Þjóðólfur - 24.06.1904, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 24.06.1904, Blaðsíða 1
56. árg. Reykjavík, föstudaginn 24. júní 1904. Þjóðhátíd verður haldin á Landakotstúninu eins og að"undanförnu 2. ágúst 1904. Nánara auglýst síðar. í aðalnefnd þjóðhátíðarinnar. Reykjavík 22. júní 1904. Kristján Þorgrímsson. Indriði Einarsson. Hannes Hafliðason. Pétur Jónsson. Onðmundur Jakobsson. Útlendar fréttir. --o-- Kaupmannahöfn 13. júní. Austræni ófriðurinn. Um nokkra hrið hafa menn ekki vitað, hvað liði Kuro- ki’s, er hafði aðalstöð sína í Feng-hu- ang-sjeng, hefur liðið. En nú er það frétt, að hann hefur sent lið bæði í norð- ur og vestur þaðan og Rússar þoka und- an. 7. þ. m. tóku Japanar bæinn Saimaki (fyrir norðan Feng-huang-sjeng) og h. 8. bæinn Sjú-jen (fyrir vestan F.). Um þessar viðureignir eru skýrslur komnar, bæði frá Kuropatkin og Japönum. I Sjú- jen var 4000 manns af rússnesku riddara- liði, er varð að hörfa burtu eptir 6 klukku- stunda bardaga. Manntjón varð þó ekki mikið í orustu þessari. Rússar misstu 20 mannSj en Japanar 40. í orustunni við Saimaki misstu Rússar um 100 manns, en Japanar um 30. Um orustunavið Kintsjá erunúkomn- ar greinilegar skýrslur frá Japönum. Mann- tjónið hefur verið meira á hlið Japana, sem heldur er ekki að furða, því að þeir áttu ver aðstöðu, þar sem Rússar höfðu öflugt vígi þvert yfir eiðið með fjölda af fall- byssum, en Japana vantaði umsáturvélai^ og skotlið þeirra og nokkur herskip, sem lágu í Kintsjárflóanum gátu lítið hamlað upp á móti stórskotahríð Rússa. Japanska fótgönguliðið æddi því alveg óvarið gegn kúluregnintt og otaði byssustingjunum. í fyrstu atrennunni féll líka hver maður, en aðrir komu á eptir og stikluðu yfir lfk fé- laga sinna, er lágu í stórum valköstum og mynduðu að lokum jafnvel hlé fyrir skot- “m Rússa. Níu sinnum gerði fótgöngu- liðið áhlaup, þangað til því loks tókst kl. 7 um kveldið eptir 16 stunda bardaga að komast yfir á meginstöðvar Rússa á hæð- inni Nansjan fyrir sunnan bæinn, og varð þar hin ákafasta höggorusta, unz Rúss- ar urðu.að víkja fyrir ofureflinu. Eptir skýrslu Japana var manntjón þeirra: 33 foringjar og 749 liðsmenn féilu, en 100 foringjar og 3445 liðsmenn særðust. Rúss- ar hafa skýrt frá, að þeir hafi misst 30 menn fallna og 800 sára, en það kemur ekki vel heim við það, sem Japanar segja, því að þeir segjast hafa fundið yfir 500 rússnesk lfk á vígvellinum eptir bardagann og er það miklu sennilegra. Eins og áður er getið héldu Rússar svo suður til Port Arthur og eyddu landið á leið sinni til þess að tefja sem mest för Japana. Japanar hafa aðalstöð sína þar syðra fyrst um sinn í Dalni, hafa þeir ver- ið að veiða upp sprengihylki, sem Rússar hafa stráð um sjóinn þar úti fyrir, og setja þar svo ef til vill lið á land, þá er inn- siglingin er orðin örugg. Rússar munu nú staðráðnir í, að sleppa ekki Port Arthur fyr en í fulla hnefana. Kuropatkin hefur sent lið suður eptir Ljao- tungskaganum undir forustu Stackel- bergs hershöfðingja. I fyrstu fréttist, að herráð í Pétursborg undir forustu keisara hefði ákvarðað, að senda lið þetta til þess að bjarga Port Arthur og væri það gert gegn vilja Kuropatkins, en síðar hefur fregn þessi verið borin til baka og mun þá til- gangurinn með liðsendingu þessari vera sá, að koma í opna skjöldu á liði Okús og tálma því, að það nái saman við lið Kuro- ki’s í Mandsjúríinu. Nokkrar orustur hafa orðið á Ljaotungskaganum um mánaða- mótin síðustu, en ekki stórvægilegar, við Li kuon-tun, Wa-fang-tien og Tafangu. Óljósar fregnir hafa borizt um, að Jap- anar hafi átt vopnaviðskipti við