Þjóðólfur - 24.06.1904, Síða 2
io6
gersamlega öll tök á því, að gæta þess-
ara sökudólga, svo að þeir sleppi ekki,
eins og reynslan hefur sýnt. Er mælt að
sýslumaður hafi farið fram á, að fá 2
varðmenn af Heklu til gæzlu á skip-
inu, meðan það var í haldi, en það ekki
fengizt. Og ekki hafði vélameistarinn á
Heklu fengizt til að taka stykki úr gufu-
vél skipsíns til þess að hindra, að það
gæti sloppið, eins og altltt kvað þóvera,
að gert sé, og áhættulaust var í þetta
skipti á jafngóðri höfn sem Hafnarfirði,
enda á ábyrgð sýslumannsins. Hafði
hann dæmt skipstjóra í 100 pd. (1800 kr.)
sekt og afla og veiðarfæri upptæk, en
skipið var hlaðið fiski, og búið til heim-
ferðar. Var þetta þvl fengur mikill, en
það varð minna úr því happinu. Skip-
stjóri áfrýjaði dómnum, hélt því stöðugt
fram, að hann væri saklaus, og svo er að
sjá, sem yfirmaðurinn á enska herskipinu
Bellona hafi verið á sömu skoðun, og
dregið allmjög taum skipstjóra. Gerði
hann boð eptir honum hingað inn eptir
á laugardaginn var, en hvað þeim hefur
farið á milli, vita menn ekki, en morg-
uninn eptir var skipstjóri horfinn, og þá
á sunnudagsnóttina strauk skip hans úr
Hafnarfirði. Hafði sýslumaður sett 4
menn íslenzka til varðgæzlu á skipinu, en
slík gæzla óvopnaðra manna hefur auð-
vitað lítið að þýða. Hafði stýrimaður
fengið landgönguleyfi á laugardagskveld-
ið, og kom aptur út um nóttina á stol-
inni kænu, en lét þá þegar kynda undir
gufukatlinum, og hélt á stað, en rak varð-
mennina íslenzku niður í kænuna, og
þorðu þeir ekki annað en fara, enda verju-
lausir. Komust þeir að landi nálægt
Hvaleyri, vöktu upp sýslumann um kl. 4
um nóttina, og sögðu honum sínar farir
ekki sléttar. En hann brá þegar við og hélt
fótgangandi til Reykjavíkur um nóttina.
En þá var skipstjóri héðán bak og burt
og »Hekla« sömuleiðis, þvf að hún þurfti
að vera komin til Færeyja um 22. þ. m.,
til að handsama þar póstinn úr »Ceres«,
að því er mælt er. Og þetta hafa sjálf-
sagt einhverjir þefað uppi, komizt að því,
að Heklu væri ekki að óttast næstu daga,
þótt skipstjóri stryki með skip og allt
saman undan réttmætri hegningu, en þeg-
ar hann væri kominn heilu og höldnu
til Englands væri öllu borgið, enda má
ganga að því vísu, að engin rétting fáist
þessara mála, úr því piltur slapp svona
laglega.
Vér fáum ekki betur séð, en að hlut-
verk varðskipsins sé ekki að eins að
handsama sökudólgana, heldur einnig að
sjá um, að þeir sleppi ekki áður en
sektadómnum er fullnægt, enda væri það
útlátalítið fyrir varðskipið að gæta þess,
setja t. d. 1 eða 2 vopnaða menn í botn-
vörpuskipin, meðan þau eru í haldi. En
auðvitað væri heppilegast og fer að verða
brýn nauðsyn fyrir oss, að hafa dálítinn
flokk manna (t. d. 10—20) æfðan við
vopnaburð, er taka mætti til varðgæzlu á
handsömuð botnvörpuskip og svo til
annars. Betra hjá sjálfum sér að taka
en sinn bróður að biðja.
Frá Höfn.
ÍO. HugleiOIngar um sjónlelka
i Vík og Höfn.
H.
(Síðari kafli).
»Hvernig skemmtirðu þérí leikhús-
inu?« — Þannig spyr sá venjulega, er
heima situr; því flestir fara í leikhúsið til
þess að skemmta sér. »Góð skemmt-
un er góð, ef hún er góðUeins ogprest-
urinn sagði sællar minningar; sumir fara
í leikhúsið til þess að sýna sig og sjá
aðra, til þess að koma á mannamót, til
þess að hlæja o. s. frv.
