Þjóðólfur - 02.09.1904, Side 3

Þjóðólfur - 02.09.1904, Side 3
i5i Heimsins fullkomnustu fjaðraorgel | og ódýrustu eptir gæðum, fást hjá undirrituðum frá: Mason & Hamlin C°., Yocalion Organ C°., W. W. Kimball O., Cable O., Beethoren Organ O. og Cornish & O. Til dæmis má taka: 1. Orgel úr hnottre', sterkt og vel gert, 45V2” á lengd, 22” á þykkt, með 5 áttundum, tvöföldu hljóði (122 fjöðrum) áttundatengslum („kúplum"), 10 hljóðfjölgunum, kostar hjá mér komið til Kaupmannahafnar 150 kr. 2. Stofuargel úr hnottré, mjög laglegt, með háu baki og stórum, slípuðum spegli í, 3 al. á hæð, 45V2” á breidd og 22” á þykkt, með 5 áttundum, 159 fjöðrum, áttundatengslum, Vox humana, 13 hljóðQölgunum, kostar hjá mér á sama stað 200 kr. 3. Kapelluorgel úr hnottré, mjög sterkt og fall- egt, 48V3” á lengd, 24” á þykkt, með 5 áttundum, 318 fjöðrum, áttundatengslum, Subbas (13 fjaðrir) Voxhumana, 17 hljóðfjölgunum, kostar hjá mér á sama stað 350 k r. í ofangreindu verði orgelanna er innifalinn flutningskostnaður til Kaupm.hafnar og umbúðir. Til samanburðar leyfi eg mér að setja hér verð á hinum allra Iíkustu orgel- um frá K. A. Andersson í Stokkhólmi, samkvæmt þessa árs verðlista verksmiðjunn- ar og leiðbeining umboðsmanns hennar hér á landi: 1. Orgel úr „ekimitation", fremur viðagrannt, 38” á lengd. 19” á þykkt, með 5 áttundum, 122 fjöðrum, áttunda- tengslum, 8 hljóðfjölgunum, kostar dn umbúda í Stokkhólmi 20J kr. 2. Stofu- orgel úr „imiterad valnöt", snoturt, 65” á hæð, 42” á beidd, 19” á þykkt, með 5 áttundum, 159 fjöðrum, áttundatengslum, 12 hljóðfjölgunum, kostar dn umbúSa í Stokkhólmi joo kr. 3. Salonorgel úr „imiterad valnöt", fallegt, 46” á lengd, 22” á þykkt, með 5 áttundum, 305 fjöðrum, áttundatengslum, Vox humana, 17 hljóð- fjölgunum kostar án utnbúða í Stokkhólmi J2J kr. — Mjög svipað þessu mun verð- listaverð á orgelum J. P. Nyström’s í Karlstad vexa. Þessi þrjú ofangreindu orgel, sem eg sel, eru frá hinni frægustu hljóð- færaverksmiðju í Bandaríkjunum, sem, auk fjölda fyrsta flokks verðlauna, fékk alltahœstu verðlaun á heimssýningunni í Chicago 1893, og sel eg öll önnur hljóð- færi hennar tiltölulega jafnódýrt. — Kirkjuhljóðfæri, bæði fjaðraorgel, með „túb- um" og án þeirra, og pípnaorgel af allri stærð og gerð; sömuleiðis fortepiano og Flygel sel eg einnig miklu ódýrara eptir gæðum, en nokkur annar hér á landi. Verðlista með myndum og allar upplýsingar fær hver sem óskar. Andvirði hljóðfæranna þarf að fylgja hverri pöntun til mín. Flutning frá Kaupmannahöfn borgar kaupandi við móttöku. Einkaumboðsmaður félagsins hér á landi: Þorsteinn Arnljótsson, Sauðanesi. j Til neytenda hms ekta Kína-lífs-elixírs. Með því að hinar gömlu birgðir eru fyrir löngu uppseldar, eru nýjar komnar í staðinn. Vegna hinnar miklu tollhækkunar hef eg orðið að hækka verðið upp í 2 kr. hverja ji'ósku. Elixírinn verður neytendunum samt ekki dýrari en áður, þar eð mér hefur heppnazt með nýjum vélum að ná miklu kröptugri safa úr jurtunum, svo að ein flaska nú jafngildir hér um bil tveimur áður, eins og hver maður mun geta sann- færzt úm með því að reyna það. Elixírinn fæst í Reykjavík hjá H. Th. A. Tliomsen, J. P. T. Bryde, J. Zimsen, Jóni Þórðarsyni, Benedikt Stefánssj'ni, Ondm. Olsen. Kjöbenhavn V, í ágúst 1904. Waldemar Petersen. Nyvej 16. hans, að vita af honum hér í bænum. Þvf myndu fáir trúa, að B. væri svo vesall á sál og líkama, að hann þyldi ekki að sjá vin sinn; en það hafa eptirtektasamir menn sagt, að karl sé ekki ýkja upplitsdjarfur eða frjálsmannlegur á svipinn, er hann sérJLárus sýslumann, og virðist þá helzt viíja skríða (S ^ ofan í jörðina. Ojæja. Kennit hvað sín! Það verður annars gaman að sjá