Þjóðólfur - 30.06.1905, Síða 2

Þjóðólfur - 30.06.1905, Síða 2
ÞJÓÐÓLFUR. 118 Annars reiknar ísafold kostnað olckar íslendinga út af samningnum við »stóra norræna« svona : 10 35 þús frá okkur í 20 ár eða alls 700 þús. 2° 54 þús. frá Dönum jafn- lengi eða alls .... 1080 þús. verða 1780 þús. Þar frá dregur Foldin til- lag stóra norræna til land- símans 300 þús. og fær með því móti út að vifl greiðum fyrir sam- bandið 1480 þús. eða tæpum 700 þús. meira en við þyrft- um að greiða þýzka félaginu fyrir stofn- kostnaðinn einan. Hún slepp- ir alveg úthaldi og viðhaldi, sem eptir tilboði Marconi’s 3. sept. f. á. kostaði samanlagt 188,586 kr. á ári hverju. Eptir vanalegum reikningi lít- ur dæmið hinsvegar svona út: Símasambandið eptir samn- ingnum kostar ríkissjóð Dana og landsjóð ís- lendinga alls brútto . . 1780 þús. þar af Dani eina 54 þús. kr. í 20 ár eða alls . . . 1080 þús. og oklcur þannig að eins . 700 þús. En þar frá á að draga . . 300 þús. tillagið frá Danmörku og í rauninni líka vexti, en sem * hér er sleppt og kemur þá út . í okkar hltit eitt skipti fyr— ir öll fy.rir sambandið . . 400 þús. samkv. ritsímasamningnum milli landa og innanl. eða 400 þús. kr. minna en stofnkostnaður þýzka draumsins á að kosta eptir Isafold. Dýpra og dýpra sagði déskotinn, en dýpra og dýpra segir Isafold 28. júní 1905. Utlendar fréttir. Kaupm.höfn 18. júní. Stríðid milli Kússa og Japana. Eins og þegar hefur frétzt, hefur Roosevelt for- seti sýnt mikla atorkusemi í þvf, að gera sitt til að friður komist á milli Rússa og Japana, og er sagt að Vilhjálmur Þýzka- landskeisari hafi verið honum hjálplegur í því tilliti. Þessar friðarumleitanir hafa að því Jeyti heppnast, að nú er fast ákveð- ið að fulltrúar stjómanna í Rússlandi og Japan komi bráðlega saman í Washington til þess að ráðgast um friðarsamninga Sagt er að fyrir Rússlands hönd muni þeir Kuropatkin yfirhershöfðingi og sendi- herra Rússa í París Nelidow mæta. Margir eru nú vongóðir um, að loks takist að leiða þessa blóðugu og grimmu styrjöld til lykta, en þó eru aptur á móti allmargfr á þeirri skoðun, að Japanar verði svo heimtufrekir í friðarskilmálum, að ó- mögulegt verði fyrir Rússa að ganga að þeim. Það er fullyrt, að Japanar muni krefjast fullra yfirráða yfir Kóreu, að þeir fái að halda Port Arthur og Lao-jang- skaganum, að Rússar sleppi öllum yfirráð- um yfir Mandschuríinu og að þeir fái 2 niilliarða kr. í skaðabætur af Rússum. Japanska stjórnin hefur látið það uppskátt, að hún mundi verða eptirgefanlegri í kröf- um slnum, ef trygging fengist fyrir, að friðarumleitunin væri alvarlega meint. Þrátt fyrir þessa friðarsamninga, sem farið hafa á milli stjórnanna í St. Péturs- borg og Tokio, þá er þó ekkert vopnahlé komið enn á, milli óvinaheranna í Mand- schuríinu, og eru alltaf öðru hvoru að berast fréttir um smáorustur, sem þar eiga sér daglega stað. Það er meira að segja fullyrt í ýmsutn blöðum í dag, að stóror- usta sé í nánd. Nokkur hinna smærri herskipa Rússa, sem undan komust heilu og höldnu frá sjóorustunni miklu í Koreasundi, hafa nú gert 'vart við sig í Gulahafinu á þann hátt, að þau hafa stansað kaupskip og Iát- ið rannsaka, hvort þau flyttu bannaðar vörutegundir til Japan. Noregur og Svíaríki. Nú upp á síð- kastið hefur ekkert nýtt borið til tfðinda í Noregi eða Svíaríki, sem sérlega er markvert, í Noregi eru menn mjög ró- legir, og allt fer þar