Þjóðólfur - 15.04.1904, Side 1
56. árg.
Reykjavík, föstudaginn 15. apríl
1904.
AukablaðJfé 1.
Utlendar fréttir.
—o---
Kaupntnnnahöfii 30. marz.
Ófriðurinn. Aðfaranótt 22. þ. m. gerðu
Japanar enn á ný áhlaup á Port Ar-
thur með tundurbátum. Rússar urðu
varir við þá og hófu skothríð á þá, bæði
frá varðskipunum og virkjunum 1 landi,
er stóð nærri hálfa klukkustund. Um
morguninn kl. 4 gerðu tundurbátarnir apt-
ur áhlaup, en hörfuðu aptur að vörmu
spori. Kl. 7 sást allur japanski flotinn,
sem er þar syðra, 6 vígskip, 6 brynjuð
beitiskip og 6 önnur beitiskip ásamt nokkr-
um tundurbátum. Rússneski flotinn fór
þá út á ytri höfnina, skipaði sér þar (
fylkingu og beið Japana. Kl. 9 hófujap-
anar skothrlð og Rússar borguðu í sömu
myút. Skutu Japanar 100 skotum á bæ-
inn og jafnmörgum á nágrennið. Skot-
hríðin stóð til kl. 3 um daginn, þá hættu
Japanar og héldu burt. Árangurinn af
áhlaupi þessu virðist hafa verið harla lít-
dl. Rússar segjast hafa misst 5 menn og
9 hafi orðið hættulega sárir, en aptur á
móti muni eitt beitiskip fjandmannanna
hafa laskazt, en Togo flotatoringi segir í
sinni skýrslit, að ekkert skip Japana hafi
skemmst. Hvert áhlaup er talið að kosti
Japana um r/2 miljón franka, svo að lík-
legt er, að þeir séu sanit ekki að gera
þau stoðugt að gamni sínu eða út í lopt-
ið, þó aðárangurinnsé ekki alltaf mikill.
-- Aðfaranótt hins 27. þ. m. komu 6
tundurbátar japanskir til Port Arthur og
höfðu í fylgd með sér 4 stór kaupíör, sem
sökkva átti ( hafnarmynninu til þess, að
floti Rússa kæmist ekki út þaðan. Á
eptir komu svo nokkur vfgskip. , Rússar
urðu þessa þó varir, áður en Japönum
tækist að framkvæma fyrirætlun sína.
Hófu þeir þegar skothrfð á þa og sendu
tundurbát einn (Ssilny) út á móti þeim.
Tókst þeim að skjóta kaupförin í kafrétt
við hafnarmynnið, en þó svo fjarri, að
sigla má út og inn ennþá. Af Rússum
féllu 7 menn á tundurbátnum, en i3særð-
ust, en af Japönum féllu 4 og 9 særðust;
annars tókst Japönum að bjarga þeim,
sem á kaupförunum voru.
Á landi hefur enn ekki dregið til
neinna stórtíðinda. Við og við fréttist um
smavegis útvarðaorustur norðan til í Kóreu
og má vera, að einhver fótur sé fyrir þeim
fréttum sumum, þó að ýmsu sé óefað
bætt við. En það er að minnsta kosti
áreiðanlegt, að 28. þ. m. varð orusta við
Isjöngtsjú (eða Chongju) norð-vestan
til í Kóreu. Mistjenkó hershöfðingi kom
með 6 hersveitir af Rússum í nánd við
bæ þenn.in ; \oru þá 2 riddarasveitir jap-
anskar þar fyrir, er tekið höfðu sér stöðu
á bak við hæð nokkra og skutu þaðan
álengdar á Rússa; hófst nú allsnörp or-
usta, er stóð 1 halfa klukkustund, þar til
Japanar létu undan síga inn í bæinn.
Russar gerðu skothrfð á þá enn í eina
klukkustund, en þá komu 4 hersveitir'Jap-
önum til hjálpar, og hörfuðu Rússar þá
frá. Russar kváðu 3 hafa fallið af sínutn
tnönnum, en ióhefðu orðið sárir,ogjap-
anar tuuni að lfkindum hafa misst margt
manna. —■ Kuropatkin hershöfðingi
er nú kominn austur til Charbin; gera
menn sér miklar vonir um hann, þykir
Alexieff ekki hafa reynzt sem skyldi.
Það er haft eptir Kuropatkin, að í
ráði sé, að senda Eystrasaltsflotann og þá
bryndreka, sem eru í smíðum, ásamt tund-
urbátaflota og neðansjávarbátum austur til
Asíu í ágústmánuði. Áleiðinniá flotinn,
sem er í Rauðahafinu að slást í förina.
Með flotanum eiga að fylgja gúfuskip með
kolabyrgðum fyrir alla leiðina. Þegar
flotinn er kominn austur, á hann að stía
Japan frá öllu santbandi við meginland,
og láta svo til skarar skrfða milli sín og
japanska flotans.
