungu. Kennir þar
margra grasa. Þar eru skýrslur um félög,
stofnanir, söfn, skóla ogsjóði hérálandi,
skrá yfir nöfn og heimilisfarg íslenzkra
manna hér og erlendis, er eitthvað hafa
verulega við ritstörf fengizt, og samkynja
skrá yfir alla hina merkustu erlenda fræði-
menn, er eitthvað hafa ritað um ísland,
um Ieið og getið er hins helzta, er eptir
þessa menn liggi, hérlenda og erlenda.
Er kafli þessi hinn fróðlegasti og mjög
handhægur til notkunar. I riti þessu eru
einnig smágreinar um hitt og þetta, til
að vekja eptirtekt útlendra ferðamanna á
landinu og náttúrufegurð þess, heilnæmi
loptslagsins o. s. frv., og eru þær greinar
allar vel ritaðar og með mjög hlýjum
huga í vorn garð. Tungu landsmanna og
bókmenntir talar höf. sérstaklega um og
lýkur lofsorði á bóka- og blaðagerð, er
hann telur meiri í samanburði við fólks-
fjölda, en í nokkru öðru landi. Þá eru
og fróðlegar greinar um stjórnarbreyting-
una nýju og framfarir landsins í heild
sinni á síðustu árum, um nýja skjaldar-
merkið (valinn), leiðbeiningar um póst-
samband Islands við útlönd o. s. frv. Er
rit þetta bæði ómissandi og áreiðanlegur
leiðarvísir fyrir útlendinga, er kynnast
vilja landinu, og á höf. og kostnaðarmað-
urinn hina beztu þökk skilið fyrir útgáfu
þessa. í formálanum er gert ráð fyrir,
að eitt hepti af riti þessu komi út árlega.
Eptir því sem þetta 1. hepti er úr garði
gert, er full ástæða fyrir oss íslendinga
að óska »Mími« langra lífdaga.
„Laura“
kom hingað af Vestfjörðum 7. þ. m.
með marga farþega, þar á meðal ráðherra-
frú R. Hafstein, og ýmsa kaupmenn og
verzlunarmenn af Vesturlandi, er núsigldu
til útlanda. Einnig kom frá ísafirði Hall-
dór Jónsson bankagjaldkeri, er vestur fór
með »Sögu« til að semja um útibússtofn-
un á Isafirði fyrir hönd landsbankans.
Eru samningar milli bankans og sparisjóðs-
ins á Isafirði þegar fullgerðir.
»Laura« fór héðan áleiðis til Hafnar í
fyrra dag og mesti fjöldi farþega með
henni, þar á meðal ráðherrann Hannes
Hafstein og frú hans, Gísli Isleifsson sýslu-
maður, frú Kirstin Pétursdóttir, Þórarinn
B. Þorlák -son málari, Guðmundur Jónas-
son kaupm. frá Skarðstöð, Ingólfur Jóns-
son verzlstj. úr Stykkishólmi og kaupmenn
nokkrir héðan úr bænum (Brynj. H. Bjarna-
son, W. Ó. Breiðfjörð, Helgi Z<oega, V.
Ottesen, Ben. S. Þórarinsson o. fl.), Guðm.
Sigurðsson klæðskeri, Matthías Matthías-
son slökkviliðsstjóri, Jónatan Þorsteinsson
söðlasmiður og kaupm., séra Ólafur Helga-
son frá Stóra-Hrauni, Gestur Einarsson
verzlunartimboðsm. frá Hæli o. m. fl. —
Til Ameríku fóru og nokkrir menn héð-
an úr bænum og með þeim Jón Tryggvi
Jónsson Klondykefari, er dvalið hefur hér
á landi síðan í okt. stðastl. Hann er
ættaður úr Húnavatnssýslu, og búa foreldr-
ar hans nú á Sauðadalsá á Vatnsnesi. Var
hann um tíma vestur í Helgafellssveit f
haust að leita gulls í Drápuhlíðarfjalli, og
tók þaðan nokkra steina, er hann ætlar
að láfa rannsaka, er vestur kemur.
Óveltt embætti.
Sýslumannsembættið í Isafjarðarsýsluog
bæjarfógetaembættið á fsafirði. Árslaun
3500 kr., auglýst 3. þ. m. Umsóknar-
frestur til 17. maí.
Hvergi ódýrara.
Mikið af tilbúnum
Fatnaði;
flestar stærOir.
HálslIn, Fataefni
og allt, sem karlmenn þurfa til fatn-
aðar, er selt með stórum afslætti
til i. apríl næstkomandi á
SAUMASTOFUNNI í
BANKASTRÆTI 12.
