Þjóðólfur - 16.06.1905, Blaðsíða 3
ÞJÓÐÓLFUR.
105
gefendur hans Pétur Zóphoníasson (ritstj.)
Guðm. Gamalíelsson og Þorvarður Þor-
varðsson verða hinir sömu; að skipa 3
manna nefnd til að undirbúa undir prent-
un söngbók góðtemplara; að skipa 5
manna nefnd til að fhuga og koma fram
með tillögur um fast þingfararkaup ; að
framlengja starfstíma lífsábyrgðarnefndar-
innar um stórstúkuárið.
I framkvæmdarnefhd fyrir næsta stór-
stúkuár voru kosnir:
stórtemplar: Þórður J. Thoroddsen læknir,
stórkanzl.: Halldór Jónsson bankagjaldk.,
stórvarat.: Anna Thoroddsen frú,
stórgæzl.kosn.: Pétur Zophoníasson ritstj,,
stórgæzl,ungt.: Jón Arnason prentari,
stórritari : Borgþór Jósefsson verzlm.,
stórgjaldkeri: Árni Eirlksson verzlm.,
stórkapellán: David 0stlund prentsm.eig.,
fyrv. st.templ.: Indriði Einarsson fulltrúi.
Er framkværndarnefndin því öll búsetthér
1 Reykjavík.
Ákveðið var að halda næsta stórstúku-
þing á Akureyri árið 1907. Nánar á-
kveður framkvæmdarnefndin. Stórstúku-
þing hefur áldrei verið haldið þar, en
þess má vænta, að það verði til mikilla
hagsmuna fyrir Regluna að hafa þingið
þkr. Það ætti að setja lif og fjör í Regl-
una nyrðra.
X.
Réttindi þurfamanna.
Það má virðast lítið á að minnast, að
eg hefi nýlega lesið frumvarpstillögu til
fátækralaga, sem samin er af hr. Jóni
Magnússyni skrifstofustjóra, séra Magnúsi
Andréssyni og Guðjóni Guðlaugssyni alþm.
d. s. 17. marz þ. á. Frumvarpstillögur
þessar eru mikið verk og margt þar fróð-
legt að lfta, einkum skýrslur um þurfa-
menn, sömuleðis vel hugsaðar breytingar
á fátækralöggjöf vorri f flestum greinum;
þó er það tilgangur minn með línum
þessum að láta í ljósi, að nefndar tillög-
ur hefðu verið lftið eitt víðtækari, hvað
réttindi þurfamanna viðkemur, og mun
eg áður en lýkur lftið eitt á það víkja.
Það sést glöggt í frumvarpstillögu
nefndarinnar, að fram hafa komið á öll-
um þingum sfðan 1879 tillögur um að
bráða nauðsyn beri til, að fátækrareglu-
gerðinni sé sem fyrst breytt í ýmsum
greinum, og milliþinganefnd sett í málið,
sem nú er líka fengið.
Það hefur allt til þessa þótt eitthvað
leiðinlegt og óviðfeldið við fátækraflutn-
inga án þess þó að látið hafi verið f Ijósi
í hverju það helzt lægi, gegn þurfamönn-
um eða sveftarflytjendum, og er það til-
gangur minn hér með að benda á helztu
atriði þess. Það má virðast, fljótt á litið
að þar kveði lítið að, þar sem fátækra-
flutningum fylgir fyrst lögboðið vegabréf
og auk þess flest sem þeir nauðsynlegast
meðþurfa til flutningsins. Að hverju
er þá að leita sem sært geti tilfinningar
þeirra, sem fyrir flutning verða og sömu-
leiðis allra, sem af sveit sinni þiggja eða
svipti þá frelsi og réttindum, frekar en
hjá verður komizt ? Kæmi það fyrir mig
að verða á sveit mína fluttur, eða þiggja
af henni sem þurfamaður, og um leið
spurður, hvað mér nú helzt þætti að,
mundu svör mín á þessa leið :
Fyrir utan efnaleysi mitt, finnst mér
nokkuð tilfinnanlegt að vera fluttur sem
fangi frá einni lögreglunni til annarar,
með svipuðu flutningsformi sem ærulaus
sakamaður í tukthúsið með töpuðum rétt-
indum, sem flestum eru kunn. Væri nú
svo að fátækt mín stafaði af öðrum or-
sökum en þeim, sem eg gat við séð eða
viðráðið, þá er það þungt að vera með
fyrirlitningu staddur í greipum slfkra ó-
mannúðarlaga. Þessar eða þeim líkar
hugsanir hljóta að vakna hjá öllum hugs-
andi mönnum, sem fyrir áminnstum flutn-
ingi verða.
