Þjóðólfur - 30.06.1905, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 30.06.1905, Blaðsíða 1
ÞJQDOLFUR. 57. árg. | Reykjavík, föstudaginn 30. júní 19 05, JtS 27. Verzlunin ,EDINBORG‘ í Reykjavík minnir hina heiðruðu ferðamenn, sem nú streyma til bæjarins, á sínar marg- breyttu og ódýru Vefnaðarvörur er löngu hafa hlotið almenningslof. Einnig hinar v'ónduðu og fj'ólbreyttu Nýlenduvörur og Skötau. Þa væri og sízt úr vegi að koma í Paklih.lisið, sem ætíð hefur nægar birgðir af öllu því, er land- og sjávarbxnám þarfnast, að gæðurn og verði eins og bezt er í Reykjavík. . Nokkur orð um ritsímamálið. Svo ósleitilega hafa blöð Valtýinga í vetur og vor þyrlað ryki í augu manna viðvíkjandi þessu máli, að það er að vísu engin furða, þótt margir séu orðnir tölu- vert sjóndaprir á sannleikann í því. Blöðin hafa auðsjáanlega valið þetta mál fyrir aðalvopn sitt til að ná því einatak- marki, sem þau stefna að: að fella hina núverandi stjórn frá völdum, en koma sínum mönnum að þeim. I þessu skyni hafa þau látið hver ósannindin reka önn- ur, síðan það vitnaðist, að stjórnin hefði gert samninga við hið smikla norræna« ritsímafélag um að leggja ritslma til lands- ins, og hefur það optast verið á þann hátt, að Isafold hefur byrjað, en hin flokks- blöðin svo étið upp eptir henni. Eg hirði nú ekki um að telja upp allar þær sakir, sem bornar hafa verið á stjörnins^ enda eru mönnum þær kunnar. Það er að eins ein hlið málsins, sem eg hef ætlað mér að skrifa nokkur orð urn: kostnaðar- h 1 i ð i n, en dahafa blöðin einna ósleitileg- ast otað henni fram, vitandi það, að þá er um töluverð fjárframlög er að ræða, þá er jafnan tiltölulega fyrirhafnarlftið, að æsa upp gjaldendurna, sem fjárframlögin eiga að borga. Því hefur á aðra hliðina verið haldið fram, að samningurinn við ritsímafélagið legði svo mikið gjald á land- sjóð, að þjóðin fengi ekki undir því risið, og á hina hliðina, að hægt sé að fá með langtum minni kostnaði eins gott eða betra samband við útlönd og innunlands, með því að ganga að tilboði eða tilboð- um um loptritun, sem blöðin hafa þótzt geta fullyrt, að á takteinum væru. í þessu efni hefur þó aldrei verið farið eins langt frá sannleikanum, eins og Björn Jónsson ritstjóri gerði í æsingaræðu sinni á þing- málafundi Reykjavíkur 19. þ. m. Hann staðhæfði þar, að ritsfmasambandið mundi kosta oss 1,800,000 kr., en að loftritunar- samband væri hægt að fá fyrir 600,000 kr. eða að eins j3 verðs. Eg geri nú að vísu ráð fyrir, að Björn hafi ekki búizt við, að menn við nánari athugun myndu gleypa slíkan úlfalda, heldur hafi tilætl- unin að eins verið, að gera menn hrædda í svipinn, til þess að fá samþykkta til- lögu flokksbróður hans, Jóns Jónssonar sagnfr., um að skora á þingið að neita fjárframlögum til ritsímans. Það tókst nú auðvitað ekki, svo sem kunnugt er, en en eg get samt vel ímyndað mér, að þessi staðhæfing Björns Jónssonar hafi átt nokk- urn þátt i því, hve mörg atkvæði áður- nefnd tillaga fékk, ekki skynsamlegri en hún virðist vera, og þessutan þvert ofan í tillögu Guðmundar Björnssonar, sem áður var búið að samþykkja með mikl- um atkvæðamun. Eg get vel ímyndað mér, að margur maður hafi hugsað sem svo, að eitthvað hlyti að vera til 1 þessu, því varla myndi Björn Jónsson, aldraður sómamaður með silfurhvítt hár, standa ljúgandi frammi fyrir 2—309 kjósendum á opinberum fundi. Mér hefur því dottið í hug, að það mundi eigi vera með öllu óþarft verk, aðsýnaeinu sinni fram á það með réttum töjum, hver kostnaðurinn er 1 raun og veru, og hvernig hlutföllin verða milli kostnaðarins við ritsímann, eins og hann er hugsaður af stjórninni, og kostnað- arins við loptritunarsambandið, eins