En hversu margir þreytast ekki á þvl,
að sjá sjónleika, þegar til lengdar lætur
og hætta að fara til annars — en að
hlæja! jGamanleikarinn einn skapar;
hinir túlka tungu skáldsins.
En hvers vegna fer sá, sem vill njóta
skáldskaparins og sjá djúp þeirra
s á 1 n a, er skáldið vildi sýna, fremur heim
til sín og les leikritið, ení leikhúsið
og sér það ? Og hvers vegna sýnir »stat-
istiken«, að rúmir tveir þriðjungar þeirra,
er í leikhús koma, eru konur?
Það er margt, sem þessu veldur.
Flest leikhúseru peningafyrirtæki
einstakra manna. Önnur leikhús, sem
kostuð eru að nokkru leyti af almannafé,
taka einnig en þó minna tillit til þessa í
leikritavali sínu — með öðrum orðum:
Það er fjöldinn, almenningssmekkur, sem
ræður valinu; en eins og kunnugt er, er
»almenningur« til margs annars betur fall-
inn, en að dæma um skáldskap. Þegar
þar við bætist, að rúmir tveir þriðjungar
þess »almennings«, sem dæmir er kvenn-
fólk, fer það að verða skiljanlegra, hvers
vegna mikill hluti þeirra leikrita, sem
leikin eru, eru hreinasta rusl.
Þetta hefur einnig ahrif á höfund-
ana sjálfa, þegar æskufjörið og ástin
á skáldskapnum er farin að þverra og
peningasóttin grípur þá. Margir þeirra
hætta þá að reyna að sýna lífsins sann-
indi á sviðinu, en skrifa það, sem þeir
fyrirfram geta farið nær um, að fellur 1
smekk almennings, sem borgar.
Enn er það,'að hver og einn, sem séð
hefur leikrit á sviði, er hann áður hefur
lesið, getursjálfur borið um, að^skálds-
ins valdi er þá opt og einatt
lokið. Það ber opt við, að »góðir«
leikarar fá lítið hlutverk, sem höfundur-
inn að eins setti til þess að »lífga« leik-
inn, eða til þess að úr leiknum yrði sú
heild, er líktist Kfinu — því margra hlut-
verk eða »rulla« í lífinu virðist einatt
næsta lítil — en þessi litlu hlutverk geta
orðið að »merg málsins« fyrir augum á-
horfandans, ef leikarinn misbrúkar það
vald, er hann veit, að hann hefur yfir
áhorfendunum. Jafnvæginu er raskað.
Þetta á vitanlega »instruktörinn« að hindra,
en þegar á sviðið er komið vill einatt
hver leikarinn sínum tota fram ota og
vekja athyglina á sér. — Auk þessa fara
margar djúpsæustu, og beztu setningar
skáldsins fyrir ofan garð og neðan áhorf-
andann t. d. í Ibsens leikritum, þvf það
þarf tfma til að melta þær, stundum miklu
lengri tíma, en áhorfandi hefur, ef hann
á að geta fylgt því, sem á eptir fer.
Satt að segja finnst mér eg í huga mín-
um »leika« miklu betur persónur höfund-
arins, en leikarinn á sviðinu — að frá-
skildum gamanleikaranum; að eg ekki
nefni hínn »ytri« búning, leiktjöldin.
Það er vitanlega betra að sjá tré vel mál-
að á lérepti, standa á leiksviðinu, en t.
d. hvítan dúk áritaðan: Þetta á að vera
tré! — en hversu afarlangt stendur ekki
þetta hvorttvéggja undir þeirri mynd, sem
lesandinn gerir sér í huga sínum aftrénu
eða sviðinu, meðan hann les leikritið í
næði heima hjá sér!
Þá er tímalengdin. Hver getur
sagt sér fyrirfram, að hann endist til að
horfa á sjónleik í þrjá klukkutíma í senn.
Þá er hægara að leggja frá sér bókina,
þegar maður er orðinn þreyttur á lestr-
inum og lesa áframhaldið síðar, en að
hverfa þreyttur úr leikhúsinu og sjá áfram-
haldið síðar.
