Þjóðólfur - 23.12.1904, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 23.12.1904, Blaðsíða 4
2IÖ t ♦ t ; Heimsins fullkomnustu fjaðraorgel i og ódýrustu eptir gæðum, fást hjá imdirrituðnm frá: Mason & Hamlin C°., Vocalion Organ C°., W. W. Kimball C°., Cable C°., Beethoveu Organ C°. og Cornish & C°. o. fl. Til dæmis má taka: 1. Orgel úr hnottré, sterkt ogvelgert, 45V2” á lengd, 22” á þykkt, með 5 áttundum, tvöföldu hljóði (122 fjöðrum) áttundatengslum („kúplum"), 10 hljóðfjölgunum, kostar hjá mér komið til Kaupmannahafnar 150 kr. 2. Stofuorgel úr hnottré, mjög laglegt, með háu baki og stórum, slfpuðum spegli í, 3 al. á hæð, 45á. breidd og 22” á þykkt, með 5 áttundum, ^59 fjöðrum, áttundatengslum, Vox humana, 13 hljóðfjölgunum, kostar hjá mér á sama stað 200 kr. 3. Kapelluorgel úr hnottré, mjög sterkt og fa.ll- egt, 48V2” á lengd, 24” á þykkt, með 5 áttundum, 318 fjöðrum, áttundatengslum, Subbas (13 fjaðrir) Vox humana, 17 hljóðfjölgunum, kostar hjá mér á sama stað 350 kr. I ofangreindu verði orgelanna er innifalinn flutningskostnaður til Kaupm.hafnar og umbúðir. (Til samanburðar leyfi eg mér að setja hér verð á hinum ódýrustu orgelum af sömu tegund frá K A. Andersson í Stokkhólmi, samkvæmt þessa árs verðlista verksmiðj- unnar og leiðbeining umboðsmanns hennar hér á landi: 1. Orgel úr „ekiniitation", fremur viðagrannt, 38” á lengd. 19” á þykkt, með 5 áttundum, 122 fjöðrum, áttunda- tengslum, 8 hljóðfjölgunum, kostar dn umbúda í Stokkhólmi 20g kr. 2. Stofu- orgel úr „imiterad valnöt", snoturt, 65” á hæð, 42” á beidd, 19” á þykkt, með 5 áttundum, 159 fjöðrum, áttundatengslum, 12 hljóðfjölgunum, kostar án umbúda í Stokkhólmi JOO kr. 3. Salonorgel úr „imiterad valnöt", fallegt, 46” á.lengd, 22" á þykkt, með 5 áttundum, 305 fjöðrum, áttundatengslum, Vox humana, 17 hljóðfjölg unum kostar án umbúda f Stokkhólmi g2g kr. — Mjög svipað þessu mun verðlista- verð á orgelum J. P. Nyström’s í Karlstad vera, og enn hærra hjá Petersen & Stenstrup). Þessi þrjú ofangreindu orgel, sem eg sel, eru frá hinni frægustu hljóð- færaverksmiðju í Bandaríkjunum, sem, auk fjölda fyrsta flokks verðlauna, fékk alltahœstu verdlaun á heimssýningunni í Chicago 1893, °8 sel eg öll önnur hljóð færi hennar tiltölulega jafnódýrt. — Kirkjuhljóðfæri, bæði fjaðraorgel, með „túb- um" og án þeirra, og pípnsorgel af allri stærð og gerð; sömuleiðis fortepiano og Flygel sel eg einnig miklu ódýrara eptir gæðum, en nokkur annar hér á landi. Verðlista með myndum og allar upplýsingar fær hver sem óskar. Andvirði hljóðfæranna þarf að fylgja hverri pöntun til mín. Flutning frá Kaupmannahöfn borgar kaupandi við móttöku. Einkaumboðsmaður félagsins hér á landi: Þorsteinn Arnljótsson, Sauðanesi. Segl- og Mötorbáta .smíðar og selur undirskrifaður, og fást þeir af ýinsum stærðum, frá 2—20 tons. Bátarnir verða byggðir úr því efni, sem óskað er eptir, svo sem: príma sænskri furu eða eikarbyrðing með sjálfbognum eikarböndum. Ennfrem- ur fínir bátar úr aski og smíðið svo vandað, að það þolir innlendan og útlendan samanburð. Bátalagið hefur sjálft mælt með sér. Mótora í báta læt eg koma beint utanlands frá á hverja höfn, sem strandferðaskipin koma á, ef óskað er eptir, og sjálfur set eg mótorana upp í bátana og ferðast um til þess, og þá um leið veiti eg hlutaðeigendum tilsögn í að nota mótora og hirða þá. Eg mun gera