og Björn Jónsson skýrir frá honum. Eg vil samt láta þess getið þegar (upphafi, að þó eg geri honum það til geðs, að reikna með þessum 600,000 kr., sem hann staðhæfði, að lopt- ritunin gæti fengizt fyrir, þá er að mlnu áliti alls engin sönnun fyrir, að slíkt til- boð sé til eða verði til, því að mínu áliti er sá tími löngu liðinn, þegar orð Björns Jóns- sonar voru takandi trúanleg í opinberum málum, þar sem hann ekki er hlutlaus. I annan stað verður og að gæta þess, sem Björn Jónsson — sjálfsagt af vel skilj- anlegum ástæðum — ekki tók fram, að þessar 600,000 kr. fyrir loptritunina yrði að leggja fram í einu lagi, þar sem á hinn bóginn tillagið til ritsímafélagsins er árgjald. Landsjóður gæti auðvitað eigi lagt fram svo mikla fjárupphæð af eigin ramleik, heldur yrði hann að taka til þess lán og skipta fjárhæðinni með vöxtum niður í árgjöld. Til þess því að geta gert réttan samanburð á kostnaðinum við hvorttveggja, er eina ráðið að skipta öllu niður 1 árgjöld og miða við 20 ár, eins og ætlazt er til, að samningurinn við rit- símafélagið nái yfir. Vextina reikna eg 4'/^% p. a., því bæði er það, að ef land- sjóour tæki lán, þá myndi hann varla fá það með vægari kjörum, og 1 annan stað er hægt að fá þá vexti hér á landi með því, að setja peninga sína í vaxtabréf veð- deildar landsbankans. Kostnaðurinn við loptritunarsambandið er nú gefinn sam- kvæmt staðhæfingu Björns Jónssonar, það er 600,000 kr. eitt skipti fyrir öll. Sé þeim skipt niður í 20 ára árgjald með 4'/2% vöxtun p. a., þá verður það kr. 46,125 66 a. á ári, sem er hinn sanni kostnaður við þetta fyrirkomulag, auðvitað auk árlegs viðhalds og reksturskostnaðar. Þá er til þess kemur, að reikna kostnaðinn við ritsímann, þá er árgjaldið til sæslmans fyrirfram gefið 35,000 kr. í 20 ár. Apt- ur eru samkvæmt upplýsingum þeim, sem stjórnin hefur látið í té, fjórar aðferðir, sem hafa má viðvíkjandi landsfmanum, og er kostnaðurinn töluvert mismunandi við þær allar, en hin ódýrasta fullnægir þó skilyrðum ritsfmafélagsins. Það er því réttast, að reikna með þeim öllum, þvf þá geta menn glöggvað sig á, hver hent- ugust muni verða í samanburði við kostn- aðinn. Samkvæmt þessum upplýsingum er áætl- að, að kostnaðurinn við landsíma frá Austur- landinu til Akureyrar og þaðan til Reykjavfk ur verði: Með einföldum stálsíma 297,000 kr., með tvöföldum stálsfma 327,000 kr., með einföldum broncesíma 357,000 kr., og með tvöföldum broncesíma"4i7,ooo kr., en til þess að leggja ríflega f, ætla eg að jafna þessar upphæðir upp í heila tugi, eða 300,00 kr., 330,000 kr., 360,000 kr. og 420,000 kr. Ennfremur ætla eg að gera ráð fyrir, að bætt verði við álmu til ísafjarðar, því þó að skilyrðum ritsítmrfélagsins sé full- nægt með sambandi á milli lendingar- staðarins og Reykjavíkur, þá virðist mér öll sanngirni mæla með, að sá hluti lands- ins sé látinn njóta sama réttar og aðrir landshlutar, einkum vegna þess, að öll líkindi eru til, að síminn yrði eintnitt mikið notaður þaðan. Eptir agizkan, miðaðri við vegalengd, ætla eg að gera þennan kostnað x/s hinum, -og verður þá allur kostnaðurinn við landsímann þannig: Með einföldum stálsfma 360,000 kr., með tvöföldum stálsíma 396,000 kr., með einföldum broncesíma 432,000 kr. og með tvöföldum broncesíma 504,000 kr. Frá þessu dragast svo þær 300,000 kr., sem ritsfmafélagið á að leggja til f not- um þess, að fá að leggja sæsímann til Austurlandsins. Verður þá kostnaður landsjóðs við landsímann með álmu til ísafjarðar þannig: Með einföldum stál- sfma 60,000 kr., með tvöföldum stálsfma 96,000 kr., með einföldum broncesíma 132,000 kr. og með tvöföldum broncesímá 204,000 kr. Sé nú þessum upphæðum skipt