Enn er hávaðinn, pískur, hiti, loptleysi
o. s. frv. leikhúsinu samfara. — —
— Samt sem áður verða sjónleikar, sýnd-
ir á sviði, um aldur og æfi mikil og rík
menningarlind þjóðanna. -Lífsins sannindi,
sál mannsins, tilfinningar hans og ástríð-
ur verða hvergi betur skýrðar fyrir fjölda
mannanna, en einmitt þar. Margir sjá
og fást þar til að hugsa um það sama,
sem þeim annars hvorki dytti í hug að
lesa eða nokkru sinni fengjust á annan
hátt til að hugsa um — afþví að þeir
skemmta sér í leikhúsinu.
Juvenis.
„Banka-kveisa“
og
„endurskoðunarfeber14.
Kunninginn hérna yið Austurvöll hefur
eins og fyrrum við lögfræðisnám sitt, al-
veg gefið sig »upp á gat« að leysa úr
verkefni því, er Þjóðólfur fékk honum í
hendur að spreyta sig á 3. þ. m., því að
eptir 3 vikna umhugsunartíma hefur pilt-
urinn loks marið það af, að bögglast eitt-
hvað við að verja eitt einasta atriði af 8
— segi og skrifa átta — sakargiptum, er
hann hafði borið nýju stjórninni á brýn,
og Þjóðólfur hafði rekið jafnharðan ofan
í hann aptur með órækum rökum, lið
fyrir lið.
Þetta eina, sem pilturinn þykist ekki
ætla að kyngja, er það, hvers vegna Páll
Briem varð ekki eini bankastjórinn við
hlutabankann með Schou. Hann þykist
ætla að standa á því fastara en fótunum,
að það hafi verið vegna þess, að ráðherr-
ann hafi í heimildarleysi rifið upp bréf
til P. Br., þar sem honum var boðin
bankastjórastaðan. Og svo hafi hann
stungið bréfinu á sig, og farið með það
til Hafnar, og P. Br. aldrei fengið að sjá
það. Það er hvorki meira né minna, en
að þessi virðulegi náungi sakar ráð-
herrann um bréfaþjófnað, eða því sem
næst. Það má ekki minna kosta. Og
þetta er sannanlegt, sannanlegt,
hrópar náungi þessi hvað eptir annað.
En honum hefur gleymzt að færasönn-
ur á eitt. Hvernig stóð á því, að bréf
þetta komst í hendur ráðherrans? Og
hversvegna var Schou, sjálfum bankastjór-
anum ekki falið það til fyrirgreiðslu, falið
að koma því til Páls ? Hvað skyldi það
hafa átt að gera til ráðherrans? Geti
spekingurinn við Austurvöll ekki botnað
f því, eins og fleiru, þá mætti t. d. benda
honum á, að »líkur« séu fyrir þvf, að
bréfið hafi beinlínis verið sent ráðherr-
anum til umsagnar, sem æzta stjórnanda
landsins og formanni bankaráðsins, til
umsagnar um það, hvort hann áliti Pál
Briem færan um að vera hinn eini fram-
kvæmdarstjóri bankans með Schou, eða
ekki. Ódæðið, sem ráðherrann hefur gert
sig sekan í, yrði þá það, að hann hefur talið
hr. Sighvat Bjarnason, sem alkunnan og
alreyndan bankamann, færari um að hafa
á hendi þessa stöðu, en amtmanninn, og
munu flestir verða á sama máli um það,
nema nýí krossberinn og P. Br. sjálf-
ur, er vitanlega þykist bera fullt skyn
á alla hluti milli himins og jarðar, og
naumast þekkir nein takmörk þekkingar
sinnar. En þau þekkja aðrir miklu betur,
því að þau sjást svo Ijómandí vel í flestu
eða öllu, sem hann ritar. Án þess að
bera amtmanni á brýn meiri þekkingar-
skort á bankamálum eða í fjármálafræði,
en ýmsu öðru, þá hyggjum vér, að það
hafi verið mjög heppilega ráðið af ráð-
herranum, að setja hann ekki í þann
vanda, heldur láta hann verða lögfráeði-
legan ráðanaut bankáns, þvf að til þess
mun hann allvel fær, og af því embætti
er hann fullsæmdur, enda gerði sig mjög
ánægðan með það að sögn. Er og amt-
manni það engin hneysa, þótt Sighv.
Bjarnason sé talinn honum leiknari og
betur að sér í bankamálum. Hér var því
vel ráðið fyrir bankans hönd, og ætti ráð-
herrann sízt að verða fyrir illyrðum og
getsökum af blutabankavinum fyrir þá
ráðstöfun. En auðvitað kemur kvefið og
hóstinn af því, að Valtýingum svíður það
svo sárt, að klfkan þeirra varð ekki öld-
ungis einráð yfir bankanum. Því svellur
þeim nú grimmdarmóður í særðu hjarta.