fram með mestu spekt og ró. Menn búast ekki við að nokkuð beri til tíðinda viðvíkjandi stjórnarbylting- unni í Noregi, fyr en sænska aukaþingið, sem kemur saman 20. þ. m., lætur álit sitt í ljósi og afræður hvað gera skuli. Aptur- haldsblöðin sænsku, t. d. „Stokkhólmstíð- indi" og „Vort Land", eru mjög æsinga- full og hvetja stjórnina kappsamlega til að beita hervaldi gegn Noregi, ef stórþingið og stjórnarráðið norska vill ekki ganga inn á samninga við Svíarlki um uppleysingu Sambandsríkisins Til Oskars konungs rignir hluttekning- arskeytum frá öllum hlutum Svíaríkis og þakklætisávörp og sendinefndir frá öllum stéttum í ríkinu korna daglega til hans. JÞyzknland og Frakkland. Það virðist svo, sem að alltaf verði ófriðlegra milli nábúaríkjanna, Þýzkalands og Frakklands, og gerast Þjóðverjar fremur uppvöðslu- samir við Frakka, einkum í Marokko. Meðal annars má geta þess, að þýzkt fé- lag hefur nýlega tekið að sér að gera skipakví í Tanger, og er haft á orði, að þar fái Þýzkaland kolastöð fyrir flota sinn. Allt bendir á, að Marokko sé tapað fyrir Frökkum eins og Egyptaland. Eng- lendingar tóku Egyptaland, en Þjóðverjar eða Vilhjálmur II. Marokko fráFrökkum. Menn fullyrða, að það séu ófarir Rússa 1 Asíu, sem veitt hafa Þjóðverjum hug til þessarar framkomu sinnar f Marokko, því að eins og nú stendur á, getur Rússland ekki orðið Frakklandi að liði, ef í stríð lendir inilli þess og Þýzkalands. Frakkar finna sérlega til þeirrar móðgunar og smán- ar, sem þeir hafa orðið fyrir í Marokko- málinu, og æsingar miklar eiga sér stað á Frakkiandi, einkum í Parfs. Delcassé varð að fara frá stjórn utanríkismálefn- anna, en enginn er enn kominn í hans stað; þó er sagt í dag, að Rouvier sjálfur muni talca þau að sér. England. Hið konunglega brúð- k a u p í L o n d o n. Brúðkaup þeirra prins- essu Margrétar af Connaugfh og prins Gustafs Adolfs, sonar sænska rlkiserfingj- ans, hefur staðið yfir í London þessa dagana með mikilli viðhöfn. Hjóna- vígslan sjálf íór fram í Qporgskapell- unni í London með dæmafárri við- höfn. Oll enska konungsættin, konung- legir sendiherrar frá flestum ríkjuin Norð- urálfu og allir tignustu aðalsmenn enska rfkisins, og svo auðvitað sænski krónprinz- inn faðir brúðgumans, voru viðstaddir. Það koniu heillaóskahraðskeyti úr öllum áttum til ungu brúðhjónanna, þar á með- al eitt frá íáðaneytisforseta Michelsen, er hann sendi fyrir hönd norsku þjó&ar- innar. Gjafir þær, er brúðhjónin fengu, eru metnar 13 miljóna króna virði. Danskur konsúll myrtur. Snemma í þessum mánuði drápu 4 arabiskir ræn- ingjar hinn danska og austurríska konsúl í Mosagen í Marokko, en særðu konu hans hættulega og rændu öllu fémætu í hús- inu. Konsúllinn var enskur að uppruna og hét Daniel Maden. Bæði austurríski og enski sendiherrann í Marokko hafa klag- að til Soldáns út af morði þessu, og krefj- ast að líf útlendinga sé betur tryggt í ríki hans. Síðan í byrjun þessa mánaðar hafa mikl- ir jarðskjálftar gengið í Litlu-Asíu, einkum í borginni Skutari. Þar hafa 10—12 kipp- ir komið daglega, og fjöldi húsa hrunið, en 70 manna misst lffið. Undanfarna daga hefur ógurlegt ofviðri geisað í Konstantinopel og gert mikinn skaða, brotið niður fjölda húsa og eyði lagt mörg skip á höfninni. Vart hefur orðið við eldgos í hinu gamla eldfjalli Pelé á eyjunni Martinique 10. þ. m. og gaus þá mikið af ösku og hraunleðju upp úr fjallinu, og