niður í 20 ára árgjald með 4 j^°l« vöxtum, þá verður það þannig: 60,000 kr. gera árgjald kr. 4612,57; 96,000 kr. gera ár- gjald kr. 7380,11; 132,000 kr. gera ár- gjald kr. 10,147,65 og 204,000 kr. gera ár- gjald kr. 15,682,73. Þegar þar við er svo bætt 35,000 kr. tillagi til sæsímans, kem- ur fram allur árlegur kostnaður landsjóðs (auk viðhalds og reksturskostnaðar) til sæsfma til Austurlandsins og landsfma þaðan til Akureýrar og Reykjavíkur með álmu til ísafjarðar: Með einf. stálsíma kr. 39612,57, með tvöf. stálsíma kr. 42380,11, með einf. broncesíma kr. 45147, 65 og með tvöf. broncesíma kr. 50682.73. Eirfs og áður er sagt, yrði árlegt gjald af 600,000 kr. til loptritunar kr. 46125,66. Fýsi menn nú ennfremur að vita, hve mikill þessi kostnaður verði yfir allt tíma- bilið 20 ár, þá má hugsa sér upphæðir þessar settar á vöxtu árlega með 4I/2°/o vöxtum og vaxtavöxtum, og verður sá reikningur þannig: Argjaldið 39,612 kr. 57 a. gerir á 20 árunt kr. 1,242,702,65; árgjaldið 42,380 kr. 11 a. gerir á 20 árum kr. 1,329,524, 32; árgjaldið 45,147 kr. 65 a. gerir á 20 árum kr. 1416,345,98; árgjaldið 50,682 kr. 73 a. gerirá 20 árum kr. 1,589,989,328. og árgjaldið 46.125 kr. 66 a. (til loftrit- unarinnar) gerir á 20 árum kr. 1,447,027, 55‘, A þessunt samanburði sést nu Ijóslega, ef menn vilja sjá, að þó gert sé ráð fyr- ir, að staðhæfing Björns Jónssonar um að hægt sé að fá loptritun frá útlöndum og iúnanlands fyrir 600,000 kr. sé sönn, og þótt gert sé ráð fyrir, að þessi aðferðgeti komið að nokkrunt notum hér, sem víst er mjög efasamt, þá yrði sú aðferð oss dýrari en: sæsfmi og landsími nteð einf. stálsíma um 6,513 kr. 09 a. árgj., en á 20 árum kr. 204.324,90; sæsími og land- sfmi nteð tvöf. stálsíma um 3,745 kr. 55 a. árgj., en á 20 árum kr. 117.503, 23; sæsfmi og landsími með einf. broncesíma um 978 kr. 01 e. árgj., en á 20 árum kr. 30,781, 57, og ódýrari að eins en sæsímí og landsími með tvöföldum bronceþræði um 4,557 kr. 07 a. árgjald, en á 20 ár- um kr. 142,961, 77 a. Þauniger nú kostnaðarhlið þessa ntáls var- ið, efrétt og samvizkusamlega er reiknað og skýrt frá. Eg ætla ekki að eyða neinum orðum um það, hver leiðin muni verða af- farasælust fyrir oss, til að ráða til lykta þessu mesta og stórfelldasta framfaramáli voru, enda er eg ekki í neinum vafa um, að þegar til þingsins kasta kemur, þá muni heilbrigð skynsemi, en ekki pólitisk- ar æsingar, ráða úrslitum þess. Þingntála- fundargerðir þær um mál þetta, sem stjórn- féndablöðin eru svo kát yfir, eru að mínu áliti að eins nýjar sannanir fyrir því, hvernig óhlutvöndum pólitiskum æsinga- mönnum getur tekizt að villa kjósendum sjónir í svipinn, svo að þeir snúast á móti þvf, sem áður hefur verið áhugamál þeirra. Reykjavik 26. júní 1905. Ó. F. Daviðsson. tsafold peiknar. Nú á loptritun hingað til lands ekki að kosta nema 450 þúsund kr. og loptritun m i 11 i landa og innan- lands ekki nema einar skitnar 800 þús- undir, en stóra norræna félagið á að heimta 1780 þús. brútto eða 1480 þús. netto fyrir mi 11 i 1 andasímann einan. Svona reiknar »ísafold« 28. þ. m. og svona reiknar vafalaust »Fj.konan« í dag. Og þessi kjör á umboðsmaður þýzks rafmagnsvirkjafélags nýlega að hafa boð- ið — »ísafold«. Fyrst var það franskt félag, sem ætlaði að aumkvast yfir okkur. Svo var það enska Marconifélagið. En nú er félagið orðið þýzkt. Hin bæði dottin úr sögunni, En það eiga öll þessi félög sammerkt, að engin þeirra hafa snúið sér til ráð- herrans, nema hvað enska Marconifélagið bauð í fyrra alveg óaðgengilega kosti, svo óaðgengilega, að ekki matvandari mann en Einar Hjörleifsson væmdi við.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.