Af því stafar þessi viðvarandi og kvala-
fulla »bankakveisa« í »gamla manninum«r
svo að hann getur ekki af sér borið, og
hefur sárlitla rænu með köflum. I óráð-
inu, sem á hann kemur, sér hann og
stundum hinar herfilegustu ofsjónir, eins
og t. d. um daginn, þegar hann fór að
rugla um það, að starfsmenn hlutabank-
ans vildu ekki taka seðla landsbankans í
skiptum. Reyndar var honum bent á, að
þetta hefði verið tóm vitleysa og hugar-
burður hjá honum, en hann átti gróflega
erfitt með að átta sig á því og vitkast
svo, að hann sæi sjálfur vitleysuna, þótt
hann klóraði að lokum yfir hana með
miklum útúrdúrum og málalengingum.
Það getur vel verið, að Þjóðólfur verði
eptirleiðis svo hugulsamur, að gefa sjúk-
lingnum nokkrar verk- og vindeyðandi
pillur við og við, gegn þessari óþægilegu
bankakveisu hans. Sjálfsagt verður erfitt
að koma þeim ofan í hann, en ofan f
hann skulu þær, hvernig sem hann spyrnir
og spriklar á móti, því að Þjóðólfur hef-
ur allmikla æfingu í að koma ýmsu ofan
í þann náunga, svo að allur almenningur
sjái, að hann hafi kyngt þvl, og það
skiptir mestu, þótt hann sjálfur kannist
aldrei við það.
Auk þessarar bankakveisu Alberti-riddar-
ans, hyggja menn, að hann þjáist af sótt
nokkurri, eða óhægindum, er menn hafa
skírt »endur-skoðunar-feber«, og kvað
standa í sambandi við bankakveisuna,
því að það er altalað hér um bæinn,
að hann hafi gert sér og geri sér
enn vissar vonir um að krækja í ann-
að endurskoðunarembættið við hlutabank-
ann, það embættið, er hluthafa skipa.
Nú, það er ekkert óeðlilegt, að hann vilji
fá eitthvert »bein« pilturinn, þykist víst
hafa til matarins unnið, ekki síður en
aðrir. En eitthvert kvis hefur komizt á
um það, að það sé harla hæpið, að þess-
ar »bankavonir« mannsins rætist, þeir
þarna ytra séu ekki svo ýkja hrifnir af
persónunni, og vilji helzt vera lausir við
að láta hann vera að káfa með kámug-
um fingrunum á bókum bankans. Ja, þá
verður gaman að sjá framan í piltinn,
þegar þær vonir bregðast. Þá verður
líklega blásið duglega. En þótt vindur
sá verði sjálfsagt harla mikill, þá mun
ráðherrann naumast fjúka langt fyrir því
blfstri. Hann situr alveg jafnfastur í
sessi fyrir það, þótt náunginn sé að blása
þetta og blása og belgja sig upp. Þjóðin
hlær að því og þingið »hundsar« það, af
því að blásturinn er á engu viti byggð-
ur, enn sem komið er, að eins sprottinn
af óstjórnlegri úlfúðarlöngun, svíðandi
valdavonbrigðum og ískrandi gremju yfir
gömlum og nýjum hrakförum.
En það veitir sjálfsagt ekki af þyí, að
»antifebrin« sé haft á reiðum höndum, ef
»endurskoðunarfeber« gamla mannsins
snýst upp í óráð, eins og hætt er við, ef
þessar vonir bregðast einnig. Þjóðólfur
er vís til að gefa honum inn einn eða
tvo skammta um það leyti, er harðasta
hviðan stendur yfir.
Sjónleikur
sá, er stúdentafélagið gekkst fyrir að
leika til ágóða fyrir Jónasar Hallgríms-
sonar sjóðinn, hefur verið leikinn hér
næstliðna viku, og síðast á sunnudaginn
var. Var leikur þessi jafnan vel sóttur,
enda er hann hinn skemmtilegasti, lýsir
vel lífsgleðinni rneðal hinna ungu stúd-
enta í Heidelberg, í fögrum Neckardal,
en jafnframt alvöru lífsins og mótlæti og
breytingum tímans. Höfuðefni leiksins