mér allt far um að hafa eingöngu á boðstólum þá steinolíumótora, sem eg álít bezta og hentugasta í fiskibáta. Bátar og mó- torar fást með 3—6 mánaða fyrirvara. Fyrirliggjandi hjá mér verða ýms stykki til mótora, ef þau kunna að bila, og geta menn fengið þau samstund is og mér er gert viðvart um það. Reykjavík 23. ágúst 1904. Sjómannaskólastíg nr. 1. Bjarni Þorkelsson bátasmiður. Firma-tilkynning. S^parisjöðsdeild Lands- bankans verður loklið frá 27. til 31. þ. m. að báðum dögum meðtöldum. Landsjóðsdeildin verður opin á venju- legum tíma. Öðrum bankastörfum verður sinnt frá kl. 12—2. Landsbankinn 15. des. 1904. Tryggvi Gunnarsson. íslands banki ávaxtar peninga, með innlánskjörum. Vextirnir eru allt að 3 kr. og 60 aur. af hundraði á ári, auk vaxtavaxta, með því að vextir reiknast tvisvar á ári. Við- skiptabók fæst ókeypis. Ennfremur geta menn gefið hverjum sem vill ávísanir á innlánsfé sitt ( bankanum. Nánara um þetta í viðskiptabókinni. Halldór Daníelsson bæjarfógeti í Reykjavík Gerir kunnugt: Mér hefur tjáð Einar Einarsson í Háholti hér í bæn- um, að hann sé til neyddur, sam- kvæmt konunglegu leyfisbréfi, er hann til þess hefur fengið 3. þ. m., að fá ónýtingardóm á skuldabréfi, sem hann 4. júní þ. á., gaf út til verzlunarinnar „Godthaab", hér í bænum, fyrir skuld, að upphæð allt að 300 krónum með fyrsta veðrétti í húsi því, er hann hefur látið byggja á Bráðræðisholti hér í bænum, en glatazt hefur áður en það yrði afhent kvittað til aflýs- ingar. Því stefnist hér með, með árs og dags fresti, þeim, sem kynni að hafa ofangreint skuldabréf í höndum, til þess að mæta á bæjarþingi Reykja- víkurkaupstaðar fyrsta réttardag í marzmánuði 1906 á þeiin stað og tíma, sem bæjarþingið þá verður haldið, til þess þar og þá að koma fram með téð skuldabréf og sanna heimild sína til þess, með því stefn- andi mun, ef enginn innan þess tíma kemur fram með það, krefjast þess, að nefnt veðskuldabréf með dómi verði ónýtt eða dæmt dautt og mark- laust. Til staðfestu nafn mitt og embættis- innsigli. Reykjavík 7. desember 1904. Halldór Daníelsson. Á síðastliðnu hausti voru mér undirrituð- um dregin tvö lömb með mínu marki: sýlt bæði eyru. Réttur eigandi sanni eignarrétt sinn á lömbum þessum. Fær hann þá verð þeirra að frádregnum kostnaði. Hafþórsstöðum í Norðurárdal. Jósep Sveinsson. Auglýsing. Á síðast liðnu sumri fannst hér á Sauðárkrókshöfn stórt skipsakkeri með hér um bil 10 faðma langri keðju við. Lengd akkersins frá auga og fram á bug er 3 ál. 16”; lengd undir spaða 2 ál. 16”, þykkt við spaðahaus SI/í”X7IÁ, þykkt við auga 4V2X6”; ásinn vantar. Réttur eigandi getur vitjað akkerisins eða andvirðis þess hingað, ef hann gefur sig fram, áður ár og sex vikur eru liðnar frá slðustu birtingu þessarar auglýsingar, en sanna verður hann eignarréttinn og borga áfallinn kostnað. Skrifstofu Skagafjarðarsýslu, Sauðárkrók 1. desbr. 1904. G. Björnsson settur. Uppboðsauglýsing. Eptir kröfu Þorsteins skipstjóra Þor- steinssonar og að undangengnu fjár- námi 22. þ. m. verður fiskigeymsluskúr Jóhannesar trésmiðs Jósefssonar við Rauðarárlæk hér í bænúm ásamt til- heyrandi lóð boðið upp og selt á 3 opinberum uppboðum, sem haldin verða kl. 12 á hád. miðvikudagana 14. og 28. desbr. þ. á. og 11. janúar 1905; 2 hin fyrstu uppboð fara fram á skrif- stofu bæjarfógeta í Reykjavík, en hið þriðja í húsinu sjálfu. Söluskilmálar verða til sýnis hér á skrifstofunni degi fyrir fyrsta uppboðið. Bæjarfógetinn í Reykjavík, 30. nóvbr. 