Þjóðólfur - 27.05.1904, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 27.05.1904, Blaðsíða 4
88 sköruðu fram úr öðrum í jarðrækt og stein- húsabyggingum í Vestur-Barðastrandarsýslu. Pétur heitinn var ókvongaður alla æfi, en eignaðist tvö börn, sem bæði eru á lífi. Eiga þau að njóta vaxtanna af íigum hans meðan þau lifa. E. G. Hitt og þetta. Biðillinn: „Eg elska hana dóttui yð- ar og óska að giptast henni". Faðirinn: „Hvernig ern framttðarhorf- ur yðar ?“ B i ð i 1 i n n : „Agætar, það er að segja, ef þér gefið samþykki yðar“. Konan: „Góði minn, nú eru 25 ár síðan við giptumst. Eigum við ekki að halda silfurbrúðkaup ?“ M a ð u r i n n : „Eigum við ekki heldur að bfða f 5 ár enn og halda þá heldur há- tíðleg lok þrjátfuárastrfðsins ?“ „Maður minn, hvað hafið þér gert?« spurði læknir fölan og kinnfiskasoginn mann, sem kvartaði yfir því, að innýflin ætluðu aö hringsnúast innan í sér. „Eg hef svo sem ekkert gert hr. læknir", svaraði hann, „að minnsta kosti ekkert, sem vert er að tala um. Eg hef raunar drukk- ið nokkrar flöskur af Pinkhamsbitter og eina flösku af lífs-elixír. Eg hef líka tekið inn dálftið af Schweitzer-pillum, Kíninpillum og Rabarberrót, og hef guðshandarplástur á bak- inu og rafmagnsbelti utan um mittið. Eg tek einnig inn skammt af dufti fjórum sinnum á dag og Karlsbadersalt annan hvern dag, en það er lfka allt og sumt“. Thomas Higgins var óbreyttur bóndi, sem bjó skammt frá þorpi einu, er Bolas nefnd- ist og átti dóttur, Söru að nafni, sem varð en*k greifafrú. Einn af sonum Burleighs lávarðar, Henry Cecil, sem var hinn 10. greifi af Exeter, giptist fyrst Emmu Vernon, en skildi við hana árið 1791. Eptir skilnað inn, sem var í júnímánuði afréð hann að litast um eftir annari konu, sem hann gæti alið upp eptir sínum geðþótta. í júlímán- uði 1791, tveim árum áður en hann tók við greifadæminu settist hann að hjá Higgins og nefndi sig Jones og þar kynntist hann Söru dóttur hans, sem þá var óbreytt mjalta- kona. Cecil varð þegar í stað ástfanginn í henni, bað hennar, fékk jáyrði hennar og kvæntist henni 3. október sama ár. Hjóna- vígslan fór fram í litlu kirkjunni í Bolas. Hver Henry Cecil væri í raun og veru og af hvaða ættum hann væri leyndi hann sífellt fyrir öllum og jafnvel fyrir Söru konu sinni sjálfri. Menn álitu hann ríkan af því að hann keypti stóra landspildu og byggði skrautlegan sumarbústað, hinn stærsta í öllu því héraöi, sem nefndist „Villa Burleigh". Þegar hann var búinn að vera kvæntur hér um bil í tvö ár, las hann einu sinni, síðast í desember 1793 í blaði einu fregn um dauða frænda slns, gamla greifans. Hann sagði þá konu sinni, að hann þyrfti að fara til Lincholnshire í nauðsynlegum erindagerðum, en bað hana þó um, að koma með sér. Fyrst þegar þau komu auga á höfðingja- setrið sagði hann konu sinni, að það væri eign hans og að hann væri greifi af Exeter og hún, mjaltakonan, væri greifafrú. Vinnumaðurinn (með tannpfnu): „Eg verð að fara inn f bæinn og láta draga úr mér vísdómstönnina. B ó n d i n n : „Eg gef þér ekki leyfi til þess ! — Þú ert nógu heimskur samt; eg réð þig með vísdómstönnina og þú verður að hafa hana. Faðirinn (upp með sér): „Hún dóttir mín málar sólarlag. Þér vitið víst, að hún hefur lært að mála í útlöndum". Vinurinn: „Það lá nú að. Slíkt sólar- lag hef eg aldrei séð hér á landi“. Jarðræktarfélag Rvíkur. Helgi Kr. Jónsson frá Lágafelli plæg- ir fyrir félagsmenn í sumar. Þeir sem þurfa að láta plægja, geri svo vel og snúi sér til undirritaðs. Reykjavík 24. n:aí 1904. Einar Helgason. Auglýsing. Eg undirritaður, sem bef einkaútsölu á hinum alþekktu MÖllerups— „MÓtorum“ fyrir Suður- og Austurland, vil hér með sérstaklega inæla með hinum ágætu bátamótorum, sem fást með 2 „Cylinder", með fjögra hesta krapti og þar yfir. Og mega landsmenn mínir trúa því, að eg mæli ekki rneð þessum mótorum af neinum kaupmannsanda, heldur af því að mótorar frá hr. C. Möllerup eru bæði að mínu og annara áliti, sem eitthvert vit hafa á mótorum, þeir langbeztu steinolíumótorar, sem ennþá eru fáanlegir, og vil eg vinsamlegast biðja þá menn að snúa sér til mín, sem vilja fá mótora eða báta með uppsettum mótorum í. Reykjavík 17. maí 1904. Bjarni Þorkelsson, (skipasmiður). f ODÝR .