Guðm. Sigurðsson,
klæðskeri.
Tilbúin drengjaföt fást einnig.
Saum og til fata kostar að eins
14 krónur.
Tíma þann, er eg er í utanferð minni,
veitir hr. Kristján Jónasson verzlun minni
í Skarðsstöð forstöðu.
pt. Reykjavík 9/» 1904.
Guðm. Jónasson.
Á góðum stað í bænum til leigu frá 14.
maí næstk. 5 herbergi mjög vönduð, ásamt
eldhúsi og geymsluplássi. Einnig 2 herbergi
á öðru lopti, einkar hentug fyrir einhleypa.
Ritstj. vísar á.
Á meðan eg er fjarverandi, veita
vinnustofu minni forstöðu skraddar-
arnir, Steinn Sigurðsson og Jón Bárð-
arson, og taka því á móti pöntunum
og afgreiða þær fljótt og greiðlega.
Reykjavík, 8. febr. 1904.
Guðmundur Sigurðsson,
klæðskeri.
Góö kaup
fást nú á nýju húsi hér í bænum. Húsið
er fallegt mjög, vel byggt og vandað ad
öllum frágangi. Útsýni hið fegursta, bæðí
yfir bæinn og höfnina.
Ágætir borgunarskilmálar. Ritstj. vfsar
á seljanda.
Skiptafundur
í þrotabúi Jóh. St. Stefánssonar kaup-
manns, verður haldinn hér á skrif-
stofunni mánudaginn 14. marz næst-
komandi kl. 11 f. h., og verður þá
skiptum á búinu væntanlega lokið.
Skrifstofu Skagafjarðarsýslu,
27. jan. 1904.
Eggert Briem.
Framfarafélagið
heldur fund < húsi Bárufélagsins sunnud.
14. þ. m., kl. 6 e. h.
Umræðuefni er: Niðurjöfnun sóknar-
nefndarinnar á gjaldi til söngs í dóm-
kirkjunni.
Tryggvi Gunnarsson.
Óskllafé selt í Mosfellshreppi haustið
•903-
1. Svart hrútlamb, mark: gat h., vaglrifað
fr. v.
2. Hv. geldingsl., m.: vaglskorið apt. h., sýlt,
biti apt. v..
3. Hv. geldingsl., m.: vaglskorið apt. h., sýlt
biti apt v.
4. Hv. gimburl., m.: hamarskorið gat h.,
hálft af fr. v.
5. Hv. gimburl., m.: biti apt. h., sneiðr. fr.
fjöður apt. v.
6. Hv. ær, m.: stúfrifað h., sýlt standfj.
fr. v.
7. Hv. ær., m.: sneiðrifað fr. h., stýft hálft
af apt. v.
8. Hv. kollótt lamb, m.: sýlt standfj. apt. h.,
geirstýft v.
9. Hv. gimburl., m.: sneiðrifað fr. h., sneið-
rifað fr. biti apt. v.
10. Hv. gimburl. m.: 2 bitar apt. h., miðhl
fjöður fr. v.
Mosfellshreppi 28. jan. 1904.
B/'örn Þorláksson.
TIL NEYTENDA HINS EKTA
KÍN A-LÍFS-ELIXÍRS.
Með því að eg hef komizt að raun
um, að margir efast um, að Kína-lífs-
elixírinn sé eins góður og áður, skal
hér með leitt athygli að því, að elix-
írinn er algerlega eins og hann hefur
verið, og selst sama verði og fyr, sem
sé I kr. 50 aur. hver flaska, og fæst
hjá kaupmönnum alstáðar á íslandi.
Ástæðan til þess, að bægt er að selja
hann svona ódýrt, er sú, að allmiklar
birgðir voru fluttar af honum til ís-
lands, áður en tollurinn var lögtekinn.
Neytendurnir áminnast rækilega um,
að gefa því gætur sjálfs síns vegna,
að þeir fái hinn ekta Kína-lífs-Elixír
með merkjunum á miðanum : Kínverja
með glas í hendi og firmanafninu Valde-
mar Petersen, Friderikshavn, og Y J?:
í grænu lakki ofan á stútnum. Fáist
elixírinn ekki hjá þeim kaupmanni,
sem þér verzlið við, eða verði krafizt
hærra verðs fyrir hann en 1 króna 50
aurar, eruð þér beðnir að skrifa mér
um það á skrifstofu mína á Nyvej 16
Köbenhavn.
Yaldemar Petersen.
Frederiksliavn.