uppgerð- arrembinginn í B. J. á moigun, þegar hann neyðist til að birta málshöfðanir sýslumanns gegn honum, eins og hann hlýtur að gera þá, nema hann vilji heldur verða dæmdur til þess. Skyldi ekki hafa verið hyggilegra fyrir hann að þegja um þetta á laugardag- inn var? — Þess skal getið, að Lárus sýslu- maður hefur ekki sótt um gjafsókn í nein- um þessum málum, sem honum hefði þó verið innan handar að fá veitta, fyrir illyrði um hann sem embættismann. Mannalht. Ur Húnavatnssýslu er skrifað 12. f. m.: »KrankfeI!t var víða fltanan af sumr- inu, og hata menn dáið nokkrir, þeirra á meðal þrfr bændur: Guðmann Árnason í Krossanesi„á Vatnsnesi, um áttrætt, mjög gildur bóndi, hygginn maður og hagsýnn. Teitur Björnsson bóndi á Kringlu á Ásum, maður á fimmtugsaldri, dugleg- ur bóndi og vel í efnum, og svo nýlega Guðmundur Jónasson bóndi á Ási í Vatnsdal. Hann var á sjötugsaldri og vel látinn, enda bezti drengur. Faðir Guðmundar, Jónas, fyrrum bóndi í Ási, lifir enn, hátt á níræðisaldri, og er hinn ernasti. Áður í vor í maí lézt á Sveinsstöðum í Þingi Björn Daníelsson, efnilegur maður, rúml. tvítugur að aldri. Hann var sonur Daníels heit. bónda á Kolugili í Víðidal. Björn heit. var vel gefinn mað- ur og duglegur, og höfðu allir mikið traust á því, að hann yrði hinn nýtasti maður. Er það illt, að missa slíka menn á svo ungum aldri«. Hinn 2. f. m. dó Árni Pétursson kaupmaður á Akureyri, rúmlega fertugur að aldri (f. 1862). Hann var sonur Pét- urs á Oddsstöðum á Sléttu Jakobssonar dannebrogsmanns á Breiðumýri Péturs- sonar og Margrétar Hálfdanardóttur Ein- arssonar prests á Sauðanesi Árnasonar. Árni kaupm. var sagður dugnaðarmaður og drengur góður, var lengi mjög heilsu- Iftill. ___________ Heiðursg j aflr úr styrktarsjóði Kristjáns konungs 9. hafa fengið: 4 Guðmundur ísleifsson bóndi á Stóru-Háeyri og Kristján Tómasson hreppstjóri á Þorbergsstöðum 140 kr. hvor fyrir fram- úrskarandi framkvæmdir f jarða- og húsa- bótum. Veitt lseknishéraO. Mýrdalshérað er veitt 23. f. m. Stefáni Gíslasyni lækni f Hróarstunguhéraði. Settur kennarl við lærða skólann (i 5. kennaraembætt- ið) frá 1. okt. næstk. er Sigurður Thor- oddsen lands-verkfræðingur. Laust lœknisembœtti er Hróarstungulæknishérað. Árslaun 1500 kr. Sá er embætti þetta fær er skyldur til að setjast að á Stóra-Steins- vaði, Litla-Steinsvaði eða Ekru. Umsókn- arfrestur til 7. nóv. Til sama tfma er umsóknarfrestur um sýslumannsembættið í Skaptafellssýslu. „Hólar“ komu norðan um land og austan að kveldi 30. f. m. með allmarga farþega, þar á meðal voru: Þórh. Bjarnarson lektor og frú hans með syni þeirra, séra Jón próf. Jónsson á Stafafelli, Ólafur Thor- lacius læknir á Búlandsnesi og tengda- móðir hans, ekkjufrú Sigrlður Eggerz, frú María Thoroddsen, frú Stefanía Þorvarð- ardóttir frá Vopnafirði kona Ólafs Da- víðssonar bankabókara með börn þeirra hjóna, Ólafur Oddsson Ijósmyndari, Sig. Sigurðsson barnakennari, Ásgrímur Magn- ússon og Sigurður Eiríksson stórstúkuum- boðsmenn, Hansen konsúll frá Seyðisfirði, tvær dætur séra Péturs Jónssonar á Kálfa- fellsstað Jóhanna og Jarþrúður m. fl. AflabrögO voru mjög góð á Austfjörðum, er »Hól- ar« fóru þar um nú og síld töluverð. Ur Breiðdal er skrifað 24. f. m.: »Gras er mikið, nýting hin bezta og landburður af fiski, enda blíðviðri á hverjum degi«. Af Norðurlandi er og sögð bezta tíð til heyskapar. „Ceres“ fór til útlanda 27. f. m. með fjölda farþega (um 160 að sögn). Með henni fór ráðherrann Hannes Haf- steinn og dr. Finnur Jónsson prófessor með frú sinni, frk. Þóra Magnússon og frk. Kristín Thoroddsen, báðar til Skot- lands. Til Hafnar fór fjöldi stúdenta. „Laura“ fór héðan vestur og norður um land áleiðis til