ító fór 23. þ. m. aptur frá Kóreu til
Japans. Er sagt, að erindihans hafigeng-
ið vel, og Kóreukeisari ha'fi heitið að gera
allar þær umbætur, sem hann stakk upp
á. I ræðu, sem hann helt skömmu áður
en hann fór, hvatti hann Kóreumenn til
þess, að ganga ekki lengur þær brautir,
sem þeir áður hefðu gengið, heldur fylgja
dæmi Japana og taka upp nýja siðu. Það
væri eina ráðið til þess, að varðveita sjálf-
stæði þeirra; að öðrum kosti hlytu þeir
að hverfa inn í annaðhvort nábúarfkið,
sem nú eru að leiða hesta sína saman.
Um nokkra hríð hafa töluverðar sögur
farið af þvf, að Kfnverjar drægu í-
skyggilega mikið lið saman umhverfis
Peking^, og mætti því þá og þegar búast
við ófriði úr þeirri átt. Síðustu fregnir
segja nú, að sá flokkur, erófrið vill hafa,
sé nú algerlega orðinn undir. Að minnsta
kosti lætur stjórnin svo, sem hún- vilji
frið umfram allt.
Danmörk. Hýðingafrumvarpið ér alltaf
efst á dagskrá hér. Að vísu er það nú
orðið nokkuð breytt frá því, sem það var
í fyrstu, svo að hýðingu verður eptir því
beitt mjög sjaldan, en hinsvegar hefur ver-
ið bætt inn í nokkrum fleirum atriðum,
meðal annars, að skylda þá, sem ofbeldi
fremja í ölæði, að neytaekki víns ínæstu
5 ár, að viðlagðri refsingu. Frv. er nú
samþykkt f fólksþinginu með 54 atkv.
(þar á meðal 4 ráðherra) gegn 30. Með
því að slíta á þingi að réttu lagi nú um
mánaðamótin ogtíminn því orðinn naum-
ur, var samþykkt að flýta fyrir frv., eti
jafnaðarmenn reyndu með málalengingum
um lítt merkilegt mál, er næst var á dag-
skrá á undan, að tefja fyrir, að það kæmi
til umræðu. Þeir entust þó ekki til þess
lengur en einn fund. Þegar málið kom
út úr fólksþinginu var samt orðið svo á-
liðið, að ekki var nægur tími til að ráða
því til lykta í landsþinginu innan þing-
loka. En með því að Alberti dómsmála-
ráðherra er einkennilega annt um fram-
gang þessa máls, stakk hann upp á, að
framlengja þingtímann. Deuntzér ráða-
neytisforseti var því mótfallinn, enda er
hann andstæðingur frumvarpsins, en þó
varð það úr, að hann beygði sig fyrir
Alberti og framlengdi þingtfmann.
I gær fóru fram kosningar í bæjarstjórn
Kaupmannahafnar. Við þær kosningar
fylgdust að eins og f fyrra hægrimenn og
hinir íhaldssamari 'instrimenn, er fylgja
stjórninni gegnum þykkt og þunnt, köll-
uðu þeir bandamenn sig »Antisocialister«.
En á móti voru jafnaðarmenn og hinir
frjálslyndari vinstrimenn (»Social-Radikale«
eða »Liberale«). Biðu þeir ósigur nú sem
í fyrra, en með miklu minni atkvæðamun
(700 í stáð 2100 í fyrra). Meðal þeirra,
sem féllu, var Borgbjerg fólksþingmaður
og áður bæjarfulltrúi, einn af mestu ber-
serkjum jafnaðarmanna.
Noregur. Eptir miðjan þ. m. geisaði
mikill stormur við Lófót, er olli miklu
tjóni og nokkrum mannskaða. Hús með
3 mönnum í fauk út í sjó, annað varð
fyrir snjóskriðu og skolaðist út í sjó. Enn-
fremur hafa margirbátarfarizt eðaskemmst.
22. þ. m. gengu í gildi lög um, að kon-
ur mættu verða málaflutningsmenn, og
ein kona, Eline Sem cand. jur., hefur þeg-
ar gerzt málaflutningsmaður.
Frakklaud. Ónýtingardómstóllinn hefur
úrskurðað, að umsóknin um endurskoð-
un Dreyfusmálsins sé lögmæt, og
er nú rannsókn hafin til þess að skera
úr, hvort málið skuli dæma að nýju. Vitna-
leiðslan byrjaði 23. þ. m. Þetta mál, sem
áður kom öllu Frakklandi í uppnám, er
nú fitjað upp á þriðju umferðinni, án þess
að vekja nokkurt verulegt athygli.
Hin nafnkunna æsingakona Louise
Michel er látin, 68 ára gömul. Hún
var almennt kölluð »rauða jómfrúin«, og
optar en einu sinni dæmd f útlegð. Hún
hafði mjög svæsnar stjórnleysingjaskoðan-
ir, en var annars mjög hjartagóð og
hjálpsöm.
Verkfall í Roubaix. Um 15,000
manns hafa tekið þátt í þvf.
Indlnnd. 40,000 manns hafa dáið úr
drepsótt (svartadauða ?) vikuna ,13.—
19. þ. m. Drepsóttin breiðist óðum út,
einkum f Fimmfljótalandinu (Pendsjab)
og í miðhéruðunum.