Að allir sem þáð hafa eða þiggja af
sveit eru allir sömu lögum háðir, sýnist
mér rangt og mjög ómannúðlegt. Þvf
þó svo væri á það litið, að allir væru
sök í fátæktinni sem fátækir verða, þá
er það einnig rangt og mesta fjarstæða,
þótt máske of margir hefðu á einhvern
hátt mátt sér um hana kenna.
Það er tilgangur minn í þessu efni, að
spyrjast fyrir, hvort eigi mundi mögulegt,
að allir þeir, sem að öllu yrðu álitnir
ekki að vera valdir að efnaleysi sfnu, að
þeir héldu öllum sínum réttindum, og
hvort þeir ættu eigi heimting á að fá
þær réttarbætur, hvort heldur þeir eru
fluttir eða án flutnings á hrepp sinn
komnir, með fengnu vottorði frá meiri
hluta hreppsbúa, sem þurfamenn ættu að
eiga lögheimting á, einkum þeir, sem
flutningi verða að sæta úr dvalarhreppi
í framfærsluhrepp. Vottorðið verður að
sýna, að sá eða sú hafi komið fram sem
dugandi menn í öllum greinum og allt,
sem þar til þyrfti fullnægjandi og um
leið aðrar orsakir lagðar fram, sem efna-
leysinu væri valdandi. Með því að sveit-
festistíminn sé aðeins 2 ár, eins og nefnd-
arálitið ákveður, finn eg að vottorðin
verða eigi tekin til greina; 2 ár er of
stuttur reynslutími, en 5 ár í minnsta
lagi er nægilegur tími fyrir flesta. Aptur
á móti þeir menn, sem eigi gætu fengið
slikt vottorð, mættu sæta sömu lögum og
hingað til hafa viðgengist, hvað áminnst
réttindi snertir, hygg eg það hvöt og
uppörfun fyrir flesta að standa sem bezt
í stöðu sinni, meðan kraptar leyfa, þó
sumum kunni að þykja, að hér með sé
of misskipt rétti manna. Sem dæmi get-
ur vel átt sér stað, að karl eða kona,
sem lengst æfi sinnar hafa staðið vel í
öllum lögskilum og það máske í hærra
gjaldenda flokk, verði á seinni æfiárum
sínum fyrir eigna eða heilsumissi og þar
afleiðandi styrksþurfar af sveitarfélagi
sínu, þá skulu þau sett á bekk — hvað
réttarmissir snertir — með lélegustu let-
ingum og allskonar óreglumönnum, sem
þar fyrir hafa um lengri eða skemmri
tíð verið sveit sinni til þyngsla. Þetta
eru sorglegustu eptirlaunin, og mun fleir-
um en mér finnast að hér þurfi betri
laga við.
Þessir síðamefndu menn ættu þó að
eiga von á jafnrétti hinna fyrrnefndu nær
sem þeir kæmu fram sem nýtir og góðir
reglumenn. óreglumenn geta þeir talizt,
þó dugandismenn séu, sem fyrir verkn-
að sinn að einhverju fþyngja hreppsfélagi
sfnu.
Ef hreppsfélögin álitu það sjálfsagða
skyldu við alla, sem upp á það mundu
komnir að viðurkenna þá á opinberum
fundi þess sem hvern annan heiðvirðan
sveitarfélaga með fullum félagsréttindum,
sem búinn væri að sýna sig nýtan og
þarfan í félagi þess, það sýndi verð-
uga mannúð og bróðurlegan kærleiksanda.
En þess er nú eigi að vænta á meðan
að þurfamannalögin eru eins og þau nú
eru.
Um leið og réttindi þurfamanna væru
bætt á einhvern eða lfkan hátt og hér
er á vikið, munu þau atriði, sem mest
eru hryggjandi og leiðinlegust eru hvað
þurfamenn snertir minnka til muna, en
einkum þeirra, sem flutningum verða að
sæta.
Eg hef fyrir löngu sfðan óskað, að
einhver fremri mér að orðfæri og á-
jiti hefði orðið á undan mér að hreyfa
þessu máli — og með því sparað mér
ómak — því eg verð að leyfa mér að
álíta, að efni þessarar stuttu greinar hafi
við sannindi að styðjast, að þörf sé á
mildari lögum, sem svipti ekki saklaust
fólk lengur réttindum og heiðri, og mætti
þar um fara fleiri orðum.