1904. . Halldór Daníelsson Hlutafélagið „Högni" rekur undir því firmanafni atvinnu í Reykjavík við grjótklofning og höggning til húsa- hyggingar og annara mannvirkja. Lög félagsins eru dagsett 14. apríl 1904. Stofnféðer 1000 kr. og skiptistí 80 hluti 12 kr. 50 a. hver, sem allir eru seldir og V3 af þeim greiddir, V3 á að greiðast við árslok 1904. Auka má stofnféð uppf 2000 kr. Hlutabréfin hljóða á handhafa. í stjórn félagsins eru stein- smiðirnir Gísli Þorkelsson, Stefán Egils- son og Páll Ólafsson. Stjórnin í heild sinni hefur heimild til að rita firmað. Tilkynningar til félagsmanna skulu birt- ar í blaðinu „Reykjavík". Undirskrift firmans er: Fyrir hönd hlutafélagsins „Högni" í Reykjavík Gísli Þorkelsson. Stefán Egilsson. Páll Ólafsson. Firma-tilkynningar. 7. Þorsteinn kaupmaðtir Jónsson á Bakkagerði í Borgarfirði rekur þar verzlun og sjávarútveg. Hann rekur og verzlun við Óshöfn í Hjalta- staðahreppi. Atvinnugreinir þessar rekur hann einn með fullri ábyrgð undir firmanafninu »Thorst. Jóns- son« er hann hefur einn rétt til að rita. 8. Kaupmaður Stefán Þorvaldur Jóns- son á Seyðisfirði rekur með fullri ábyrgð verzlun og umboðs-verzlun í Seyðisfjarðarkaupstað og þorsk- og síldarveiðar með þilskipum og bátum undir firmanafninu »St. Th. Jónsson«. Hefur hann einn rétt til að rita firmað. 9. Frú Ragna Jónsson og fröken Guð- rún Kristjánsdóttir reka kontant- verzlun í Seyðisfjarðarkaupstað án persónulegrar ábyrgðar undir firma- nafninu »Hermes«. Starfsfé firmans er 500 krónur, að fullu innborgaðar. Þær rita hvor um sig firmað þannig: pr. pr. »Hermes« Ragna Jónsson eða pr. pr. »Hermes« Guðrún Kristjánsdóttir. 10. Á aðalfundi Pöntunarfélags Fljóts- dalshéraðs 16.—17. nóvember 1904 var lögum félagsins breytt í þá átt, að allir félagsmenn ábyrgj- ast in solidum peningalántökur stjórnarinnar handa félaginu. Jóni pöntunarstjóra Stefánssyni veitt prokúru umboð. Skrifstofu Norður-Múlasýslu og bæjarfógeta á Seyðisfirði. 7. desbr. 1904. Jóh. Jóhannesson. Firma-tiikynning. Samkvæmt lögum nr. 42 frá 13. nóvember 1903, hefur neðangreint firma verið tilkynnt til innfærslu í verzlanaskrá Vestmanneyjasýslu. »Sparisjóður Vestmanneyja« stofn- aður 29. ágúst 1893, gegnir vanalegum sparisjóðsstörfum. Tala ábyrgðarmanna er 12, og ábyrgist hver þeirra skuld- bindingar sjóðsins með IOO krónum. — Samþykkt sjóðsins er frá 20. apríl 1902. í stjórninni eru sem stendur: Magnús Jónsson sýslumaður. Árni Filippusson bókhaldari og Þorsteinn Jónsson lækn- ir. Tveir stjórnendur í sameiningu rita firmað. Skrifstofu Vestmanneyjasýslu 9. desbr. 1904. Magnús Jónsson Proclama. Samkvæmt opnu bréfi 4. jan. 1861, sbr. skiptalög 12. apríl 1878, er skorað á þá, er til skulda telja í dánarbúi Sigurðar Bjarnasonar frá Tungu í Firði í Mosvallahreppj, er andaðist 14. f. m., að lýsa skuldum sínum og sanna þær fyrir undirrituðum skiptaráðanda, áður 6 mánuðir eru liðnir frá (3.) birtingu þessarar innköllunar. Innan sama tíma er skorað á erf- ingja búsins að hafa sagt til sín og sanna erfðarétt sinn. Skrifstofu ísafjarðarsýslu 26. okt. 1904. Magnús Torfason. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þornteinason, cand. theol. Prentsmiðja Þjóðólfs.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.