■nl■lá'«l^l■|^^^'«nit'■nlJlCl^g|TIroíy^^nl<,l■lil^l•i■^^T^l■l•^liIl^n^^;^l■l«v^^^■•|•i;^í.7«7^TiiiTlT■l'«j■■^^vinl VEFNAÐARVARA, 1 1 ÖIl álnavara selzt í verzlun undirrit- aðs kaupmanns með 10 til 40°io afslœtti, Sturla Jónsson. N ýtt! Undirskrifaður, sem hefur lært í Kaupmannahöfn, opnar á morgun hárskera og rakarastofu í Kirkjustræti M 2 (beint á móti Aðalstræti). M Þórarinsson. Nokkur hús eru til sölu með góðum borgunar- skilmálum. Menn semji við cand. jur. Eggert Claessen. P f 1» Vandaður^*^ódýrastur Aðalstræti m 10. i i k Nýr glysvarningur. Ódýrt og fallegt úrval fæst í verzlun undirritaðs. Ðálítið sýnishorn í einum af búðargluggan- um að norðanverðu. B. H. Bjarnason Aðalstræti 7. Gjöldum til Fríkirkjunnar veiti eg móttöku i Þingkolts— stræti 3. Arinbj. Sveinbjarnarson. Innköllun. Hér með innkallast börn Ingibjarg- ar sál. Guðmundsdóttur frá Rauðnefs- stöðum, en síðast í Ameríku, til að taka arf eptir Þuríði Jónsdóttur frá Keldum, sem dó haustið 1898. Helli í Ásahreppi 10. maí 1904. Sig. Guðmundsson (skipaður fjárhaldsmaður). Unglingsstúlka, ekki yngri en 10 ára, óskast nú þegar. Ritstj. vísar á. Húseignin M 11 í Þingholts- stræti er til sölu. Matthias Matthíasson. Með því að Þorkell Valdimar Otte- sen kaupmaður hér í bænum hefur framselt bú sitt til skiptameðferðar sem þrotabú, er hér með samkvæmt skipta- lögum 12. apríl 1878 og opnu bréfi 4. janúar 1861 skorað á alla þá, sem telja til skuldar hjá nefndum kaup- manni, að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiptaráðandanum í Reykja- vík innan 12 mánaða frá síðustu birt- ingu þessarar auglýsingar. Skiptafundur verður haldinn á bæj- arþingsstofunni laugardaginn 4. júní næstk. á hádegi til að gera ráðstöfun um eigur búsins. Bæjarfógetinn í Reykjavík, 25. maf 1904. Halldór Daníelsson. Uppboðsauglýsing. Mánudagana 6. og 20. júní og 4. júlí á hád. verða eptir kröfu Jóhann- esar trésmiðs Jósefssonar, að undan- gengnu fjárnámi, opinber uppboð hald- in á húseign Stefáns Hannessonar á Grfmsstaðaholti, svokallað Guðjónshús, og húseignin seld á hinu 3. uppboði til lúkningar dómskuld að upphæð 242 kr. 28 a. auk vaxta og kostnaðar. Uppboðin verða haldin : 2 hin fyrstu á skrifstofu bæjarfógeta og hið 3. í húsinu sjálfu (Guðjónshúsi), og verða söluskilmálar til sýnis hér á skrifstof- unni 2 dögum fyrir 1. uppboðið. Bæjarfógetinn í Reykjavík, 25. maf 1904. Halldór Danielsson. Fyrst um sinn verða engar ræður haldnar í kapúlsku kirkjunni kl. 6 e. m. á helgum. Mynd af Jóni Sigurðssyni forseta. Pappírsstærð 23V2 X 16 þuml. Myndarstærð 14 X 11 þuml. Fæst hjá Guðm. Gamalíelssyni, og kostar að eins 1 krónu. Síðar verður hún einnig seld í einkar fögrum, en ódýrum ramma. og vasaklútailmefni — nýjasta tízku- ilmefni — ættu allir að kaupa. Jarðirnar Bárhaugseyri, Kast- hús og Landakot á Álptanesi erp til sölu. Allar jarðirnar liggja saman og í Landakoti er vænt steinhús. Semja má við Matthías Matthíasson Holti. Proclama. Hér með skal skorað á alla þá, er til skuldar telja í dánarbúi Einars snikk- ara Guðmundssonar, er andaðist að Kleifum á Selströnd 18. síðastl. jhnú- arm., að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiptaráðandanum hér í sýslu, áður en liðnir eru 6 mánuðir frá sfð- ustu (3.) birtingu auglýsingar þessarar. Skrifstofu Strandasýslu, 1. maí 1904. Marino Hafstein. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Prentsmiðja Þjóðólfs.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.