nokkru seinna hrapaði gígur fjallsins saman með miklum brest- um og braki. Nákvæmari rannsóknir viðvíkjandi bakt- eríu þeirri, er Guery fann og áleit að væri hin rétta „syfílis“-sóttkveikja hafa leitt 1 ljós, að ekki er hægt að drepa bakteríu þessa með kvikasilfri eða joðkalium, en þessi meðul hafa þó nú um langan aldur verið notuð gegn „syfllis". Annaðhvort er því Guery-bakterían ekki hin rétta or- sök sjúkdómsins, eða að hinar fyrverandi og núverandi læknisaðferðir við „syfilis" eru óréttmætar. Vtðauki. Frá 21. þ. m. eru síðustu fréttir, sem hingað hafa borizt. Daginn áður var aukaþing Svía sett, og virtust þá kænlegar horfur á því, að samningar við Norðmenn gengju með friði og spekt. Hafði stjórn- in samt stungið upp á því, að hún fengi heimild tO að semja við Norðmenn um það, hvernig skilnaði landanna yrði bezt hagað. Um 20. þ. m. hófst stórorusta í Man- dsjúríinu, og láta Rússar hvarvetna und- an síga, en höfuðherunum hafði þá ekki enn lent saman, aðeins útverðirnir, sem barist höfðu. En menn spáðu því, að orusta þessi mundi standa nokkra daga að minnsta kosti. Um Marconi-loptritunina. Samanlmrðnr. Á þessum tfmum, þegar svo mikið er rætt um Marconi-loptskeytin og tilraunir þær, er hér hafa verið gerðar með þau, mun lesendum Þjóðólfs þykja fróðlegt að sjá áreiðanlega skýrslu um þettá efni frá manni, er hefur sérþekkingu í þessari grein og ekki mun verða sakaður um að fara rneð fleipur, en það er ráðui>autur ísl. stjórnarinnar hr. C. E. Krarnp dansk- ur raf*()agn.sfræðingur, maður mjög vel að sér í Mnni grein og í mikhi áliti. Birtum vér hér ísl. þýðingu á skýrslu hans til ráðherra Islands, ds. 1 Kaupmannahöfn 15. þ. m., og er hún svolátartdi: Samkvæmt tilmælum yðarExcellenceskal eg leyfa mér að gera hér nokkrar athuga- semdir til samanburðar á þráðlausu hrað- skeytasambandi og sambandi með sæ- og landsfma. Hér er um tvennt að ræða: samband Islands við aðra hluta Norðurálfu og inn- anland-ssamband á Islandi. 1. Samband við útlönd. Hér kem- ur fyrst til athugunar: Er þráðlaust satn- band mögulegt? Mér virðist að það sé nægilegt til að sýna, hvað þessi aðferð er stutt á veg komin, að slík spurning skuli koma fram. Enginn spyr, hvort sæsíma- samband sé mögulegt. Þegar ekki er tekið neitt tillit til kostnaðarins má segja að það sé fysiskt mögulegt, að ná skeyt- um á miklu meira en 500 kílometra fjar- lægð, nefnilega sem veikum hljóðum f tal- símaverkfæri, og sagt er að einnig hafi tekizt að ná skeytum á venjulegt Morse- verkfæri á þeim fjarlægðum; en þessir deplar og stryk koma, jafnvel á miklu minni fjarlægð, þannig fram, að menn verða að ráða í annað hvort orð: áhrif loptsins á hinni löngu Ieið trufla, og skipta stryki í tvo depla eða gera það að verk- um að depill htföfur. Mönnum mun skilj- ast það, að sérfiæðingum, sem eru vanir að geta náð alveg gallalausum merkjum, þyki siík firðritun mjög ófullnægjandi. Eg verð að leiða athygli að því, að þegar félög þau, sem fást við þráðlaus hrað- skeytasambönd, breiða út fregnir um hin- ar miklu fjarlægðir, sem þau geti ráðið við, þá eru þau aldrei svo hreinskilin að skýra greinilega frá því, hversu opt hefur misheppnast að senda skeyti. I septembermánuði 1902 voru undir for- ustu M ar c o ni’s gerðar rnargar firðrit- unartilraunir frá Poldhu á Englandi til hins ítalska herskips Carlo Alberto í Mið- jarðarhafinu (hér um bil 1600 km.). Þá var send