Þjóðólfur - 02.09.1904, Page 4

Þjóðólfur - 02.09.1904, Page 4
152 Barnaskólinn. Þeir, sem ætla sér að láta börn sín ganga í barnaskóla Reykjavíkur næsta vetur og greiða fyrir þau fullt skóla- gjald, eru beðnir að gefa sig sem fyrst fram við skólastjórann. Þeir, sem ætla sér að beiðast eptirgjafar á kennslu- eyri, verða að hafa sótt um hana til bæjarstjórnarinnar fyrir 15. þ. mán.; þurfamannabörn fá kauplausa kennslu, en þeir, sem að þeim standa, verða að gefa sig fram við bæjarfógetann innan nefnds dags. Framhaldsbekkur, með íslenzku, dönsku, ensku, reikningi og teikningu sem aðal-námsgreinum, verður að sjálfsögðu stofnaður, ef nógu margir unglingar sækja um hann. Reykjavík, 1. sept. 1904, Skölanefndin. Gefið þessu gaum I Glaður og hreifur skyldi gumna hver, unz sinn bíður bana, er oss kennt f Hávamálum, og vissulega er lífsregla þessi holl og góð, eins og margt ann- að þaðan, en allir geta ekki hlýtt henni. Hvernig geta sjúklingarnir það, er þjást af sárum kvölum f Þeir eru margir og eymd þeirra mikil, enginn heyrir stunur þeirra eða sér þau tár, sem þeir fella í kyrþey. Þeir geta aldrei eignast gleðina, — gleðina ríku og björtu, sem heilbrigðir menn geta svo opt notið, og svo er fátæktin opt- ast þeirra fylgikona, þeir eru því rétt- nefnd olnbogabörn hamingjunnar. Þér, sem komizt við af bágindum þeirra, látið hönd fylgja hjarta og kaupið lotteriseðla þá, sem Kvennfélagið sel- ur á Thorvaldsens-bazarnum í Austur- stræti M 6. Skiptafundir í þrotabúi Garðarsfélagsins hér í bæn- nm verða haldnir hér á skrifstofunni laugardagana 1. október og 5. nóvem- ber næstkomandi kl. 12 á hádegi. Á fyrri fundinum verður lögð fram skrá yfir eigur og skuldir búsins og frum- varp til úthlutunargjörðar í því, en á síðari fundinum verður skiptum á búinu væntanlega lokið. Bæjarfógetinn á Seyðisfirði 24. ágúst 1904, Jóh. Jóhannesson. — . ■ —— ■■■■■.. SaMKVÆMT ákvæðum síðasta að- alfundar »Þilskipaábyrgdarfélagsins við Faxajlóai. á fram að fara í haust aðalskoðun og virðing á þeim skipum öllum við Faxaflóa, sem eigendur vilja að félagið vátryggi næstkomandi ár. Er því hér með skorað á skipaeig- endur og skipsijóra, að láta virðinga- menn félagsins vita, þegar þeir leggja skip sín á land í haust til hreinsunar, svo virðingamenn geti skoðað kj'ól og botn skipanna. Næstkomandi ár vátryggir félagið ekkert það þilskip, sem virðingamenn þess hafa eigi skoðað hátt og iágt. Tryggvi Gunnarsson formaður félagsins. * f t f Yandaður ódýrastur Aðalstræti æ 10. i i i Ágæt og ódýr ORGEL Alþingishúsgarðurinn er opinn á hverjum sunnudegi kl. 1—2r/» e. h., þá er gott veður er. frá J. JP. Nyström í Karlstad í Svíþjóð, elztu og helztu hljóð- færaverksmiðju á Norðurlöndum, pantar aðal- umboðsmaður hennar Markús Þorsteinsson í Reykjavík, Skótau bezt og ódýrast Austurstr. 3, sem hefur hljóðfæri til sýnis. — Verðlistar með myndum fást ókeypis og kostnaðarlaust sendir. Orgel frá þessari verksmiðju eru seld svo hundruðum skiptir á hverju ári. Brauns verzlun jHamborg*. Hinum heiðruðu viðskiptamönnum mínum, leyfi eg mér að tilkynna, að með s/s „Vendsyssel" hef eg fengið mikið Úrval af VÍndlum, allt frá ódýrustu hollenzkum og upþ í fínustu handundna Hamborgar- vindla. . -i Meðal annars vil eg leyfa mér að benda á þessar tegundir: Huldiging í V2 kössum á 3,75 La Cubana - lh 3,80 Escudo Vi 8,20 Nói Vi 5,50 (litlir, fyrirtaks góðir). Maestria Vi 7,20 Amicitia Vi 7,20 Long Tom - V* 9,00 Sérstaklega vil eg benda kaupmönnum á vindla mína til ÚtSÖIu. Það er föst regla verzlunarinnar að selja að eins vandaðar VÖrur, reynið og munuð þér sannfærast Frimærke Bytning önskes af H. K r B m e r, Leipzig. Briiderstr. 