Afríka. Eptir ósk námaeigenda og með-
mælum Milners jarls í Suður-Afrfku hef-
ur enska stjórnin afráðið, að flytja kín-
verska verkamenn til Transvaal.
Þetta hefur vakið mikla gremju í Eng-
landi. Segja menn, að með þessu verði
þrælahald í raun og veru innleitt aptur,
þvl að Kínverjar verði fluttir inn sem
hverjir aðrir gripir, en ekki sem frjálsir
verkaménn. 26. þ. m. var haldinn ákaf-
lega stór fundurí Hydepark í Lundúnum
til þess að mótmæla þessu. 14 ræðustól-
um var slegið þar upp og áheyrendur voru
um 10 þús.
í Jóhannesborg hefur órðið vart
við svartadauða eða einhverja þessháttar
drepsótt. 60 svertingjar og 5 hvítir menn
hafa dáið.
• Aðfaranótf 22. þ. m. geisaði voðamik-
ill hvirfilbylur á eyjunni Reunion
( Indlandshafi, og gerði afarmikið tjón.
90 manns misstu lífið, mörg þúsund manns
eru húsnæðislausir; höluðborgin, Saint-
Denis er eydd. Það er hörgull bæði á
klæðum og matvælum. Frakkar hafa þeg-
ar veitt 1 miljón franka til hjálpar.
Anieríka. Sambandsþing Bandaríkjanna
hefur ályktað, að taka »terrttórí«in Ari-
zona og Nýju-Mexíkó upp í tölu sam-
bandsrfkjanna, og verður þetta 46. ríkið
í sambandinu. — Bandaríkin kváðu einn-
ig hafa ályktað, að taka þjóðveldið San
Domingo undir sína vernd, og hafa sent
herskip þangað til að koma á friði og
spekt þar í landi.
Afarmikið ofviðri geisaði í nánd við
Chicago 24. þ. m. Um 500 hús féllu og
járnbrautarlestir fuku upp af teinunum.
Allmargir menji misstu lífið eða særðust
hættulega.
Jarðskjálftar hafa orðið margir (Mexí-
k ó síðastliðna viku, og gert töluvert tjón.
Sálmasöngsbókin,
sem séra Bjarni Þorsteinsson bjó til prent-
unar f fyrra, er nú farin að útbreiðast.
Eg hef fyrir nokkru síðan eignazt eina, og
er nú búinn að skoða hana í krók og
kring. Fyrst náttúrlega skoðaði eg titil-'
blaðið, ekki samt til þess, að hafa það
til samanburðar, hvort það kynni nú að
vera það fallegasta í bókinni, eins og mér
hefur stundum dottið í hug, eptir að hafa
yfirfarið sumar bækur. Nei, eg var að
gá að því, hvort enginn væri nefndur
með séra B., sem vinnandi að verkinu
með honum. Ekki var það sjáanlegt. Þá
las eg formálann. Það var heldur ekki
á honum að sjá. Svo eg gekk úr skugga
um, að séra B. hefði einn búið bókina
að öllu leyti til prentunar. Það gekk al-
veg yfir mig, að hann skyldi ekki hafa
einhvern í ráðum með sér. Eg segi þetta
ekki af vantrausti til séra B. — En varla
gat honum dulizt, að þetta var vanda-
samt verk, sem óvíst er að allir vilji láta
sér óviðkomandi. Að gefa út kirkjusöngs-
bók, er allt annað en að gefa út eitthvert
kvæðasafn, eða sögur, sem enginn þarf að
lesa fremur en hann vill.
Kirkjusöngurinn er svo mikið atriði í
guðsþjónustugerðinni, að til hans þarf að
vanda, eins og sálmanna. En þetta hefur
ekki verið gert hér á landi, þar sem einn
maður hefur öllu um það ráðið, á hverju
tímabili, nema hvað þeir séra St. Thor-
arensen og B. Kristjánsson bættu að
nokkruúr stærstu annmörkunum einu sinni.
Það væri líka ósanngirni að ætlast til
þess, að einn maður gæti gert þetta óað-
finnanlega. Séra B. hefur heldur ekki
tekizt það, að mínu,áliti, þótt margt sé
gott hjá honum.
Hann hefur sleppt nokkrum lögum úr
fyrri útgáfunni, sem óþörfum, og þarf ekki
að telja skaða að sumum þeirra. En að
sleppa laginu: »Ó, faðir minn, eg þræll-
inn þinn«, en halda þessu: »Það verði
allt, sem vill minn guð«, held eg sé mis-
ráðið. Hið fyrnefnda mjög laglegt lag
og eiginlegt við marga sálma ( Sálma-
bókinni, en Hið síðarnefnda fremur þurt
og þunglamalegt, og margupptekið. Hend-
ingar í versunum eru, eins og kunnugt
er, 8, en lagið er að eins 4 hendingar,
hitt upptekið. Laginu: »Til þín heilagi
herra guð«, hefur hann llka sleppt.'
Eg hefði heldur viljað missa eitthvert
hinna, með þeim »hætti«. Skiptin á
lögunum: »Sæll dagur sá« og »Þú guð