út fregn um það, að meðal ann- ars hefði h. 9. sept., að morgni, heppnast á skipinu að ná skeyti frá Poldhu; en síðar fengust upplýsingar um það, að Maskelyne verkfræðingur, sem stýrði þráðlausri stöð 33 km. fra Poldhu, hefði þegar frá kvöldi h. 6. sept. og síðan hvað eptir annað lesið sama skeytið á Morse- tæki sínu. Skeytið hefir því í raun og veru verið 21/* sólarhring á leiðinni, en af því var látið sem mikill sigur væri unninn. En það er augljóst, að tilraun þessi hefur fyrirmunað stöð Maskelyne's, og ef til vill mörgum öðrum stöðvum f norðurhluta Evrópu, alla aðra firðritun á fyrgreindu tímabili. Samkvæmt þekking minni á hinum ýmsu félögum, er byggist sumpart á tímaritum, sumpart á þvf, sem eg hef séð með eigin augum, tel eg mig geta sagt það, sem hér greinir: • 1) Hið franska félag (Branly Popp) er styttst á veg komið, og svo stórt fyrirtæki mundi vera því um megn. 2) M a r c o n i f é 1 a g i n u er bezt stjórn- að frá verzlunarlegu sjónarmiði, en það er líka heimtufrekast. Það hefur eptir því sem tímarffafa liðið fram gertmargar umbæiur, en þær þeirra, sem mest er í varið, eru í raun og veru eptirllkingar af hugmynd- um þýzkra prófessora. Ef áhrif norður- ljósanna eigi tálma, mun félagið að lfk- indum geta flutt skeyti (merki) þá daga þegar lopt er hagstætt í þessu tilliti. Menn mega eigi búast við öruggu daglegu sam- bandi, og að líkindum verður jafnvel hið stopula samband eigi tilbúið fyr en eptir tilraunir 1 4 til 5 ár með misjöfnum á- rangri. 3) Hið stóra þýzka félag („Tele- funken") er vafalaust það félaganna, sem hefur öruggastau vísindalegan og fjár- hagslegan grundröll, og með því að félag þetta þar að auki hefur mjög víða kotnið á samböndum við vita o. s. frv. (þar sem ekkiermögulegt að nota sæsíma), þá mundi sambandið, þegar um það er að ræða, að það verði sem hagkvæmast til notkunar og rekstttrs, vera bezt komið 1 höndum þessa félags. En mér vitanlega hefur félagið enn sem komið er aldrei firð- ritað á lengra færi en tvö hundruð kíló- metrum, og þó að félagið þori að takast fyrirtækið á hendur á eigin ábyrgð, sem eg veit að það muni vilja gera, þá væri að mlnu áliti rangt að láta Island vera Ieik- sopp, (Pröveklud)þar sem svo mikið er I húfi. E f ritsími væri eigi til, mundi eg geta mælt með því, að tilraunin yrði gerð. Einn- ig mundi eg geta það, et annarsstaðar, þar sem um sömu fjarlægðir væri að ræða og eins stæði á, væri komið á öruggt og ó- skeikult samband, er auk þess væri mun kostnaðarminna en sæsímasambandið; en þegar nú er hægt að útvega ágætt samband, sem fengin er á margra ára reynsla, virðist mér það vera mikill á- byrgðarhluti að firra ísland þessu hnossi. Hversu mikið þráðlausri firðritun eða tal- sambandi kann að fara fram á 5—10—15 árum veit enginn, en þaö getur ekki rið- ið baggamuninn nú sem stendur. 2. Samböndin á íslandi. Hér verður aptur að byrja með spurningunni: F, r u þ a ð t i 11 ö k ? Er mögulegt að senda skeyti um hina miklu jökla? Eg veit það ekki. En eg veit, að nokkurnveginn sæmilega matgar stöðvar með þráðlausu sambandi t. d. 10—12, mundu gera óbæri- legan glundroða. Ef samtímis ætti að senda þráðlaust skeyti fra Islandi til út- landa, þá mundu skeytin auðveldlega verða höndluð á hverri einustu hinna íslenzku stöðvanna eða á skipum, sem af tilviljun færu um. Það mundi ekki hægt að halda

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.