6, Tyskland. Vinum og vandamönnnm gcfst hér með til vitundar, að jarðarför Daníels A. Thorlaciusar, er andaðist hér í hæn- um 31. ág. er ákveðiu frá Kirkjustræti 2 mánud. 5. þ. m. kl. lT/'2 f. m. SaMKVÆMT skipulagsskrá fyrir „Blómstursveigasjóð Þorbjargar Sveins- dóttur" geta fátækar sængurkonur nú þegar sótt um styrk þann, sem skipt verður í ár af téðum sjóð meðal fá- tækra sængurkvenna í Reykjavík. Styrkbeiðni sendist einhverri af oss undirrituðum konurn og henni verða að fylgja meðmæli ljósmóður og sókn- arprests eða læknis 31. ágúst 1904. Jarþr. Jónsdóttir. Katrín Magnússon. Louise Svendsen. Virðingarfyllst Rich. V. Braun. Steinolíu-mótora Gufubátur úr eik alveg nýr með ágætri vél, fer c. 5 mílur og hleður allt að 30 tonn- um, er til sölu fyrir lítið verð. Lyst- hafendur snúi sér til geta menn fengið hjá undirskrifuðum, sem eru mjög hentugir í fiskibáta, með óvanalega lágu verði, og vil eg sérstaklega benda mönnum á mótora með 4 hesta afli, sem að eins vigta með öllu tilheyrandi 750 pd., og kosta c. 1150 kr. auk flutningskostnaðar frá Kaupm.höfn upp til íslands. Mótorar þessir taka mjög lítið rúm í bátunum, og vil eg benda mönnum sérstaklega á, að þessi mótorategund er hentug, þar sem opt þarf að setja báta upp á land. Jafnframt læt eg þess getið, að hjá mér geta menn fengið vandaða báta, sem hæfilegir eru fyrir hverja mótortegund, miðað við hestaöfl mótoranna. Reykjavík, 1. september 1904. Bjarni Þorkelsson (skipasmiður). Sjómannaskólastíg nr. 1. M 10 M 10 --- M 10 REYNIÐ WATSON’S M ÍOWHISKY i og pér munuð eigi vilja aðra tegund. Selt hjá 'óllum helztu vínsölum á íslandi og um allan heim. M 10 ---M 10 M 10 Segl- 0 g Mótorbáta smíðar og selur undirskrifaður, og fást þeir af ýmsum stærðum, frá 2—20 tons. Bátarnir verða byggðir úr því efni, sem óskað er eptir, svo sem: príma sænskri furu eða eikarbyrðing með sjálfbognum eikarböndum. Ennfrem- ur fínir bátar úr aski og smíðið svo vandað, að það þolir innlendan og útlendan samanburð. Bátalagið hefur sjálft mælt með sér. Mótora í báta læt eg koma beint utanlands frá á hverja höfn, sem strandferðaskipin koma á, ef óskað er eptir, og sjálfur set eg mótorana upp í bátana og ferðast um til þess, og þá um leið veiti eg hlutaðeigendum tilsögn í að nota mótora og hirða þá. Eg mun gera mér allt far um að hafa eingöngu á boðstólum þá steinolíumótora, sem eg álít bezta og hentugasta í fiskibáta. Bátar og mó- torar fást með 3—6 mánaða fyrirvara. Fyrirliggjandi hjá mér verða ýms stykki til mótora, ef þau kunna að bila, og geta menn fengið þau samstund- is og mér er gert viðvart um það. Reykjavík 23. ágúst 1904. Sjómannaskólastíg nr. 1. Bjarni Þorkelsson bátasmiður. Jóns Jónssonar (frá Múla) á Seyðis- firði eða Jóns Laxdal verzlunarstjóra á ísaf. Hús til sölu í rniðjum bænum. Húsið nr. 6 í Lækjar- götu með tilheyrandi lóð og útihúsum er til sölu. Menn snúi sér til Guðm. Sveinbjörnsson cand. juris. íslenzkar FUGLAFJAÐRIR verða keyptar fyrir hæsta verð af Kjöbenhavns Fjerrenseri A. 8. Frihavnen^ Kj'óbenhavn. Vo 11 orð . Konan mín hefur í io ár þjáðst af taugagigt og taugaveiklun og leitað ýmsra lækna, en engan bata feng- ið. Síðan hún fór að taka inn KÍNA- LÍFS-ELIXÍR Waldemars Petersens hefur henni liðið mjög vel, og hefur hún því 1 hyggju, að halda því áfram. Stenmagle á Sjálandi, 7. júlí 1903. J. Petersen timburmaður. KÍNA -LIFS-ELIXIRINN fæsthjá flestum kaupmönnum á Islandi. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir V P að líta vel eptir því, að -þý standi á flösk- unum i grænu lakki, og eins eptir hinu skrá- setta vörumerki áflöskumiðanum: Kínverji með glas i hendi, og firinanafnið Walde- mar Petersen. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Torateinsson, cand. thtol. Pientsmiðja Þjóðólfs.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.