Rússa skammt frá Port Arthur 5. þ. m. og næstu daga þar á eptir, og flotinn jafn- framt gert árás á bæinn. Japanar hafa alls ekki getið þessa ennþá, en Rússar þykjast hafa unnið mikinn sigur. Hafa þeir þær fregnir eptir kínverskum flótta- mönnum. Þeir segja, að Japanar hafi misst 3500 manns, Vladivostokflotinn hafi sam- einazt flotanum í Port Arthur og hafi þeir eyðilagt 4 herskip fyrir Japönum. Yfirleitt er saga þeirra ákaflega ósennileg og ómögulegt að reiða sig á hana, en þó kann sá fótur að vera fyrir henni, að ein- hver viðureign hafi orðið milli Rússa og Japana um þetta leyti, enda er það líka haft eptir kfnverskum sjómönnum, er komu til Chifu frá Port Arthur, en þeir vissu ekkert um afdrifin. Norðantil í Kóreu eru Kósakkasveitir undir forustu Rennenkamps alltaf á sveimi og gera þeir Japönum þar ýmsar skráveifur. Þeir hafa eyðilagt ritsímann þar á ýmsum stöðum og skemmt vista- forða, sem Japanar höfðu skilið þar eptir hér og þar. Frétzt hefur, að Jaþanarhafi vikið fyrir þeim burtu úr Wonsan (Gensan). Þeir munu þó naumlega vera svo margir, að þeir geti gert Japönum neitt stórtjón, enda væri þá illt fyrir Japana að hafa þá þar að baki sér. Rússar hafa einnig nokk- urt lið í Vladivostok og þar í grennd. Fregn hefur borizt um, að þetta lið ásamt Kósakkasveitunum í Kóreu væri lagt á stað vestur á bóginn til þess að koma Kuroki f opna skjöldu í Feng-huang-sjeng. Er ekki enn orðið vart við lið þetta þar um slóðir, enda mun fregnin lítt áreið- anleg. Japanar hafa gert markís Yamagata að yfirforingja yfir öllum landhernum, og er hann nú lagður á stað til herstöðvanna. Hann hafði yfirforustuna í stríðinu við Kínverja og gat sér þar mikinn orðstlr sem kænn hershöfðingi. Um viðureignirá sjó hefur ekkert frétzt — fyrir utan það, sem haft er eptir Kín- verjum og ekki er mikið á að byggja. Togo hefur skýrt frá, að rússneskur fall- byssubátur hafi rekizt á sprengihylki rétt fyrir utan höfnina á Port Arthur og sprung- ið í lopt upp. Svo virðist, sem hafnar- mynnið þar sé nú aptur orðið skipgengt, en Japanar hafa þar sffellt herskipavörð. Ritsíminn milli Kóreu og Japans hefur bilað. Hvernig það hefur atvikazt vita menn ekki enn. Sumir hafa gizkað á, að Vladivostokflotinn muni hafa skemmt hann, en annað en ágizkun er það ekki. Hann getur alveg eins vel hafa bilað af náttúr- unnar völdum. Finnlnnd. 5. þ. m. héldu 8000 finnskir verkamenn fund í Helsingfors til þess að mótmæla stjórnarástandinu. Er þetta tal- ið tákn tímanna, því að verkamannalýð- urinn hefur hingað til látið sig litlu skipta um aðfarir Rússa. Þýzkir jafnaðarmenn, sem hata Rússastjórn aföllu hjarta, höfðu jafnvel kallað hina finnsku félaga sfna „jafnaðarmenn af keisarans-náð". En nú hafa þeir rekið þessi ámæli af sér. Ung- ur maður með einkennisband bundið um sig sté fram og las upp svohljóðandi I ályktun: „Til þess að sýna, að það sé lýgi, að finnska þjóðin þoli mótmælalaust hið nú- verandi stjórnarfar, krefjumst vér: að allar ólöglegar tilskipanir verði numdar úr gildi, að alræðisvald landstjórans verði afnumið, að útlagarnir verði kallaðir heim apturog að finnska þinginu verði stefnt saman. Vér krefjumst, að félagar vorir, sem sitja í dýflizu verði lausir látnir, að meðborg- arar vorir fái aptur þau réttindi, er þeir hafa verið sviptir og fái að njóta fullkom- ins félaga- og fundafrelsis, prentfrelsis og málfrelsis". Við þessu kváðu þúsundföld ópog mið- um íneð ályktuninni áletraðri rigndi yfir múginn. En maðurinn, sem talað hafði reif þegar af sér einkennisbandið og hvarf inn í mannfjöldann og lögreglan hefur ekki getað fundið hann. I