Hvort eg má nú að endingu vona, að
orð mín verði tekin til greina, er vafa-
samt, þar sem eg er svo með réttu lágt
settur að þjóðaráliti. Jú, eg vona samt
meiri réttinda þurfamönnum þjóðfélags-
ins til handa, að svo miklu leyti, sem
framast er fært af fulltrúum þess.
Bústöðum 1. maí 1905.
Jón Ólafsson.
Samsöngur
var haldinn hér í bænum (í Báruhúsinu) 12.
þ. m. undir forustu hr. P. B e r n b u r g s
og Brynjólfs Þorlákssonar organleikara með
aðstoð frk. Kristrúnar Hallgrímsson og
frk. Guðríðar Jóhannsdóttur (dómkirkju-
prests). Hr. Bernburg er danskur fíólín-
leikari, nýkominn hingað, og leikur hann
mjög vel, Meðal annars er honum
þótti bezt takast á samsöng þessum
var í lögum eptir Gluck (Andante) Ross-
ine (Wilhelm Tell), Mascagni (Intermezzo
af Cavalleria rusticana) Wagner (Brudekor
úr óperu Löhengrin) Raff (Cavatiane) Ole
Bull (Sætergjentens Söndag) og L. Herold
(Potpourri). Utan söngskrár var meðal
annars tekið brot úr söngleiknum »Or-
fec og Evrydike« eptir Gluck, og lék Bryn-
jólfur Þorláksson þar undir á »harmon-
íum«, og var það satnspil þeirra Bern-
burgs mjög gott, eins og annarsstaðar.
En stundum spilaði frk. Kr. Hallgríms-
son á »piano«, þá er Bernburg lék á
»fíolínið«. Skemmtu menn sér vel á sam-
söng þessum, en hann stóð heldur lengi
yfir, um 2'/2 kl.st., og er það í lengra
lagi, þá er kórsöngur eða »sóló«söngur
er ekki f og með, sem jafnan gerir slíkar
skemmtanir tilbreytingameiri og fjölskrúð-
ugri, en hljóðfærasláttur einn getur gert.
1 vændum
eru nýjar söngskemmtanir hér í bæn-
um, því að með »Kong Trygve« 20. þ. m.
er von á hingað til bæjarins hinu unga
og efnilega tónskáldi okkar Sigfúsi Ein-
arssyni. Hefur hann dvallð erlendis í vetur
til fullkomnunar í sönglist og tónfræði.
Er hann bæjarmönnum að góðu kunnur frá
samsöngnum síðastliðið sumar, og ætlar
hann nú í þessum mánuði á samsöng, að
gefa mönnum kost á að heyra ýms ný
sönglög eptir sig og fræg erlend tónskáld.
F.igi síður mun það laða allan almenn-
ing að samsöng hr. Sigfúsar, að þar gefst
kostur á að heyra unga, danska söng-
konu, frk. Valborg Hellemann, — hún er
einnig væntanleg með »Kong Trygve« —
og mun það þykja nýstárlegt; henni læt-
ur eins vel að syngja á íslenzku og öðr-
um tungumálum. Hefur hún í Höfn
sungið sönglög með íslenzkum texta og
þótt takast það prýðilega.
Frk. Hellemann hefur lært sönglist hjá
frú Keller, nafnkenndri söngkonu við kon-
unglega leikhúsið 1 Höfn.
Drukknun.
Hinn 20. f. m. drukknaði í Svartá 1
Tungusveit í Skagafirði yfirsetukonan
Helga Indriðadóttir, húsfreyja Magn-
úsar bónda Jónssonar í Gilhaga, ágætis
kona og vel að sér ger.
Látinn
er seint í f. m. Guðlaugur Daða-
son á Heinabergi á Skarðsströnd á 76.
aldursári, einhver merkasti bóndi þar í
sveit fyrir margra hluta sakir. Hann var
fæddur á Geirmundarstöðum 16. ágúst
1829, og voru foreldrar hans Daði bóndi
Þorláksson og Guðrún Halldórsdóttir.
„Heimdallur"
danska herskipið, sem áður var varð-
skip hér við land, kom hingað á hvíta-
sunnumorgun með dönsk herforingjaefni.
Eru þar á meðal Axel og Áki, elztu synir
Valdimars prinz konungssonar. Fyrir þá
og félaga þeirra á að halda dansskemmt-
un 1 Iðnó í kveld.