útlanda 28. f. m. Meðal far- þega með henni voru: Benedikt próf. Kristjánsson á Grenjaðarstað með írú sinni, Stefán Gudjohnsen verzlunarstjóri á Húsavík með frú sinni, prestsfrú Sigríður Sæmundsson frá Akureyri með 2 börn sín, Guðm. Sveinbjömsson cand. jur. til Sauðárkróks, Pétur J. Thorsteinsson kaupm. og Ásgrímur Jónsson málari til Bíldudals, Guðm. Jónasson kaupm. frá Skarðstöð o. fl. Um rsefllsháttinn í »ísafold« verður mönnum harla tíð- rætt um þessar mundir. Ritstj. kvað sár- langa til að leggja kandídatnum sínum Jóni Jenssyni eitthvert liðsyrði, en þorir það ekki fyrirsitt líf, afþví að hannþor- ir ekki að styggja Guðmund lækni, og hyggur lfka að það verði honum tií kjör- fylgis, ef hann fer eitthvað að færa að honum. »ísafold« hefur svo opt brennt sig á því, að liggja með kandídatinn sinn við kosningar, að hún er loks alveg gugn- uð. Én menn skopast ótæpt að heigul- skap blaðsins og aumingjahætti, og segja að slæmur hljóti málstaður Jóns að vera, úr því að jafnvel ekki Ísafoldar-Björn fá- ist til að mæla með manninum til þing- setu. Og svo draga menn þá félaga sund- ur í háðinu, og segja að Björn ætli að gangast fyrir pólitisku greptrunargildi Jóns á nýjan leik að afloknum kosningum, og þar muni hinir »sameinuðu« kveðja Jón í síðasta sinn, vonlausir um, að hann muni nokkurntíma rísa upp aptur. Og þar kvað Björn ætla að halda stóra póli- tiska líkræðu yfir vini sínum, óska honum góðrar hvíldar, og biðja hann fyrirgefn- ingar á því, að hann heyktist á þvf að draga taum hans í kosningabaráttunni. Og svo verður Jón látinn sitja eptir með sárt ennið og enginn minnist hans fram- ar. Margt er manna bölið. Boröstefuborð og boröstofu- stólar úr eik, eru til sölu með góðu verði hjá rektor Birni M- Ólsen. Ágætur, þurkaður UPSI fæst í verzl. „Liverpool“. Smyk Eders Hjem om Yinteren og Eders Haver til Vaaren med Haarlemer Blomsterlög. Mod Postanvisning paa Kr. 6—sender vi franco over hele Danmark 30 Hya- cinther for Glas, eller 40 for Krukker, eller 50 for Haven, eller 150 fine Tulipaner sorteret for Krukker og Have, eller 200 meget fine Havetulipaner blandet etler en Kollektion for Værelser paa 120 Stk., eller en Kollektion for Have paa 225 Stk., eller en Kollektion for Væ- relse og Have paa 190 Stk. (indehol- dende et prægtigt Udvalg af Hya- cinther, Tulipaner, Narzisser, Crocees, Scilla, Sneklokker etc.). Vor rigt illustrerede og med mange Kulturanvisninger forsynede Hoved- katalog tilsendes paa Forlangende franco. BlomsterlöghusetHuister Duin (A. K). Direktör Wilh. Tappenbeck. Noordvvijk iy Haarlem (Holland). (8« og vasaklútailmefni — nýjasta tízku- ilmefni — ættu allir að kaupa. Uppboðsauglýsing. Húsið nr. 6 í Ingólfsstræti með til- heyrandi lóð, eign þrotabús Þ. V. Ottesens kaupmanns, verður samkvæmt ályktun á skiptafundi 12. þ. m. boðið upp á 3 uppboðum, sem haldin verða 29. þ. m. 12. og 26. n. m. á hád., tvö hin fyrri á skrifstofu bæjarfógeta, hið síðasta í fyrnefndu húsi, og selt á 3. uppboðinu, ef viðunanlegt boð fæst. Uppboðsskilmálar, veðbókarvottorð og aðrar upplýsingar um húseignina verða til sýnis, eða látnar í té hér á skrifstofunni degi fyrir 1. uppboðið. Bæjarfógetinn í Reykjavík, 16. ágúst 1904, Halldór Daníelsson, Proclama. Samkvæmt lögum 13. apr. 1894 og opnu bréfi 4. jan. 1861, er hér með skorað á alla þá, er til skuldar telja í þrotabúi Guðjóns Jóhannssonar frá Hofi í Hjaltadal, er fór héðan af landi burt í fyrra, að koma fram með kröfur sín- ar og sanna þær fyrir undirrituðum skiptaráðanda innan 6 mánaða frá síð- ustu birtingu þessarar auglýsingar. Skrifstofu Skagafjarðarsýslu 9. ág. 1904, G. Björnsson settur.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.