mörgum bæj- um úti um landið hafa slíkir fundir verið haldnir. Frá Armeníu berast nú fregnir um nýtt blóðbað, því að Tyrkir eru að bæla þar niður „uppreisn", en uppreisnarmenn eru þeir kallaðir, sem grípa vilja til vopna, þá er þeir sjá nánustu vandamenn sína drepna saklausa fyrir augunum á sér. Sá heitir Andranik, sem nú hefur forust- una fyrir þessum Armeningum. Hann hef- ur orðið að flýja upp í fjöllin með sína menn, en Tyrkirbrenna þorpin á láglend- inu og höggva niður jafnt konur, börn og gamalmenni. I bænum Sassún eru kon- súlar frá Frakklandi, Englandi og Rúss- landi, er skipaðir voru eptir blóðbaðið mikla 1894, en návist þeirra getur þóekki haldið Tyrkjum alvég í skefjum, og drepa þeir árlega meir og minna af saklausum Armeningum og það er varla efi á, að þeir fá skipun um það frá yfirboðurum sínum. Blóðbaðið byrjar á tilteknum tíma og hætt- ir aptur alstaðar á sama tíma. En eink- um kveður að drápunum, þegar verið er að bæla niður „uppreisnir". — Fyrir skömmu kom þetta til umræðu í franska þinginu, en utanríkisráðherrann kvaðst ekki hafa fengið nægilega áreiðanlegar M 27. upplýsingar til þess, að hann gæti tekið í taumana. Samsæri œikið gegn soldáni hefur nýlega orðið uppvíst. Nokkrir af samsær- ismönnunum hafa náðst, en aðalforsprakk- inn Dsjellal Eddin p.asja komstund- an til Ungverjalands. 11. þ. m. var ár liðið frá konungsmorð- inu í Serbíu. Halda átti ýms hátíðahöld til minningar um þann atburð, en úr þvf varð þó ekki, því að stjórnin bannaði það. Frakkland. 6. þ. m. flóði fljótið Dives upp yfir bakka sína eptir ákaflega miklar rigningar og gerði mikið tjón, einkum 1 bænum M a m e r s; nokkur hluti hans skol- aðist alveg burtu og margir menn drukkn- uðu. í Rúðuborg í Normandíi eru mikil hátíðahöld um þetta leyti (byrjuðu 7. þ. m.) til minningar um Göngu-Hrólf og ból- festu Norðmanna þar í landi. Friðarfélag fránska þingsins hefur boðið þingmönnum frá Norðurlöndum til París- arborgar í nóvembermánuði. Eptir því, er dr. Georg Brandes ritar í Politiken mun heimboðið einnig eiga að ná til ís- lenzkra þingmanna. 3. þ. m. voru 100 ár liðin frá fæðingu hins alkunna fríverzlunarpostula, Ric- hard Cobden. í minningu þess var haldin fjölmenn hátíð og stórfengileg I Lundúnum þann dag undir forsæti Camp- bell-Bannermanns. Vegna þess, hvaðtoll- málið er núofarlega ádagskráí Englandi, snerust ræður manna meir um tollmála- pólitík stjórnarinnar og Chamberlains, heldur en afrek Cobdens, og einkum varð Chamberlain fyrir hörðum árásum. Prófessor Meissner, sem getið var að horfið hefði á brúðkaupsdag sinn fyrir nokkru og ætlað var að hefði fyrirfarið sér, er nú fundinn aptur heill á húfi. Unn- usta hans fór að leita hans og fann hann loks í París og var síðan efnt til brúð- kaups í annað sinn. Háskólinn 1 T o k i o ásamt nokkrum hluta af aðsetri flotamálastjórnarinnar brann til kaldra kola 4. þ. m. Ónóg varðgæzla. Strokinn sökudölgur. Hinn 14. þ. m. var skipstjóri (H. Bask- comb) á ensku botnvörpuskipi (»Carry Anna« frá Grimsby) höndlaður suður i Keflavík af sýslumanninum í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Hafði hann opt verið að veiðum í landhelgi f Leirusjó, og voru að því mörg vitni, en skipstjóri þrætti fyrir ei að síður, þrátt fyrir það, þótt »Hekla« staðfesti vitnisburðinn með mæl- ingu þar suður frá, daginn eptir að skip- stjóri var tekinn. Svo hafði Hekla skipið með sér inn í Hafnarfjörð, en svo er að sjá, sem hún hafi þá talið ætlunarverki sínu lokið, og mætti y&rmönnum hennar þó vel vera kunnugt um, að hér vantar

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.