Frá útlöndum
hafa borizt þau tíðindi, að stórþingið
norska hafi í einu hljóði sagt slitið sam-
bandinu við Svíþjóð og sett á fót bráða-
birgðarstjórn, með því að konungi hafði
ekki tekizt að mynda nýtt ráðaneyti. Jafn-
framt hefur stórþingið látið í ljósi, að Nor-
egsmenn mundu fúsir til að velja einhvem
af sænsku konungsættinni til konungs í
Noregi, ef sá hinn sami afsalaði sér rlkis-
erfðum í Svíþjóð. — Næstu daga væntan-
legar nánari fréttir um stjórnarbyltingu
þessa Og afleiðingar hennar.
„Hekla" fengsæl enn.
„Vestri" 10. þ. m. skýrir frá því, að
„Hekla" hafi á leið sinni vestur og norð-
ur með þá ráðherrann og landritara tekið
tvo botnverpla fyrir Vestfjörðum, annan
á Dýrafirði, og fóí með hann til ísafjarð-
ar. Var þar sektaður um 75 pd. sterl.
(1350 kr.) og afli og veiðarfæri gert upp-
tækt. Fiskurinn 1 skipinu var áætlaður
40—50 þús. pd. að þyngd. Hitt skipið
tók „Hekla" út af Aðalvík, er hún var á
leið frá Isafirði norður og sneri hún apt-
ur með hann til ísafjarðar 10. þ. m. Sá
sökudólgur mun hafa fengið svipaðar sekt-
ir og hinn eða jafnvel hærri. Þetta er sá
22. í röðinni, er „Hekla" hefur tekið. Fyr
má nií vera dugnaður og veiðisæld.
Þingmálafund
ætla þingmenn Reykjavíkur að halda
hér á mánudagskveldið kemur 19. þ. m.
Dáin
’nér í bænum í gær úr taugaveiki ung-
frú Sigþrúður Guðmundsdóttir,
dóttir Guðmundar Guðmundssonar hér-
aðslæknis í Stykkishólmi og frú Arndísar
Jónsdóttur yfirdómara Péturssonar, næst
elzta barn þeirra hjóna, mesta efnisstúlka,
góð og prýðisvel gáfuð. Hún var að eins
rúmlega tvítug að aldri (f. 13. des. 1884).
Aðfaranóttina 14. þ. m. andaðist hér
á Landakotsspltalanum G e i r 1 a u g
Jónsdóttir (fyrrum bónda á Heiðarbæ
í Þingvallasveit Ólafssonar) systir Krist-
geirs bónda á Gilsstreymi í Lundareykja-
dal og þeirra systkina, 36 ára gömul.
Fyr og nú.
Sumir blaðasnápar í valtýska liðinu eru
að reyna að afsaka hringsnúning sinn f
ritsímamálinu með því, að mótflokkur
þeirra (heimastjórnarflokkurinn) hafi einn-
ig skipt um skoðanir í þessu máli, og eru
afarhróðugir yfir því. En hér er ólíku
saman að jafna, því að meðan ekki var
reynt til hlítar, hvort Marconi loptritunin
gæti komið oss að fullu gagni eða ekki,
þá var sjálfsagt, að fresta ritsfmalagning-
unni. En nn er sú reynsla fengin
til fullnustu, að loptritunin er
afaróáreiðanleg og nú væri þvf
fásinna að bíða lengur með rit-
sí m a 1 ag n i ngun a vegna hennar,
enda hefur erindreki Marconi-félagsins hér
lýst því yfir (í Isaf. í fyrra dag), að hrað-
skeytaaðferð Marconi sé „k o m i n n o k k-
ur ár fram yfir tilraunastigið".
Af henni er því ekki frekar að
vænta, en nú er séð, og sú reynsla er
allt annað en álitleg.
Af þessu ætti mönnum að skiljast, að
það var ótímabært og vanhugsað að hrapa
að ritsímalagningunni á árunum 1900—
1901, en að það er þó nú enn meiri
heimska og fásinna að spyrna gegn henni,
a f þ v í að reynslan hefur á síðustu árum
fært mönnum heim sanninn um, að á
Marconi-aðferðinni er ekkert að byggja í
samanburði við ritsímasamband.
Það er því valtýski flokkurinn, sem sett
hefur svartan blett á sig með framkomu
sinni 1 þessu máli nú, með því að kúf-
vending hans er að eins byggð á flokks-
hatri, flokksofstæki og fásinnu, en á engu
viti og engri sanngirni, eða umhyggju fyr-
ir því, hvað landinu muni vera fyrir beztu.
Það er í algerðri blindni, sem þeir hafa
snúizt svona hraparlega á áttinni. Og
þeir hafa ekkert sér til málsbóta, ekki
agnarögn.
^Þilskiptilsölu^
hjá Þorsteini Þorsteinssyni Lindargötu 25
Rvík, góðir borgunarskilmálar.